Tíminn - 27.05.1982, Side 3

Tíminn - 27.05.1982, Side 3
Fimmtudagur 27. mai 1982 3 fréttir Steingrímur Hermannsson um verðbólgumálin: „VERDUM AP GERA ROTTÆKAR ADGERÐIRIEFNAHAGSMÁLUM” ■ ,,Ég verö að segja þaö, að þessi þróun veldur mér miklum áhyggjum. Ég óttast aö þetta þró- ist áfram hringinn. En það þýöir eingöngu þaö, aö viö veröum aö gera einhverjar róttækar aðgerö- ir i efnahagsmálunum sem skeröa aftur þaö sem menn hafa fengið og allir standi þá f sömu sporum eftir sem áöur”, sagöi Steingrimur Hermannsson, form. Framsóknarflokksins er Timinn leitaöi álus hans á þróun samningamálanna aö undanförnu og þá m.a. nýjum samningi hjúkrunarfræöinga sem kann aö gefa einhverja visbendingu um samningamálin framundan. — Með þessu er ég ekki að leggja neinn dóm á þaö á einn eöa neinn hátt hvort hjúkrunar- fræöingar, sjúkraliöar eöa aörir hópar kunna aö eiga rétt á meiri eöa minni launahækkunum boriö saman við aörar stéttir. En mér sýnist aö svona þróun muni brjóta niður þá tilraun til starfsmats sem veriö hefur i gangi undanfar- in ár og leiða til þess aö hver hópurinn eftir annan setur „hnif- inn á barkann” og nær sinu fram. Menn geta kannski sagt aö þetta hafi byrjað á læknum i fyrra og kannski endar hringurinn hjá þeim aftur. — Gerir svo yfir 10,3% visitölu- hækkun launa 1. júni máliö ekki ennþá alvarlegra? — Þaö er mjög alvarlegt mál. Spádómar bæöi bjóöhagsstofnun- ar og Hagstofunnar voru upp á um 9% en siðan reynist hækkunin veröa nærri 2% meiri. Eiginlega þykir mér rannsóknarefni hvaö veldur svona gifurlega mikilli skekkju, og hún hlýtur aö leiöa mann til umhugsunar um þaö, aö litiö sé á þessa spádóma treyst- andi sem grundvöll til aögeröa i efnahagsmálum. Þeirri hugsun hlýtur einnig aö skjóta upp, aö vixlverkanirnar séu miklu meiri heldur en menn gera ráð fyrir. Þvi samkvæmt kenningunum ætti heldur aö draga úr veröbólgunni ef ekkert nýtt kemur inn i dæmiö, til að auka hraöa hennar. En þaö viröist aldeilis ekki gerast. Ég vil leggja áherslu á, að þaö er nauðsynlegt fyrir rikisstjórn- ina aö endurskoöa stööu þessara mála og þær aögeröir sem gripa veröur til i ljósi þessarar þróun- ar. Hún hefur sett sér þaö mark- miö að koma verðbólgunni niöur i 35% á árinu. — En þú óttast ekkert aö úrslit kosninganna hafi áhrif á lifdaga rikisstjórnarinnar? — Ég hlustaöi á Svavar Gests- son undirstrika þaö aö þeir vilji halda áfram og ég hef ekki ástæöu til aö rengja þaö. Ég fagna þvi aö forystumenn Al- þýöubandalagsins hafa lýst þvi yfir aö þeir muni standa aö stjórnarsáttmálanum, sem gerir ráö fyrir áframhaldandi hjöönun veröbólgu og aö þvi þarf aö vinna af miklum krafti næstu mánuöi. Ég veit aö rikisstjórnin mun gera þaö. — HEl ■ Otför Vilhjálms Þ. Gislasonar, fyrrverandi útvarpsstjóra, var gerð frá Dómkirkjunni i gærmorgun. Séra Auöur Eir Vilhjálmsdóttir jarö- söng. A myndinni bera stúdentar úr fyrstu árgöngum stúdenta frá V.t. kistuna úr kirkju. (Timamynd G.E.) Beina útsendingin frá Wembley: „Engin rás er lengur laus” ■ „Útvarpsráö fyrir sitt leyti, samþykkti einróma á fundi slnum i gær, aö mæla meö þvi aö bikar- úrslitaleikurinn yröi sýndur i beinni útsendingu annað kvöld,” sagði Vilhjálmur Hjálmarsson, formaöur útvarpsráðs I viötali viö Timann i gær. „Þetta viröist einnig vera aö veröa peningaspursmál,” sagði Vilhjálmur, „þvi menn hafa mik- inn áhuga á að auglýsa i leikhlé á svona leikjum, þannig aö kostnaöarlega ætti þetta aö koma vel út.” //Engin rás laus í okkar gervihnetti" „Viö könnuöum máliö i dag, eftir aö útvarpsráö haföi ýtt viö okkur, og niöurstaða könnunarinnar var súaöþaö var engin rás laus I okk- ar gervihnetti” sagöi Höröur Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri útvarpsins i viötali viö Timann i gær, þegar hann varaö þvi spurö- ur hvort ákveöiö heföi verið aö sýna bikarúrslitaleikinn frá Wembley i beinni útsendingu i kvöld, eftir aö útvarpsráö sam- þykkti einróma á fundi sinum i fyrrakvöld aö mæla meö beinni útsendingu. Hörður var aö þvi spurður hvort ekki heföi veriö fariö óþarf- lega seint af staö aö kanna þetta mál: „Jú, en orsök þess aö viö fórum ekki af staö aö kanna þetta fyrr, var sú aö útsendinguna bar upp á fimmtudag, sem er fridag- ur sjónvarpsmanna — eini fri- dagurinn þeirra i vikunni.” Þá var Höröur aö þvi spuröur hvort þessi fimmtudagslokun sjónvarpsins væri ekki óþarflega helg bók i svona tilfellum: „Þaö er auðvitaö stór hópur manna sem hefur mjög gaman af knatt- spyrnu, og metur þaö mikils aö fá leiki i beinni útsendingu, en siöan eru náttúrlega aörir menn, meö allt annað mat, sem myndu telja þaö hreinasta ofmat á knatt- spyrnunni aö fara sérstaklega aö opna sjónvarpiö hennar vegna,” sagði Höröur. Hörður sagði jafnframt að búiö væri að tryggja þaö að leikurinn I kvöld yrði tekinn upp i Englandi og sendur hingaö á morgun, þannig aö hann yröi sýndur á skjánum siðdegisá laugardaginn. „Ég orðaði þetta við yfir- mennina strax á laugar- dag" „Menn hér i sjónvarpinu plana ekki útsendingar á fimmtudög- um, þannig aö þú skalt spyrja hina háu herra stofnunarinnar um það hversvegna ekki var fariö aö athuga möguleikann á beinni útsendingu á morgun fyrr, en ekki mig,” sagöi Bjarni Felixson, iþróttafréttamaöur sjónvarpsins i viötali viö Timann i gær. „Ég orö- aði þetta viö yfirmennina strax á laugardag, en eins og ég sagöi þá ákveö ég ekki Utsendingar á fimmtudögum,” sagöi Bjarni. Bjarni sagði jafnframt aö sér þætti sem ekki heföi veriö nógu vel aö þessu máli staöið hjá út- varpsráði, þvi þaö heföi fundað um þetta I fyrrakvöld, án þess aö kalla nokkurn til frá sjónvarpinu, og enginn hjá sjónvarpinu heföi neitt vitaö um þessa afgreiöslu ráösins fyrr en komiö var langt fram á dag. — AB Almenn bensínsala Bifreiðastöðvar Bæjarleiða: NÆTURSALA STÖÐVUÐ ■ Borgarráö hefur samþykkt aö beina þeim tilmælum til forráða- manna Bifreiöastöðvar Bæjar- leiöa við Langholtsveg aö al- mennri bensinsölu til annarra en leigubifreiða verði bönnuö um nætur, og þegar almennar bensinsölur eru lokaðar af öörum ástæöum, svo sem á stórhátiöis- dögum. Þó er gert ráö fyrir að bensinsala veröi heimil á þessum timum i öryggis- og neyöartilfell- um. Hefur framkvæmdastjóri Bæjarleiöa fallist á þessa tilhög- un. Er gripiö til þessara aðgeröa vegna kvartana frá ibúum i nær- liggjandi húsum, sem telja ónæöi af þessari starfsemi keyra úr hófi fram. Ibúarnir ættu aö fá sæmi- legan svefnfriö eftir aö þessari tilhögun hefur veriö komið á. — Kás Sportvöruverslun Ingólfe Óskarsson Klappai*stíg 44 — Sími 11783

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.