Tíminn - 03.06.1982, Side 12

Tíminn - 03.06.1982, Side 12
Sovétríkin: Hverjir fara til Spánar? ■ Hvorki mcira nc minna cn 4.5 milljónir manna i Sovctríkjunum taka rcglulcga þátt í knattspyrnu- keppni. 22 þcir hcstu af þcssum fjölda munu i júni fara til Spánar til þess aö keppa um heimsmcistara- titilinn. Þetta verður í fimmta skipti, sem sovéskt liö tckur þátt í loka- keppni hcimsmcistarakcppninnar í knattspyrnu. Sovcska liöiö varð í fjórða sæti i heimsmeistarakeppn- inni í Bretlandi árið 1966, scm cr besti árangur þess til þessa. Fyrst munu Sovétríkin heyja harða riðla- keppni við Brasiliu, Skotland og Nýja Sjáland . En sovéskir knatt- spyrnuáhugamenn halda í vonina um að sjá lið sitt i úrslitakeppninni. Árangur siðasta árs gefur þeim ástæðu tiF bjartsýni, því það var c.t.v. besta ár sovéska knattspyrnu- landsliðsins siðasta áratuginn. Það tapaði ckki cinum cinasta leik og bar sigur af sterkum andstæðingum eins ogTékkóslóvakíu og Walcs. Þjálfar- ar og knattspyrnuunnendur voru ánægðir, bæði með árangurinn og leik liösins. Lcngi kvörtuöu sovéskir knatt- spyrnuáhugamenn og sérfræðingar um skort á úrvalsliðsheild. Þeir gátu eiginlcga aðeins nefnt Blokjin, Bur- jak og Kipiani. í dag er ástandið ■ Konstantin Beskov 61 árs lands- liðsþjálfarí Sovétríkjanna. breytt með tilkomu ófárra mjög efnilegra leikmanna. Að sjálfsögðu gerðist þetta ekki á einni nóttu. Fremstu knattspyrnufélögin þjálf- uðu af kappi og öðluðust smám saman reynslu á alþjóðavettvangi. í nokkur ár hefur Tbilisi Dinamo verið að treysta stöðu sína i keppni innan Evrópu og 1981 vann iiðið sigur í Evrópukeppni bikarhafa. í dag eigum við viðurkennda leik- menn eins og framherjana David Kipiani, Ramaz Sjengelia og Vladi- mir Gutsajev, miðherjinn Vitalí Daraselia og varnarmennina Tengj- iz Sulakvelidze og Alexander Tsji- vadze. Allir sex leika þeir í lands- liðinu og sýna glæsilega, skemmti- lega og samstillta knattspyrnu. Alexander Tsjivadze, fyrirliði sovéska landsliðsins, er rólegur, athugull og mjög fær maður. Eftir lokapróf frá hagfræðideild Tbilisihá- skóla ákvað hann að nema lögfræði. í knattspymu er hann mjög fjölhæf- ur, leikur jafnvel sem framvörður, tengiliður og sóknarmaður. Hann skoraði úrslitamörk í Evrópukeppn- ■ Væntanlegir meðlimir sovéska landsliðsins ■ knattspyrnu (frá vinstri til hægri). Sitjandi: Sergei Andrejev (sóknarmaður, lið hersins í Rostov-on- Don), Sergei Borovski (varnarmaður, Minsk Dinamo), Kjoren Oganesjan (framvörður, Jerevan Ararat), Tengiz Sulakvelidze (varnarmaður, Tbilisi Dinamo), Juri Gavrílov (sóknarmaður, Moskvu Spartak). Standandi: Vladimir Bessonov (framvörður, Kiev Dinamo), Leonid Burjak (framvörður, Kiev Dinamo), Renat Dasajev (markvörður, Moskvu Dinamo), Sergei Baltatsja (varnarmaður, Kiev Dinamo), Oleg Blokjin (sóknarmaður, Kiev Dinamo), Alexander Tsjivadze (varnarmaður, Tbilisi Dinamo). inni gegn Liverpool og West Ham. Tsjivadze horfir nú fram til keppn- innar um heimsmeistaratitilinn. í sjónvarpsviðtali nýverið sagði hann fyrir hönd liðsins: „Við munum gera okkar besta á Spáni, svo að ekki einn einasti aðdáandi okkar geti ásakað okkur fyrir að hafa ekki gert það sem við gátum.“ Sérstakar vonir eru bundnar við hinn 25 ára gamla framherja Ramaz Sjengelia. Hann er fæddur sóknar- maður. 1978 og 1981 var hann kjörinn knattspyrnumaður Sovét- ríkjanna, og á síðasta ári var hann einnig markahæstur með 23 mörk. Sjengelia hefur skorað átta mörk með landsliðinu í 13 leikjum, sem hann hefur leikið með því. Hann sækir stöðugt inn á vitateig and- stæðinganna, brýst í gegn og snýr á þá sem gæta hans. Aðalþjálfara sovéska landsliðs- ins, Konstantin Beskov, tókst að sameina þessar tvær ólíku leikað- ferðir i eina heild. Sl. ár mynduðu t.d. Burjak og Sjengelia frábært tvistirni. Burjak er þekktur fyrir glæsilegar sendingar en Sjengelia er árvakur i móttöku sendinga. Burjak, sem verður 29 ára á þessu ári, virtist finna sig aftur i leik sinum á sl. ári. Hann er gamall vinur Blokjin, sem einnig er 29 ára að aldri. Sovéskir knattspyrnuáhuga- menn vænta þess, að þessi fljóti og virki ieikmaður sýni góðan leik i heimsmeistarakeppninni. Hann var kjörinn besti leikmaður Evrópu árið 1975 og hefur skorað flest mörk i sovésku 1. deildinni, 163, og með landsliðinu, 34. Tbilisi Dinamo og Kiev Dinamo eru burðarásar sovéska landsliðsins. Beskov, sem einnig er þjálfari Mosku Spartak, hefur valið mark- vörðinn Renat Dasajev og miðfram- herjann Juri Gavrilov úr liði sinu. f sovéska úrvalsliðinu eru einnig markvörðurinn Kjoren Oganesjan úr Jerevan Ararat, vamarmaðurinn Jurí Susloparov úr Moskvu Por- pedo, sóknarmaðurinn Sergei Andraejev úr knattspyrnuliði hers- ins í Rostovon-Don og varnar- maðurinn Sergei Borovskí úr Minsk Dinamo. Áður fyrr gagnrýndu knattspyrnu- unnendur oft hvernig sovéskir stjórnendur völdu leikmenn í lands- liðið. I dag er það álit flestra, að i liðshópi Beskovs séu samankomnir allir bestu leikmennirnir. (Byggt á APN) Magnús vann Faxakeppnina ■ Magnús Jónsson úr Golfklúbbi Suðumesja varð öruggur sigurveg- ari i Faxakeppninni sem haldin var i Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Veður setti sinn svip á mótið en rok og rigning var meðan á mótinu stóð. Magnús lék 36 holur á 142 höggum, Haraldur Júlíusson GV varð annar, lék á 152 höggum og i þriðja sæti varð Sveinn Sigurbergs- son, lék á 154 höggum. Sigurbjörg Guðnadóttir GV varð sigurvegari i kvennaflokki en þar var leikið með forgjöf. Sigurbjörg lék á 143 höggum, Þórdís Geirs- dóttir varð önnur á 145 höggum og i þriðja sæti varð Sjöfn Guðjónsd., lék á 148 höggum. Sæmundur Pálsson GV sigraði i 1. flokki lék á 156 höggum. I 2. flokki sigraði Leifur Gunnarsson GV á 176 og Þóroddur Stefánsson NK sigraði i 3. flokki á 182 höggum. Góðir sigrar Blikastúlkna á alþjóðlegu móti ■ íslandsmeistarar Breiðabliks i kvennaknattspyrnu tóku þátt í sterku móti í Danmörku um siðustu helgi. Breiðablik sigraði í öllum sinum leikjum, skoraði 13 mörk og fékk aðeins eitt mark á sig. Breiða- blik sigraði Virum frá Danmörku 3-0, US College 3-0, Albertslund frá Danmörku 2-0 Meern frá Hollandi 2-1 og Öm frá Noregi 3-0.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.