Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 13. mai'1982 Í9 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid ■ Lorette Lynn (Sissy Spacek) kemur fram á hljómleikum I „Dóttur kolanámumannsins”. Úr fátækt upp á stjörnuhimininn DÓTTIR KOLANAMUMANNSINS (Coal Miner’s Daughter) Sýningarstaður: Laugarásbió Leikstjóri: Michael Apted Aðalhlutverk: Sissy Spacek (Loretta Lynn), Tommy Lee Jones (Doolittle Lynn), Beverly D’Angelo (Patsy Cline) Handrit: Tom Richman, byggt á sjálfsævisögu Lorettu Lynn. Myndatak: Ralf D. Bode. Framleiðandi: Bernard Schwartz fyrir Universal 1980. ■ Dóttir kolanámumannsins sem mynd þessi fjallar um, er fræg kántrisöngkona vestur i Bandarikjunum, Loretta Lynn. að nafni, og er mynd þessi gerð i samvinnu við hana og byggð á sjálfsævisögu hennar. Leikstjórinn, Michael Apted, er hins vegar breskur. Af fyrri myndum hans má nefna „Agatha” sem sýnd hef- ur verið hérlendis. Loretta Lynn er vist dæmi um hvernig fólk getur risið upp úr sárustu fátækt til mikils rikidæmis i Bandarikjunum, en það fyrirbæri kenna ýmsir við „ameriska drauminn”. Hún var ein af mörgum börn- um kolanámumanns i Kent- ucky, þar sem fátækt var, og er viða enn, allsráðandi. Fjór- tán ára gekk hún i hjónaband og hélt á brott með eiginmanni sinum. Þau eignuðust hvert barnið á eftir öðru, og Loretta hafði nóg að starfa á heimil- inu. Hún hafði góða rödd og söng oft kántrisöngva fyrir börnin. A einu brúðkaupsaf- mælinu gaf eiginmaðurinn henni svo gitar og hún fór að læra á hann. Eiginlega virðist eiginmaður hennar, Doolittle hafa átt mestan þátt i þvi að hún varð atvinnusöngkona, þvi hann hafði trú á hæfileik- um hennar og rak hana til þess að fara að syngja opinberlega. Og þegar eitt lag, sem hún söng inn á plötu, náði vinsæld- um var ferill hennar hafinn fyrir alvöru. t kvikmyndinni er framan af lögðmikiláhersla á að sýna lif Lorettu, foreldra hennar og systkina, i kolanámubyggðum Kentucky: fátæktina og baslið en jafnframt fábrotnar skemmtanir þar sem kántri- tónlistin var i fyrirrúmi. Enda er þessi hluti myndarinnar allt fram til þess, að Loretta verð- ur þekkt sem söngkona, lang- bestur: raunsær, grátbrosleg- ur á köflum, og ekta. En þegar frægðinni er náð fer Apted hefðbundnar slóðir i lýsingu sinniá daglegu lifi kántrisöng- stjörnu vestra: konsertarnir, bilferðirnar, álagið erfiðleik- arnir i einkalifinu^allt þetta er eins og i mörgum öðrum slik- um myndum og er þá skemmst að minnast „Honey- suckle Rose” sem sýnd var hér i vetur. Svo langt gengur þetta reyndar að heilu persón- urnar gleymast allt i einu i myndinni — fjögur elstu börn- in Lynn-hjónanna hverfa þannig um miðja mynd og sjást aldrei framar. Það eina sem heldur mynd- inni gangandi siðari hlutann, er frábær leikur Sissy Spacek i aðalhlutverkinu. Hún gerir Lorettu Lynn töfrandi en um leið mannlega, og heldur þvi áhuga og athygli áhorfenda allt til loka. Mikið er lagt i sviðsmynd- ina, einkum i fyrri hlutanum þegar lýst er kolanámuhérað- inu, og virkar hún mjög sann- ferðug i ömurleika sinum. Þegar bernskuheimili Lorettu i myndinni er borið saman við búgarðinn, sem hún eignast siðar þegar hún er orðin fræg og rik, geta áhorfendur séð i einu vetf angi þá gifurlegu gjá sem er á milli rikra og snauðra i landi ameriska draumsins. — ESJ Eiias Snæland Jónsson skrifar ★ ★ ★ ★ Dóttir kolanámumannsins O Gereyðandinn ★ Eyðimerkurljónið ★ ★ Timaflakkararnir ★ Kapphlaup við timann ★ ★ Eldvagninn ★ ★ Lögreglustöðin i Bronx ★ ★ Fram i sviðsljósið ★ ★ Leitin að eldinum ★ ★ Rokk i Reykjavik Stjörnugjöf Tímans * * * * frðbær • * * * mjög góð ■ * * gAA ■ * sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.