Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 4
Tilkynning frá Fiskveiðasjóði isiands Breytt lánahlutföll og lán vegna rað- smíði fiskiskipa, sem hefja mætti á árunum 1983 og 1984. I. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að fyrst um sinn og þar til annað verður ákveðið verði hámarkslán vegna nýsmíði fiskiskipa innanlands 60% af mats- eða kostnaðar- verði í stað 75% áður, svo og að hámarkslán vegna smíði eða kaupa á fiskiskipum erlendis verði 40% í stað 50% áður. Þessi lækkun lánahlutfalla tekur þó ekki til lánsloforða, sem þegar eru samþykkt miðað við hærri hlutföllin. II. Með hliðsjón af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að stuðla að raðsmíði fiskiskipa og fyrirhuguðum ráðstöfunum í því sambandi til endurnýjunar bátaflotans, hefur sjóðs- stjórnin ákveðið að veita 60% lán til smíði á allt að 8 bátum af þeim gerðum, sem raðsmíðaáætlunin tekur til og er þá gert ráð fyrir, að smíði 4ra báta geti hafist hvort árið 1983 og 1984. Hér með er auglýst eftir umsóknum um lán þessi og rennur umsóknarfrestur út 15. júlí 1982. Þeir sem áður hafa sótt um lán vegna. smíði slíkra skipa verða að endurnýja umsóknir sínar vilji þeir koma til greina við lánveitingar. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum sem þar er getið m.a. umsögn viðskiptabanka um getu umsækjanda til eigin framlags. III. Það er sérstaklega ítrekað að með tilkynningu þessari er eingöngu auglýst eftir umsóknum vegna smíði fiskiskipa sem svonefnd raðsmíðaáætlun tekur til (þ.e. 23, 26 og 35 metra skip). Reykjavík, 10. júní 1982 Fiskveiðasjóður íslands OMME baggavagnar stærðir 100 og 130 bagga verð frá kr. 21.500.- • PANTIÐ TÍMANLEGA FYRIR VORIÐ r □ ÞÓRf Armúlaii BilaleiganAS CAR RENTAL o 29090 REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 Hakon Gangdal, skipstjóri á farþegaskipinu Royai Viking Star: ■ Þessir voru að æfa skemmtiatriði kvöldsins inni á „Galaxy Club“ (Tímamynd Ari). ER MEIRfl AÐ ■ Hvemig litist ykkur á, lesendur góðir, að fara í þriggja daga siglingu með skipinu héma á myndinni? Dagurinn gæti liðið eitthvað á þá leið að eftir að hafa sofið vel út á morgnana væri farið í lúxus hádegisverð og eftir að hafa slappað af á Stella Pólaris bamum á efstu hæðinni, þar sem útsýnið er eins og efst úr kirkjutumi og gluggamir tveggja metra háir, mætti leggjast i sólbað aftur á dekki, fara á golfvöllinn og fá sér sundsprett í annarri af útisundlaugunum. Þegar kvöldar er farið í kvöldverð, - ekkert nema veislumatur er á borðum. Hér geta þeir sjö hundmð farþegar sem skipið tekur farið í mat allir i einu. Kvöldinu má svo verja til þess að fara i bió, - salurinn er á stærð við Tónabió, - fara á eitthvert skemmtikvöldanna um borð (Þama era 30 manna flokkur skemmtikrafta) eða njóta kvöldsins á einhverjum barnum, Venus Lounge, Calaxy Club, Neptune Bar og hvað þeir nú heita. Það var skipstjórinn Hákon Gangdal, sem syndi okkur blaðamönnum Timans skip sitt, en það heitir Royal Viking Star og útgerðarfélagið er Royal Viking Line i Bergen. Þetta félag, sem er rekið af Bergen Steamship Company og Norden Fjeldske Steamship Company, á þrjú Hæstaréttardómur: Félagsstofnun greiði fast- eignaskatta af hjónagörðun Þrjú innbrot í Reykjavík ■ Tveimur sjónvarpstækjum, tveim- ur myndvörpum, hljómflutningstækj- um og kassettum var stolið þegar brotist var inn í Sjónvarpsbúðina við Lágmúla 7 í Reykjavík aðfaramótt laugardags. Þjófarnir komust inn með þvi að brjóta rúðu i útihurð verslunar- innar. Innbrotið er óupplýst. Innbrotsþjófur var á ferð í ibúðar- húsi við Lambastekk 14 í Reykjavik um.helgina. Hann hafði fjögur þúsund krónur upp úr krafsinu og er ófundinn enn. Þá var brotist inn i kjallara veitingahússins Broadway og stolið einhverri skiptimynt. -Sjó Stúlka flutt á slysadeild ■ Tuttugu og eins árs gömul stúlka var flutt á slysadeild eftir að hún varð fyrir bíl i Borgartúni, við hús númer sjö, aðfaramótt sunnudagsins. Stúlkan var á gangi norður yfir götuna þegar bíl bar að úr austri. Ökumaður bfisins sá ekki stúlkuna fyrr en billinn lenti á henni. Stúlkan meiddist talsvert, m.a. slitnaði í henni hásin. -Sjó Þrermt flutt á slysadeild eftir árekst- ur á Eiríksgötu ■ Þrennt var flutt á siysadeild eftir mjög harðan árekstur sem varð á gatnamótum Eirlksgötu og Baróns- stigs siðdegis á sunnudag. Áreksturinn varð með þeim hætti að ökumaður bils sem ók vestur Eiriks- götu virti ekki biðskyldu og fór i veg fyrir annan bil sem ók norður Barónsstig. Billinn sem kom af Eiríksgötunni valt við áreksturinn og skemmdist mikið. Hinn bíllinn skemmdist minna, en þó talsvert. Þeir sem fluttir vom á slysadeild reyndust ekki alvarlega slasaðir. •Sjó ■ Hæstiréttur íslands staðfesti héraðs- dóm í máli sem Félagsstofnun stúdenta höfðar gegn borgarstjóranum i Reykja- vik f.h. borgarinnar á föstudag. Málið snýst um fasteignaskatta. Félagsstofnun krafðist þess, að felldur yrði niður fasteignaskattur sem lagður var á stofnunina 1977 vegna byggingar Hjóna- garða. Forisenda kröfunnar var sú að skólar em undanþegnir fasteignaskatti samkvæmt lögum Héraðsdómur gekk snemma árs 1980 og með honum var ekki fallist á kröfu Félagsstofnunar. í dómi Hæstaréttar segir: „í íbúðum hjónagarða, þeirra sem hér greinir, eiga háskólastúdentar kost á að búa með fjölskyldum sinúm, bömum og mökum. Leigutimabil em ekki bundin við skólatíma. Húsnæðið er því að nokkm leyti notað handa fólki sem ekki er við háskólanám.“ ■ Ekkert varð úr áformuðum upptök- um sjónvarpsins á öðmm tónleikum hljómsveitarinnar Human League þar sem hljómsveitin neitaði alfarið að gefa leyfi til þess er til kom. „Það var þannig að við vomm búnir að semja um þessa upptöku við Listahátíðamefnd en þegar til kom virtist ekki vera til staðar heimild fyrir þessu og þvi varð ekkert úr málinu“, sagði Tage Ammendmp starfandi dag- skrárstjóri Lista- og skemmtideildar Hæstaréttardómaramir Logi Einars- son og Þór Vilhjálmsson skiluðu sératkvæði í þessu máli. í því segir m.a.: „Orðið skóli er í mæltu máli oft látið ná til heimavista, sem lengi hafa tíðkast við skólastofnanir hér á Iandi, ekki siður en til kennslu, kennsluhúsnæðis og annarra þátta í starfsemi þessara stofnan. Samkvæmt þessu og með hliðsjón af þvi, að lagaákvæðið er bersýnilega sett til að létta starfrækslu stofnana, sem þykja horfa til almannaheilla, svo og með hliðsjón af framkvæmd ákvæðisins varðandi stúdentagarða og aðrar heima- vistir verður að telja, að orðið skóli i þessu ákvæði taki til hjónagarðanna. Verður ekki séð, að rök séu til, að um þá fari að þvi er fasteignaskatt varðar með öðmm hætti en aðrar heimavistir skóla, sem sumar em eins og þeir i sérstökum húsum.“ -Sjó sjónvarpsins i forföllum Hinriks Bjama- sonar í samtali við Timann. „Þessi áform vipust koma flatt upp á hljómsveitina og neitaði hún að gefa leyfi fyrir þessu“. Tage sagði ennfremur að ekkert hefði orðið af áformuðu viðtali við sveitina því hún vildi ekki sjálf koma i viðtalið heldur senda einhvem umboðsmann sem sjónvarpinu fannst ekki nógu spennandi. -FRI Ekkert sjónvarp með Human League: „Hljómsveitin neit aði að gefa leyfi” — segir Tage Ammendrup

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.