Tíminn - 23.05.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 23.05.1982, Blaðsíða 24
undanrerma ÍWAVV.V 'C««.I Jc*tiinpehai.u'iíé ^tWIIOTS- Sunnudagur 23. mai 1982 SVIK CASH HOLEMANS en Alfreð Alfreðsson undirbýr motleik sinn ■ Billinn klauf gegndrepa nótt- ina.og vinnukonurnar hömuðust i trylltum dansi við ljósin i bænum framundan. Það var siginn höfgi yfir farþegana eftir þrjátiu kiló- metra af persónumeiðingum eiginkonunnar. Maðurinn i nas- istabúningnum keyrði með augun liggjandi úti á Keflavikurvegin- um, jólasveinninn skar hrúta i dauðasætinu, en afturi sat hempumaðurinn með vefjarhött- inn á milli popparans heimsfræga og eiginkonunnar eins og milli sleggjunnar og steinsins. Konan var rétt búin að hóta skilnaði lög- sókn upp á óheyrilegar skaða- bætur, tengdamömmu, glerbrot- um i kornfleiksið, rakvélablöðum i nýrnabökuna, hnifum gálgum og skammbyssum. En popparinn i leðurjakkanum sinnti þvi engu sagðist ætla að vera heimsfrægur á Islandi með hljómsveitinni Silly Joke ef honum sýndist svo, rétt að hann herpti varirnar þegar hún hótaði að selja gömlu flugvéla- módelin hans. Stendur heima, Cash Holeman var búinn að endurheimta eiginkonu sina, Skass Holeman. 1 borginni var enginn á ferli nema staka úlpumenni i von- lausri leit að leigubil maðurinn i nasistabúningnum lét eins og hann tæki ekki eftir rauðum ljós- um eða umferðarmerkjum og billinn staðnæmdist ekki eitt andartak fyrr en komið var á Vesturgötuna, á Hótel City. Þeir fylgdu konunni framhjá nætur- verði með óútmáanlegt glott upp fjóra stiga og inn i kvistherbergi þar sem ekkert var til að gleðja augað nema stólgarmur, rúm, Gideons-biblia og mynd af barni með magakveisu á veggnum. Henni þótti það bara næs. „Um mánaðamótin fæ ég stór- an kontrakt, og þá flytjum við á fucking Loftleiðir, beibi,” sagði Cash Holeman upplitsdjarfari en áður. „Ekki tala ljótt, elskan,” sagði Skass, „þetta er heldur ekkert slor, sjáðu bara hvað myndin þarna er fin. Ekki hélt ég að þú mundir taka svona vel á móti mér.” Hempumaðurinn glotti laumu- lega og lét sig hverfa gegnum vegginn og yfir á hin kósmó- biólógisku tilverustig. Það sást heldur ekki tangur né tetur af brúnu skyrtunni né reiðstigvélun- um. Jólasveinninn skellti lilla- blárri ferðatöskunni á gólfið, tók ofan og bað forláts, hann yrði að fara undireins, þú veist. Þau stóðu ein eftir, Cash og Skass. „En tillitssamt af strákunum að leyfa okkur að vera einum svona fyrsta kvöldið,” sagði kon- an brosandi og hagræddi óeðli- lega ljósu lokkaflóðinu i speglin- um. „Já, finnst þér það ekki... elsk- an,” sagði Cash og tók ofurveikt undir brosið. „Þeir eru nú ekki eins slæmir og þú ert alltaf að segja.” Konan var þegar byrjuð að hátta sig og lá i rúminu i áflogum við ljósgræna nælonkjólinn sem ekki vildi láta fara úr sér. Cash Holeman starði agndofa á með glampa skelfilegra endurminn- inga i augunum. Svo bætti hann við: „En fyrst þarf ég aðeins að skreppa, það er nebblina maður úti bæ sem... nei, ég meina, ég er bara svo svangur, ég ætla að skreppa út i sjoppu og kaupa kók og samloku... Vilt þú eitthvað... elskan?” Cash Holeman tyllti sér á tá og kvaddi konu sina með kossi og var horfinn út i nóttina. „Þú segir tiðindin, Aldinblók! Og skildu þeir kellinguna eftir á hótelinu? Bara sisona! Og komu ekkert aftur! Djöfuls ósvifni!” Alfreð Alfreðsson skellihló og réð sér ekki fyrir æsingi. „Já, og hún er búin að sitja þarna á loftinu i heila viku og er alveg að ganga af göflunum sagði næturvörðurinn,” kórónaði Aldinblók frásögn sina. Alfreð Alfreðsson dansaði frá sér numinn um laufskálann: „Hei, Uxaskalli, þú getur af- pantað flugið fyrir hann Ramma bróður þinn. Hann er finn gæi og allt það, en þessu reddum við sjálfir eins og að drekka vatn. Ég er með hugmynd, brilljant hug- mynd. Hljómsveitargæarnir fá kennslustund i mannasiðum og Uxaskalli, þú færð dömuna aftur. Sko, Arfur, þú þykist alltaf hafa svo mikla persónutöfra...” Þremur klukkustundum siðar kom Arfur Kelti aftur i laufskál- ann — gerbreyttur maður. Þar var honum tekið með húrrahróp- um og lófataki. „Nú er ég búinn að fara i Karnabæ og Pé og 0 og Herra- húsið og Sundhöllina og Alaska og til Villa rakara... En af hverju ertu að láta mig gera þetta allt, Alfreð?” Arfur Kelti starði ráð- villtur og óttasleginn niður fyrir sig á slaufu, smókingföt og lakk- skó, minnugur þess að flokkurinn var ekki enn búinn að taka hann i sátt fyrir gamlar syndir. „Þaö kemur allt i ljós þegar þinn timi kemur,” ansaði Alfreð. „Húnbogi, hringdu á leigubil!” framhald A-llsti Llstl Alþýðutlokkslns 1 Siflurður E. Guðmundsson borgarfulllrúi 2. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir borgarfulltrúi 3. Bjarni P. Magnússon framkvæmdastj. 4. Guórlóur Þorsteinsdóttir lögfræóingur 5. Bragi Jósepsson lektor 6. Ásta Ðenediktsdóttir fulltrúi 7. Snorri Guómundsson járniónaóarm. 8. Grétar Geir Nikulásson framkv.stj. 9. Ragna Bergmann verkakona 10. Þórey Sigurjónsdóttir læknir 11. Helga G. Guómundsdóttir skrifst.m. 12. Geir A. Gunnlaugsson verkfræóingur 13. Skjöldur Þorgrlmsson fiskmatsmaóur 14. Guómundur Haraldsson eftirlitsmaóur 15. Helga Einarsdóttir yfirkennari 16. Sigfús Jónsson landfræðingur 17. Kristln Arnalds kennari 18. Gylfi Örn Guðmundsson verslunarm. 19. Jón Ágústsson prentari 20. Anna Kristbjörnsdóttir fóstra 21. Emanúel Morthens forstjóri 22. Guólaugur Gauti Jónsson arkitekt 23. Ásgeróur Bjarnadóttir bankastarfsm. 24. Stefán Benediktsson arkitekt 25. Siguroddur Magnússon rafv.meistari 26. Gissur Slmonarson húsasmlóameistari 27. Hrafn Marinósson lögreglumaóur 28. Stella Stefánsdóttir verkakona 29. Jóhanna Ellsabet Vilhelmsdóttir húsm. 30. Jón Hjálmarsson húsvöróur 31. Halldóra Steinsdóttir húsmóðir 32. Thorvald Imsland kjötiðnaóarmaóur 33. Guóbjörg Benjamlnsdóttir verkakona 34. Magnús Vlóir bankastarfsmaóur 35. Jarþrúóur Karlsdóttir húsmóóir 36. Valtýr Guómundsson hafnarstarfsm. 37. Hans Jörgensen form. Samtaka aldraóra 38. Herdls Þorvaldsdóttir leikari 39. Bryndls Schram dagsKrárgeróarmaóur 40. Eggert G. Þorsteinsson fyrrv. ráóherra 41. Þórunn Valdimarsdóttir formaóur verkakvennafél. Framsóknar 42. Björgvin Guómundsson frakvæmdastj. X B-listi Listi Framsóknarflokksins 1. Kristján H. Benediktsson borgarráósm. 2. Geróur Steinþórsdóttir kennari 3. Sigrún Magnúsdóttir kaupmaóur 4. Jóstein Kristjánsson framkv.stj. 5. Sveinn G. Jónsson verslunarmaóur 6. Auóur Þórhallsdóttir nemi 7. Jónas Guómundsson rithöfundur 8. Áslaug Brynjólfsdóttir yfirkennari 9. Pétur Sturluson framreióslumaóur 10. Ellsabet Hauksdóttir skrifstofumaöur 11. Gunnar Baldvinsson nemi 12. Þorlákur Einarsson kaupmaóur 13. Kristín Eggertsdóttir fræðslufulltrúi 14. Guórún Björnsdóttir kennari 15. Sævar Kristinsson nemi 16. Ágúst Guómundsson jarófræóingur 17. Katrln Marlsdóttir auglýsingastjóri 18. Páll Björgvinsson plpulagningamaóur 19. Sigrlóur Jóhannsdóttir sjúkraliói 20. Jón Börkur Ákason stýrimaöur 21. Helga Þórarinsdóttir B.A. 22. Pálmi R. Pálmason verkfræðingur 23. Hlynur Sigtryggsson veóurstofustjóri 24. Sigfús Bjarnason verkamaóur 25. Guórún Þorvaldsdóttir skrifstofumaóur 26. Garóar Þórhallsson aóalféhiróir 27. Sigrún Helgadóttir húsmóóir 28. Vilhelm Andersen skrifstofustjóri 29. Kristrún Ólafsdóttir kennari 30. Guómundur Valdimarsson bifreióastj. 31. Kolfinna Sigurvinsdóttir Iþróttakennari 32. Haukur Þorvaldsson matreióslumaóur 33. Sigrlóur Hjartar háskólakennari 34. Þráinn Karlsson verkfræóingur 35. Jóhanna Snorradóttir bankaritari 36. Rúnar Guðmundsson lögregluvaróstj. 37. Árni Pétursson ráóunautur 38. Sigrún Jónsdóttir húsmóóir 39. Nlels Hermannsson eftirlitsmaóur 40. Örnólfur Thorlacius rektor 41. Guðrlóur Káradóttir húsmóóir 42. Guómundur Sveinsson skólameistari D-listi Listi Sjálfstæöisflokksins 1. Davió Oddsson framkvæmdastjóri 2. Markús Örn Antonsson ritstjóri 3. Albert Guómundsson stórkaupmaður 4. Magnús L. Sveinsson form. V.R. 5. Ingibjörg Rafnar héraósd.lögm. 6. Páll Gislason læknir 7. Hulda Valtýsdóttir blaóamaður 8. Sigurjón Fjeldsted skólastjóri 9. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson framkv.stj. 10. Hilmar Guólaugsson múrari 11. Katrln Fjeldsted læknir 12. Ragnar Júliusson skólastjóri 13. Jóna Gróa Siguróardóttir skrifstofum. 14. Margrét S. Einarsdóttir sjúkraliói 15. Július Hafstein framkv.stj. 16. Guómundur Hallvarósson sjómaóur 17. Erna Ragnarsdóttir innanhússarkitekt 18. Sveinn Björnsson verkfræðingur 19. Anna K. Jónsdóttir lyfjafræóingur 20 Kolbeinn H. Pálsson sölufulltrúi 21. Gunnar S. Björnsson húsasmióameist 22. Einar Hákonarson listmálari 23. Málhildur Angantýsdóttir sjúkraliói 24. Vilhjálmur G. Vilhjálmsson augl.teikn. 25. Gústaf B. Einarsson verkstjóri 26. Þórunn Gestsdóttir blaóamaóur 27. Skafti Haróarson verslunarmaður 28. Valgaró Briem hrl. 29. Guóbjörn Jensson iónverkamaður 30. Kristinn Andersen rafm.verkfr.nemi 31. Snorri Halldórsson húsasmióameist. 32. Þurlóur Pálsdóttir óperusöngk 33. Hannes Þ. Sigurósson deildarstj 34. Kristjón Kristjónsson fyrrv. forstjóri 35. Þórir Kr. Þóróarson prófessor 36. Gunnar Snorrason kaupmaóur 3Í. Björn Þórhallsson vióskiptafr. 38. Elin Pálmadóttir blaóamaóur 39. Úlfar Þóróarson læknir 40. Ólafur B. Thors forstjóri 41. Birgir isl. Gunnarsson alþingism 42. Geir Hallgrlmsson form. Sjálfst.fl. G-listi Listi Alþýóubandalagsins 1. Sigurjón Pétursson forseti bæjarstj. 2. Adda Bára Sigfúsdóttir veóurfræðingur 3. Guórún Ágústsdóttir ritari 4. Guórtriundur Þ. Jónsson formaóur Landssambands iónv.fólks 5. Álfheióur Ingadóttir blaóamaöur 6. Siguróur G. Tómasson borgarfulltrúi 7. Þorbjörn Broddason dósent 8. Guðrún Helgadóttir alþm. og borgarflt. 9. Ólöf Rikharósdóttir fulltrúi 10. Tryggvi Þór Aóalsteinsson húsg.sm. 11. Kristvin Kristinsson verkamaóur 12. Siguróur Harðarson arkitekt 13. Lena M. Rist kennari 14. Arthúr Morthens kennari 15 Gunnar H. Gunnarsson bygg.verkfr. 16. Margrét S. Björnsdóttir kennari 17. Guóný Bjarnadóttir læknir 18. Ester Jónsdóttir varaform. Sóknar 19. Ólafur Jóhannesson varaformaóur Starfsmannafél. ríkisstofnana 20. Kristin Jónsdóttir bankastarfsmaóur 21. Guójón Jónsson formaóur Málm- og skipasmióasamb. isl. 22. Arna Jónsdóttir fóstra 23. Arnór Pétursson form. iþrótt-af fatlaóra 24. Hulda S. Ólafsdóttir sjúkráliói 25. Stefán Thors arkitekt 26. Steinunn Jóhannesdóttir leikari 27. Karl Guómundsson stýrimaöur 28 Bjargey Eliasdóttir fóstra 29. Jóhann Geirharósson verkamaður 30. Ragna Ólafsdóttir kennari 31 Rúnar Geir Sigurósson læknanemi 32. Hallgrímur Guómundsson stjórnm.fr. 33. Elisabet Þorgeirsdóttir blaóamaóur 34. Siguróur Rúnar Jónsson tónlistarm. 35. Silja Aóalsteinsdóttir bókm.fr. 36. Kristján Guöbjartsson varaformaóur Málarafélags Reykjavikur 37. Bergþóra Gisladóttir sérkennslufltr. 38. Grétar Þorsteinsson form. Trésm f. Rvk. 39. Þórunn Klemensdóttir hagfræðingur 40. Alfreó Gislason læknir 41. Tryggvi Emilsson verkamaöur 42. Guómundur Vigfússon deildarstjóri V-listi Listi Kvennaframboósins 1. Guórún Jónsdóttir félagsráógjafi 2. Ingibjörg Sólrún Glsladóttir B.A. 3. Magdalena Schram blaóamaóur 4. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri 5. Sigrún Siguróardóttir fulltrúi 6. Kristln Ástgeirsdóttir blaóamaður 7. Sigrlóur Kristinsdóttir form. sjúkraliðaf. 8. Lára V. Júllusdóttir lögfræðingur 9. Hjördís Hjartardóttir félagsráógjafi . 10. Guðrún Ólafsdóttir lektor 11. Kristin Jónsdóttir kennari 12. Helga Jóhannsdótir húsmóóir 13. Helga Thorberg leikari 14. Sigríður Dúna Kristmundsd. mannfr. 15. Ragnheiður Ásta Pétursd. útvarpsþulur 16. Maria Jóhanna Lárusdóttir kennari 17. Sigurbjörg Aóalsteinsdóttir fulltrúi 18. Helga Haraldsdóttir kennari 19. Guóný Guóbjörnsdóttir prófessor 20. Ingibjörg Hafstaó kennari 21. Guórún Halldórsdóttir skólastjóri 22. Áslaug Jóhannesdóttir verkakona 23. Þórunn Benjamínsdóttir kennari 24. Elin Guómundsdóttir húsmóóir 25. Margrét Hermannsdóttir fornleifafr. 26. Ingibjörg Ýr Pálmadóttir kennari 27. Þórkatla Aóalsteinsdóttir kennari 28. Kristín Einarsdóttir lífeólisfr. 29. Eygló Stefánsdóttir hjúkrunarfr. 30. Vilborg Siguróardóttir kennari 31. Ásta Ragnarsdóttir námsráógjafi 32. Hólmfrióur Árnadóttir framkvæmdastj. 33. Guórún Erla Geirsdóttir myndlistarm. 34. Guólaug Magnúsdóttir félagsráógjafi 35. Guóbjörg Linda Rafnsd. þjóóf.fr.nemi 36. Edda Björgvinsdóttir leikari 37 Sigurrós Erlingsdóttir islenskunemi 38. Guðrún Kristinsdóttir félagsráðgjafi 39. Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlistarm. 40. Snjólaug Stefánsd. starfsm. ungl.athvarfs 41. Ásgeróur Jónsdóttir kennari 42. Laufey Jakobsdóttir húsmóðir Svona lítur kjörseðillinn í borgarstjórnarkosningunum f Reykjavík út þegar búið er að krossa við B-listann, lista Framsóknarflokksins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.