Tíminn - 03.06.1982, Side 19

Tíminn - 03.06.1982, Side 19
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1982 23 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið ROKK Tónabió Roadie/Rótarinn Leikstjóri Alan Rudolph Aðalhlutverk Meat Loaf, Kaki Ilunter, Debbie Harry (Blondie) Alice Cooper. ■ „Hljómsveitirnar framleiða rokk... láta það rúlla...“ Eitt af atriðum þessarar mynd- ar gerist í samkomusal elli- heimilis. Þjóðlagahljómsveit leikuur róleg kántrý-lög á meðan söngvarinn veltir því fyrir sér hver i helviti hafi bókað þá þama. í salnum em hljómsveit- imar Blondie og Snow White í hörkuslagsmálum en Meat Loaf grýtir radial-dekkjum inn i salinn af miklum móð.... eitt atriði enn Snow White er skipuð sjö dvergum. Þetta atriði er nokkuð lýsandi dæmi um myndina Roadie en hún er villt og áköf eins og efnið sem henni er ætlað að fjalla um, rokkið og þá sérstaklega rótara einn viðamikinn, i öllum skiln- ingi, en hann er ágætlega leikinn af söngvaranum Meat Loaf. Myndin kemur gömlum groddarokkara eins og mér þægilega á óvart. Maður býst ekki við miklu en um leið og upphafs atriði myndarinnar hefst hefur maður á tilfinningunni og þetta muni verða ágætis skemm- tun eins og kemur á daginn. Nokkrir af þekktustu lista niönnum rokksinsvestra eiga lög, eða koma fram, í myndinni og má þar helst nefna hljómsveitina Blondie og Alice Cooper. Alice gamli er ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri daga, gamall, þreyttur og sjúskaður. Blondie er mun skárri. Meat Loaf stjarna myndarinnar er nokkuð skemm- tilegur i hlutverki rótarans, og sýnir að hann er búinn fleiri hæfileikum en þeim að syngja ágætlega. Þótt að heildarsvipur myndarinnar beri merki þungar- okksins, í mildum útgáfum að vísu, þá er víða aðfinna í henni dauða punkta, svona mjúk kántrýlög, sem setja hálfleiðinl- egan svip á hana. Að lokum vil ég geta hér Art Carney sem fer með lítið hlutverk i myndinni, smáskritinn og sérvitur faðir rótarans en hann fer á kostum. pm Friðrik Indriða- son skrifar ★ Með hnúum og hnefum ★★★ Ránið á týndu örkinni 0 Gereyðandinn ★★ Lögreglustöðin í Bronx ★★★ Fram í sviðsljósið ★ Eyðimerkurljónið ★★ Rótarinn ★ Forsetaránið Meat Loaf fer með aðalhlutverk i myndinni Roadie. Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær ■ * * * mjög göð • * * góó • * sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.