Tíminn - 23.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.05.1982, Blaðsíða 10
Sunnudagur 23. mai 1982 bergmál ■ Fyrir fáeinum árum, liklega einum tólf, lagði einstaklingur i það stór- ræði að koma upp dýra- garði i grennd Reykja- vikur. Þarna var smátt byrjað, sýndir nokkrir algengir fiskar úr sjó og islenskum ám, en siðar bætt við ýmsum spen- dýrum og fuglum, þar á meðal villidýrum, eins og Ijónum og bjarndýr- um. Er ekki að orð- lengja það að Sædýra- safnið hlaut strax mikla aðsókn, bæði barna og fullorðinna, en þó auð- vitað einkum þeirra fyrrnefndu. Þarna var brautryðjendaverk hafið og hefði þó ekki átt að vera ýkja áhættusamt fyrirtæki, þvi viðtökurnar sýndu aö nógir vildu koma að sjá dýrin og er sagt að gestir hafi árlega verið miklu fleiri en i fjölsóttustu leikhúsum Nú dugar rövlið eitl ekki lengur: Opnum Sædýrasafnið! landsins, sem þó þykja vel sótt og aðsóknin sögð vitnisburður um á- huga á leiklist i landinu. Þannig komu hundrað þúsund manns i safnið eitt áriö. Ekki nefnt á nafn Þessi vinsæli dýragaröur, sá eini á íslandi, hefur hins vegar sætt þeim örlögum að hann hefur ekki verið til sýnis i bráðum hálft annaö ár og það hefur verið litið á hann minnst opinberlega á vetr- inum sem nú var að liða. Menn muna i hæsta lagi aö þaö var i gangi einhver ömurleg umræða um málefni hans þegar siöast var á hann minnst og að hverjum sem það datt i hug leiðst átöluiaust á ávita forráðamenn hans eins og þá lysti i blöðunum fyrir allar hugsanlegar ódyggðir, svo sem hve mannvirki væru þar frum- stæð, þótt sú aöstaöa sem var fyr- ir hendi hafi mátt teljast afreks- verk af hálfu stofnanda garðsins, Jóns Gunnarssonar. Mönnum sást yfir hve þau voru sum til fyr- irmyndar og svo umhirða dýr- anna með þeim takmarkaða mannaflasem dýragaröurinn réð við að halda... Sumir áttu ekki orö yfir þvi að það skyldi sjást taðköggull i kvinni hjá geitinni og aörir gengu i sekk og ösku á gatnamótum yfir þvi að nokkrar kindur skyldu þurfa að standa úti i rigningu, eins og slikt hefði aldrei hent þessi dýr fyrr. Þeir sem hæst rifu sig höfðuðu jafnvel til dýravernd- unarlaganna vegna slikra ódæma og kröföust að garðinum yrði lok- að. Einhverjum hugkvæmdist að lokunin skyldi vara þar til sér- fræðingar fengjust til með óskil- greind próf frá útlendum dýra- görðum, sem enginn þessara „dýravina” heföi þó timt að borga kaup, hefðu þeir einhverju máttum ráða. Þeir hafa lika þag- aðsem grjót, eftir að safninu var læst. í þessu moldviðri heyrðist sjaldan orð til varnar þessari merkilegu viðleitni sem safnið var. Ekki heldur frá þeim þús- undum sem komu að heimsækja dýrin með börn sin, sem ekki vissu aðraskemmtun betri. Fast- ast þögðu þó fulltrúar þeirra bæj- arfélaga sem nutu góðs af dýra- garöinum, sjálfsagt af þvi að þeir þóttust réttlættir af styrklús, sem varla hrekkur fyrir fóðrinu ap- anna. Stjórnanda garðsins, sem að réttu lagi hefði átt að vera frjálst að verja tima sinum og kröftum til þess að byggja garðinn upp, eins og ákafur áhugi hans stóð til, var þess i stað heimilað að kaupa sér bát á leigu og róa til nær ó- framkvæmanlegra veiða á ill- hveium, sem honum skyldi svo heimilt að selja úr landi. Á sama hátt hefði mátt bjóða forráða- mönnum leikhúsanna i Reykjavik aö fá ókeypis afnot af tilteknum rekafjörum starfi sinu til styrkt- ar. Þetta óaðlaðandi bjargráð var samt gripið fegins hendi og eftir margvislegan hrakning hefur tekist að ná þeim árangri við veiðarnar, aö óvinum Sædýra- safnsins hefur ekki tekist að koma ibúum þess fyrir kattarnef, eða fá þeim tvistrað út um heim, þangað sem skilningur er meiri á skemmtunar- og uppeldisgildi dýragarðs. Þetta siðasta úrræði safnsins sem hvalveiðarnar voru, reyndu menn samt að gera sem allra tortryggilegast og „dýra- vinir” gerðu sér tiðförult i safnið, til þess að reyna að sanna að ver- ið væri að kvelja hvalina og sennilega að hræða úr þeim vitið. Sá árangur náðist að lokum i herförinni gegn Sædýrasafninu að siöla vetrar i fyrra þraut forráða- menn þess ótrúlega þolinmæði sina og var ákveðið að loka þvi. Þá kom i ljós að fulltrúum al- mennings á suðvesturhorninu var ekki eins dauðans sama um það og þeir höfðu látið, þvi þeir báðu Jón Gunnarsson nú að þrauka um hrið, þvi reynt myndi að gera þvi einhverja úrlausn. Af þeim úr- lausnum hefur svo auðvitað ekk- ertheyrst, þótt á skotspónum hafi frést um aö einhvers staöar hafi veriö gerð tillaga og annars stað- ar dregin upp teikning. A þeim vetri sem nú er liöinn hefur eflaust mörgum orðiö hugs- að um þessi blessuö dýr i Sædýra- safninu og hvernig þau muni hafa það. En þvi er ver aö það hafa flestir látið nægja. Þeir sem i safniö hafa komið vita að ljónin eru i of þröngu búri. Það þarf sér hús fyrir fuglana eftir tegundum þeirra og þaö á ekki að láta alls ó- likar skepnur vera á stjákli hver innan um aðra i einhverju skýli. Fiskabúrin voru orðin svo hrör- leg, aðþaðer útilokaðað nota þau framar, — verði safnið opnað á ný. Þaðþarfað reisa þarna nýjar, loftgóöar og rúmar byggingar og það er óhugsandi að eldmóöur eins manns fái undir þvi staðið. A næstu vikum munu þúsundir barna spyrja um hvort Sædýra- safnið sé opið og það er meira at- riöi að sjá til þess að koma þvi i gang undir eins en opna ballstað handa fermingarkrökkum. Annað hvort taki bæjarfélög að sér reksturinn, eins og þau eiga lag- hægt með, — Kópavogur, Reykja- vik, Seltjarnarnesið og Hafnar- fjörður, — eða þá að Jóni Gunn- arssyni verði gert kleift að reka það sem einkafyrirtæki áfram, sem ef til vill er vænsti kosturinn, þvi þar er áhugi og þekking fyrir hendi. Ofangreind bæjarfélög veiti honum þá þann stuðning sem hann þarf og á margfaldlegá skilinn. Nú dugar rövlið eitt ekki leng- ur. Safnið hefur þurft að þola alls- lags slóðaskap og útúrsnúninga af hálfu þeirra sem þvert á móti var að hlaupa þvi til hjálpar og greiða götu þess i hvivetna. Ljónunum er vorkunn, sem ganga hring eftir hring i þvi þrönga búri sem þau eru lokuð inni i, þvi þau komast ekkiútþaðan. Hins vegar er þeim engin vorkunn sem hringsóla inni i þröngsýni sjálfra sin á ýmsum ónefndum kontórum á höfuöborg- arsvæðinu. Atli Magnússon, blaðamaður skrifar —AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.