Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 5
SUNNUDAGÚR 13. JÚNÍ Í982 5 sveitir í 106 ár ■ Gísli Guðmundsson, bókbindarí. Hann var einn mesti frömuður lúðrasveita í Reykjavík. (Ljósm. Sigfús Eymundsson, Þjóðminjasafn). ■ Nú er svipur lúðrasveitanna breyttur. Hér er lúðrasveit Hafnarfjarðar sem stendur fyrir iandsmóti SÍL í dag. Myndin er tekin í Salzburg árið 1979. ■ Lúðrasveitin á Eskifirði 1928 (Ljósm. Sveinn Guðnason). ■ Lúðrafélag ísafjarðar 1903. (Ljósm. ókunnur). ■ Lúðrasveit Hjálpræðishersins 1912. (Ljósmynd Carl Ólafsson). ■ Lúðrasveit Reykjavíkur skömmu eftir stofnun hennar 1922. (Ljósm. ókunnur). Helga, líklega frá því um 1880 og var einn stofnenda Lúðrasveitar Reykjavík- ur 7. júli 1922, en Lúðrasveit Reykja- víkur er einmitt sextug á þessu ári og mun halda afmælistónleika sína hinn 21. júni n.k. Pá er erfitt að komast hjá því að nefna Hallgrím Þorsteinsson, sem stofnaði í Reykjavík lúðrasveit KFUM „Sumar- gjöf“ 1912, lúðrasveit Goodtemplara „Svani“ 1914 og kom lúðrasveitum á Sauðárkróki, i Borgarnesi, Stykkis- hólmi og víðar af stað. Þá stofnaði hann „Gigju“ i Reykjavík 1915. Hann skipar þvi sess með Helga Helgasyni, Karli O. Runólfssyni, Oddgeiri Kristjánssyni og fleiri forvigismönnum, - en við ætluðum ekki að telja upp nöfn. í íslensku lúðrasveitunum hefur margar kempur borið hátt. Hjálpræðisherinn stofnaði fyrstu lúðrasveit sína i Reykjavik 1912 og sama ár mun lúðrasveitin „Harpa" hafa verið stofnuð, en hún varð arftaki Lúðurþeyt- arafélagsins eða Lúðrafélagsins (eins og farið var að kalla það) félaga Helga Helgasonar. Stjórnandi hennar var Reynir Gíslason, tónlistarmaður. Harpa lék einmitt við stjórnarráðið á fullveldis- daginn 1918. Árið 1922 sameinuðust svo lúðra- sveitirnar Harpa og Gigja og Lúðrasveit Reykjavíkur var stofnuð. Hún var við stofnun veglegasta lúðrasveit sem á íslandi hafði starfað og þar með voru orðin þáttaskil i sögu lúðrasveitanna á íslandi, - og í islensku tónlistarlífi um leið..Árið 1930 var lúðrasveitin „Svan- ur“ stofnuð, 1953 var stofnuð Lúðrasveit Verkalýðsins, en þessar þrjár sveitir hafa starfað í Reykjavík um langt árabil. Nýr tími limarnir eru auðvitað breyttir. Við höfum ekki minnst á lúðrasveitina á Selfossi, sem starfað hefur undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar frá 1958, lúðra- sveitina i Neskaupstað, á Siglufirði, Húsavík, í Sandgerði og miklu víðar, því lúðrasveitir hafa starfað á um 20 stöðum utan Reykjavíkur. Þá er ógetið um skólahljómsveitirnar, en sú fyrsta þeirra var stofnuð 1955. Ættum við að fjalla um þær þyrfti nýja blaðagrein. Myndimar hér með eru fengnar að láni úr verki sem nú er verið að vinna um sögu íslenskra lúðrasveita. Þeir sem eiga í fómm sínum gamla mynd af lúðrasveit gerðu vel að láta vita af henni, ef hana skyldi vanta í safnið. Sérstaklega væri gaman að heyra nánar um sögu elstu sveitanna, svo sem Lúðurþeytara- félagsins, lúðraflokksins á Eyrarbakka, og Hörpunnar og Gígjunnar. Þá er þeirri spumingu beint til Borgnesinga, hvort þeir eigi ekki mynd af lúðrasveit- inni „Þrestir". Við slikum fróðleik mundi verða tekið hér á blaðinu. Að endingu sendum við lúðrasveitar- mönnum og gestgjöfum þeirra í Hafnar- firði bestu hátíðarkveðjur. - AM tók saman.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.