Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 3 fréttirl HflLFUR SILOARFLOTINN SITUR EFTIR (HflUST ■ Frá sýningunni á verkum Wal- asse Ting i Listasafni Islands. Tímamynd:GE Sýning á verkum Walasse Ting í Listasafni íslands ■ Sýning á verkum Walasse Ting verður opnuð i Listasafni íslands á morgun, laugardag, og stendur sýningin í einn mánuð. Ting er 52 ára að aldri, fæddur i Shanghai í Kína en starfar í Bandaríkjunum. Verkin, sem hér eru sýnd, eru öll unnin í akrýl og vatnsliti á kínversk- an pappír á árunum 1981-1982. í sýningarskrá segir dr. Selma Jönsdóttir m.a., að verk Tings séu „meðal þeirra fígúrativu nútíma- verka, sem vekja einna mesta aðdáun... Verk Tings eru einstætt sambland af skærum, sjálflýsandi litum og 19. aldar munúð. Auk málverka hefur Ting unnið að fjöldamörgum öðrum verkefnum, meðal annars skapandi leikstjórn, kennslu og fyrirlestrahaldi. Til viðbótar hefur hann gefið út allmarg- ar ljóðabækur og er hin fremsta þeirra „Rauður munnur“, sem hefur að geyma eftirmyndir af 428málverk- um og 33 svarthvítar teikningar“. ■ Sildveiðiflotanum verður skipt í tvennt og fær annar hlutinn að vciða í haust en hinn næsta haust, samkvæmt ákvörðun Sjávarútvegs- ráðuneytisins. Nefndin, sem ráðherra skipaði í vor til að endurskoða reglur um sildveiðar og athuga hvernig gera mætti síldveiðarnar hagkvæmari, hefur nú skilað áliti til ráðherra. í kjölfar þess hefur verið ákveðið að leyfa í haust veiðar á 34.500 tonnum í hringnót og að skipta kvótanum jafnt á milli þeirra báta sem fá veiðileyfi. Veiðitiminn í hringnót verður frá 20. september til 15. desember. Aðeins þeir bátar, sem fengu leyfi til að veiða sild i hringnót 1980 eða 1981 og notuðu það a.m.k. annað árið koma til greina við úthlutun leyfa nú og siðan verður dregið um hverjir fá að veiða i ár og hverjir verða að biða til næsta árs. Við skiptinguna verður tekið tillit til dreifingar leyfa á verstöðvar og einnig þess, ef sami útgerðarmaður á leyfi fyrir fleiri en einn bát. Fjórtán þúsund lestir verður leyft að veiða í reknet á tímabilinu 15. sept. ti! 15. des. og verður leyfður hámarksafli á bát 450 tonn. Bátar 50 lestir eða stærri geta fengið leyfi til reknetaveiða, hafi þeir fengið leyfi og notað það annaðhvort áranna 1980 eða 1981. Leyfi til lagnetaveiða geta allir bátar undir 50 lestum tengio. Veiðitímabil þeirra verður frá 10. ágúst til 31. október og verður leyfð veiði á 1.500 tonnum í lagnet. í heild verður leyfð veiði á 50.000 tonnum af síld i haust. Umsóknir um hringnótarleyfi þurfa að berast sjávarútvegsráðu- neytinu fyrir 15. júní en um netaveiði fyrir 1. ágúst. Umsóknir sem berast eftir þau timamörk verða ekki tekin til greina. SV Blöd, bensín- og mjólkurafgreiösla — meðal þess sem stöðvast í næstu viku ef ekki nást sammngar ■ Blöðin, bensínafgreiðsla, flug- samgöngur, mjólkurdreifing og lík- ast til bióin eru meðal þess sem kemur við allan almenning og líkur eru á að stöðvist alveg, hafi samningar ekki náðst fyrir vinnu- stöðvunina 10. og 11. þessa mánað- ar. Varðandi millilandaflugið í Kefla- vik er það að vísu aðeins starfsfólk í farþegaafgreiðslu sem yrði í verkfalli þessa daga, Sveinn Sæ- mundsson, blaðafulltr. Flugleiða var því vongóður um að undanþága fengist til millilandaflugsins, enda dæmi fyrir slíku. Flugleiðir munu einnig sækja um undanþágu í sambandi við innanlandsflugið, en þar er við bæði Dagsbrún og Verslunarmannafélagið að eiga. Allar stærri verslanir á Reykjavik- ursvæðinu munu að sjálfsögðu verða lokaðar, en eigendur hverfisbúða og söluturna munu geta haft verslanir sinar opnar með því að sjá sjálfir um afgreiðslu. Ljóst er að mjólkurdreif- ing stöðvast alveg frá fimmtudegin- um 10. júní til mánudagsins 14. júní. Mjólkursamsalan mun hins vegar reyna eftir föngum að koma viku- skammtinum í búðir fyrstu þrjá daga næstu viku. Og þótt hvorki blaðamenn né prentarar hafi boðað verkfall kemur Tíminn hækkar ■ Frá og með mánaðamótunum maí/júní hækkar áskriftarverð Tím- ans í 120 krónur á mánuði. Lausasöluverð blaðsins hækkar í 8 krónur virka daga, en helgarútgáfan kostar 10 krónur. Lögðu hald á 650 grömm af hassi ■ „Við lögðum hald á 650 grömm af hassi, sem var í ei'gu þeirra sem setið hafa í gæslu siðan í fyrri viku,“ sagði Gisli Björnsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík þegar Timinn spurðist fyrir um hassmálið sem verið er að rannsaka núna. Eins og Timinn hefur greint frá var tvennt úrskurðað i gæsluvarð- hald á föstudaginn vegna þessa máls, 26 ára gamall maður og kona jafngömul. Konan slapp úr gæslu í fyrradag en maðurinn er enn í haldi. Að sögn Gisla er enn ekki ljóst hvort öll kurl eru komin til grafar í þessu máli. Sjó. blaðaútgáfan til með að stranda á vinnustöðvun verslunarmanna á skrifstofum og við dreifingu. Varð- andi undanþágur var það álit eins af frammámönnum verslunarmanna að verslunarmannafélögin yrðu mjög stif núna, og myndu alls engar undanþágur gefa, nema líf lægi við. Verslunarmannafélögin sem stöðva munu vera 5, þ.e i Reykjavík, Hafnarfirði, Suðurnesjum, Borgar- nesi og á Höfn. Þá verður Félag starfsfólks í veitinga og gistihúsum að leggja niður vinnu þessa tvo daga. Það mun fyrst og fremst bitna á stærstu veitingastöðunum og hótelunum, en minni staðir þar sem eigendur starfa sjálfir munu sennilega margir geta haft opið fyrir því. Þótt félögin Framsókn og Iðja í Reykjavík, svo og félög járnsmiða og blikksmiða hafi samþykkt vinnu- stöðvun 10. og 11. kemur hún ekki til framkvæmda fyrr en 11, þar sem tilkynningar þar um bárust VSÍ ekki fyrir tilsettan tíma. Kenna félögin mistökum í póstþjónustunni þar um. -HEI ■ Hluti leirlistarhópsins, frá vinstri: Elísabet Haraldsdóttir, Kolbrún Björgúlfsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir, Gestur Þorgrimsson, Steinunn Marteinsdóttir, Edda Óskarsdóttir og Jónina Guðnadóttir. Timam>nd:GE Fyrsta sýning Leirlistarfélagsins Sjópróf vegna m/b Jóhönnu Magnúsdóttur: Eldsupptök enn ókunn ■ Ekki tókst að upplýsa hver orsök eldsins sem kom upp í vélarrúmi mb Jóhönnu Magnúsdóttur við sjópróf sem haldið var hjá Borgardómi í fyrradag. Sem kunnugt er kviknaði eldur í vélarrúmi bátsins þar sem hann var staddur á Meðalandsbugt aðfaranótt þriðjudags í vikunni sem leið. Ekki varð við eldinn ráðið og endaði með þvi að báturinn sökk eftir að hafa staðið í ljósum logum um stund. Sjó. ■ Fyrsta sýning Leiriistar- félagsins verður opnuð á morgun, laugardag, en sýn- ing þessi er liður á Listahátíð í Reykjavík. Sýningin verður opin daglega kl. 10-18, nema um helgar er opið frá 14-18 og Iokað er á mánudögum. Leirlistarfélagið var stofnað i mars 1981 og stofnendur félagsins sem allir taka þátt i þessari sýningu eru; Borghildur Óskarsdóttir, Edda Óskarsdóttir, Elíasabet Haraldsdótt- ir, Gestur Þorgrimsson, Guðný Magnúsdóttir, Haukur Dór, Kol- brún Björgúlfsdóttir, Jóna Guðvarð- ardóttir, Jónina Guðnadóttir, Sig- rún Guðjónsdóttir og Steinunn Marteinsdóttir. Gestur sýningarinnar er danski listamaðurinn Peter Tybjerg, en hann hefur kennt sl. vetur við keramikdeild Myndlista- og hand- iðaskólans og tók einnig þátt í danskri listiðnaðarsýningu í Nor- ræna húsinu. Sv.J. jlll HHH | llill IQS GIRÐINGARHLIÐ Bændur og sumarbústaða- eigendur: Útvegum allar stæröir og gerðir af stööluöum galvaniseruðum járnrimla- hliöum frá HERAS I Hol- landi. M.a. fyrir sveitabýli og sumarbústaði. Fyrsta flokks vara á mjög hagstæöu verði. Hafiö sam- band og fáiö sendar upplýs- ingar. Umboðsaðilar á íslandi Hagvís Box 85, Garðabæ sími 41068.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.