Tíminn - 18.05.1982, Side 6
6
Þriðjudagur 18. mai 1982
Land-Rover eigendur
Nýkomiö á mjög hagstæðu verði:
Öxlar framan og aftan
Öxulflansar
Hjöruliðskrossar
Girkassaöxlar
Girkassahjól
Fjaðrafóðringar
Hraðamælisbarkar
Hurðarskrár
stýrisendar
spindlasett
kúplingspressur
kúplingsdiskar
og margt f leira
Lokað verður frá 18/5-6/6
Póstsendum.
Bíihiutir h/f
Suðurlandsbraut 24 — Reykiavik
S.38365.
Kælitækjaþjónustan
Rcykjavíkurvegi 62, Hafnarfiröi, sími 54860.
Önnumst alls konar nýsmíði. Tökum að
okkur viðgerðir á: kæliskápum,
frystikistum og öðrum kælitækjum. Fljót
og góð þjónusta.
Sendum i póstkröfu um land allt
Bíll til sölu
Oldsmobil Delta 88 árg. 1978 brúnn að lit
með ljósbrúnum vyniltopp.
Ekinn 52 þús. á vél.
IVIjög góður bill.
Upplýsingar i sima 92-1716 milli kl. 8 og 9 á
kvöldin
• Öll almenn prentun
• Litprentun
• Tölvueyðublöð
• Tölvusettir strikaformar
• Hönnun • Setning
• Filmu- og plötugerð
Prentun • Bókband,
PRENTSMIÐJA
Koanu^\ g g
n C^ddc
Cl HF.
SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000
Sjúkrahús
Skagfirðinga
óskar að ráða röntgentækni til starfa frá
15. ágúst, og sjúkraliða frá 1. september.
Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra eða á
skrifstofunni, i sima 95-5270.
fréttir
Þrír sjúkraþjálfarar opna nýja heilsuræktarstöð:
„Getum unniö mikiö
fyrirbyggjandi starf”
þessa stöð, er að það eru þrir
sjilkraþjálfarar, þau Guðný L.
Oddsdóttir, Hilmir Agústsson og
Valgerður Gunnarsdóttir, sem á-
samt mökum sinum munu reka
þessa stöð, þannig aö þaö ætti að
vera óhætt fyrir hvern og einn að
hætta sér út i likamsþjáliun undir
leiðsögn þeirra, jafnvel þótt við-
komandi hafi ekki stundað neinar
iþróttir eða likamsþjálfun árum
saman.
Timamenn brugðu sér i heim-
sókn i Gáska daginn sem opnað
var, en það var 6. þessa
mánaðar.
Stöðin er einstaklega smekk-
lega innréttuð, bjartir litir og létt
yfirbragð i fyrirrúmi. Blaða-
maður spyr upp á hvað verði boð-
ið i þessari nýju stöð:
Valgerður: „Við fyrstu heim-
sókn hingað er likamsástand
hvers einstaklings athugað vel af
sjúkraþjálfara, með tilliti til
hreyfanleika og vöðvastyrks.
Hver einstaklingur er einnig
þolprófaður á þrekhjóli og siðan
með reglulegu millibili eftir það.
Að athugun lokinni er útbúið
æfingaprógramm fyrirhvern ein-
stakling, sem hæfir honum sér-
staklega, þó að sjálfsögðu séu á-
kveðnar grunnæfingar sem hæfa
öllum.
Við ráðleggjum einnig þeim
sem hingað koma um upp-
byggingu og þjálfun likamans,
likamsbeitingu og starfsstell-
ingar, til þess að koma i veg fyrir
álagseinkenni.”
Auk þess býður Gáski upp á öll
almenn þjálfunartæki, sólbekki
og fleira. Tóku þremenningarnir
þaðskýrtfram aö i æfingasalnum
yrði ávallt sjúkraþjálfari til leið-
beiningar og eftirlits. Sögðu þau
markmið sitt vera með stofnun
þessarar stöðvar að bjóða hinum
venjulega kyrrsetumanni upp á
hreyfingu og æfingar til þess að
byggja upp likama sinn, en þau
legðu ekki áherslu á vaxtar- eða
vöðvarækt sem slika.
„Ef svo má taka til orða, þá
ætlum við Gáska fyrir venjulegt
fólk,” sagði Hilmir Ágústsson,
„og það þarf enginn að skammast
sin, sem kemur hingað fyrir það
að vera i lélegu formi — við ætl-
um einmitt aðaðstoða fólk til þess
að komast i gott likamlegt form.
Úti i starfi okkar, sem sjúkra-
þjálfarar, verðum við áþreifan-
lega vör við að fólk gegnum-
gangandi er illa á sig komið
likamlega og við teljum að með
þvi að opna svona stöð getum við
unnið mikið fyrirbyggjandi starf
— i rauninni meira fyrir-
byggjandi en við gerum i starfi
okkar sem sjúkraþjálfarar, þvi
þar fáum við einstaklinga með á-
kveðna kvilla, sem leita sér
lækninga, en hér getum við oft
komið i veg fyrir að þessi kvilli —
álagseinkenni — nái að
myndast.”
Þremenningarnir sögðu þvi að
læknar gætu bent sjúklingum sin-
um á að koma á stöðina til sin, i
Gáska, þvi þeir vissu jú að þeir
gætu treystsjúkraþjálfurum fyrir
þeim, en sliku væri ekki til að
dreifa i mörgum öðrum heilsu-
ræktarstöðvum, þar sem
ómenntaðir starfskraftar væru
við leiðbeiningar.
Gáski verður opinn sex daga
vikunnarsem hérsegir: Kvenna-
timar verða mánudaga, miðviku-
daga og föstudaga frá kl. 16-22:
Karlatlmar verða þriðjudaga,
fimmtudaga frá kl. 16-22 og
laugardaga frá kl. 09-15.
—AB
■ Það hefur varla farið fram hjá
nokkrum manni undanfarið ár
eða svo, að likamsræktar- og
heilsuræktarstöðvar hafa sprottið
upp hér á höfuðborgarsvæðinu
eins og gorkúlur. Ekki virðist
markaðurinn vera mettaður enn,
þvi þær sögur berast frá þessum
stöðvum að fullbókað sé, og fólk á
biðlistum. Nú hefur ein ný heilsu-
ræktarstöð, Gáski — Heilsu-
ræktarstöð litið dagsins ljós, og er
hún til húsa i Álftamýri 9. Það
sem kemur einna mest á óvart við
■ Sjúkraþjálfararnir þrir, eigendur Gáska, þau Guðný L. Oddsdóttir,
Valgerður Gunnarsdóttir ogHilmir Agústsson, sýna blaðamanni hluta
æfingatækjanna. Tímamynd — G.E.
Mannvirkjagerð - Innréttingar
Tek aö mér byggingaverkefni stór og smá, utan húss sem innan.
Vélar og verkfæri til taks s.s. vörubifreió og sendibifreiö, dráttarvél-
argröfur P—H, kranabifreið og loftpressa, ásamt öllum áhöldum til
steypuvinnu.
Á verkstæði: Alhliða trésmióavélar sem gera okkur kleift aö bjóöa
smíói á hvers konar innréttingum.
Vanir menn viö öll störf.
Trésmiðja
Sigfúsar Kristinssonar
Austurvegi 42 —44, Selfossi — Simar Verkstæöi (99) 1550, heima (99) 1275.