Tíminn - 23.05.1982, Blaðsíða 28

Tíminn - 23.05.1982, Blaðsíða 28
Sunnudagur 23. mai 1982 Arkilekt Hitlers ■ Ariö 1944 voru erfiðleikar l»jóöverja orönir óyfirstiganlegir. Hitler og Specr fóru þá oft f langar gönguferöir saman og hugsaöi hvor sitt. ** Litið var um sainræður. — Albert Speer teiknaði ekki aöeins fyrir Hitler byggingar sem standa áttu í þusund ár heldur stjórnaði hann einnig hergagna- framleiðslunni og skipulagði þrælk- unarvinnu fanga. Var hann „góði nasistinn”? ■ Kominn i fangelsi áriö 194(1. ■ Þessar vikumar getum viö fylgst meö þvi i islenska sjón- varpinu hvaö Albert Speer var vænn maöur og vel innréttaður andlega. Anthony Hopkins leikur Hitler nokkuö vel i þáttunum um „Byrgið” en aö ööruleyti viröast þeir harla litils viröi, og einkum og sér i' lagi gaf fyrsti þátturinn ranga mynd af Speer. Viö réttar- höldin í Nurnberg eftir siðari heimsstyrjöldina var Albert Speer eini leiötogi Þjóöverja sem játaöi aöild slna aö striösglæpum og æsiöan var hann óþrey tandi aö ásaka sjálfan sig bæöi i ræöu og riti. Fyrir þetta hefur Speer i vit- und margra orðið „góði nasist- inn” og vissulega höfum viö ekk- ertleyfi til aö draga i efa einlægni hans og sinnaskipti. En þaö er heldur ekki ástæöa til aö þaö gleymist aö þaö var Speer sem stjórnaöi hergagnaframleiöslu Þjóöverja siöari styrjaldarárin, þaö var hann sem umfram alla aöra hélt striðsvélinni gangandi svo varnir Þýskalands hrundu ekki miklu fyrr en raun varö á, og þaö var hann sem skipulagði þrækunarvinnu útlendra fanga i verksmiöjum Þjóöverja þar sem segir sig sjálft aö aöbúnaður var mjög slæmur og vinnuharka mik- ii. Þaö var lika Speer sem lokaði augunum fyrir öllum þeim ótrú- legum glæpum sem nasistar frömdu allt i kringum hann, hann neitaöi aökynna sér (segir hann) hvort rétt væri að milljónir Gyö- inga og annarra fanga væru myrtar i útrýmingarbúðum, og hann lést ekki sjá ruddaskapinn, ofstækið og lögleysurnar sem ein- kenndu stjórnarár Hitlers og ftíaga. Tilraun, gerö meö hálfum huga, tilaö veita eiturgasi niöur i byrgi Hitlers nægir ekki til aö þurrka útofangreint syndaregist- ur — eins og Speer sjálfur benti margoft á. Breski sagnfræöingur- inn Hugh Trevor-Roper hefur tek- iö svo djúptíárinniaö fullyröa aö á vissan hátt hafi Albert Speer veriö mesti glæpamaður Þriöja rikisins. Hann var hinn eini nas- istaleiötoganna sem segja má aö hafi haft óskerta siöferöisvitund — þvi hann var ekki blindaöur af taumlausum metnaöi, hégóma- skap, heimsku, grimmd eöa hreinlega geðsýki eins og flestir hinna, og þvi heföi honum átt að vera ljóst frá upphafi hvað var aö gerast, hvllika glæpi var verið aö drý gja. En hann bældi allar slikar tilfinningar niöur i huga sér, gekk nasismanum — eöa réttara sagt Hitler — glaöur á hönd, og geröi allt sem hann gat til að leggja honum liö. Og vegna þess aö Speer var frábær skipuleggjandi hergagna- og vopnaframleiöslu var þaö hann sem framlengdi striöiö um marga mánuöi.ef ekki ár. Hann geröi ekkerttil aö taka I taumana, þó hann væri í ákjósan- legri aöstöðu til þess, og þannig séö berhann ábyrgö á öllum þeim moröum og hryöjuverkum sem framin voru af Þjóöverjum sein- asta hluta striösins. Enginn áhugi á stjórnmálum Albert Speer var af gömlum og grónum þýskum ættum, fæddur 19. mars 1905. Faðir hans var auðugur arkitekt, frjálslyndur í pólitik en hélt uppi gamaldags þýskum aga á heimilinu. Speer fékk heföbundiö uppeldi betri borgara svokallaöra og fyrri heimsstyr jöldin megnaöi ekki aö raska þeim heföum verulega. Óreiöan eftir fallÞýskalands áriö 1918haföi hins vegar djúp áhrif á hann eins og alla hans kynslóö. Rikiö rambaöi á barmi glötunar, efnahagurinn var í rúst eftir langa og hræöilega styrjöld og ekki bætti úr skák aö Þjóöverjar þurftu aö greiöa Bandamönnum háar striösskaöabætur og sæta ýmsum afarkostum. Þjóöin var klofin I ótal fylkingar, stjórn- málamennirnir reyndust ófærir um aö taka ástandiö föstum tök- um, Weimar-lýöveldiö riöaði hvaö eftir annaö til falls og betri tiö virtist ekki i sjónmáli. Viö- brögö fólks voru annaðhvort léttúðugt sinnuleysi eöa bölsýni og reiði út i „óvini Þýskalands” sem steypt höfðu því I þessa niöurlægingu. Alla vega öfga- hópar óöu uppi og fengu mikiö fylgi vonsvikins fólksins — óttinn viö kommúnista magnaöist og Gyöingahatriö sem lengi hafði blundaö meö þjóöinni rumskaöi þegar finna þurfti sökudólg til aö kenna um allt saman. Þaö var úr þessum jarðvegi sem nasisminn spratt og náöi aö blómgast undír forystu Adólfs Hitlers. ÞaÖ var lika þessi sami jarövegur sem Al- bert Speer mótaöist I og dró dá m af. Hann haföi ekki áhuga á stjórnmálum I venjulegum skiln- ingi þess orös en vildi eins og aör- ir uppreisn Þýskalands aö það yröi á ný öflugt og heilsteypt riki. Hann fékk ekki betur séð en st jórnmálamennirnir sem körpuöu á þingi réöu engan veg- inn viö aö leiöa landið út úr ógöngunum, og þegar faöir hans vildi ræða viö hann um stjórnmál kom hann sér jafnan hjá þvf. Siöar — I Spandau-fangelsinu — geröi hann sér grein fyrir af- leiöingum þessa áhugaleysis. Hann vissi ekkert um stjórnmál, þekkti litið til þeirra grundvallar- lögmála sem þau byggjast á og var þvi siðarmeir auöveld bráö fyrir áróöursmenn nasista sem hömruöu á þvi kerfi sem þeir höföu spunniö upp og héldu sér viö af ofurkappi. Speer var ekki fær um aö greina veilumar i rök- semdafærslu þeirra og þvi hlaut hann að taka orö þeirra góð og gild, aö svo miklu leyti sem hann yfirleitt lagði viö eyrun. Sömu sögu er aö segja af meirihluta þýsku þjóðarinnar sem I örvæntingusinni studdi sig viö þá menn sem virtust hafa allt á hreinu : Hitler og þá menn sem lofuöu aö endurheimta dýrö Þýskalands, og veittu óhóflegu þjóðarstoltinu útrás uns þaö nálgaöist mikilmennskubrjálæði heillar þjóöar. Nasistaleiötogarn- ir kunnu lika aö notfæra sér reiði þjóöarinnar I garö raunverulegra eöa Imyndaöra óvina, innanlands sem utan og smátt og smátt náöu þeir þvíliku tangarhaldi á lýönum aö ekki varö aftur snúið. Nasist- arnir voru sköpunarverk þjóðar í vanda og þaö er segin saga aö sjaldan fellur epliö langt frá eik- inni. Þaö er lika segin saga aö óskapnaöur af þessutagi er gjarn á aö taka völdin af skapara sín- um. Hitler kom honum þægilega á óvart Enþað skal nú tekiö fram, svo ekki fari milli mála, aö Albert Speer var alls ekki meöal fyrstu fylgismanna nasismans. Hann gekk menntaveginn og varöarki- tekt, gifti sig og stofnaöi heimili og skipti sér sem áöur sagöi lítið eöa ekkert af þjóöfélagsmálum. Aftur á móti las hann Oswald Spengler sem jók bölsýni hans á framtlðina og varð aukinheldur fyrir áhrifum af vaxandi þjóö- ernishyggju I kringum sig, en með þvi er ekki sagt aö hann hafi veriö hallur undir kynþáttafor- dóma. Rúmlega tvitugur skrifaði hann tilvonandi konu sinni: ,,Dá- litil blöndun milli kynþátta er alltaf til góös. Og ef viö erum á niöurleiöum þessarmundir þáer þaö ekki vegna blöndunar kyn- þátta í landi okkar. Þjóðin var mjög blönduö á miööldum en þrátt fyrir þaö var hún öflug og sterk. Þá rákum við Slava út úr Prússlandi og siöar fluttum viö þýska menningu til Ameriku. Viö erum á niöurleiö nú vegna þess aö orka okkar er þorrin: þetta er sami hluturinn og henti Egypta, Grikki og Rómverja i fortfðinni. Þaö er ekkert viö þvl aö gera.” En svo geröistþaö að Speerfór aö halda aö f landinu væri einn maöur sem gæti snúiö þróuninni viö. Adólf Hitler. Speer komst i fyrsta sinn i kynni viö þennan Mefistóteles sinn (og þýsku þjóöarinnar) árið 1930, er Hitler hélt ræðu viö háskólann I Berlln þarsem Speer var viöframhalds- nám. Faðir Speers var ákafur andstæöingur nasista, vegna þess að honum þtítti þeir vera sóslalistar i eðli sinu og haföi reyntaövara son sinn viöþeim,en nú lét Speer undan þrýstingi skólafélaga sinna sem voru nas- istar og fór að hlýöa á ræðuna. Hitler kom honum þægilega á óvart. Hann haföi heyrt áróöur andstæöinga Hitlers um aö hann væri snaróöur uppskafningur I einkennisbúningi en Hitler kunni aö hegöa sér miöaö viö þá áheyr- endur sem hann taldi til: var fremur hófsamur i málflutningi, lagði megináherslu á endurupp- byggingu Þýskalands en talaði litið um „Gyöingavandamáliö” — hann var borgaralega klæddur og bauö af sér góöan þokka. Speer þótti mikiö til hans koma, skynjaöi eins og fleiri þann óhemju kraft sem fólginn var i Adólf Hitler ogfannst ekkert frá- leitt að þarna væri kominn sá sem gæti bjargaö Þýskalandi. Hann sagöi siöar aö hann heföi á hinn btíginn aldrei ky nnt sér kenninga- kerfi nasismans til neinnar hlltar ogtaliö til dæmis aö kynþáttafor- dómar Hitlers og nasismans væru bernskubrek sem myndu hverfa meö tlmanum. Það var sem sé eingöngu persóna Adólfs Hitlers sem laöaöi Speer til fylgis viö nasista og þaö var sama persóna sem hélt honum föngnum næsta hálfan annan áratug. Nokkru eftir aö hafa hlýtt á ræöu Hitlers hlustaöi Speer á Goebbels tala en fylltist i þetta sinn andúö: Goebbels var lýöskrumari og æsingamaöur sem vakti and- styggö hins raffineraöa yfir- stéttarmanns sem Speer var. A hinn bóginn kunni Goebbels sitt fag, hann hreif áheyrendur meö sér og Speer varð sannfærður um að I fjöldahreyfingu nasismans væri eina von Þýskalands. Eins og af rælni sótti hann um inn- göngu i Þjóöernisjafnaðar- mannaflokk þýskra verkamanna eftir þessa ræöu, og i janúar 1931 föck hann papplr upp á aö hann væri nasisti númer 474.481. Gæðingur Hitlers Speer hafði alls ekki ætlaö sér aö taka þátt i flokksstarfi nasista, hann sagöi síðar aö hann hefði gengiö I flokkinn til þess eins aö sýna samstöðu meö Hitler og þvi sem Speer áleit aö hann stæöi fyrir. Þó leiö ekki á löngu áöur en flokkurinn leitaði aðstoöar hans. Þannig var mál meö vexti aö Speerátti ágætan bll en bilaskort- ur háöi mjög starfsemi flokksins þar sem flestir félaganna voru úr lágstéttunum og höföu ekki efni á aö reka bil. Speer sinnti ýmsum verkefnum fyrir flokkinn og er Karl Hanke, einn flokksbrodd- anna i Berlin, komst aö þvi aö hann væri arkitekt fékk hann Speer til að innrétta fyrst sína eigin fbúö, þá aðalstöövar flokks- ins iBerlin og aö lokum var Speer farinn aö skipuleggja útifundi nasista. Smátt og smátt var at- hygli Hitlers vakin á honum. Hitler var eins og allir vita mis- heppnaöur listamaður og álfka misheppnaður arkitekt, sem meö semingi haföi viöurkennt fyrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.