Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (»1) 7 -75-51, <91)7 -80- 30. Tttt? Skemmuvegi 20 nrjMJMJ nr. Kópavogi Mikiö úrval Opið virka daga 9 19 • Laugar daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafé/ag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 ,ANDI OG EDU STOFNUNAR INNAR HEFUR EKKI BREYST Rætt vid Guðrúnu P. Helgadóttur, sem senn lætur af skólastjórn Kvennaskólans í Reykjavík 7 ■ Þótt Kvcnnaskólinn i Reykjavik sé nú meira en aldargamall hafa aðeins fjórir skólastjórar starfað þar á þeim tima en skólastjórarnir voru þær frú Þóra Melsted, sem stofnaði skólann árið 1874, frú Ingibjörg H. Bjarnson, fúr Ragnheiður Jónsdótt- ir og siðast frú Guðrún P. Helgadótt- ir sem nú er að láta af skólast_ árn eftir 23 ár, en alls hefur hún starfað við skólann i 27 ár og við kennslumál í 38 ár. Þetta er orðinn langur ferill hjá frú Guðrúnu og Timinn fór þess á leit að mega ræða við hana stutta. stund af þessu tilefni. „Já, það má segja að við höfum enst lengi í þessu starfi sem hér höfum gegnt skólastjórninni," segir frú Guðrún P. Helgadóttir. „Lengst okkar starfaði Ingibjörg H. Bjama- son hér við skólann en, það var hinsvegar frú Þóra Melsteð sem stofnaði skólann og naut til þess aðstoðar manns síns, Páls Melsted, og þar var bætt úr brýnni þörf, þvi á þessum tima fengu stúlkur ekki inngöngu í Latinuskólann. Það var ekki fyrr en einum 25 árum siðar sem stúlka hóf þar nám. Skólinn var upphaflega til húsa á heimili Mel- sted hjónanna að Austurvelli 6 en síðar var byggt yfir hann allstórt hús, einnig við Austurvöll. Þar var skólinn uns hann flutti í núverandi húsakynni árið 1909. Stofnun Kvennaskólans var mikið hugsjóna- starf og þetta var gert m.a. vegna ' áhrifa frá Danmörku, þar sem slikir skólar höfðu þá verið settir á stofn. Lýsir það hug þeirra Þóru og Páls Melsted til skólans að þau ánöfnuðu honum allar eigur sínar eftir sinn dag- Starf skólans kom snemma til góða fyrir þjóðina þvi þær stúlkur sem héðan útskrifuðust fyrstu árin fóru mjög margar til kennslustarfa og veittu öðrum þannig hlutdeild í þekkingu sinni, en þá var Kennara- skólinn ekki kominn til. Árið 1903 voru 54 fyrrum nemendur Kvenna- skólans við kennslustörf og sýnir það hvert gildi hann hafði þegar í byrjun." Hve margir hafa nemendur í skólan- um verið? „Á aldarafmæli skólans árið 1974 höfðu 4300 stúlkur verið við nám i skólanum. Nemendur voru um 200 talsins sl. vetur. Kennarar voru 24 á siðustu haustönn, svo dæmi sé sJi I - ' <*? I ■ á rf 1 -f í I tTIÍ - í I I h - m ■ ** 1. I 4. * £*: T r* ~~ »aS r*— ■ Guðrún P. Helgadóttir: „Ég tel að skóli eigi að vera fremur fámennur en hitt, til þess að skólastjórinn geti haft yfirsýn yfir þau vandamál sem upp kunna að koma.“ (rimamynd g.e.) nefnt, en hér hafa starfað margir kennarar i hlutakennslu með sér þekkingu á ýmsum sviðum. Það hefur valdið þáttaskilum hvað að- stöðu snertir er hér var byggð viðbótarbygging sem tekin var i notkun fyrir tveimur árum, en þar er komið fyrir fimm kennslustofum, þremur almennum kennslustofum, kennslustofu fyrir líffræðikennslu, eðlis- og efnafræðikennslu og loks rúmgóðu mötuneyti i kjallara. Þetta gerði okkur kleift að koma upp góðri bókasafns og lestraraðstöðu á efstu hæð gamla hússins. Já, sú breyting var gerð lögum samkvæmt fyrir nokkrum árum að veita piltum hér inngöngu og voru þeir 15 i skólanum á sl. vetri. Mér hefur ekki þótt sem andi og eðli stofnunarinnar breyttist á neinn hátt við það. Jú, hér er haldið i ýmsar gamlar hefðir sem i höfuðatriðum felast i þvi að bæði nemendur og kennarar geri skyldu sina og ég held að enginn hafi verra af því. Við höfum einnig alla tið reynt að sjá svo um að skólinn sé ekki fjölmenn- ari en svo að skólastjórinn hafi fullt yfirlit yfir þau vandamál sem upp kunna að koma og ég er og verð þeirrar skoðunar að skólar skuli vera fámennir fremur en hitt. Nú varð það þitt hlutskipti að útskrifa fyrstu stúdentana frá Kvennaskólanum i Reykjavik i vor. „Já, fyrstu stúdentarnir útskrifuð- ust héðan þann 22. maí sl. og 40-50 ættu að útskrifast um næstu jól. Þetta eru vitanlega merk timamót í sögu skólans og ánægjulegt að hafa séð þetta verða. Ég hef lika haft mikla ánægju af þessu starfi og finnst það hafa gefið lífi minu eðlilegan tilgang. Þá er það lán að hafa fundið þær hlýju tilfinningar sem gamlir nemendur hafa jafnan borið i brjósti til skólans en þeir hafa mætt hér við skólaslit og fært okkur góðar óskir og gjafir og stutt sjóði okkar, svo sem móðurmálssjóðinn, sem stofn- aður var á 100 ára afmælinu og listaverkasjóðinn, sem stofnaður var 1956. Kvegnaskólinn á þegar orðið nokkur góð listaverk." Við blaðamenn þökkum frú Guð- rúnu P. Helgadóttur fyrir spjallið. Ritarinn hafði brugðið sér frá og stöðugt er barið að dyrum af ungu fólki sem er að sækja um skólavist næsta vetur. Það fólk mun í starfi og námi njóta þess arfs sem þær Þóra Melsted, Ingibjörg H. Bjarnason, Ragnheiður Jónsdóttir og Guðrún skilja eftir. - AM FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 fréttir Verkbann frá 18. ■ Sambandsstjórn VSÍ ákvað í gær að mæta boðunum um alls- herjarverkfall með verk- banni frá 18. júní gagn- vart öllum þeim verka- lýðsfélögum sem boða verkfall frá þeim tíma, hafi samningar þá ekki tekist. Saksóknari kærir í „hrað- bátamálinu“ ■ Saksóknari rikisins gaf i gær út ákæru á hendur innflytjandanum í svokölluðu hraðbáta- máli. Innflytjandinn er kærður fyrir að hafa tviselt þrjá hraðbáta. Eins og Tíminn hefur áður greint frá seldi hann bátana þremur mönnum á Akranesi. Tafðist afhending bát- anna mjög og hlutust af því mikil vandræði fyrir kaupendurna. Náðist þó samkomulag milli innflytjandans og kaup- endanna, þ.a. kaupend- urnir greiddu bátana að fullu, en innflytjandinn hélt eftir frumritum af farmbréfum og vöru- reikningi og þóttist hann með þvi ætla að afla niðurfellinga á aðflutn- ingsgjöldum á bátunum. Með því að framvisa fyrrnefndum frumritum tókst innflytjandanum siðan að selja bátana aftur, manni úr Reykja- vik, og þá fyrir allt annað og hærra verð. Við yfirheyrslur bar innflytjandinn að hann hefði selt bátana fyrir undirverð upphaflega og þvi hefði hann neyðst til að selja bátana aftur. -Sjó dropar SS í sam- keppni við SÍS ■ Ekki er vist að sam- vinnuhreyfingin hljóti titil- inn „Afmælisbarn ársins" baráttulaust, þvi um þessa helgi hefjast hátiðarhöld i tilefni 75 ára afmælis Slátur- félags Suðurlands og eru þau hreint ekki smá i smiðum. Á sunnudaginn verður sérstök gestamót- taka fyrir fyrirmenn þjóð- félagsins og velunnara SS. Á mánudag verður svo aðalfundur félagsins, en um kvöldið býður SS starfsfólki sínu og mökum þeirra til kvöldverðar i skemmti- staðnum Broadway. Þriðju- daginn 9. júní verður haldið siðdegisboð fyrir félags- menn SS i Borgarfjarðar, Gullbringu-og Kjósarsýslu, en helgina þar eftir verða haldin samsvarandi boð fyr- ir félagsmenn SS á Suður- landi á Hvolsvelli, Klausti og Flúðum. SÍS-arar verða því að taka á honum stóra sinum ætli þeir að halda þegar unnu forskoti, í hátiðlcg- heitum. Sómi lands- liðsins — skömm K.S.Í. ■ Frammistaða landsliðs- manna okkar i knattspyrnu gegn Englendingum í fyrra- kvöld vakti verðskuldaða hrifningu fólks, en þvi. miður er ekki að sama skapi tilefni til að dást að Knatt- spyrnusambandinu fyrir þess hlut að málum. Skipulagning á öllum smáatriðum í sambandi við leikinn sjálfan var K.S.Í. til litils sóma. Kynning á ensku leikmönnunum fyrir leikinn var óskiljanlegt þrugl, - við innáskiptingar var aldrei upplýst hverjir fóru útaf né hverjir komu inná í þeirra stað, - engir krakkar voru hafðir til að sækja boltann þegar hann fór útaf og var það oft til tafa1 þegar leikmennimir sjálfir þurftu að hlaupa á eftir boltanum langleiðina niður að sundlaug, - ekkert var gert til að hafa ofan af fyrir hinum fjölmörgu áhorfendum i hálfleik og svona mætti lengi telja. Þegar um stórviðburði af þessu tagi er að ræða í knattspyrnunni verður að halda betur á spöðunum. Krummi ... heyrir að gárungamir kalli nýja hjúkranar- heimilid i Kópavogi aldrei annað en Betli- hem...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.