Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. mai 1982 7 erlent yfirlit ■ MARGT bendir til, aö sam- stjórnartimabili sósialdemókrata og Frjálslynda flokksins i Vest- ur-Þýskalandi sé aö ljúka. Þetta timabil hefur staöiö óslitiö siöan haustiö 1969 og á þvi 13 ára af- mæli á þessu ári. Haldist þaö til loka kjörtimabilsins hefur þaö staöiö i 15 ár. Þaö væri ekki óeöli- legt, þótt kjósendur vildu fá ein- hverja breytingu. Þess gætir einkum oröiö innan flokks sósialdemókrata aö yngri kjósendur eru orönir þreyttir á þessu langa samstarfi. Þeir telja stjórnina of ihaldssama bæöi i innanlandsmálum og utanrikis- málum. Komiö hefur til verulegs ágreinings á þingum flokksins, en meö þvi aö standa saman hefur flokksstjórninni tekizt aö halda velli undir forustu þeirra Willys Brandt og Helmuts Schmidt. Þeir hafa skipt þannig meö sér verkum, aö Brandt hefur reynt aö róa vinstri arm flokksins en Schmidt hægri arminn. Þetta hefur þó ekki tekizt til fulls. Nýlega hafa vinstri sinnar sem áöur voru i flokki sósial- demókrata, stofnaö nýjan flokk, sem sennilega gerir bandalag viö flokk náttúruverndarmanna fyrir næstu kosningar til þingsins i Bonn. óliklegt er ekki, aö sliku bandalagi takist aö fá þingmenn kosna. Ókyrröin i flokki sósialdemó- krata hefur m.a. valdiö þvi aö Frjálslyndi flokkurinn er farinn aö efast um, aö samstarf flokk- anna haldist til lengdar. Hann ■ Helmut Kohl Mesta vandamál kristilegra demókrata hefur þvi fariö aö búa sig undir stjórnarslit. Samningar milli flokkanna hafa þvi oft i seinni tiö gengiö verr en áöur. Þetta viröist heldur hafa styrkt Frjálslynda flokkinn i sessi, en yfir honum vofir stööugt sú hætta, aö hann nái ekki þeim 5% greiddra at- kvæöa I kosningum, sem þarf til þess aö ná þingsætum. ÝMSAR getgátur hafa veriö uppi um framhaldiö, ef stjórnar- samstarfiö rofnar. Um tvennt viröist þá aö velja. Annaö er þaö, aö Kristilegi flokkurinn sem veriö hefur I stjórnarandstööu, og Frjálslyndi flokkurinn taki hönd- um saman. Hitt er þaö aö efnt veröi til kosninga. Kristilegi flokkurinn viröist enn óráöinn i þvi, hvorn kostinn hann eigi heldur aö kjósa. Sumir leiö- togar hans viröast telja þaö tryggja stjórnarforustu flokksins til frambúöar ef hann nær sam- starfi vib Frjálslynaa flokkinn. Aðrir vilja freista gæfunnar og reyna aö ná hreinum þingmeiri- hluta i kosningum. Þeir, sem velja siöari kostinn, halda þvi m.a. fram aö Frjáls- lyndi flokkurinn hafi reynzt ó- traustur I samstarfi. Hann vann um skeið meö Kristilega flokkn- um, en gerðist svo kröfuharður aö kristilegir demókratar rufu sam- starfiö viö hann og mynduðu stjórn meö sósialdemókrötum. Sú stjórn fór meö völd 1966-1969. Talið er aö Franz Josef Strauss sé i hópi þeirra, sem vilja freista striösgæfunnar og reyna aö ná meirihluta flokksins á þingi. Margt bendir til, að flokkurinn eigi erfitt með aö gera þetta dæmi upp og kjósi þvi aö fá lengri tima til aö átta sig. Þetta er m.a. dreg- iö af þvi, aö stjórnarandstaða hans hefur verib meö daufara móti um skeið. Margir fréttaskýrendur telja, að þetta stafi ööru fremur af þvi, að flokkurinn er enn ekki búinn aö velja nýtt kanzlaraefni fyrir næstu kosningar. Mjög velti á þvi, að flokkurinn geti teflt fram sterkum foringja ef hann á að reynast sigursæll. Enn ber Helm- ut Schmidt höfuð og herðar yfir aðra þýzka stjórnmálamenn og hann gæti enn dregiö verulegt fylgi aö sósialdemókrötum ef kristilegir demókratar gætu ekki Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ■ Strauss vill reyna aftur teflt fram sterkum keppinaut gegn honum. Helmut Kohl, sem er formaður landssamtaka flokksins þykir ekki nógu sterkur leiötogi, enda tapaði hann sem kanzlaraefni i kosningum 1976. t kosningunum 1980 var Frans Josef Strauss teflt fram sem kanzlaraefni, þvi aö ó- umdeilanlega fullnægöi hann kröfum um sterkan leiðtoga. Hann reyndist ekki sigursæll. Yfirleitt var þá taliö aö Strauss væri endanlega úr leik. Þaö þykir nú ljóst, að hann er ekki þeirrar skoðunar og vill þvi gjarnan reyna aftur, þegar hann telur aö- stæöur betri. Kohl vill einnig reyna, þvi aö sigurhorfur séu nú meiri en 1976. Þegar þeim Strauss og Kohl sleppir koma allmargir aörir leiötogar flokksins til greina, en enginn þeirra þykir þó skara fram úr og fulinægja myndinni um sterkan foringja. Þannig eiga kristilegir demó- kratar i miklum vandræðum, þótt illa gangi á stjórnarheimilinu og þaö sé vatn á myllu þeirra. EN HVAÐ tekur viö i Vestur- Þýskalandi ef núverandi stjórn fellur og kristilegir demókratar taka við forustunni? Þetta er vissulega mikilvæg spurning, þvi aö Vestur-Þýskaland er orðið á- hrifamesta rikið i Vestur-Evrópu. Von margra er sú, að breyting- arnar verði meira i oröi en á boröi. Kristilegir demókratar muni taka upp þraöinn frá Aden- auer og Erhard og fylgja raun- særri stefnu og ævintýralausri. Bregöist þetta, getur það haft mikii áhrif á málefni Evrópu. Rússar viröast búa sig öðrum þræöi undir stjórnarskipti i Bonn. Þvi óskaöi Brésnjef sérstaklega eftir aö hitta Frans Josef Strauss, þegar hann heimsótti Bonn sið- astliöiö haust. Gunnar Thorodd- sen geröi það einnig. Leit að sterkum flokksleiðtoga Félagsmálastofnun Reykjavíkurbörgar Félagsstarf eldri borgara í Reykjavík Sýning á ýmsum munum sem hafa verið unnir i Félagsstarfi eldri borgara verður opnuð að Kjarvalsstöðum föstudaginn 14. mai 1982, kl. 16:00. Lúðrasveit Laugarnes- skóla leikur fyrir utan við opnunina. Sýningin verður opin frá kl. 16.00 til 22:00 föstudaginn og frá kl. 14:00 til 22:00 laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. mai. F élgsmálastofnun Reykjavikurborgar. SSl Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Félagsstarf eldri borgara í Reykjavík Sala á munum unnum i Félagsstarfi eldri borgara, verður að Norðurbrún 1 laugar- daginn 15. og sunnudaginn 16. mai n.k. frá kl. 13:00 til 18:00 báða dagana Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar. Útboð Tilboð óskast i byggingu Verkstæðis- og skrifstofuhúss Vegagerðar rikisins á Sel- fossi. Skrifstofuhúsið er tvær hæðir, hvor 155 ferm að flatarmáli, og verkstæðishúsið er 370 ferm á einni hæð, vegghæð 6-7 m. Útboðið nær til uppsteypu húsanna, frá- gangs að utan og frágangs verkstæðis að innan. Útboðsgögn verða afhent frá og með föstudeginum 14. mai n.k. á verkfræðistof- unni Fjarhitun h.f. Borgartúni 17, Reykja- vik og á skrifstofu Vegagerðar rikisins, Eyrarvegi 21, Selfossi, gegn 1000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Vegagerð- ar rikisins, Borgartúni 7, Reykjavik, föstudaginn 28. mai 1982 kl. 14.00. Bændur Ég er 12 ára drengur. Vill ekki einhver góður bóndi leyfa mér að vera hjá sér i sumar. Er duglegur. Þarf ekkert kaup. Upplýsingar i sima 91-54429 eftir kl. 6 á kvöldin. Eftirfarandi vátryggingafélög hafa ákveðið að frá 15. mai til 1. september verði opnunartimi þeirra frá kl. 8 til kl. 16, en nauðsynlegri afgreiðslu þó sinnt á milli 16 og 17. Ábyrgð hf. Brunabótafélag íslands Trygging hf. Almennar Tryggingar hf. Sjóvátryggingar- 0 félag Islands hf. Trygginga- miðstöðin hf. Kælitækjaþjónustan Rcykjavíkurvcgi 62, Hafnarfirði, sími 54860. Önnumst alls konar nýsmíði. Tökum að okkur viðgerðir á: kæliskápum, frystikistum og öðrum kælitækjum. Fljót og góð þjónusta. Sendum I póstkröfu um land allt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.