Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 13.06.1982, Blaðsíða 23
Robert L. Duncan: Brimstone Sphere Books 1982 ■ Það mátti svo sem búast við þessu: að reyfarahöfundar tækju að nýta sér Watergate-málið. Undanfar- in ár hafa æsibækur um spillingu og undirferli á æðstu stöðum i Banda- ríkjunum runnið út eins og heitar lummur, en þessi hér er frábrugðin að því leyti að hún á sér sinn útgangspúnkt beinlinis í Watergate- málinu sjálfu. Segulband nokkurt hefur lengi verið týnt þegar opinber embættismaður finnur það af tilvilj- un. Hann hlustar á bandið og rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Verið er að diskútera ógnvænlega áætlun; hvað er á seyði? Dauðinn siglir í kjölfarið. En verður Willie Cameron vandanum vaxinn? Hrað- skreiður reyfari sem hefur hlotið þó nokkurt lof í enskumælandi löndum; formúlubók sem unnendur reyfara geta lesið með athygli og skemmtun eina kvöldstund og gleymt síðan með góðri samvisku. fdrwfLDOii Tlie sonsatiuiwl bwstsrflfir hv thc' uuthwonHAXJS Gordon A. Craig: Germany 1866-1945 Oxford University Press 1981 ■ Hér segir af Þýskalandi frá tíma Bismarcks til Hitlers. Hér eru mestu stórveldistimar Þýskalands, einnig ömurleg niðurlæging. Craig, sem er sagnfræðiprófessor við háskólann i Stanford, rekur söguna frá samein- ingunni, uppgang og hroka rikisins fram að fyrri heimsstyrjöld, óreiðu Weimar-lýðveldisins, upphaf nas- ismans og loks hið algera hrun i lok seinni heimsstyrjaldar þegar Þjóð- verjar urðu að byrja frá grunni, reisa land sitt á nýjan leik. Hér er sam- hengi þýskrar sögu ljósara en stund- um áður, og lofsvert er að Craig lætur sér ekki nægja að segja frá pólitíkusum og hershöfðingjum, heldur fjallar hann einnig ýtarlega um þýska menningu, um þá strauma sem léku um þjóðfélagið, alþýðuna. Það er kannski fyrst og fremst þessi hluti bókarinnar - og hvernig Craig tengir hann almennri stjórnmála- og hernaðarsögu - sem gefur henni gildi. Hann skrifar mjög læsilega og hefur lag á að skýra flókin vandamál á auðveldan, en fjarri þvi einfeldn- ingslegan hátt. Stór og mikil bók, en mann les hana víst samt. Fay Weldon Puff Ball Coronet Books 1982 ■ Praxis er fræg orðin hér á landi, kom út í íslenskri þýðingu fyrir siðustu jól og var lesin í útvarp, selst að sögn mjög reglulega i enskri pappakilju. Þó við séum langt frá því að vera nokkrir sérfræðingar í Fay Weldon þykjumst við vita að Puff Ball sé siðasta skáldsaga hennar; hún kom fyrst út árið 1980, og verður ekki annað séð en hún sverji sig mjög i ætt við Praxis, bæði að efni en ekki síður frásagnarmáta. Bókin segir frá hjónunum Richard og Liffey sem hafa fengið sér huggulegt hús úti í ensku sveitinni. Hún er ólétt og á við ýmsan vanda að striða vegna þess, hann er við vinnu i London. Og þá kemur dularfullur nágranni við sögu, er maðurinn kuklari? Er eitthvað óhreint á kreiki? Kannski ekki það efni sem frumlegast er nú um stundir en Weldon tekur það allt öðruvísi en aðrir höfundar hafa gert: náttúran sigrar bæði gctt og illt og óléttan eykst. Dispatches Miduiei Herr ‘Thebest booklhave teadon men and our JOHN LHCA8RÉ Michael Herr Dispatches Picador 1981 ■ Þessi bók kom fyrst út árið 1977 en hún á sér lengri sögu, gerist i Vietnam þegar ungir, ruglaðir ame- riskir strákar voru sendir þangað til að drepa vonda menn. Þeir voru hræddir, sumir vitlausir, reyktu hass og átu sýru, drápu fólk þegar því var að skipta. Michael Herrhefurskrifað sögu þessara stráka á ansi magnaðan hátt að flestra dómi: hér er rokköldin komin i litteratúr, hippatiminn, eit- urlyfjaneyslan, stöðugar pælingar um mismunandi mikilsverð atriði. Ame- rískur gagnrýnandi sagði - en þeir eru fáum líkir: „Það er eins og Dante hefði farið til helvítis með upptöku af Jim Hendrix og slatta af pillum: fyrsta rock’n’roll stríðið, stónd morð“. Annar líkti visjón höfundar við F. Zappa og F. Bacon - ekki leiðum að likjast. Og mennirnir elska enn striðið sitt. ■ Bækumar hér að ofan ero fengnar hjá Bókabúð Máls og menningar. Tekið skal fram að hér er um kynningar að ræða en öngva ritdóma. i Hvers vegna eiga margir karlmenn í vanda vegna blöðruhálskirtils? 1 Hvaða getnaðarvörn er öruggust og hættuminnst? 1 Getur mikil sykurneysla orsakað sykursýki? 1 Geta allir notað kontaktlinsur? i Hvaðerskröpun? 1 Afhverjukemurflasa? ■ Afhverjustafarútferð? ■ Hvers vegna gránar hárið? ■ Hvemig verka megrunarlyf? ■ Afhverjustafarhöfuðverkur? S í hverjuermænustungafólgin? ■ Er hægt að lækna heilablóðfall? Ollum þessum spurningum og á fjórða hundrað til viðbótar svarar þessi bók. Spurningum sem mörgum finnst e.t.v. erfitt að bera upp við heimilislækninn. uðsteinn Þengilsson læknir þýddi og endur sagði bókina. VERJU SvARAR LæKNIRINN? 355 spurningar og svör um heiisufar, læknismeðferð, lyfjanotkun o.fl., með yfir 200 skýringarmyndum, ásamt lista yfir læknisfræðileg heiti og hugtök. VERJU SvARAR LæKNIRINN? er sjálfsögð handbók á hverju heimili. il Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923 - 19156 Bögballe Áburðardreyfarar til afgreiðslu strax VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavlk S. 38 900 SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 á bókamarkaði Duncan IltTCDTTT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.