Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 27 og leikhús ~ Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið ÍYi'íiVii'iiii'ftA'iiiftÍiiÍili ■ Lilly Tomlin i stórum stól sem á að gefa til kynna að hún sjálf sé í minna lagi. MYND GLATAÐRA TÆKIFÆRA KONAN SEM HLJÓP (The Incredible Woman).Sýningarstaður: Laugarásbió. Leikstjóri: Joel Schumacher. Aðaihlutverk:Lily Tomlin (Pat Kramer og Judith Beásley), Ned Beatty (Dan), Charles Godin (Vance).Myndataka: Bruce Logan. Handrit: Jan Wagner. Framleið- andi: Hank Moonjen fyrir Universal, 1981. ■ Jack Arnold gerði árið 1957 mjög eftirminnilega kvik- mynd, sem bar heitið „The In- credible Shrinking Man“. Þetta var vísindaævintýri og sagði frá ungum manni, sem varð fyrir dularfullri geislun og tók upp frá því smám saman að minnka þar til hann að lokum varð að engu. Mörg atriði í þessari mynd þóttu einstaklega vel gerð, þar á meðal hvernig smádýr, svo sem köttur og könguló, urðu stórhættulegir óvinir þegar maðurinn sem minnkaði var orðinn eins og smápeð. Þessi kvikmynd varð kveikjan að „Konunni sem hljóp“. Þar er það kona, sem tekur til að minnka vegna áhrifa frá öllum þeim aragrúa af snyrtivörum og heimilisvörum öðrum, sem hún kemst í snertingu við sem hús- móðir. Þessi forsenda gefur höf- undi myndarinnar gott tækifæri til þess að gera rækilega grín að neysluþjóðfélaginu og undir- strika það vanmat, sem viða er á störfum húsmóðurinnar á heimil- inu. En fatahönnuðurinn Schu- macher, sem leikstýrir myndinni, gripur það tækifæri svo sannar- lega ekki, heldur býr til fiflalegan söguþráð um brjálaða vísinda- menn, sem vilja stjórna heimin- um og minnka alla aðra, og alþjóðlegan auðhring sem hefur þá í þjónustu sinni. Þar af leiðandi er myndin fyrst og fremst kvikmynd henna glötuðu tækifæra. Það er út af fyrir sig athyglis- vert, að skemmtilegustu atriði myndarinnar - og þau sem ekki eru of fíflaleg til þess að vera fyndin - eru í siðari hlutanum þegar api nokkur, eins konar smækkuð útgáfa af King Kong (og reyndar leikinn af Rick Baker, sem gegndi svipuðu hlut- verki í King Kong mynd John Guillermins), kemur til sögunn- ar. Það er nokkurt umhugsunar- efni, að þetta er önnur kvikmynd- in á skömmum tima þar sem apar, raunverulegir eða leiknir, bera af meðleikurum sinum, og segir það kannski meira en mörg orð um mikinn hluta Hollywood- framleiðslunnar um þessar mund- ir- - ESJ Elias 0 Snælapd Jónsson skrifar Konan sem hljóp Rótarinn Forsetaránið Með hnúum og hnefum Ránið á týndu örkinni Gereyðandinn Lögreglustöðin í Bronx Fram í sviðsljósið Ey ðimerkurl j ónið Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær • * * * m|ög; • * * gód • * sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.