Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.06.1982, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1982 6 stuttar fréttir ■ Blandaður kór Tónlistarskóla Njarðvíkur. Njardviking- ar syngja fyr- ir Árnesinga Njarðvík/Árncssýsla: Blandaður kór, sem starfað hefur af miklum krafti við Tónlistarskóla Njarð- I vikur.hyggst nú um helgina fara í ferðalag austur í Árnessýslu og syngja þar á tveim stöðum. Kl. 2 eftir hádegi á laugardag syngur kórinn í Hveragerðiskirkju, fyrir vistmenn á Ási svo og alla aðra sem koma vilja og hlíða á kórinn. Síðan heldur hann í Skálholt og syngur þar kl. 6 síðdegis á laugardag. Stjórnandi kórsins er Gróa Hreinsdóttir. Tekið skal fram að aðgangur að þessum tónleikum er ókeypis. Vetrarstarfinu lýkur með tón- leikum i Ytri-Njarðvíkurkirkju á mánudagskvöldið. HEI Vorrallí í Borgarfirdi Borgarfjörður: Klukkan 6 í fyrramálið verður 21 bíll ræstur, en þeir taka nú þátt i Vorrallíi á vegum Bifreiðaiþróttafélags Borgarfjarðar og Hótels Borgar- ness. Meðal keppenda eru t.d. hinir frægu rallíkappar Ómar Ragnarsson, Hafsteinn Aðal- steinsson og Hafsteinn Hauksson og fleiri. En aðeins 2 bilar úr Borgarfirði taka þó þátt i keppninni. Að sögn Pálma Ingólfssonar, sem er einn keppnisnefndar- manna, er leiðin í heild um 350 km. Um fjórðungur þeirrar vegalengdar skiptist í 12 sérleiða- hluta (þar sem aka má yfir hámarkshraða) en um 3/4 leiðar- innareru ferjuleiðir, þ.e. þarsem ■ Frægasti rallikappi landsins, Ómar Ragnarsson, verður meðal keppenda í Vorralliinu i Borgar- firði á morgun. En hér er hann einmitt að leggja af stað i eitt slikt. Tímamynd Róbert halda á hraðatakmörkunum og fylgja almennum umferðarlög- um. Aðspurður sagði Pálmi leiðina að mestu um hið almenna vegakerfi. Ekið verður mið- svæðis um Borgarfjörðinn og um uppsveitir Borgarfjarðar og síð- an svolitið vestur á Mýrar. Sérleiðahlutarnir eru þó nær eingöngu utan hins almenna vegakerfis og þeim leiðum lokað meðan rallímenn fara þar um, svo það á ekki að skapa neina hættu. Pálmi sagði áhorfendaleiða- bók dreift inn á hvert heimili og vildi gjarnan koma á framfæri óskum til þeirra sem hyggjast fylgjast með keppninni, að þeir fylgi hinum almennu umferðar- lögum, m.a. um hraðatakmark- anir, eins og þeir rallímenn eiga að gera. Vegna hinnar litlu þátttöku Borgfirðinga i rallíinu spurðum við Pálma hvort lítið væri um bíladellumenn og „tryllitæki“ þar um slóðir. Hann kvað nóg af „tryllitækjum“ En kannski væru það bilar sem menn vildu ekki leggja í þetta. HEI Blómamarkað- ur í Njarðvík Njarðvík: Systrafélag Ytri-Njarð- vtkurkirkju efnir til útimarkaðar á túninu við kirkjuna næsta laugardag kl. 2 eftir hádegi. Þar' verða til sölu sumarblóm, fjölær blóm, pottablóm ásamt kökum og kaffi. „Maður getur lengi á sig blómum bætt“, segir i gömlum gamanbrag, sem einnig hlýtur að eiga við um Suðurnesjamenn. Og Systrafélagið hvetur þá til að koma á kirkjutúnið og kaupa sér blóm. Um svipað leyti i fyrra hélt félagið einnig svona markað er gafst mjög vel. Aðsókn var þá gifurleg og mikið fjör, að sögn þeirra i Systrafélaginu. HEI Utreikningurinn á framfærsluvísitölunni: HÚSNÆÐISUÐUR- INN HÆKKAÐIMEST ■ Húsnæðisliður framfærsluvísi- tölunnar hækkaði um 32,7% á síðasta útreikningstímabili - febrú- arbyrjun/maibyrjun - sami liður hefur hækkað um 103% frá því visitalan var sett á 100 um áramót 1980/81. Hefur enginn liður fram- færsluvísitölunnar hækkað jafn gíf- urlega þessi tímabil og er liklegt að mikil hækkun fasteignagjalda eigi þar stóran hlut að máli. { heild hækkaði framfærsluvísitalan um 10,87% í síðasta reikningstímabili og hefur hækkað um 60% frá áramótum 1980/81. Það sem hækkað hefur næst mest undanfarna 16 mánuði (jan. 1981) eru ávextir, sem hækkað hafa um 97%, þar af 15,2% siðustu 3 mánuðum. Er það raunar mjög bagalegt, þar sem ávextir eru með því hollasta sem við neytum og okkar helsti C-vitamíngjafi, sem kunnugt er. Matvöruliðurinn í heild hækkaði um 5,6% á síðasta útreikningstíma- bili og það er sú hækkun sem varð á öðrum matvörum en landbúnaðar- , fisk og brauðvörum. Á síðustu 16 mánuðum hefur matvöruliðurinn i heild hækkað um 50%. Rafmagn og hiti var sá liður sem hækkaði næst mest á síðasta tíma- bili, 20%, og 85% á síðustu 16 mánuðum. Aðrar hækkanir á síð- asta útreiknings timabili hafa verið mjög mismunandi. Þannig hafa fargjöld hækkað um 16,2%, heilsu- vernd um 13,9%, póstur og sími um 13,6% og heimilisbúnaður, snyrti- vörur, og fatnaður um rúm 12%. Hins vegar hafa drykkjarvörur (áfengi og fl.) og tóbak aðeins hækkað um rúm 10%, lesefni, sjónvarp og skemmtanir um 8% og bílakostnaður um 6,6%. -HEI ■ I fyrradag gerðist Bólstaðarhlíðarhreppur aðili að samningi þeim um Blönduvirkjun, sem fimm hreppar á virkjunarsvæðinu höfðu þegar samþykkt. Það voru þeir Pétur Sigurðsson á Skeggstöðum og Sigurjón Guðmundsson á Fossum sem undirrituðu samninginn fyrir hönd hreppsnefndar Bólstaðarhlíðarhrepps og má sjá þá hér, ásamt iðnaðarráðherra Hjörleifi Guttormssyni og fulltrúum úr samninganefnd rikisins, sem voru viðstaddir undirritunina í iðnaðarráðuneytinu i gær. Tímamynd G.E. NÝ KJÖR FYRIR FISKIÐN AÐIN N ■ Sjávarafurðadeild SÍS hefur tek- ið að sér að annast umboð hér á landi fyrir norska fyrirtækið Drapol ltd.as. Fyrst og fremst munu verða flutt inn trefjaplast kerfyrirfiskverk- endur frá hinu norska fyrirtæki. Olaf H. Ellingsen sölustjóri Drap- ol, sem var hér á ferð til að ganga frá samningnum við Sjávarafurða- deild, sagði Tímanum að fyrirtækið væri 25 ára gamalt og framleiddi fyrst og fremst ker fyrir fiskiðnaðinn og einnig „prófíla“ úr sama efni, fyrir ýmsar þarfir. Hann sagði fyrirtækið vera af meðalstærð, á norska visu og framleiðslan hafi náð góðri útbreiðslu þar í landi, einkum í fiskiðnaðinum. Ragnar Sigurjónsson deildar- stjóri, sem- undirritaði samninginn fyrir hönd Sjávarafurðadeildar, sagði að þegar hefði verið unnið nokkuð að kynningu á kerunum hjá fiskframleiðendum, við góðar undirtektir. Hann sagði að fyrsta ■ Ragnar Sigurjónsson, t.v. og Olaf H. Ellingsen við undirritun samningsins. sendingin væri raunar komin til landsins og hefði hluti hennar farið til Meitilsins í Þorlákshöfn, sem notar kerin til að ísa í þeim humar um þessar mundir, en þau koma að góðu gagni við hinar breytilegustu aðstæður í fiskiðnaði, jafnt í saltfiskverkun sem frystiiðnaði. SV HAFÍSINN í MEDALLAGI ■ Hafís er i meðallagi miðað við árstima. - Hafrannsóknastofnunin kannar um þessar mundir hita og seltu sjávar fyrir norðan land. Þegar Landhelgisgæslan flaug yfir hafissvæðið undan Vestfjörðum 27. mai sl., var ísjaðarinn næst landi um 45 sjómilur norðvestur af Straum- nesi. Þéttleiki isjaðarins var víðast sjö til níu tiunduhlutar (þ.e. haf þakið is). Kortið sýnir útbreiðslu hafíss á íslandshafi í lok maí. SJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.