Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. mai 1982 7 Pym og Notft eru saman á sviðinu Þeir eru þó ekki alltaf sammála v ■ SIÐAN Falklandsdeilan hófst hafa tveir brezkir stjórnmála- menn verið oftast i sviðsljósinu, ásamt Margaret Thatcher. Framkoma beggja hefur hingað til verið með þeim hætti, að senni- legt þykir að þeir eigi eftir að koma meira við sögu. Framtið þeirra getur þó verulega ráðizt af þvi, hvernig Falklandseyjamál- inu lýkur. Þessir menn eru þeir Francis Leslie Pym utanrikisráðherra og John William Frederic Nott varn- armálaráðherra. Þier Pym og Nott eru á flestan hátt ólikir, en eitt eiga þeir sam- eiginlegt. Þeir eru báðir áhuga- menn um landbúnað. Pym er kominn af gamalli landeigendaætt og fékk m.a. i arf höll með um 40 herbergjum og 550 ekrur lands. Höllin er frá 17. öld og er orðin svo hrörleg að ekki er lengur búið i henni, og Pym hefur átt i deilu við yfirvöld sem vildu að hún yrði endurbyggð af sögu- legum ástæðum en hann vildi fá leyfi til að jafna hana við jörðu, sökum hins mikla kostnaðar, sem myndi fylgja viðhaldi hennar. Að lokum fékk hann leyfi til að selja hanaog seldi hann hana fyrir niu þúsund sterlingspund. Þótt söluverðið væri ekki hærra, þarf Pym ekki að hafa á- hyggjur. Landareign hans ásamt byggingum er metin á tvær mill- jónir sterlingspunda. Nott er ekki sveitamaður að uppruna. Hann er kominn af þekktri ætt bankamanna. Á striðsárunum var honum komið fyrir i sveit hjá móðurafa sinum, sem var læknir. Nott hefur siðan haldið tryggð við sveitina. Hann hefur keypt stóran búgarð og komið þar upp einu mesta fyrirmyndaarbúi sem nú er að finna á Bretlandi. Þár segist hann hafa nóg verkefni, þótt hann hætti þátttöku i stjórn- málum. PYM er sextugur að aldri, fæddur 13. febrúar 1922. Faðir hans átti sæti á þingi og f jórir for- feður hans aðrir. Einn var leið- togi stjórnarandstöðunnar á þingi i tið Charles I á 17. öld. Pym stundaði nám við mennta- skólann i Eton og háskólann i Cambridge áður en hann gekk i herinn á striðsárunum. Þar gat hann sér gott orð og var sæmdur heiðursmerkjum. Fyrst eftir styrjöldina vann Pym hjá ymsum verzlunarfyrir- tækjum. Hann var kosinn fyrst á þing 1961 og hefur átt þar sæti siða. Eftir kosningasigur fhaldsflokks- ins 1970 gegndi hann fyrst ýmsum embættum aðstoðarráöherra. t desember 1973 fól Heath hon- um embætti Irlandsráðherra, en hann gegndi þvi aðeins i' fáa mán- uði, þvi að Ihaldsflokkurinn tap- aði i þingkosningunum 1974. Pym fór fyrst með landbúnaðarmál og siðar með utanrikismál i skugga- ráðuneyti Margraretar Thathcer. Pym gerði sér þvi vonir um, þegar Thatcher myndaöi stjórn vorið 1979, að hann yrði utanrikis- ráðherra. Sú von brást þvi að Thatcherfól honum varnarmálin. Hann lét af embætti varnarmála- ráðherra i janúar 1971 og var þá skipaður talsmaður stjórnarinnar i neðri málstofunni. Thatcher kvaðst þurfa þar traustan talsmann. Hið rétta var, að Pym var ósammála þeirri á- ætlun að auka kjarnavopnavig- búnaðinn á kostnað sjóhersins. Thatcher skipaði hann svo ut- anrikisráðherra, þegar Carring- ton lávarður sagði af sér embætt- inu fyrir tæpum tveimur mánuð- um. ■ John Nott Það er talið að ekkert vinfengi sé með Thatcher og Pym, enda hafi hann oft á stjórnarfundum gagnrýnt efnahagsmálastefnu hennar. Pym er talinn vera i 'vinstri armi Ihaldsflokksins og þykir liklegur til að verða forsæt- isráöherraefni hans, ef Thatcher hlekktist á. Pym hefur verið talinn hlynnt- ari samningaleið i Falklands- eyjadeilunni en Thatcher. Hann er ekki sérlega málsnjall, en glöggur og rökfastur. Um hann hefur verið sagt að hann væri varfærinn tækifærissinni. Pym og kona hans eiga fjögur börn. NOTT er fimmtugur að aldri, fæddur 1. febrúar 1932. Eftir að hafa lokið menntaskólanámi, gekk hann i herinn og var liðsfor- ingi i Gurkha-herdeildinni, sem barðist á Malajaskaga á árunum 1952-1956. Eftir heimkomuna hóf hann nám við Cambridgeháskóla og lagði stund bæði á lögfræði og hagfræði. Þar gat hann sér gott orð fyrir ræðumennsku og var um skeið formaður stúdentafélagsins þar, Cambridge Union. 1 Cam- bridge kynntist hann júgóslavn- eskri stúlku, sem siðar varð kona hans. Þau eiga þrjú börn. Nott hefur átt sæti á þingi i meira en hálfan annan áratug. ■ Francis Pym Hann var i upphafi fylgismaður Heaths, en snerist gegn honum, þegar hann taldi Heath ekki nógu mikinn andstæðing hafta og öanna, en Nott er mikill mark- aðshyggjumaður. Eftir árekstra hans viö Heath gekk Nott i sveit með Margaret Thatcher og hefur siðan verið i miklu dálæti hjá henni. Hún skip- aði hann verzlunarmálaráðherra, þegar hún myndaði stjórn sina vorið 1979, og siðan varnarmála- ráðherra i janúar 1981, þegar Pym lét af embættinu. Það hefur verið eitt af hlutverk- um Notts sem varnarmálaráð- herra að mæla með þvi að dregið yrði úr sjóhernum en kjarna- vopnavigbúnaðurinn styrktur. Ef til vill breytir hann nú um skoðun. Það þótti koma i ljós, þegar Falklandseyjadeilan hófst að Nott var ekki vel að sér varðandi málefni eyjanna. Hann bauðst þá til að segja af sér, en Thatcher tók það ekki til greina. Nott fylgir fast þeirri stefnu hennar, að samningar komi ekki til greina fyrr en Argentinumenn hafi yfirgefiö Falklandeyjar. Ein- beitni hans virðist falla Bretum vel i geð. Nott þykir nú liklegt forsætis- ráðherraefni hægri arms Ihalds- flokksins ef Thatcher þyrfti að draga sig i hlé af einhverjum á- stæðum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir ■ A'rgentfnskir herinenn hafa hlaðið hér torfgarð til þess að skýla sér á bak við niðri við sjávarmálið. Bretar hefja stórsókn til Port Stanley A breska þinginu f gær skýröi Margaret Thatcher frá þvi aö breska herliðið á Falk- landseyjum heföi nú hafið stórs ókn i átt að höfuös ta ð eyj- ann, Port Stenley. Notaði breski forsætisráðherrann tækifærið til þess aö lýsa þvi enn yfir að ekkert vopnahlé kæmi til greina, fyrr en Argentinumenn heföu flutt á brott þá 10 þúsund hermenn sem gengu á land á Falklands- eyjum fyrir tveimur mánuð- um. 1 herliöi þvi sem á land gekk I San Carlos eru 5000 landgönguliöar og fallhlifa- menn. Ekki vildi hún segja frá þvi hvernig herliðinu miðaði áfram i sókninni, — af öryggisástæðum. Eru um 80 kilómetrar milli San Carlos og Port Stanley. Hafa nú barist fyrir milljard £ ■ Taliðeraökostnaöur Breta viö striðsreksturinn á Falk- landseyjum nemi nú einum milljarði sterlingspunda eöa 19 milljöröum ísl. króna. Aö sögn Reuters mun bresku stjórninni þó ekki vaxa þessi kostnaöur i augum. Samt varö kostnaöur af sendingu flotans til Falklandseyja fjórum sinn- um meiri en ráö haföi veriö fyrirgert. Kann svoaö fara, ef striöiö veröur langvinnt, aö breska stjórnin neyöist til aö gera breytingar á efnahags- stefnu sinni. BANDARISKAR ELDFLAUGAR TIL BRETA ■ Bandariltjamenn eru nú farnir aö birgja Breta upp af eldflaugum og fleiri vopnum. Var skýrt frá þessu af banda- riskum embættismönnum i gær. Orörómur hefur veriö uppi um vopnasendingar þess- ar aö undanförnu en ekki hef- ur þetta fengist staöfest fyrr en i gær. Utanrikisráöhefrar Sam- taka Amerikurikja, sem nú þinga i Washington, hafa skor- aö á Bandarikjastjóm aö láta af hernaöarstuöningi viö Breta i strföinu viö Argentinu. Er taliö aö Bandarikjastjórn hafi ekki skýrt frá aöstoö sinni viö Breta af ótta viö aö banda- riskir rikisborgarar i ró- mönsku Ameriku yröu fyrir aökasti. Eldflaugarnar sem Bretar hafa fengiö, munu til þessa ætlaöar aö skjóta Ur einni flugvél á aöra, eldflaugar til loftvarna af jöröu niöri og auk þessa sprengjur og skotfæri. FLUGM ARSKÁLK- URINN VONGÓDUR ■ Forseti Argentinu, Galti- eri, boöaöi argentinsku stjórn- ina á fund i gær til þess aö ræöa horfur i striöinu um Falklandseyjar. Segja Argen- tinumenn aö herliöi Breta hafi litt oröiö ágengt 1 framsókn sinni og tók yfirmaöur argen- tinska flughersins svo til orða i gær að „sigur Argentinu væri skammt undan.” Sagði i gær- kvöldi að sprengjuflugvélar Argentinumanna hefðu gert árásir á stöðvar Breta i San Carlos um kl. 17 i gær aö isl, tíma. Vonlitlar vidrædur ■ I gærkvöldi ætlaöi de Cuellar, framkvæmdastjóri S.þ. aö eiga viöræður við full- trúa Breta og Argentínu- manna, til þess að komast að hvaöa kosti löndin settu fyrir vopnahléi.Er gertráö fyrir að litlar likur séu aö sættir megi takast, þvi Bretar heimta allt herliö Argentinumanna burt, áöur en semja megi og Argen- tinumenn kveöast ekki hlusta á neinar kröfur af þvi tagi. De Cuellar heldur sáttatilraunum sinum áfram aö beiöni öryggisráös S.þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.