Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 4
4 fréttir „BJÖRT FRAMTÍÐ OG HUGSJÓN” — var sá boðskapur sem félagar úr Samhygð boðuðu fbúum New York ■ Milljónaborg, þar sem yfir eitt hundrað morð eru framin á mánuði hverjum, líkamsárásir skipta hundr- uðum, ef ekki þúsundum og tugir kynferðisglæpa eiga sér stað dag- lega, er eflaust ekki fýsilegasti starfsvettvangur þeirra sem vilja boða betra mannlíf og berjast fyrir betri heimi. Þrir félagar úr félags- skapnum Samhygð réðust þvi ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, þegar þeir heirtisóttu heimsborg eina sem ofangreind lýsing á við, í þeim tilgangi að koma boðskap sínum á framfæri við borgarbúa. Ðorgin er engin önnur en milljóna- borgin New York og félagarnir úr Samhygð eru þær stöllur Ingibjörg G. Guðmundsdóttir, Þóra Bjöms- dóttir og Edda Bjömsdóttir. Þær lögðu upp i för sína 20. maí sl. og komu til baka nú um síðustu KUBOTA traktorarnir eru komnir aftur ....og núna beint frá Japan. Með beinum flutningi frá Japan hefur okkur tekist að fá einstaklega hagstætt verð á vinsælu KUBOTA traktorunum. KUBOTA traktorarnir eru fáanlegir með og án framdrifs. KUBOTA traktorarnir eru gangvissir í kuldum, neyslugrannir og þýðgengir. Verð og greiðsluskilmálar, sem aliir ráða við! KUBOTA L245, 25 hö, .......... verð frá kr. 58.150 KUBOTA L345, 35 hö, .......... verð frá kr. 84.910 (verð miðað við gengisskráningu 5.5.1982) Tryggið ykkur KUBOTA traktor tímanlega. ■ Ingibjörg ræðir hér við borgarbúa um það á hvaða hátt megi gera jörðina mennskari. mánaðamót. Tíminn hafði samband við Ingibjörgu Guðmundsdóttur, og spurði hana nokkurra spuminga, varðandi þessa för. „Víljum leyfa öðrum að njóta þess sem við höfum gert“ - Hvemig fæddist hugmyndin hjá ykkur að fara með boðskap ykkar til New York? „Við höfðum verið að hugsa um það hvernig við gætum lofað öðrum að njóta þess sem við erum að gera og varð okkur þá fyrst hugsað til frænda okkar og nágranna eins og Norðmanna, Finna og fra, en svo fæddist sú hugmynd að fara til New York og æfa okkur við virkilega „tough“ aðstæður að koma boðskap okkar á framfæri. Reynsla þessarar fyrstu ferðar okkar til New York verður hinsvegar sennilega sú að um áframhald verður að ræða á ferðum Samhygðar til New York.“ „Starfíð í New York var þríþætt“ Hvernig skipulögðuð þið dvöl ykkar í stórborginni? „Við bjuggum hjá vini -okkar, Pétri Guðjónssyni, og fengum afnot af fundarherbergi sem vinir okkar hafa úti. Síðan fómm við bara út á örkina með starfið sem var þríþætt: Við fómm i íbúðarblokkir og hengd- um þar upp dreifimiða, en það gaf litla raun, því það virðist þurfa að stofna til beins „kontakts“ við fólk- ið: þá fómm við i neðanjarðarlest- imar með gjallarhorn, og töluðum við fólkið.“ - Hvað sögðuð þið við fólkið? „Við sögðum þvi að það væri ekki ástæða til þess að óttast neitt. Við væmm ekki komnar til New York til þess að taka neitt frá fólki, heldur væmm þangað komnar til þess að vera vinir fólksins. Við vildum deila með þvi, því sem við teldum vera gott fyrir okkar lif og annarra mannvera. Við væmm þvi komnar til þess að segja borgarbúum frá Samhygð, sem væri hvorki trúar- bragða- stjómmála- eða viðskipta- legs eðlis. Siðan settumst við niður hjá fólkinu og töluðum við þá sem okkur virtust vera móttækilegir. Auk þessa, þá vomm við með tvo standa úti á götu, annan með myndum frá íslandi og hinn með myndum frá starfi Samhygðar og þar ræddum við einnig við það fólk sem okkur fannst líklegt til þess að vera móttækilegt. Við buðum svo fólki þvi sem við. ræddum við að koma á fundi til þess að kynnast starfinu nánar og útkom- an úr þessu varð sú að til varð ansi góður 10 manna hópur af ungu og hressu fólki, sem þegar hefur hafið starf í New York með það fyrir augum að bæta sitt umhverfi. Ég reikna fastlega með því að sá hópur verði orðinn miklu stærri þegar næsti hópur íslendinga fer út til að hjálpa þeim að vinna áfram og mynda nýjan hóp.“ „Allar meiriháttar framfarir hafa byrjaö smátt“ - Eruð þið í Samhygð bjartsýn á að starf ykkar hafi mikil áhrif í svona stórglæpaborg eins og New York? „Hvort það eru glæpir til staðar eða ekki, þá held ég að allir menn hafi þörf fýrir að lifa raunverulegu lífi, og allar meiriháttarframfarir hafa byrjað smátt. Allt sem hefur verið stórt á endanum, hefur alls ekki byrjað þannig. Það er því rétt að greina frá þvi í þessu sambandi að við erum búin að afnema úr okkar orðaforða orðatiltæki eins og „það er ómögulegt“ eða „það er ekki hægt“ og til álita kemur hjá okkur að afnema einnig „ég veit það ekki“. Nú segir þú að þið berjist fyrir betra mannlífi. Hvernig gerið þið það? „Það sem við viljum beita okkur gegn, bæði hér og annars staðar, er ábyrgðarleysi, neikvæðni og skortur á framtíðarsýn. Því ef maðurinn hefur ekki bjarta og skýra framtið, þá veltist hann um í ládeyðu og jafnvel uppgjöf. Björt framtíð og hugsjón er það eina sem getur gefið manninum kraft og við lítum svo á að það sé ekki ómerkilegt verkefni að hjálpa öðrum að öðlast framtiðar- sýn og hugsjón.“ -AB Landssamband iðnaðarmanna 50 ára ■ Aðalhátíðarhöld Landssam- bands iðnaðarmanna vegna 50 ára afmælis þess eru fyrirhuguð laug- ardaginn 5. júní n.k.. Þá gengst Landssambandið m.a. fyrir sérstök- um hátiðarfundi, sem haldinn verð- ur i húsakynnum islensku óperunn- ar kl. 13.15. Hátíðarræðuna flytur Sigurður Kristinsson, forseti sam- bandsins en einnig mun forsætisráð- herra, Gunnar Thoroddsen ávarpa samkomugesti. Heiðursgestur verð- ur forseti íslands Vigdis Finnboga- dóttir. Milli atriða munu þeir Gisli Magnússon, píanóleikari og Gunnar Kvaran, sellóleikari flytja tónlist. Hátíðarfundurinn er opinn öllum félagsmönnum Landssambands iðn- aðarmanna og öðrum þeim sem láta sig málefni íslensks iðnaðar varða. f tengslum við afmælishátíðar- höldin verður haldinn hér á landi stjómarfundur í Norræna iðnráð- inu, föstudaginn 4. júní n.k. þar sem þess verður m.a. minnst að 70 ár eru frá stofnun þess. -HEI Aðalfundur Blaðamanna- félagsins ■ Aðalfundur Blaðamannafélags- ins verður haldinn i Síðumúla 23 á morgun, laugardag, og hefst kl. 14. Fundarefni: Almenn aðalfundar- störf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.