Tíminn - 23.05.1982, Blaðsíða 29

Tíminn - 23.05.1982, Blaðsíða 29
g „Dómkirkja úr is”... ® Albcrt Spccr ásamt Evu Rraun áriö 1940. sjálfum sér aö til væru hæfari arkitektar en einmitt hann. Ahugi hans á arkitektúr var eftir sem áður beinlinis óslökkvandi og hann hafði tröllaukin áform á prjónunum i byggingamálum Þriöja rikisins. Er hann upp- götvaði Speer — þennan unga og óumdeilanlega snjalla arkitekt — I röðum nasista tók hann honum tveimur höndum. Mun þar áreiðanlega mestu hafa ráðið æska Speers — hann var aðeins 28 ára er nasistar komust til valda — Hitler ályktaði á þá leið að þenn- an unga mann gæti hann mótað sjálfur og að lyktum treyst hon- um fyrir draumum sinum í húsa- gerðarlist. Speer var fyrir sitt leyti hrifinn af þvi hversu mikið Hitler — átrúnaðargoðið — lét með hann, enda ekki hvaða ungur arkitekt sem var sem fékk þvilik tækifæri. Eftir að nasistar höfðu náövöldum iÞýskalandi árið 1933 fór vegur Speers mjög vaxandi og er aðalarkitekt Hitlers fram að þvi, . Paul Ludwig Troœt, lést þaö sama ár var enginn til að skyggja á söguhetju okkar. Hitler vildi til að mynda láta gera mjög róttækar breytingar á kanslara- höllinni i Berlin, þar sem hann hafði aðsetur og Speer var feng- inn til aö hafa umsjón með þeim. Einnig sá hann um og hannaöi innréttingar i hinum og þessum stjórnarskrifstofum og ibúðum hinna nýju valdhafa, svo sem Görings (sem vildi fá nákvæma eftirlikingu af bústað Foringj- ans),og frá ogmeð árinul933má segja að Speer hafi verið kominn i innsta hring Hitlers. Hitler varð ekki fyrir vonbrigöum með störf hans og áður en langt um leiö kynnti hann fyrir arkitektinum sinum hugmyndirnar um nýja endurreisn i þýskum byggingar- stíl. Speer fylltist ákefð, enda voru verkefnin ótakmörkuö og ef allt gengi upp yrði hann talinn í hópi mestu arkitekta veraldar. Eða það sannfærði hann sjálfan sig um. Speer kaus þó alla tið að vinna að verkefnum fyrir Hitler sem sjálfstæöur arkitdct og Hitler féllst á það fyrirkomulag. Speer minnir á það í sjálfsævisögu sinni, Innan Þriðja rikisins, að enginn þeirra arkitekta sem unnu á stofu hans haf i verið ráðinn með tilliti til þess hvort þeir voru nas- istareðurei, og raunar hafi hann fremurlattþáen hvatttilað stiga þaö skref. Er einn undirmanna Speers bað um aðstoö hans við að ganga i flokkinn varö hann undr- andi: „Hvers vegna? Það er nóg fyrir okkur aUa að ég sé i flokkn- um.” Brjálæðislegar byggingar Er Speer tók siöar á ævinni að áfellast sjálfan sig fyrir aö hafa selt sál sína Hitler (les: djöflin- um) haföi hann ekki aðeins i huga þá siðferöislegu glæpi sem hann gerði sig sekan um, heldur einnig þann arkitektúr sem hann hafði fengist við á Hitlers-timanum. Speer var i eðU sinu maður hins einfalda en undir áhrifum frá Hitler tók hann að hanna risa- vaxnar byggingar i einhverskon- ar nýklassfskum stil — raunar mestanpart stælingar á griskum arkitektúr. Siöar kom Speer auga á að þær byggingar sem hann hannaöi þessi ár voru I raun bæði fáránleg og ljót, og þaö er at- hyglisvert að fýrirmyndir bæði hansog Hitlers I forngri'skri húsa- geröarUst voru ekki byggingar á Grikklandi sjálfu, heldur i ný- lendum Grikkja utanlands svo sem á Sikiley —en þar þykir stlll- inn kominn út i öfgar og hnignunarmerki á honum. Þetta uppgötvaði Speer bara ekki fyrr en of seint og glaöur I bragöi tók hann að vinna við brjálæðisleg áform Hitlers um endurskipu- lagningu Berlinar og annarra borga Þýskalands. Hitler vildi stór hús, umfram allt stór: súlur, hvelfingar, sigurboga, risastór opin svæöi og svo framvegis. All- ar þær byggingar sem þeir unnu saman aö, Foringinn og arkitekt- inn hans, eru llfvana, gróteskar ófreskjur og sem beturfer vannst ekki tfmi til aö byggja nema fá- einar þeirra. Þaö má nefna sem dæmi um fáránleikann aö i hvert sinn sem Speer lagöi teikningar fyrir Hitler lét hann fylgja með riss að þvi hvernig viðkomandi bygging myndi lita út eftir svo sem þúsund áreða tvö, þegar hún væri I niðumiðslu og að hluta til fallin. Það skipti nefnilega ekki minnstu máli að byggingarnar yrðu fallegar, tilkomumiklar rústir! Hitler var umhugað um aö reisa sér varanleg minnismerki og það er kannski dæmigert að þau vildi hann einkum hafa I gömlum rústum. Hér er ekki rúm tilaðsegja i löngu máli frá bygg- ingaráformum þeirra félaga, Hitlers og Speers, en það má heita guðsblessun að ekki varö úr. Það vakti reyndar strax athygli Speers að Hitler hafði engan áhuga á byggingum sem ekki höfðu gildi sem sýningargripir um mikilmennsku hans sjálfs. Jafnframt „rústunum” fékkst Speer við að teikna neðanjarðar- járnbrautir, verkamannabústaði og annaö I þeim dúr, og Hitler lét það gott heita en hafði engan áhuga á slíkum viöfangsefnum sjálfur. Aftur á móti hrósaði hann Speer mikiö fyrir skipulag hans á útisvæði flokksþings Nasista- flokksins sem haldið var I Nurn- berg áriö 1936. Kvöld eitt hélt Hitler eina af sinum frægu ræðum, þúsundir teinréttra nas- ista I einkennisklæðum hlýddu á undir uppljómuöum emi sem hakakross i klónum, hundruö sterkra ljóskastara beindu spjót- um sinum upp I næturhimininn. Þetta var allt saman ákaflega til- komumikið — en kalt. Neville Henderson, sendiherra Breta I Þýskalandi, lýsti þessari uppá- komu sem „dómkirkju úr Is”. „Ef Hitler átti vin var það ég.” Hvernig á að lýsa sambandi Hitlers ogSpeers? Voru þeir vin- ir? Þaö er ekki gott að segja — Speer sjálfur lenti i vandræðum þegar hann vdti þessari spurn- ingu fyrir sér i einangrun Spandau-fangelsisins. „Ef Hitler átti vin,” sagði hann einu sinni, „þá mun ég hafa verið sá vinur”. En þaðer nú lóWÖ: Hitler átti yfir höfuöekki vini. Eftir að hann var orðinn kanslari og siðar Fiihrer allra Þjóðverja skar hann á tengslsin viö fyrstu baráttufélag- ana, ruddana Ur bjórkjöllurum Miinchenar, en kom sér í staðinn upp hirð dyggra stuöningsmanna úrýmsum áttum. Þeir voru flest- ir einfaldir, groddafengnir menn, liktoghannvarsjálfur, oghonum leið best i' félagsskap slikra manna. Þó er hæpiö að tala um nokkra þeirra sem raunverulega vinihans. Samband hans við aðra flokksbrodda nasista var auð- vitaö oftastnær ágætt — aö minnsta kosti á yfirboröinu — en þeir gátu heldur díki talist vinir hans. Með timanum fóru þeir hver sina leiö og viösjár og skæruhernaöur milli þeirra færöist i aukana — sá þótti mestur sem var I mestri náð Hitlers. Hvað Speer varöaði þá varhannaf allt öðrusauðahúsi en aðrir i hirö Hitlers. Hann taldist til betri borgara, var vel menntaður, gáfaður og snjall — hafði þá eiginleika sem menn á borö viö Himmler hænsnabónda eöa Göring trúðleikara skorti svo mjög. Nú var það svo aö Hitler sóttistaö jafnaöi ekki eftir félags- skap manna úr stétt og stööu Speers. Hann haföi snert af minnimáttarkennd gagnvart þeim, jafnvel þó þeir væru slef- andi aðdáendur hans, en Speer var undantekningin sem sannaöi regluna. Enn var það liklega æska hans sem vóg þyngst á metunum — hann var i rauninni ekki annað en óharðnaöur unglingur þegar hann kynntist Hitler, og Hitler fannst hann þvi ekki þurfa að viöhafa sömu varúö viö hann og hann gætti oftast gagnvart öörum úr hans „klassa”. Og aödáun Speers á Hitler hélst nokkuð óbreytt, þó hann sæi auðvitað viö nánari kynni að maöurinn var allur annar en hann gaf sig út fyrir aö vera. Meö timanum varö Speer betur og betur var við gallana i fari Hitlers — hann var smá- munasamur pragmatisti i pólitik en ekki sá logandi hugsjóna- maður sem Speer hafði talið, hann var einfaldur að vissu leyti, takmarkaöur, brútal og ofstopa- fullur. En Hitler var óumdeilan- lega mjög sterkur karakter á sinn hátt og gæddur undarlegum per- sónutöfrum svo aö fáir sluppu úr greipum hans sem á annað borö höfðu látiö heillast, og þá ekki Speer. Hann varð snemma leik- inn i að láta sér sjást yfir allt hið versta viö Hitler og þá stjórn sem hann hafði komiö á i' Þýskalandi og augu hans opnuðust ekki fyrr en seint i siöari heimsstyrjöld- inni. Þangað til var Speer einna tryggastur fylginauta Hitlers. Ekki veröur þó sagt að um nána, persónulega vináttu hafi verið að ræöa. Samskipti þeirra voru á faglegu sviöi, arkitektúr til að byrja meö en siðar hergagna- framleiöslu, og þeir trúðu ekki hvor öðrum íyrir sinum hjartans málum. En eftir stendur áður- nefnd fullyröing Speers: hafi Hitler átt vin, þá var Speer sá vinur. Að öðru leyti blandaöi Speer litt geði viö aöra foringja nasista, hann var eins og út- lendingur i þeirra hópi, svo ólikur sem hann var þeim. Við réttar- höldin I Niirnberg sýndi Göring rækilega fram á þetta er hann sagöi um Speer: „Viö hefðum aldrei átt aö treysta honum!” Hergagn aráðherra þrátt fyrir andúð á „pólitik” Nasistar færðu sig sifellt upp á skaptiö eftir því sem árin liöu, bæöi I innan- og utanrikismálum. Haröstjórnin innanlands fór vax- andi, kynþáttaofsóknir hófust af fullum krafti og allir gagnrýn- endur stjórnarinnar voru mis- kunnarlaust barðir niður. I sam- skiptum sinum viö önnur lönd sýndi Hitler óbilgirni og ofstopa, þaö varð fljótlega lýöum ljóst aö hann stefndi aö landvinningum fyrir þúsund ára rikið sitt. Allan þennan tima neitaði Speer aö taka afstöðu. Hann sagði viö sjálfan sig, og aöra: Ég er tækni- maöur, fagmaður, en ekki stjórn- málamaður. Siðan skilgreindi hann allt annaö en arkitektúr sinn sem pólitik og skipti sér þvi ekki af neinu öðru. Hann neitaði hvaö eftir annaö aö halda ræður á veg- um Nasistaflokksins, hann hafn- aöi heiöurstign i SS og fékkst með naumindum til þess að klæðast einkennisbúningi — allt til þess að hann blandaöist ekki I „pólitik”. Hann haföi innbyggða fyrirlitn- ingu tæknikratans og iistamanns- ins á stjórnmálum en gætti sin ekki á þvi að sú stund hlaut að koma aö hann yrði að taka af- stööu til þess sem var að gerast I kringum hann.ogþegar hannátt- aði sig loks á þvi reyndi hann að fresta ákvörðun sinni eins lengi og hann mögulega gat — sem var emsggm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.