Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.05.1982, Blaðsíða 13
Föstudagur 28. mal 1982 21 ■ Mick Mills, landsliösmaður Englands sem ieikur meö Ipswich er einn af landsliösmönnum Englands sem leika á Laugardalsvellinum i næstu viku. Atta atvinnu- menn í leikinn gegn Englandi — Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari tilkynnti í gær landsliðið sem leikur gegn Englendingum á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn ■ Jóhannes Atlason landsliös- þjálfari i knattspyrnu tilkynnti á fundi meö fréttamönnum i gær 16 manna landsliöshóp sem mun leika landsleik gegn Englending- um á Laugardalsvellinum á miö- vikudaginn i næstu viku. Atta at- vinnumenn eru i hópnum sem er skipaöur þessum leikmönnum: Markveröir: Guömundur Baldursson Fram Þorsteinn Bjarnason ÍBK Aörir leikmenn: Atli Eövaldsson Dusseldorf Arnór Guöjohnsen Lokeren Asgeir Sigurvinsson Bayern Munchen Janus Guölaugsson Fortuna Köln Karl Þóröarson Laval Lárus Guömundsson Waterschei Marteinn Geirsson Fram Ólafur Björnsson Breiöablik Siguröur Grétarsson Breiöablik Sævar Jónsson CS Brugge Teitur Þóröarson Lens Trausti Haraldsson Fram Viöar Halldórsson FH Orn Óskarsson IBV A fundinum voru einnig tilkynntir sex leikmenn til viö- bótar sem skipa 22 manna hóp fyrir leikinn gegn Möltu sem veröur á Sikiley annan laugar- dag. Þeir leikmenn eru Bjarni Sigurösson 1A, Árni Sveinsson ÍA, Ómar Torfason Viking, Jó- hannes Báröarson Viking, ómar Rafnsson Breiöablik og Pétur Ormslev Dusseldorf. A fundinum kom fram aö enn hefur KSl engar upplýsingar fengiö um enska landsliöiö en á laugardaginn leika þeir gegn Skotum og eftir þann leik mun veröa ljóst hvaöa leikmenn komi hingaö og hverjir muni fara til Finnlands. En daginn eftir leik Islands og Englands leika Englendingar gegn Finnum. Þó hefur KSl fengiö upplýsingar um nokkra leikmenn sem miklar likur. eru taldar á þvi aö komi hingaö. Eru þaö nöfn eins og Viv Anderson. Nottingham Forest, Corrican, City, Paul Mariner, Ips- wich, Mick Mills, Ipswich, Terry McDermott. Liverpool Gary Shaw, Aston Villa og félagi hans Peter Withe og Tony Woodcock sem leikur meö Köln. Enska landsliöiö er væntanlegt til landsins á þriöjudaginn, en leikurinn veröur eins og áöur sagöi á miövikudaginn. Forsala veröu báöa dagana, þriöjudag og miðvikudag og byrjar hún kl. 12 á Lækjartorgi. röp-. Sveit Stúlka eða drengur 11-13 ára óskast i sveit. Ýmis störf úti og inni koma til greina. Fatlaður 11 ára drengur er á heimilinu. Upplýsingar i sima 97-5919. Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir Raungreinakennara vantar Umsóknir um skólavist i framhalds- deildum skólans, þurfa að berast fyrir 10. júni. Upplýsingar veitir skólastjóri i sima 93-7297. Kælitækjaþjónustan Rcykjavikurvcgi 62, Hafnarfirði, sími 54860. Önnumst alls konar nýsmíði. Tökum að okkur viðgerðir á: kæliskápum, frystikistum og öðrum kælitækjum. Fljót og góð þjónusta. Sendum í póstkröfu uni land allt Frá Þjóðgarðinum á Þingvöllum Að öllu forfallalausu verður leyft að tjalda i Þjóðgarðinum á Þingvöllum frá og með þriðjudeginum 1. júni. Ath. að Bolabás sunnan undir Ármannsfelli er hluti af Þjóðgarðinum. Gilda sömu reglur þar og annarsstaðar á svæðinu. Þjóðgarðsvörður. Verkamannafélagið Dagsbrún Tilkynning frá Verkamannafélaginu Dagsbrún. Frá 1. júni til 1. sept. verður skrifstofa fé- lagsins að Lindargötu 9 opin frá kl.9-16. Opið i hádeginu. LAUS STAÐA Staða fulltrúa i fjármálaráðuneytinu er laus til umsóknar. Nauðsynlegt er að um- sækjandi hafi háskólapróf i lögfræði. Laun greiðast samkvæmt launakerfi rikis- starfsmanna. Umsóknum óskast skilað til fjármála- ráðuneytisins, Arnarhvoli, fyrir 15. júni n.k. Fjármálaráðuneytið, 26. mai 1982 Siglufjörður Starf forstöðukonu við barnaheimili Siglu- fjarðar er laust til umsóknar. Fóstrumenntun er áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi SMS og bæjarstjórnar Siglufjarðar. Ráðningartimi er frá 15. ágúst 1982. Umsóknarfrestur er til 18. júni 1982. Allar upplýsingar veitir forstöðukona i sima 96-71359. Bæjarstjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.