Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 24
SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 erlend hringekja Uppreisn eða ritúal? ■ Lánsnæla í eyrað. Renni- lásar á óliklegustu stöðum. Leður. Upphrópanir. Pönk. Neðanmálsmenning unglinga sem, eins og jafnan áður, heillar bæði og hneykslar. Og ekki að spyrja að: félagsfræð- ingarnir eru komnir á stjá. Pað er ekki vitað til þess að afkvæmi Míþridatesar Pontus- kóngs hafi gengið öðruvísi til fara en gamli maðurinn: né heldur að ungar Pippins litla (ef einhverjir voru) hafi gefið skit i hann: og ekki fer háværum sögum af því að unglingamir i Versölum hafi gert uppreisn gegn kerfinu. Það er raunar ekki fyrr en á þessari öld sem ungt fólk hefur fundið hjá sér þörf til að skapa sér sína eigin menningu, sem ekki á nema að hluta til samleið með menningu hinna fullorðnu og ráðsettu. En takið eftir: auðvitað er það aðeins hluti unglinganna sem gerir slika uppreisn (ef svo má að orði komast): stærstur hluti gengur hinn gullna meðalveg þó hann verði máske fyrir einhverjum áhrifum af félög- um sinum á kantinum. Og nú hafa félagsfræðingar í atvinnu- bótavinnu tekið sér fyrir hend- ur að skilgreina hvað það er sem veldur því að unglingar búa sér til sína privat neðan- málsmenpingu, hvort sem þeir eru teddy-boys, hippar, rokk- arar, pönkarar eða hvað þetta heitir nú allt saman. Þarf varla að taka fram að þessi iðja félagsfræðinganna er næsta fánýt, nema fyrir forvitni sakir, og af forvitni skulum við glugga í niðurstöðum dansks menntamanns, Elo Nielsen, sem lét hendur standa fram úr ermum og skoðaði unglinga. Vandamál sem unglingar geta hvorki j leyst né sneitt hjá 1 Nielsen hóf reyndar máls á því (í grein sem hann birti í timaritinu Kontex) að til þess jð vera yfir höfuð fær um að kanna hinar ýmsu menningar- deildir unglingnna þyrftu menn að hafa bæði samúð með þeim og skilning: fordómar dygðu ekki. Síðan fullyrti hann að sérhver neðanmáls- menning væri alls ekki, í upphafi að minnsta kosti, tiskufyrirbæri sem hver apaði eftir öðrum. Nei, sagði Nielsen ábúðarfullur, hippamenning, pönkmenning: þetta sprettur allt af ákveðnum aðstæðum í þjóðfélaginu, sprettur af því að unglingamir eiga við tiltek- in vandamál að fást sem þeir geta hvorki sneitt hjá né leyst. Og hver hefði ekki getað sagt sér þetta sjálfur? En, gefum Nielsen séns. Hann rannsakaði fyrst og fremst hina vel afmörkuðu unglingahópa sem lifa sínu lifi á sinn hátt, að mestu leyti utan við þjóðfélagið. Sem sé ekki vandræðaunglinga i skólum eða þess háttar. Hann segir, og á náttúrlega við danskar að- stæður: „Það er likt og yfirvöldin finnist þau ekki hafa neitt vald á þeim stóru hópum unglinga, sem á þessum árum bíða átekta milli bamæsku og full- orðinsára. Kraftar ríkisins fara fyrst og fremst í að reyna að fá krakkana inn af götunni og inn á hvers konar pedgógiskar stofnanir. En með þvi móti er á það hætt að eigin lifsmáti unglinganna glatist, en sá lifsmáti er þráft fyrir allt styrkur þeirra." Draumurínn um að vera tekinn gildur af samfélaginu Hér má aukinheldur bæta þvi við að sá frægi tappi, Claude Lévi-Strauss, mann- fræðingur úr Frans og strúkt- úralisti, hefur verið aðal- sprauta rannsóknar sem gerð var til að freista þess að festa hendur á „markmiðum" þess- ara neðanmálsmenninga. ( bókarkorni sem hann skrifaði lýsir hann því hvemig forn þjóðfélög bmgðust við vanda eins og þeim sem margir unglingar eiga núorðið við að stríða - nefnilega vanda sem hvorki má leysa ■ né gleyma. Viljiði giska: það vom fundnar upp mýtur, goðsögur, galdrar. Og vill Lévi-Strauss meina að svipað eigi sér stað í kollinum á unglingum sem taka að klæðast nýstárlegum fatnaði, hlusta á öðmvisi tónlist eða reyna að breyta um lifsstíl. Og teddy-boys em teknir sem dæmi. Á miðjum sjöunda áratugnum reis upp neðan- malsmenning á Bretlandseyj- um: það vom ungir strákar og festist við þá nafnið teddy- ■ Vilis Hazner. Hann hefur verið ákærður fyrir striðsglæpi en predikar frelsi i Radio Free Europe. ■ Radio Free Europe og Radio Liberty em bandarískar útvarpsstöðvar sem komið var á fót eftir síðari heimsstyrjöld og senda fyrst og fremst út til Austantjaldslandanna. Þær em auðvitað beint eða óbeint undir stjórn Upplýsingmið- stöðvarinnar, CIÁ, og tilgang- urinn er að benda íbúum austantjalds á að þeir búi við ófrelsi og kúgun (eins og það fari framhjá þeim) en i vestri drjúpi frelsi af hverju strái. Það er þess vegna kyndugt i meira lagi að að minnsta kosti eftir stríð vom þessar stöðvar umfram allt mannaðar af uppgjafa nasistum frá Þýska- landi sem leyniþjónusta Bandaríkjanna hafði smyglað inn i landið og þannig forðað frá ákærum um stríðsglæpi. En svona er þetta samt. Nú er talið að þeir hafi verið í það minnsta 3oo, nasistamir sem bandariskir leyniþjónustu- menn töldu ástæðu til að veita linis rangar upplýsingar til að hindra að þetta mál kæmi fram i dagsljósið. Gengu rösklega fram við fjöldamorð Svo gerðist það fyrir nokkr- um dögum að sjónvarpsþáttur- inn „60 Minutes" var sendur út sem oftar. Þáttur þessi leggur fyrir sig rannsóknarfrétta- mennsku, og í þættinum um- rædda kom fram ungur lög- fræðingur frá Boston, John Loftus að nafni. Árið 1980 skipaði James Earl Carter, þáverandi Bandaríkjaforseti, hann yfirmann sérstakar deild- ar í dómsmálaráðuneytinu sem skyldi upplýsa, í eitt skipti fyrir öll, hvað hæft væri í þeim sögusögnum að leyniþjónust- an hafði veitt fjölda striðs- glæpamanna frá Þýskalandi skjól. Samkvæmt skipunum Carters fékk Loftus aðgang að öllum þeim skjölum sem hann ■ Forsetamir Roosewelt og Tmman höfðu lagt blátt bann við þvi að veita fyrrum nasistum hæli í Bandarikjunum.. Innflutningar á stríðsglæpamönnum leynilegt hæli i guðseiginlandi. Og margir starfa enn við að tala austur gegnum útvarp. Á því tímabili sem þetta gerðist var CIA ekki til en fyrirrennari þeirrar merku stofnunar bar nafnið Office of Strategic Services eða OSS. Það var OSS sem er aðalsöku- dólgurinn í málinu en alríkis- lögreglan FBI kom einnig við sögu, sem og ýmsar deildir hersins sem umsjón höfðu með njósnum og gagnnjósnum. Taka ber fram að forsetamir Roosewelt og Tmman höfðu báðir kveðið skýrt á um að undir engum kringumstæðum mætti veita fyrrverandi nasist- um hæli í Bandarikjunum. Það er nú orðið þó nokkuð síðan orðrómur um þennan vafasama innflutning á nasist- um komst fyrst á kreik, en erfiðlega gekk að afla sannana. Leyniþjónustan og varnar- málaráðuneytið hafa hvað eftir annað gefið villandi, eða bein- taldi að hann gæti haft gagn af, þar á meðal leyniskjölum CIA og Pentagon. Þessi skjöl vom, að þvi er hann sagði: Ógn- vekjandi“. Nú skal tekið fram að nasistamir 300 vom ekki Þjóð- verjar. Þeir em allir af sovésk- um uppruna, fæddir í Hvíta- Rússlandi, en höfðu samvinnu við þýska herinn eftir að hann hafði lagt fylkið undir sig. Þeir fóm með völd i leppstjóm Þjóðverja, sáu um alls kyns embættisrekstur, og þeir tóku þátt í og skipulögðu fjölda- morð á Gyðingum og öðmm saklausum borgumm. Að því er heimildir greina gengu þeir svo rösklega fram við fjölda- morðin að SS stenst vart samanburðinn. Er stríðinu var um það bil að ljúka flúðu þessir menn vestur á bóginn og leyniþjónustur Vesturlanda- kepptu um að næla í þá til að nota þá siðar gegn Sovét- ■ Refurinn Philby kom i veg fyrir að áætlanir OSS og CIA heppnuðust.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.