Tíminn - 23.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.05.1982, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. mai 1982 5 ■ „En nú, I þessu sama herbergi i þessu sama húsi, er komib sjónvarpstæki I staðinn fyrir þennan gamla mann. Og i stað orða er þögn, vegna þess að þarna er sjónvarpstækið sem skipar fólki að þegja...” Allt eðli nútlmalifs er andstætt þessari hefð fólk sem treystir á bækur og myndir og hefur þekk- inguna i þægilegu formi allt I kringum sig hlýtur að glata sagnaheföinni. En það eru ekki bara sögurnar, sögurnar eru tengdar vissum lifsmáta, þær eru listform — ef maður vill þá á annað borð kenna þær við list — sem er inánum tengslum við árs- tiðirnar. Þegar uppskerunni lauk var kominn timi fyrir sögur, þá safnaðist fólk saman á bóndabæj- um og sagði sögur. Og þessu hélt fram allan veturinn, þannig hélt það ógnum vetrarins i skefjum. Ef við gerum okkur i hugarlund litið hús, þá sæti maður f miöju herberginu og segði gamlar hetjusögur, irskar hliðstæður ts- lendingasagnanna. En nú, i þessu sama herbergi f þessu sama húsi er komið sjónvarpstæki í staðinn fyrir þennan gamla mann. Og í staðorða er þögn, vegna þess að þarna er sjónvarpstækiö sem skipar fólki að þegja, maður get- ur ekki kropið fyrir framan þetta húsgagnog talað — maður verður aö hengja höfuð og þegja eins og maður sé að taka við sakramenti hjá presti. Ég lit á sjónvarpið sem, ég veit ekki hvort þú getur skrifað þetta i dagblað, einhvers konar blöndu af helgiathöfn og sjálfsfróun. Þetta er einka-löst- ur, þú ert ekki aö deila neinu með neinum. Sögumaðurinn mundi aftur á móti hafa lag á því að draga þig inn i söguna, hann mundi segja: ,,Já, þessi maður gekk eftir veginum og hann var ekki alveg ólfkur þér, Egill Helgason, ekki ólíkur, svolitið lat- ur og tii einskis nýtur náungi...” Þannig mundi hann gera þig að þátttakanda I sögunni, hvort sem hún fjallaði um gamlan risa eða Tinkara-kerlingu eða tröll eða álfa. En sjónvarpið heldur þér al- veg fyrir utan, þar hefurðu ekki annað en myndir á gráum fleti með litlum iðandipunktum. Og ég veit ekki meö þessa punkta — ég vil auðvitað ekki hræða lesendur blaðsins þins frá þvi að horfa á sjónvarp —■ en ég hef heyrt að of mikið af þessu sjónvarpsglápi geti skaöað augun. Glæpir, mengun og úthverfi 1 ,,Our like will not be there again” var ég sumsé ekki að skrifa bara um frásagnarlistina og munnmælahefðina, ég var að skrifa um heilan lifsmáta og hvernig list frásagnarinnar teng- ist þessum lifsmáta. En nú er þetta næstum horfið á Irlandi. tr- land er rétt nýkomið inn f tuttug- ustu öldina á siðustu fimmtán ár- um hefur það stokkið fram i tlma um nokkur hundruð ár, og nú eru þeir að reyna að vinna upp þann tima sem glatast hefur. Og það er mjög dapurlegt, þvi land eins og Irland sem hefur verið aftarlega á merinni lengst af og tekur svo allt í einu stökk inn i núti'mann er i einstakri aðstöðu til að velja og hafna hvað það vUl þiggja úr nú- timanum. Og þetta er raunin með flest lönd I þriðja heiminum, þau geta komisthjá mengun, þau geta forðast ýmiss konar landeyðingu og alla hamslausa þróun, þvi þau hafa mistök annarra til aö læra af. En i staöinn fyrir að læra af mistökum annarra er þvi miður eins og írland hafi reynt að apa eftir mistiSc annarra, allir aðrir hafa mengun, allir aörir hafa út- hverfi og glæpi I borgum — við viljum ekki vera útundan svo við viljum fá þetta allt, glæði, meng- un og úthverfi. Jæja, auðvitaðeru úthverfiekkieins slæm og glæpir. Ég Ut sömu augum á Island, kannski vegna þess hvað það er afskekkt, það er eins og virki gegn öllum óþverranum sem all- ur umheimurinn liggur i. Og vegna þess að Island situr hérna uppi i Norður-Atlantshafi er það i dásamlegri aöstöðu til að hleypa ekki öllu inn, það getur valið og hafnað eins og nánast ekkert land annaö. Eðli nútimalifs er einmitt að það virðir engin landamæri, þaö virðir ekki þjóðerni, það bara leggur undir sig hvert landið á fætur öðru — maður fer til Júgóslaviu og það minnir mann á Sviss, maöurfer til Sviss og það minnir mann á Wyoming, Sviþjóð minnir mann á Minnesota, Minnesota minnir mann á Mani- toba og allt er orðið eins. En ís- land er i frábærri aöstöðu til að varðveita sina eigin menningu, hleypa að þvi sem er gott og halda úti þvi sem er slæmt. Og mér sýn- ist lika aö sumpart sé landið „virgo intacta”, að enn sé það ekki eyðilagt af hlutum sem eru að eyðileggja aðra heimshluta. Tínkarar — Enþessi sagnamenning irska er hún svo nákomin irskri tungu að hún hlýtur að deyja út með henni? Hún er nátengd irskunni, já, nema hjá Ti'nkurunum. Þó Tinkararnir tali ensku eru þeir að vissu leyti í sömu aðstöðu og Irskumælandi fóik. Ég komst að þvi að frásagnarhefðin hefur næstum alls taðar dáið út nema irskumælandi svæðum og hjá Tinkurunum. Frásagnarlistin hefur nefnilega sterk tengst við efnahagsmálin, þvi Irar setja hana oftast i samband við fátækt og fortiöina sem skóp þeim tals- verðar þjáningar. Svo ef maður stekkur frá i'rsku til ensku, þá stekkur maður lika frá fátækt il Imyndaðs rikidæmis og tapar sögunum ileiðinni. Enskan er tal- in tungumál þeirra sem eitthvaö mega sin, irskan er tungumál þeirra sem þjást. — Þú skrifar um Tinkara i bók- inni og þér verður tiðrætt um þá hér, segðu meira frá þessum kyn- lega þjóöflokki. Ég var hjá Tinkurum af og til þann tima sem ég var á Irlandi og komstað þvi að þd þeir væru utan þjóðfélags, þó þeir stæðu neöst i þjóðfélagsstiganum voru þeir ör- látasta ftílk sem ég hef nokkru sinni hitt. Þaö er til gamall orðs- kviður sem er svo: Þeim mun stærri sem pyngjan er, þeim mun hertari er ólin. Það mætti snúa þessuviðog segja um Tinkarana: Þeim mun minni sem pyngjan er, þeim mun lausari er ólin. En ætli mér hafi ekki tekist að blandast Tinkurunum vegna þess að eftir tvöárá feröalagileitégúteins og Tinkari sjálfur, i rifnum frakka, götóttum skóm og með skegg — ég leit út fýrir að hafa gengið i vegarskólann sjálfur. Eni irskum fræðum erþað viðhorfið að gelisk menning sé eina menningin sem vert er að vernda á Irlandi og að aðeins þeir sem tali irsku hafi einhverja menningu. Ef þú ferð og segir: „Ég er hér með fullt af sögum sem ég safnaöi hjá Tinkurunum” — þá hefur enginn áhuga af þvi Tinkarar eru álitnir vera svindlarar, lygarar og þjóf- ar, þeirstela undanþér hestinum, þeir stela frá þér börnunum og svo framvegis. En þetta er ein- mitt ástæðan fyrir þvi að mér fundust þeir áhugaverðir, maður sem er svindlari, lygari, barna- oghestaþjófurgetur vél verið dá- samlegur sögumaður. Það er sér- staklega einn maður sem mér er minnisstæöur, ég breytti nafninu hans I bókinni til aö vernda hann, en ég fór til hans á hverju kvöldi og fyrst mundi hann ekki mikið, þvi enginn hafði komiö til hans I tuttugu ár og beðið um sögu. Hausinn á honum var fullur af köngurlóarvefjum, en I hvert skipti sem ég kom mundi hann fleiri og fleiri sögur. Þessi maður var sjötiu og fjögurra ára gamall og kunni hvorki að lesa né skrifa, en ég hef sjaldan hitt mann sem var betur talandi. Hann talaði án afláts á morgnana, daginn og kvöldin, sagði mér sögur og þess á milli spáði hann fyrir mér. Annars rifjast upp fyrir mér saga þegar ég sit og horfi á þetta segulbandstæki. Ég var að taka upp gamalt sönglag hjá Tinkara nokkrum og það var I fyrsta sinn sem slikt tæki hafði komið inn i húsið hjá honum. En hann söng og i bakgrunninum var konan hans og hún var aö öskra á ef tir kúnu m sem höfðu ráfað niður veginn. Auövitað vildi ég ekki segja henni að haida kjafti, svo allan timann öskraði hún á eftir kúnum og það miklu hærra en maöurinn gat sungiö, þannig að þegar ég spiiaði bandið um kvöldið heyrði ég bara öskrinihenni. Eneftir á komst ég aö þvi að hún hélt að segulbandið myndi velja úr, að það myndi að- eins taka upp þaö sem þaö vildi taka upp, úr þvi ég vildi taka upp sönglagiö mannsins myndi það taka upp sönglagið en ekki öskrin hennar á eftir kúnum. En þetta sýnir hvað þetta fólk stendur óra- langt frá allri nútimatækni, eins og þessu segulbandstæki sem við treystum á núna. Skóli og vegaskóli — Það væri kannski rétt aöupp- lýsa það nánar hverjir Tinkarar séu. trskir bændur vita mætavel hverjir Tinkarar eru, og oftast- næróska þeir þessaö Tinkararnir fari noröur og niður, þvi þeir ® „En reiðhjól — þarna hefurðu tvö hjól og mann ofaná og hann hreyf- ist og hjólin hreyfast, þetta er skelfilcg hugmynd, næstum þvi yfirskil- vitleg.” Timamyndir: Ella

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.