Tíminn - 18.05.1982, Side 4

Tíminn - 18.05.1982, Side 4
4 VÉLSKÓLI fSLANDS Innritunarfrestur er til 10. júni nk. Inn- tökuskilyrði eru að umsækjandi hafi náð tilskildum aldri og kunni sund. Störf og réttindi vélstjóra Vélstjórar vinna margvísleg störf til sjós og lands, við vatns- og orkuveitur, I smiðj- um og iðnaði. Störfum vélstjóra i iðnaði fer fjölgandi með vaxandi iðnvæðingu. Réttindi vélstjóra til starfa á sjó eru sem hér segir: 1. stig veitir réttindi til yfirvélstjórnar á fiskiskipi með allt að 250 hestafla vél og undirvélstjórnar á fiskiskipi með allt að 500 hestafla vél. 2. stig veitir réttindi til undirvélstjórnar á fiskiskipi með allt að 1000 hestafla vél. 3. stig veitir réttindi til undirvélstjórnar á fiskiskipi með allt að 1800 hestafla vél og á flutningaskipum og farþegaskipum. 4. stig veitir ótakmörkuð réttindi eftir að nemandi hefur lokið sveinsprófi i vél- virkjun. Réttindi hvers stigs aukast siðan að feng- inni starfsreynslu eftir ákveðnum reglum. í Reykjavik fer fram kennsla i öllum fjór- um stigum vélstjóranáms: á Akureyri, i Vestmannaeyjum og á ísafirði og 1. og 2. stigi: á Húsavik og i fjölbrautaskólum Akraness og Suðurnesja i 1. stigi. Skipulag námsins og námsmat Sl. haust var tekið upp áfangakerfi við skólann og fer námið i 1. og 2. stigi fram samkvæmt þvi skólaárið 1982-83. Þeir nemendur sem hefja nám við skólann haustið 1982 stunda þvi nám eftir áfanga- kerfi. Nemendur sem hafa stundað nám við aðra skóla og vilja innritast i Vélskólann fá fyrra nám sitt metið að þvi leyti sem það fellur að námsefni skólans. Þeir sem lokið hafa sveinsprófi i vélvirkj- un, bifvélavirkjun eða rennismiði fá fyrra nám sitt metið eftir sérstökum reglum. Framhaldsnám eftir vélskólanám Nám við Vélskólann veitir möguleika á framhaldsnámi við tækniskóla og tækni- háskóla. Einkum skal bent á framhalds- nám i véltæknigreinum, rafmagnsgrein- um og tölvutækni en tölvukennsla var tek- in upp sl. haust. Tölvukennslan við Vél- skólann hefur þá kosti að vera tengd verk- legu námi og hagnýtri reynslu og er þvi ákjósanlegur undanfari að framhalds- námi i greininni. Stefnt er að þvi að Vél- skólinn útskrifi stúdenta eftir að 4. stigs námi er lokið. Grunndeildir verknámsskólanna Nemendur, sem eru að ljúka grunnskóla- námi og hyggja á vélskólanám, skal einn- ig bent á grunndeildir verknámsskólanna (fjölbrautaskóla og iðnskóla) en þar er hægt að ljúka hluta námsins, t.d. i verk- legum greinum eins og smiðum, suðu og grunnteikningu. Allar frekari upplýsingar er að fá i Náms- visi Vélskólans sem fæst á skrifstofu skól- ans. Þar liggja einnig frammi umsóknar- eyðublöð. Skrifstofa Vélskólans (i Sjömannaskóla- húsinu) er opin alla virka daga frá kl. 8.00 til 16.00. Simi 19755. Skólastjóri Landakot getur ekki tekid brádavakt sfna — ,,ástandiö fer versnandi meö hverjum degi” segir Guðrún Marteinsson hjúkrunarforstjóri Barnadeild Landakotsspitalans er nú auö. Tímamyndir: Róbert ■ „Ef lausn þessara mál dregst á langinn fer ástandið hér versn- andi með hverjum degi” sagði Guðrún Marteinsson hjúkrunar- forstjóri Landakotsspitalans i samtali við Tfmann en þar hefur um 100 sjúkrarúmum af 180 sem eru til staöar á spitalanum verið lokað. Landakotsspitalinn átti að taka svokallaða bráðavakt frá og með deginum i dag en mun ekki geta það eins og staðan er nú þvi hjúkrunarfræðingar neita að taka „Erfitt að halda uppi lágmarks- bráðaþjónustu” — segir í yfirlýsingu formanna læknaráða Land- Landakots- og Borgarspftala ■ Formenn læknaráða Land-, Landakots- og Borgarspitala hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna á- stands þess sem skapast hefur i kjölfar aðgerða hjúkrunarfræö- inga og er hún þannig: „Formenn læknaráða Land- spitala, Landakotsspitala og Borgarspitala lýsa hér með yfir áhyggjumog kviöa vegna þess öngþveitis sem er að verða á sjúkrahúsum borgarinnar vegna deilu hjúkrunarfræðinga. Við óbreyttar aöstæður verður mjög erfitt að halda uppi lág- marks bráöaþjónustu. Formenn læknaráðanna skora á hæstvirtan fiármálaráöherra Ragnar Arn- alds að hefja nú þegar raunhæfar viðræður til lausnar deilunni.” Undir þetta skrifa þeir Ólafur örn Arnarsson (Landakots- spitala), Magnús Karl Pétursson (Landspitala) og Asmundur Brekkan (Borgarspitala) þetta að sér. Þessari vakt skipta sjúkrahúsin á milli sin. „Ég veit ekki hver staðan verð- ur i þessum efnum. Astæðan fyrir þvi að við segjumst ekki getað tekið þessa vakt er að hjúkrunar- fræöingar hafa ákveðið að taka hana ekki að sér, gefa ekki kost á vinnunni því þeir segjast ekki geta sinnt þessu þar sem nú eru tvær deildir fullar á sjúkrahús- inu.” Aðspurð um hvað gerðist ef þessi vakt félli niður sagði Guð- rún: „Þá skapast neyðarástand.” Það kom ennfremur fram i máli Guðrúnar að staðan i samn- ingamálum hjúkrunarfræðinga væri þannig að fjármálaráðu- neytið hefði ekki lagt fram neitt ^ágntilboð, engir sáttafundir ver- ið boðaðir á ný og deilan færi þvi harðnandi. Ingibjörg Guömundsdóttir að- stoðarhjúkrunarforstjóri sagði aö ef þessi mál leystust ekki i bráð þá væri hún hrædd um að vandi siúkrahúsanna yrði stærri er deil- an leystist, þvi þá væri hætta á að hjúkrunarfræðingar hefðu ráöið sig i önnur störf. „Það hefur verið mikill skortur á hjúkrunarfræðingum og þeijr hafa á undanförnum árum leitað i önnur störf vegna lágra launa”, sagði Ingibjörg. „Þetta fólk hefur sagt upp störfum og er að leita sér að ein- hverju öðru þannig að ef deilan ldregst á langinn þá missum við þær úr höndunum.” Arný Sigurðardóttir hjúkrunar- fræðingur á Landakoti sagði i samtali við Timann að ákvörðun um að sinna ekki bráðavaktinni hefði verið tekin á vinnustaða- fundi i gær. „Við getum ekki tekið þetta aö | okkur með tvær deildir hér opnar fyrir og þar að auki höfum við áö- ur skilgreint hvað við teljum neyöarþjónustu og fellur slysa- vakt ekki undir þá skilgrein- ingu”, sagði Arný. „Hér hefur einungis verið rekin neyðarþjónusta og öllum hefur verið sinnt sem hingað hafa kom- iö”. —FRI Sunnlendingar Æfingagallar Æfingaskór Fótboltar Ávallt í miklu úrvali Adidas Henson __ P SPORTBÆR SPORTVÖRUVERSLUN Klrkjuvegi 8 • Sími 2350. Selfossi J

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.