Tíminn - 10.06.1982, Qupperneq 5

Tíminn - 10.06.1982, Qupperneq 5
Bygging Bláf jallaskála: Fdft $6% FRAM IÍR kostnabarAætuin ■ Byggingarkostnaður við gerð Blá- fjallaskála sem vigður var í byrjun síðasta mánaðar fór 86% fram úr framkvæmdaráætlun. Kom þetta til umræðu á siðasta fundi borgarstjórnar, og var gagnrýnt bæði af Davið Oddssyni, borgarstjóra og Kristjáni Benediktssyni, borgarfulltrúa. Samkvæmt upphaflegri kostnaðará- ætlun átti bygging skálans að kosta Reykjavikurborg, og þau sveitarfélög sem standa að fólkvanginum í Bláfjöll- um, 2.98 millj. kr. Ef þessi tala er færð upp til verðlags i dag nær hún 6.95 millj. kr. Byggingarkostnaður uppreiknaður á verðlagi dagsins i dag næmi hins vegar 12,9 millj. kr. Framkvæmdastjóri fjármáladeildar Reykjavíkurborgar, Björn Friðfinns- son, lét á sínum tíma í Ijós efasemdir um að upphafleg kostnaðaráætlun um byggingu Bláfjallaskála stæðist. Hefur nú komið i ljós að þær áttu við rök að styðjast. Segir hann i bréfi til borgarráðs vegna þessa máls: „Verður alvarlega að vara við því að hefja stórframkvæmdir i framtiðinni á grundvelli jafn ófullkom- inna kostnaðartalna og hér var gert, en þær sveitarstjórnir sem hlut eiga að máli samþykktu framkvæmdina á röngum forsendum." - Kás Gamla sjúkrahúsið á Selfossi: langlegudeild Breytt í ■ Sýslunefnd Árnessýslu samþykkti á fundi sinum siðastliðinn föstudag að afhenda Sjúkrahúsi Suðurlands eign sina, Austurveg 28 á Selfossi sem er gamla sjúkrahúsið á Selfossi, í þvi skyni að rekstrarstjórn sjúkrahússins komi þar á langlegudeild. „Eignin er metin á eina milljón króna og verður þinglesin inneign Árnessýslu, hjá Sjúkrahúsi Suðurlands, þegar fram- tiðar uppbygging þess heldur áfram,“ sagði Gunnar Sigurðsson í Seljatungu, sem er formaður stjórnar Sjúkrahúss Suðurlands og sýslunefndarmaður, þeg- ar Timinn innti hann i gær eftir þessari samþykkt sýslunefndarinnar. Gunnar var að þvi spurður hvort ekki hefði komið til tilboð frá einstaklingi, um kaup á gamla sjúkrahúsinu og sagði hann: „Kristján i Kumbaravogi gerði tilboð i húsið, en því var ekki tekið. Það var fráfarandi sýslumaður okkar, Páll Hallgrimsson sem bar fram tillögu á þessum fundi sýslunefndarinnar um að Árnessýsla afhenti Sjúkrahúsi Suður- lands eignina á þann hátt sem að framan greinir." Samkvæmt heimildum Timans þá hafði sýslumaðurinn viljað taka tilboði Kristjáns i fyrstu, en eftir að Samband sunnlenskra kvenna hafði látið málið til sín taka, og gert það að kröfu sinni að Sjúkrahúsi Suðurlands yrði seld eignin, til þess að þar mætti koma á fót öldrunardeild, hafi Páll Hallgrímsson borið upp þessa tillögu sina. Gunnar var að því spurður hvort þrýstingur kvenn- anna hefði ráðið einhverju um þessa afstöðu sýslunefndarinnar: „Það er óhætt að segja að niðurstaða sýslunefnd- ar sé mjög i anda vilja Sambands sunnlenskra kvenna, en konurnar hafa mjög beitt sér fyrir þessu máli, og hyggjast meðal annars standa straum af breytingarkostnaði við gamla sjúkrahús- ið, og rikuleg fjárframlög þeirra eru þegar farin að berast." - AB ■ Bamaskarinn virðist dolfallinn af hrifningu yfir þvi sem fram fer. Timamynd: GE Brúdubíllinn á ferdinni ■ Brúðubillinn hefur hafið sýningar og er þetta sjötta sumarið sem hann ferðast milli leikvalla borgarinnar og skemmtir börnum. Billinn kemur tvisvar á hvern leikvöll yfir sumarið, en leikvellir borgarinnar eru 33 talsins. Leikrit brúðubílsins eru miðuð við börn 2ja-6 ára. Helga Steffensen býr til brúðurnar og hún ásamt Sigríði Hannesdóttur semja hand- rit og stjórna brúðunum. Nikulás Róbertsson sér um tónlist, en brúðu- billinn er með 4 sýningar daglega og tekur hver sýning hálfa klukkustund. Sva. Heimsókn Svavars til Færeyja ■ Svavar Gestsson, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra dvaldist i boði fær- eysku landstjórnarinnar i Færeyjum dagana 1. til 5. júni. í heimsókn sinni heimsótti ráðherrann sjúkrastofnanir og atvinnufyrirtæki, auk þess sem hann átti tvo opinbera fundi með landstjórninni. Ráðherrann átti einnig fundi með þeim ráðherrum sem fara með heilbrigðis- og félagsmál i Færeyjum, og voru ráðherr- arnir sammála um: að nánari samvinna og upplýsingaþjón- usta milli starfsmanna á þessum sviðum væri til bóta, að stefna beri að gagnkvæmum kynnis- ferðum starfsmanna i heilbrigðis- og félagslegri þjónustu milli landanna, að umboð Færeyja við embættismanna- nefndir Norðurlandsráðs eigi að efla t.d. með rétti til fundarsetu, að landlækni Færeyja verði framvegis boðið að sitja árlega fundi landlækna Norðurlanda. - AB DATSUN LAUREL Frábœr bíll á frábœru verði. Bjóðum Datsun Laurel SGL Heiztu mál: L - 4,63 B —1,69 H - 1,40 Verð ca kr. 152.000,- Laurel bensfn, sjálfsk. Verd ca kr. 157.000 Tilboðið stendur aðeins út þessa Ingvar Helgason Vonarlandi iSogamýrí 6 simi 33560 Varahlufaverslutt Rauðagerði Símar: 84510 & 84511

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.