Tíminn - 10.06.1982, Qupperneq 13

Tíminn - 10.06.1982, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 10 JÚNÍ 1982 13 íþróttir) ■ Guðmundur kominn á auðan sjó og stuttu síðar lá boltinn i markinu. Tímamynd Ari hT/ HM- PUNKTAR Arabíska fallbyssan mun ætla að setja svip sinn á heimsmeistarakeppnina. Hér er ekki um að ræða morðtól heidur miðherja Kuwait-liðsins, Jamal Yacoub, kappa sem skorar og skorar og skorar hvar sem hann leikur. Paui Breitner er eini leikmaðurinn í vestur- þýska landsliðinu, sem var fasta- maður i sigurliðinu þýska frá 1974. Dino Zoff hinn aldni markvörður italska landsliðsins, hafði 1. mars síðast- liðinn leikið 96 landsleiki og er það að sjálfsögðu met á ítaliu. Zoff á einnig annað met og öllu glæsilegra. Það liðu eitt sinn 1145 minútur á ntilli marka sem andstæðingar ítalanna í lands- leikjum gerðu hjá Zoff. íþróttamaður ársins i Afnku, 1981, Balloumi, er aðalmaðurinn i sóknarleik Alsír- búa. Náungi sem vert er að taka eftir. Pruno Pezzey sem leikið hefur 52 landsleiki fyrir Austurriki, hefur skorað 6 mörk i þessum landsleikjum og öll með kollspyrnum... Jagúarinn frá Yaounde er hann kallaður markmaðurinn hjá Kamerun, N’Kono. Hann fær áreiðanlega næg tækifæri til þess að sýna og sanna að hand sé nafnsins verður. Garry Cole er einn af skæðustu sóknarmönn- um i liði Ástrala. í undankeppn- inni skoraði hann 7 mörk þegar Ástralia sigraði Fiji-eyjar 10-0. Hvoru tveggja er met. Framkvæmda- áætlanir standast bölvanlega hjá Spánverjum: — skömmu fyrir ■ Ástandinu á Spáni áður en boltinn byrjar að rúlla i heimsmeistarakeppn- inni er best að lýsa með einu orði ringulreið. Stærsta blað landsins, El Pais, notaði hins vegar orðið harmleikur (tragedia) og kvað það vel við hæfi. Hverjir eru bestir??? Svar: Brasilíumenn ■ Þegar tekinn er saman árangur þjóðanna sem þátt hafa tekið i heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu kemur i ljós að Brasilíumenn tróna i efsta sæti, en skammt á eftir koma Vestur-Þjóðverjar. Þessar tvær þjóðir eru í nokkrum sérflokki. Brassarnir hafa leikið 11 sinnum í úrslitakeppninni, unnið 33 leiki, gert 10 jafntefli og tapað 9 leikjum. Markatalan er 11:56. Þeir hafa fengið 76 stig i HM-keppnum. Þjóðverjamir hafa nælt i 65 stig og i þriðja sæti koma ítalir með 46 stig. Hér á eftir fer listi yfir árangur 30 þjóða í HM, en alls hafa 47 þjóðir verið i úrslitum einu sinni eða oftar: 'flfAAúur * MH ÚfSl'.k- TAp Lanzd Kejkpm Leikir fcai'AÍ. Mörk 1 Brasil 11 52 33 10 9 119 56 76 2 Vest Tyskland 9 47 28 9 10 110 68 65 3 Italia 9 36 20 6 10 62 40 46 4 Uruguay 7 29 14 5 10 57 39 33 5 Argentina 7 29 14 5 10 55 43 33 6 Ungarn 7 26 13 2 11 73 42 28 7 Sverige 7 28 11 6 11 48 46 28 8 England 6 24 10 6 8 34 28 26 9 Jugoslavia 6 25 11 3 11 45 34 25 10 Sovjet 4 19 10 3 6 30 21 23 11 Holland 4 16 8 3 5 32 19 19 12 Polen 3 14 9 1 4 27 17 19 13 Osterrike 4 18 9 1 8 33 36 19 14 Tsjekkoslovakis 6 22 8 3 11 32 36 19 15 Frankrike 7 20 8 1 11 43 38 17 16 Chile 5 18 7 3 8 23 24 17 17 Spania 5 18 7 3 8 22 25 17 18 Sveits 6 18 5 2 11 28 44 12 19 Portugal 1 6 5 0 1 17 8 10 20 Mexico 8 24 3 4 17 21 62 10 21 Peru 3 12 4 1 7 17 25 9 22 Skottland 4 11 2 4 5 12 21 8 23 0st-Tyskland 1 6 2 2 2 5 5 6 24 Paraguay 3 7 2 2 3 12 19 6 25USA 3 7 3 0 4 12 21 6 26 Wales 1 5 1 3 1 4 4 5 27 Nord-lrland 1 5 2 1 2 6 10 5 28 Romania. 4 8 2 1 5 12 17 5 29 Bulgaria 4 12 0 4 8 9 29 4 30 Tunis 1 3 1 1 1 3 2 3 „Ekki gaman ad tapa” — sagði Pétur Ormslev eftir að Fram hafði sigraðDusseldorf 1:0 ■ „Það var ekki gaman að tapa þessum leik. Framaramir léku mjög vel og þeir börðust vel og áttu sigurinn skilið“ sagði Pétur Ormslev atvinnu- maður með Dtisseldorf eftir að lið hans hafði í gærkvöldi tapað fyrir Frömurum á LaugardalsveUinum 1-0. „Janus styrkti lið Fram mikið i leiknum en aðrir leikmenn Fram léku þennan leik mjög vel. Þetta var lélegur leikur hjá okkur“, sagði Pétur. „Við Atli fáum lítið af sendingum í leiknum eins og sást greinilega i leiknum. Við erum útlendingar og Þjóðverjamir sem margir hverjir eru ekki mjög góðir verða að standa saman ef þeir eiga ekki að missa stöður sinar og það gera þeir með þessu" sagði Pétur ennfremur. Það var Guðmundur Torfason sem skoraði sigurmark Fram í leiknum á 29. mín. Dússeldorf beitti rangstöðutaktik sem misheppnaðist og tveir Framarar voru á auðum sjó. Annar þeirra var Guðmundur og sendi hann boltann yfir markvörðinn og i markið. Framararnir voru mun betri aðilinn í leiknum og sköpuðu þeir sér nokkur tækifæri. Það gerðu Þjóðverjarnir lika en Friðrik markvörður sem lék í stað Guðmundar sem er meiddur varði allt sem á markið kom. röp -. í steik heimsmeistarakeppnina á Spáni Við skulum lita á nokkur dæmi um það hvernig staðan er i dag: - Aðstaða fyrir fréttamenn er víðast ófullkomin og á mörgum stöðum er ekki enn búið að tengja nauðsynlegan (jölda sima i blaðamannamiðstöðvunum. - Vinna á flugvellinum við Valencia hefur vægast sagt gengið treglega og skapar það ótrúlega erfiðleika áður en Spánn og Hondúras leika fyrsta leikinn þar 16. júní. - Verkamenn við íþróttamannvirki Madrid-borgar hafa hótað verkfalli fái þeir ekki launahækkun og miða á leikina i Madrid (fritt væntanlega). - Ferðaskrifstofa framkvæmdaaðil- anna, Mundiespania, hcfur viðurkennt að miðasala hafi brugðist að verulegu leyti. - Framkvæmdanefndin hafði gert sér vonir um að gróðinn af HM yrði um 80 milljónir (isl. kr.), en nú eru menn þar farnir að gera sér grein fyrir að þeir megi teljast heppnir ef ekki verður bullandi tap á heila klabbinu. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um ringulreiðina hjá spænskum og vart er útlit fyrir að úr rætist. ForspUið að öllu saman gátu um 150 milljónir sjónvarps- glápenda séð fyrir nokkru þegar dregið var ■ riðla . Þar fór víst allt úrskeiðis sem úrskeiðis gat farið... irflLlfl PDLDMIfl PERLI CflMERLJN irianaiim BILBflD-UflLLflDDLID INGLfl I ERRfl GJDM-DUIED0 flLEMflMlfl-RFEC flRGELIfl CHILE GRUPD u UflLEriClfl-ZflRflGDZfl mmm HDMDURflS asi BlláMBIIOia mmkh GRUPD III ftLICflHTE-ELC m\ ÍIL 00 m \imsmm flRGEHTIHfl BELGICfl HUHGRIfl GRUPD iJI ■.SaillMiiaiiH U.R.S.S. ESCDCIH ■ Ljósataflan þegar dregið var i riðla í HM gerði mönnum lifið leitt, en eftir handapat, hávaða og læti tókst loks að koma garminum i lag. Staðreyndaþula -Aðeins 4 eprópsk lið tóku þátt i fyrstu HM (í IJruguay 1930), Frakkland, Júgóslavia,Rúmenía og Belgia. AUir leikir keppninnar, 17 talsins, voru leiknir í höfuðborginni, Montevideo. - Fjögur liö sem eru nú i HM hafa aldrei komist i úrslitakeppni áður: Kamerun, Honduras, Nýja- Sjáland og Kuwait. - Um 1.000 miUjónir sjónvarpsáhorf- enda sáu HM i Argentinu. Nú er reiknað með að þessi tala aukist um 30%. - í HM i ár taka fleiri þjóðir þátt en nokkru sinni fyrr, eða alls 24 talsins. Leiknir verða 54 leikir, sem fram fara i 14 borgum. - BrasUíumenn eignuðust hina frægu Jules Rimet-styttu þegar þeir urðu HM-meistarar i þriðja sinn árið 1970. Þess má geta að Jules Rimet var forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins á ár- ununum 1920 tU 1954. - Tvö lið hafa skorað 9 mörk i einum leik i úrsUtakeppni HM, Ungverjar gegn Suður-Kóreumönnum 1954 og Júgósl- avar gegn Zaire 1974. - Styttan sem nú er keppt um heitir þvi ófrumlega nafni Heimsmeistara- keppnis-styttan. Hún var hönnuð af Italanum SUvie Gazzaninga. Gripurinn er gerður úr 18 karata gulU.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.