Tíminn - 23.05.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.05.1982, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 23. mai 1982 Sunnudagur 23. mai 1982 17 „Þeir eru komnir,— þeir eru komnir!” Rætt við Einar Björnsson, sem var aðstoðarmaður í bruggleitum hjá Birni Blöndal löggæslumanni ■ Einar Björnsson, sem lengst af starfaöi hjá Tryggingastofnun rikisins, var á unga aldri aöstoö- armaöur Björns Blöndal, lög- gæslumanns, i fjöida leita aö bruggurum i grannbyggöum Reykjavikur á árunum 1932 og 1933. Þaö var þvi forvitniiegt aö heyra minningar hans frá þessum dögum, og varö Einar góöfúslega viö beiöni okkar hér á Timanum um aö ræöa um þetta viö okkur en hálf öld er nú senn liöin frá þvi þessir atburöir geröust. Einar er fæddur i Reykjavik ár- iö 1908, en fluttist ungur austur á Seyöisfjörö þar sem Björn ólafs- son faöir hans geröist simritari hjá Stóra Norræna. A Seyöisfiröi geröist hann stúkumaöur og hefur starfaö mikiö aö bindindismálum alla ævi. En einnig kynntist hann þar eystra viöbrögðum manna við fyrstu hugmyndum um aö setja á stofn áfengisútsölu á Spánarvinum en þar sýndist ekki öllum eitt. Einar lauk gagnfræöaprófi á Akureyri 1927, og fluttist til Reykjavikur 1929. Hann gerðist um skeið blaöamaður hjá Alþýöu- blaöinu var starfsmaöur Vinnu- miölunarskrifstofu rikisins 1935-- 1959 og hjá Tryggingastofnun eft- ir þaö til 70 ára aldurs. Hann hef- ur um langt skeið verið eftirlits- maöur meö vínveitingahúsum i Reykjavik. Sem fyrr segir kynnt- ist hann snemma störfum stúk- unnar og gegndi fjölda ábyrgðar- starfa á hennar vegum i Reykja- vik, var m.a. formaður Þingstúku Reykjavikur um árabil. Þá hefur hann verið áhugasamur knatt- spyrnumaöur og Valsari og var formaður Knattspyrnuráös Reykjavikur i tiu ár. Fyrir þessi störf hefur Einar veriö sæmdur gullmerkjum KRR, KSÍ , ÍSÍ og er heiöursfélagi Vals og bindind- isfélaga. „Meö mosann í skegginu" Eins og sjá má hafa bindindis- málin átt huga Einars lengi og viö spuröum hann fyrst hvort þaö aö hann var bindindismaöur hafi ráðiö þvi aö hann valdist til starfa meö Birni Blöndal. ,,Já, þaö hefur auövitaö haft sitt að segja þvi þaö hefði varla fariö vel á þvi aö einhver fylli- raftur væri i þessu sem sjálfur var á höttunum eftir landa. Ég haföi gerst bindindismaöur aust- ur á Seyöisfirði þegar ég fermdist en þar gengu fermingarbörnin eiginlega sjálfkrafa i stúkuna þegar þau fermdust. Presturinn okkar, séra Björn Þorláksson var ákaflega áhugasamur um bind- indismál og mér er þaö minnis- stætt aö hann kom einu sinni heim til min og baö mig aö koma meö sér 1 göngutúr. Auövitaö geröi ég þaö. Hann haföi þá meö- feröis lista sem hann var aö láta fólk skrifa undir, og var þetta mótmælalisti gegn áfengisútsölu á Seyöisfiröi sem þá stóö fyrir dyrum aö kjósa um hvort upp yröi sett eöa ekki. Hann sagöi viö fólk: „Ég óska eftir aö þú skrifir hérna undir”. Ég man aö menn skrifuöu flestir oröalaust undir þetta og vissu áreiöanlega ekki allir undir hvaö þeir voru aö skrifa. Þetta heföi þess vegna getað veriö þeirra eigin dauöadómur. A ein- um staö spuröum viö eftir hús- bóndanum og fengum þau svör aö hann væri úti I fjósi. „Veistu hvar þaö er?” spuröi Björn mig. „Já” sagöi ég og svo fórum viö út aö lágreistum kofa. „Er nokkur þarna?” spurði Björn. „Jú” heyröist innan úr myrkrinu og svo kom bóndinn út ,,meö mos> ann I skegginu” og skrifaöi undir. En ekki voru allir jafn auösveipir og ég man eftir konu nokkurri sem var aldeilis ekki á þvi aö láta segja sér eitt né neitt og kvaöst geta ákveöiö fyrir sig sjálf. (Jr þessu var heilmikil oröasenna milli hennar og Björns. Björn var ákaflega harður bindindismaöur og sterkur per- sónuleiki og þaö var undir hand- arjaðri hans sem ég geröist bind- indismaöur. En svo fór nú samt aö áfengis- útsala var sett upp á Seyöisfiröi og þar var talsvert verslaö þvi þetta var eina útsalan á mjög stóru svæöi. Samt var drykkju- skapur ekki mikill á Seyðisfiröi og ég man ekki eftir aö menn hafi veriö aö fást viö brugg þarna fyrir austan á þessum tima. Með Birni Blöndal „Já, svo æxlaðist þaö þannig, nokkru eftir aö ég er kominn til Reykjavikur aö ég geröist aðstoö- armaður Björns Blöndal og fór meö honum I marga túra út um sveitir og i kauptúnin hér i kring. Þetta var eins og á Sturlungaöld viö komum heim á bæi undir morgun og tókum hús á fólki þvi aö óvörum. Ég man að mér fannst Björn stundum ganga full hart fram i þessu, en kannske þurfti það svo aö vera. Hann var mikiö hörkutól og hélt alltaf beint strik. Hann leitaði einkum úti um land aö bruggurum, þvi i Reykja- vik sá lögreglan um þetta. Hann gekk ekki einkennisbúinn, nema hvaö hann bar boröalaga húfu. Myndugleikinn og persónuleikinn bætti annaö upp. Hann ók ákaf- lega hratt þótt vegirnir væru mis- jafnir og gaf sjaldnast eftir i neinu. Bræöur hans voru lika dugnaöar- og atorkumenn, en þeir voru Guðmundur skáld Kamban og Gisli Jónsson, forseti Alþingis. Ég held að þessar leitir hafi lika haft það gildi aö þótt litiö eða ekk- ert fyndist þá uröu þær til þess aö menn létu af þessu. Þannig fórum viö einu sinni án árangurs og leit- uöum i Keflavik hjá manni sem þrálátur orðrómur var á kreiki um aö væri aö brugga og sá orð- rómur þagnaöi alveg eftir komu okkar. Sennilega hefur maöurinn hætt þessu. Ekki aufúsugestir Nei, viö vorum auövitaö ekki aufúsugestir i þessum ham. Þeg- ar leitir voru geröar uröum viö aö láta viðkomandi hreppstjóra eöa yfirvald vita hvaö til stóö og mér er minnisstætt aö einu sinni, þeg- ar viö vorum á feröinni fyrir aust- an fjall og komum heim til hrepp- stjórans birtist dóttir hans um tvitugt skyndilega i dyrunum i miklum ham og sagði: „Þú segir bara alls ekki neitt, pabbi. Þú segir ekki neitt”. Karlinn varö ó- kvæöa viö og eitthvaö leituöum viö þarna i grenndinni en litið haföist upp úr þvi. Að vonum reyndu sumir að fylgjast meö ferðum okkar og njósna um okkur og vist kann aö vera aö sumir embættismenn hafi ekki verið alveg þögulir ef vitaö var aö okkar var von. Þannig var það eitt sinn aö viö fórum nokkrir saman austur fyrir fjall, viö Björn og nokkrir lögreglumenn úr Reykjavik og þegar viö renndum inn i kauptúniö undir morgunn þá glumdi viö um allt plássiö: „Þeir eru komnir! Þeir eru komnir!” Þarna fundum viö auövitaö ekk- ert nema einhver hreiöur i moöi eftir bruggkúta. Menn höföu oröiö höndum fyrri og komið þessu undan eöa hellt þvi niður. Bruggaþúfa Þaö kom oftar fyrir Björn Blön- dal aö menn áttu von á honum og þannig var þaö einhvern tima fyrir noröan aö bóndi nokkur sem átti sér ills von, gróf i sundur veg- inn á afleggjaranum heim að bænum. Þarna heföi getaö fariö illa, þvi billinn sem landssjóöur lagöi Birni Blöndal til var hörku- góöur bill, þungur og hraðskreið- ur og sjálfsagt heföi þaö riöið karlinum aö fullu, heföi hann brunaö ofan i skurðinn á 70 kiló- metra hraöa. En hann áttaöi sig i tima og slapp meö skrekkinn. Ekki var ég meö honum i þaö sinn. „Bærinn var eins og annar bær” ■ Einar Björnsson. Menn reyndu lika aö hafa tækin sem við bruggiö voru notuð ein- hvers staðar fjarri bæjum og þá oft nærri lækjum þar sem stutt var til þess aö ná i vatn til þess að kæla þaö eftir hitun. Þannig man ég eftir aö viö geröum leit hjá fá- tækum barnamanni hér i grennd Reykjavikur og Björn baö mig aö ganga upp með læk og gá hvort ég fyndi nokkuö. Jú, ég rakst þarna á sérstaklega græna og fallega þúfu sem var þannig aö þegar i torfuna var tekiö lyftist hún upp, eins og hlemmur á hjörum. Þegar ég kom til baka spuröi Björn: „Og fannstu nokkuö?” Ég svar- aöi: „Nei, fjandann ekkert”. Seinna talaði ég svo viö manninn, sem ég þekkti vel og sagöi honum að vera ekki að þessu. Já, ég er viss um aö fátæktin á þessum árum hefur ýtt undir þetta fikt manna við brugg. Þetta voru kreppuár og litið um pen- inga og vinnu, eins og ég sjálfur átti eftir aö veröa var viö, þegar ég starfaði á Vinnumiölunarskrif- stofu rikisins. Menn fengu vinnu i nokkra daga og svo ekkert i milli. Björn fann enga lykt Kátlegt var það þó að Björn Blöndal fann enga lykt. var hann þó kallaður „þefari”. Einu sinni var þaðaö viö gerðum leit i kaup- staö i grennd Reykjavikur og fór- um þar m.a. upp á háaloft. Þar fann ég strax einhverja kynlega lyk't sem ég þóttist kannast við og seei]gi Björn. „Finnurðu nokkra lykt?” Björn snusar út i loftið og neitar þvi. „Nú hér þefj- ar allt” sagöi ég og viö rannsök- uðum háaloftið og fundum þar stærðar kút meö bruggi i gerjun. Við hylltumst til að gera leitir undir morgun, eins og ég sagöi og þá var alltaf haldinn strangur vöröur á meðan utan dyra, þvi enginn mátti fara út úr húsi með- an á leit stóö. Einu sinni man ég aö ég stóö úti hjá bilnum og hélt vörö og húsmóðirin kom út og vildi bjóöa mér inn og gefa mér kaffi, en þvi varö maöur aö neita. Fólk sýndi sjaldnast neinn mót- þróa en auðvitað ar oft reynt aö afvegaleiöa leitarmenninga eins og hægt var. Björn Blöndal gegndi vegaeft- irliti á þjóðvegum jafnframt þessum lögreglustörfum við bruggleitina og einu sinni man ég eftir þvi að við vorum á ferö aust- ur I Þingvallasveit og á suðurleið þegar við sáum álengdar hvar þekktur maður úr Þingvallasveit kom akandi á eftir okkur á litlum vörubil. Þetta var fornkunningi Björns m.a. úr sjómannaslagnum 1916, þar sem þeir höföu veriö samherjar I þvi aö varna þvi aö togararnir gætu siglt úr höfn. Þessi maöur haföi talsvert fengist viö brugg og Björn haföi þvi nán- ar gætur á honum. „Þarna er hel- vitið” sagði Björn og sneri bilnum viö i snatri sem þó var ekki auö- velt en tókst þó meö þvi aö aka út i móa og þar meö þotiö i átt aö vörubilnum. Björn lét mig sækja einkennishúfuna niður i tösku og ég geröi þaö fúslega og keyröi hana niöur á hausinn á honum. Þegar aö vörubilnum kom var svo ekki linnt látum fyrr en biln- um haföi veriö þröngvaö út af veginum, þar sem hann lagöist á hliðina en skemmdist þó ekki. Ekki haföi Björn annaö upp úr krafsinu en eina landaflsöku og hún var auövitaö tekin. Jú, þetta voru talsveröir ævin- týradagar og auövitað fannst mér þetta spennandi, enda ekki nema tuttugu og eins eöa tveggja ára. Sjálfsagt var oft full hart fram gengið og eins og ég sagöi var hálfgeröur Sturlungaaldarsvipur á þessu. En þetta voru lög i landi þá, og ekki hægt að kaupa áhöld og efni til brugggeröar úr búöum eins og núna. Þvi varö þetta svo aö vera.” — AM. jjjÉ sagt frá aðdraganda vínbannsins 1915 og afleiðingum þess ■n ■ A gamlaárskvöld áriö 1914 var mikill glaumur á götum Reykja- vikur og sukksamt i miðbænum. Safnaöist nokkur mannfjöldi saman fyrir utan Hótel Reykja- vik, þegar staðnum var lokað klukkan 12 á miðnætti kom þar til nokkurra átaka, þvi margan fýsti að komast inn i húsið aftur, til þess aö fá enn einu sinni i glasið af brennivini, viský, eöa annarri brjóstbirtu. En það fékkst ekki. A Hótel Reykjavik og á Islandi öllu hafði nú verið hellt i hið siðasta (lögleyfða) vinglas um langt ára- bil. Bannlögin vorugengin i gildi. 1 Dómkirkjunni kvað hins veg- ar við annan tón þetta sama kvöld, þvi þar héldu nú Good- templarar guðsþjónustu, sem sérstaklega var til stofnað i þvi skyni að fagna árangri langrar baráttu. Flutti landlæknir, Guð- mundur Björnsson sigurræðu af svölum Alþingishússins á nýárs- dag. Templarar höfðu lika rika ástæðu til þess að vera glaðir. Allt frá þvi er reglan barst hingað frá Bandarikjunum á sið- ari hluta 19. aldar, hafði það verið þeim mikið kappsmál að fá á- fengisbann innleitt. Reglan hafði öðlast mikil itök á Islandi og var það ekki að undra, þvi drykkju- skaparfárið fyrir aldamótin sið- ustu var með ódæmum i Reykja- vik og islenskum kaupstööum og mun það ekki hafa verið fyrr en um 1960 að áfengisneysla kómst að nýju upp i það magn á ein- stakling, sem hún hafði verið fyrir aldamótin. Slikt ástand i þeirri almennu fátækt sem rikti i landinu var góðum mönnum mik- ill þyrnir i augum og tóku þeir boðskap reglunnar fegins hendi. Bannlögin 1909 Það voru ekki liðin nema 4 ár frá þvi er Góðtemlpar-reglan barst hingað til landsins, þegar þvi var fyrst hreyft, að koma ætti á aðflutningsbanni á áíengi hér á landi. Arið 1888 kom fram tillaga i þá átt á þingi hinnar nýstofnuðu Stórstúku Islands. Þó fylgdi þessu, sem von var, litill kraftur i fyrstu. En þessu máli var þokað smám saman i áttina, og sést það meðal annars af þvi, að árið 1899 voru sett lög um verslun og veitingar áfengra drykkja á íslandi og 1900 lög um bann gegn tilbúning á- fengra drykkja. Eftir aldamótin kom stefna þessi skýrar fram, en þó var þá ekki fullkomið sam- komulag i fyrstu um það, hvort heppilegra væri algert aðflutn- ingsbann á áfengi eða vinsölu- bann fyrst, en frá 1903 er þó að- flutningsbannstefnan orðin ein- dregin meðal templara. Á alþingi 1905kemur fram „frv. til laga um aðflutningsbann á áfengi” en nefnd sú sem málið fékk til með ferðar og var þvi hlynnt lagði til að frv. yrði ekki aígreitt en bar fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæði um málið fyrir næsta alþingi (1907). Þvi var svo breytt i það horf, að þjóðarat- kvæðagreiðsla um málið skyldi fram fara i sambandi við næstu alþingiskosningar (1908). Fót hún svo fram og var útkoman sú, að alls voru greidd 8118 atkv. og af þeim voru með banni 4900 sem er 60,38% eða um 3/5. Á alþingi 1909 var svö málið borið fram, rætt mjög itarlega og samþykkt. Var það aðflutningsbann frá 1. jan. 1912 og vinsölubann að auki frá 1. janúar 1915. Alþjóðaathygli Lögin vöktu firnamikla athygli og bárust árnaðaróskir til Islend- inga viða að úr heiminum. Andstæðingar bannlaganna vonuðu nú að hlutföll skipuðust svo á Alþingi að þessi voðalegu lög kæmu ekki til framkvæmda og bundu hinstu von sina við kosningar til aukaþings vorið 1914. En úrslit þeirra urðu þeim ekki i hag. Þvert á móti juku þau styrk bannliðsins enn frá þvi sem verið hafði og er þing kom sam- an datt engum i hug að reyna að malda i móinn lengur. Bannlögin tóku gildi frá og með 1. janúar 1915 og var það þvi dapur hópur sem ranglaði heimleiðis frá Hótel Reykjavikur um miðnætti á gamlárskvöld 1914. Atti ekki fyrir öllum þeirra að liggja að bragða lögleyfð vin að nýju á ævinni, þvi létt vin var ekki á boðstólum aftur fyrr en siðla árs 1922 og sterk vin ekki fyrr en 1933. Viðbrögðin Já, hér var breyting á orðin, — og hvernig brugðust menn við? Sumir bannandstæðingar fóru snemma að leita að smugum á löggjöfinni, svo sem Magnús Ein- arsson dýralæknir, sem þegar eftir að bannlögin voru i gildi gengin fékk lyfseðil, hjá lækni einum i Reykjavik upp á bjór. Sá lyfsalinn sér ekki fært að sinna þessu og sneri Magnús sér til Stjórnarráðsins til þess að fá kröfu sinni sinnt. Stjórnin visaði málinu til Læknafélagsins og þá landlæknis sem birti álit sitt i Stjórnartiðindum. Var kröfu Magnúsar þar hafnað. Markmið- ið með þessu var að fá það viður- kennt að lyfjabúðir i landinu mættu veita og selja áfengi að vild. Undir áfamótin 1914-15 var far- ið að bera á þvi að áfengisbirgðir vinsölumanna væru að þrotum komnarog sumir þeirra hættir á- fengisverslun þótt þeir afgreiddu pantanir sem lengi höfðu hjá þeim legið. 1 Templar blaði Goodtemplara segir svo um reynsluna af bann- inu, þegar það hafði staðið i hálf- an annan mánuð: „Eins og annar bær” „Frá kaupstöðunum Isafirði og Akureyri hafa komið fréttir um framkvæmd laganna. Á ísafirði er mjög áhugasamur Víninu hellt niður ® Fræg skopmynd af tempiurum, þar sem þeir heila niöur siðustu vinbirgðunum á gamlárskvöld 1914. lögreglustjóri og hinn allra bezti i garð bannmálsins. Hann hefir gott og rikt eftirlit með þvi að lög- unum sé hlýtt. Þó hefir borið þar á nokkrum mótþróa, menn hafa ekki viljað gefa skýrslu um á- fengisbirgðir sinar og er sagt að lögfræðingarnir þar hafi átt nokk- urn þátt i þvi. Annars hefir ekki borið neitt á drykkjuskap þar sið- an um nýjár nema hvað nokkrir menn náðu i spritt hjá lyfsalan- um. Á Akureyri er framkvæmd lag- anna ágæt: þar hefir ekki sést ölvaður maður siðan nýjár að sagt er, enda er lögreglustjórinn þar einbeittur og ákveðinn mjög. Hann lætur sérstakan lögreglu- þjón standa á verði i hverju skipi meðan það dvelur þar til af- greiðslu, svo ekki er unt að smygla vini i land. Hér i Reykjavik gekk alt vel i janúar eða þangað til skip fóru að koma, einkum núna i febrúar. Þá sást varla nokkur maður drukk- inn. Nokkrir menn teknir, sem höfðu drukkið suðuvökva og frétt kom um nokkra menn sem létu læknir vitja sin, þvi þeir voru orðnir veikir af suðuvökva- drykkju. En þetta var svo litið, að ekki er orð á gerandi. Næturverð- ir bæjarins sögðu frá þvi, að nú væri öldin önnur nú væri ekkert aðgera,kyrð og næði alla nóttina: sést varla nokkur maður á ferli eftirkl.l. Áður meðan klúbbarnir voru, hefðu þeir altaf mátt búast við óspektum þegar leið fram undir morguninn, um kl.5-6, þeg- ar fylliraftarnir skriðu út úr fylgsnunum. Einnig hefði oftast nær verið ónæði mikið um það leyti sem veitingahúsinu var lok- að. Nú væri þetta alt saman horf- ið. Bærinn væri alveg eins og ann- ar bær.’ Farið um borð i skip Snemma bar á þvi að þeir sem sist sættu sig við bannið renndu hýru auga til skipa sem hingað til lands komu og sættu færis að komast um borð i þau og fala vin af skipsmönum. Þannig gerðist það i Vest- mannaeyjum þegar i mars 1915 að útvörðum templara i Vest- mannaeyjum þótti furðu mikið um ölvaða menn i bænum eitt kvöldið. Bárust böndin senn að strandferðaskipinu „Botniu” sem þar lá i höfninni. Gerðust magn- aðir flokkadrættir i bænum og kærði nú hver annan n« rl-r.rr. fyrir dómarann. Varð tempjur um all nokkuð ágengt og gerðu þeir upptæka tvo brennivinskúta og sektuðu eigendurna um 25 krónur. Aþekk mál komu upp á ári hverju: Árið 1921 kom til Siglu- fjarðar þýskt skip sem „Baldur” nefndist oghafði m.a. innanborðs 301estir af áfengi,sem fara skyldi til Gautaborgar. Töldu þó margir að það væri yfirskin og hefði frá upphafi til staðið aö selja vinið Is- lendingum. Tókst skipsmönnum aðselja nokkuð af birgðunum áð- ur en lögreglusljóri á Siglufirði greip til sinna ráða og lét ílytji' alla birgðirnar i land. Kom varð- skipið Fylla til Siglufjarðar og stóðu vopnaðir menn af þvi vörð i smyglaraskipinu. Léði skipherra bæjarfógetanum á Sigluíirði nokkra menn sér til halds og trausts, meðan rannsókn stæði yfir. Þá voru þess dæmi að skipherr- ar erlendra skipa sem vel vildu gera við vildarmenn i landi, sigldu með þá út fyrir landhelgi og héldu þeim þar veglegar drykkjuveislur og voru kapteinar „Sameinaða gufuskipalélagsins” einkum orðaðir við slikt athæfi og hlutu mikinn reiðilestur islenskra templara fyrir. „Leituðum á sjö bæjum sömu nóttina” Rætt við Magnús Eggertsson, fyrrverandi yfirlögregluþjón, um bruggleit á árunum eftir 1930 ■ Magnús Eggertsson, fyrrverandi yfirlög- regluþjónn, er einn þeirra manna sem vel man eftir athafnasöm- um bruggurum i Reykjavik og nágrenni á árunum eftir 1930, en að hans áliti var mest reynt að fara i kring um á- fengislögin með þessu móti á árunum 1931 til 1933. Magnús gekk i lögregluna 1930 og hafði ekki verið lengi i starfi, þegar hann fór i sina fyrstu leit að bruggi. „Þegar ég gekk i lögregluna voru Spánarvinin þegar komin til sögunnar og þau höfðu auðvitað verið talsvert keypt. Þetta voru létt vin, púrtvin, rauðvin og þess háttar. Afengisverslun rikisins var um þetta leyti til húsa á mót- um Aöaistrætis og Vesturgötu en flutti þaðan siðar i Nýborg viö Skúlagötu. Til er saga um það að Arni Pálsson prófessor hafi gengiö fram hjá búðarhúsnæðinu við Vesturgötuna eftir að versl- unin var flutt, litið inn um glugg- ann i tóman afgreiðslusalinn og sagt: „Nú er hún Snorrabúð stekkur.” Þann 21. október 1933 var haldin atkvæöagreiðsla um sterku vinin og samþykkt að leyfa sölu á þeim að nýju. Þá breyttist þetta allt. — já, ég held að drykkja hafi aukist eftir það, orð- ið almennari.” Kreppan hafði sitt að segja „En þótt Spánarvinin væru að- eins létt vin, þá þóttu þau dýr samt sem áður, eins og vinföng alltaf hafa verið. Þvi var þaö að þegar kreppan skall á og fólk hafði litiö handa i milli var freist- ingin meiri en ella að reyna að út- vega sér vin með öðru móti en að kaupa það af Áfengisversluninni. Þegar ég gekk i lögregluna 1930 hafði drykkjuskapur verið tals- verður, en ekki mjög mikill. Sjálfsagt hefur nokkuð verið byrjað að brugga á árunum þar áður, en með kreppunni sem þarna er nýlega skollin á eykst það verulega, eins og ég sagði. Fyrsta áriö mitt i lögreglunni voru leitir ekki mjög margar, en urðu fleiri 1931 og náðu hámarki 1932. Tildrög þessara leita voru venjulega þau að menn voru teknir ölvaðir með brugg og þá að vonum látnir gera grein fyrir hvar þeir hefðu fengið þaö. 1 framhaldi af þvi voru svo húsleit- ir gerðar hjá þeim sem þeir vis- uðu á, væru það þá ekki þeir siálf- ir, sem voru sökudólgarnir. Lög- reglan i Reykjavik annaðist sjálf leitir hér i borginni og næsta ná- grenni, en ef þetta var i öörum lögsagnarumdæmum, þá var sýslumanni þar gert aðvart og fengin heimild til húsleitar. 1 Gullbringu og Kjósarsýslu var lögreglulið fámennt og þvi að- stoðuðu lögreglumenn úr Reykja- vik gjarna við leitir þar. Þá var oft farið austur fyrir fjall. Það er á þessum árum sem Björn Blöndal kemur til sögunnar, en hann hafði starfsheitið löggæslu- maður og hafði umboð til lög- reglustarfa hvar sem var á land- inu. Þegar hann fór i sinar ferðir fékk han oft lögreglumenn úr Reykjavik sér til aðstoðar. Leitir sinar mun Björn hafa gert sam- kvæmt ósk sýslumanna hér og þar um landið, en einnig sam- kvæmt ábendingum hinna og þessara, sem litu brugg i sinni heimabyggð hornauga og höfðu beint samband við Björn.” Verksmiðja á Lauga- vegi „Þessar leitir urðu geysi margar og ekki allar jafn minnisstæðar, eins og gengur. Ég man þó eftir leit sem gerð var i kjallara inn á Laugavegi og varð mjögárangursrik. Þar var komin heilmikil verksmiðja. Hún var svo vegleg að bruggarinn hafði útvegað sér flöskumiða með nöfn- um ýmissa vintegunda, þvi hann hafði útvegað sér „essensa” og lagaði viský, romm og annað, eftir þvi sem hver vildi. Þarna gerðum við talsvert magn upp- tækt. Ekki var skiptum okkar við þennan mann samt lokið, þvi við áttum eftir að hitta hann aftur. Þá var hann fluttur af Laugaveg- inum. I það sinnið hafði hann haft vaðið fyrir neðan sig og falið bruggáhöldin hér og þar i húsinu og utan þess, komið þeim fyrir i jarðhúsum og kjöllurum undir leynihlemmum og þvi um likt. Áhöldin sem menn notuðu við bruggunina voru oft nokkuð full- komin. Vanalegasta aðferöin var sú að brugga úr sykri og pressu- geri, og var lögurinn hitaður og siðan látinn standa og gerjast. Þá kom að eimingunni, en hún fór þannig fram að lögurinn var hit- aður og látinn fara i gegn um spiral. Auðvitað voru þess einnig dæmi að menn drykkju óeimaðan löginn, sem þá nefndist „gambri” og þótti nú göróttur drykkur. Þeir bruggarar sem best kunnu til verka suðu vinandann tvisvar og jafnvel þrisvar og náðu með þvi all góðum árangri. Þannig var sterkasta brugg sem i okkar hendurkom um 90% alkóhól. Það var kunnur maður sem þar stóð að verki, en best er að nefna engin nöfn.” Misjöfn aðkoma „Aðkoman i þessum leitum var misjöfn. Einu sinni tókum við bónda og vinnumann hans með landaog viðfórum þegar i stað að leita heima hjá bóndanum. Þá var þar kona ein fyrir heima með tólf börn. Þarna fundum við tals- vert magn. Við hylltumst til að fara i þessar leitir að næturlagi, enda voru menn oft teknir að kvöldi til og þá varð að hafa hraöar hendur, svo brugginu og áhöldunum yrði ekki komið undan. Þá var betra aðekkisæistof snemma til komu- manna og þá var að treysta á myrkrið. Yfirleitt tók fólkiö okkur vel og sjaldnast voru menn með neinn rosta. Við fórum lika eins hæversklega að þessu og hægt var, þvi ekki var komist hjá þvi að hreyfa við ýmsu og þá reyndum við að færa húsmuni i samt lag að nýju, til þess að valda sem minnstum óþægindum. Hugkvæmni i felustööum var oft mikil. Menn voru ekki ætið með þetta inni i húsum sinum, heldur oft i útihúsum og jafnvel úti um haga. Það tók nokkuð langan tima fyrir þetta að gerj- ast og af löguninni kom mikil og auðkennanleg lykt og þá var hentugt að hafa þetta einhvers staðar fjarri mannabústöðum...” Leitað á sjö stöðum „Vissulega var það misjafnt hve stórtækir menn voru við bruggið. Sumir höfðu þetta aðeins til heimabrúks og læddu flösku að vinum og kunningjum, en aðrir stunduðu þetta með sölu i huga. Ég minnist þess að einu sinni kom upp mál sem varð til þess að við leituðum á sjö stöðum úti á landi sömu nóttina, áriö 1932. Það sinnið höfðum við þó litið upp úr krafsinu. Siðar kom á daginn hvar uppsprettan sú var. Oftast báru leitirnar samt árangur. En eins og ég áður sagöi varö talsverð breyting á þessu þegar sterku vinin voru leyfð og þá jókst drykkjuskapur nokkuö, eins og svo oft vill verða þegar losnar um einhvert höft, þá kunna menn sér oft ekki hóf. Ég minnist lika áfengis- skömmtunarinnar á strlðsárun- um. 1 kring um hana þróaðist allslags ævintýramennska, en hver maður fékk leyíi fyrir til- teknu áfengismagni og mátti ekki fá meira. Var þá ýmsum brögðum beitt. Astæöa þótti til þess að veita aukaskammt vegna sérstakra tilefna svo sem vegna brúðkaups eöa stórafmælis. Voru dæmi um bráöabirgðabrúðkaup, til þess að ná út þessum auka- skammti. Þá fengu ýmsir skammt vegna risnu og einn góðkunningi okkar lögreglu- manna kom eitt sinn til okkar og hafði hugsaö sér að njóta góðs af þessu ákvæði, þvi einhver hafði ráðlagt honum að verða sér úti um áfengi vegna „risnu”. Hann Ekki dugðu Spánarvinin ein Eins og fram kemur i þessari samantekt þá tóku Spánarvinin að flytjast til landsins 1922. En ekki dugði það þó til þess að mönnum þætti bragðið verra af ýmsum forboðnum vinum. Þannig upplýstist eitt mesta smyglmál sem sögur höfðu farið af i september árið 1924, þegar skipstjórinn á varðbátnum Trausta varð ber að þvi að hafa flutt i land úr þýsku skipi 660 litra af spiritus og 530 flöskur af koni- aki. Hafði áfengið verið falið á þremur stöðum suður meö sjó. I desember sama ár komst einnig upp um stórsmygl i Reykjavik er kolabarkur einn kom frá útlönd- um. Reyndust mál svo vaxin að islenskur bátur Veiðibjallan, hafði farið til Kielar i Þýskalandi að sækja vin sem smygla skyldi til Islands. Fréttir bárust hins vegar um að skipið lægi undir grun og var þá smyglinu komið um borð i áðurnefndan kolabark. Voru þetta 160 kassar. Stiklað á stóru Eins og ljóst má vera af ofan- sögðuhaía álengismál þjóðarinn- ar lengi verið einkennileg i laginu og kom það ekki sist fram á bann- árunum og á tima Spánarvin- anna. Spánarvinin voru einráð til 1933, þegar kosið var um innflutn- íng á sterkum vinum og sala þeirra samþykkt. Svo merkilegt sem þaö má virðast hófst hin mikla bruggöld hérlendis þó ekki aö marki fyrr en eftir 1930 og má leiða ýmsum get- um að þvi hvað veldur. Vö hölum i þessari samantekt lekið tali nokkra menn sem mundu tima Spánarvinanna og bruggöldina sem á eftir i'ylgdi og eltingarleik yfirvalda við marga valinkunna menn. Hér er vissulega stiklað á stóru en þó vonum viö aö menn hafi nokkurn iróðleik og ánægju af lestrinum. —AM Sjá næstu siðu Magnús Eggertsson, fyrrver- andi yfirlögregluþjónn. vildi vita hvernig haga bæri sér i málinu og spurði fyrst af öllu: „Hvað er þessi „rausn”.” Meðan áfengisskömmtunin var við lýði fengu menn afhentar svo- nefndar áfengisbækur, til þess að hægt væri að fylgjast með hve mikiö menn keyptu. Sagt var um þá sem tókst aö útvega sér vin utan við hinn lögboöna skammt að þeir drykkju „utanbókar.” Bruggun hélt áfram eftir að sterku vinin komu til, enda áfram kreppuástand, sem ekki gerði siður vart við sig hérlendis en erlendis og fólk haföi litla peninga handa i milli og vin dýrt þá sem nú. En þessi iðja náði samt aldrei aftur að verða svo almenn, sem hún var á árunum 1931-1933.” —AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.