Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 14
V* ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982 14 j_i____ ■ heimilistíminn umsjón: AKB Eplaábætir 6-12 makkarónukökur (eftir stærð) 6 matsk. sherry eða madeira, eplamauk úr 6 eplum, sykur eftir smekk Vanillukrem úr: 2 eggjarauðum, 2 matskeiðum af sykri, 2 kúffullum tesk. af hveiti, ca 21/2 dl. kaffirjóma, vanillu og 1 - 11/2 dl. af þeytirjóma. Makkarónukökur eru muldar og settar i botninn á stórri glerskál. Yfir þær er víninu hellt. Þar næst vanillukreminu, sem er búið til þannig: Eggjarauður, sykur og hveiti er þeytt saman við kaffirjómann og soðið á meðan það er þeytt. Kremið er síðan kælt og bætt í það vanillusykri. Þcgar kremið er orðið kalt er það sett yfir makkarónukökurnar og þar ofan á er Nýtt rjómaskyr Eld- ■ Það er komið á markaðinn nýtt rjomaskyr og einnig rjómaskyr með súkkulaðimyntubragði. Rjómaskyrið er sérstaklega gott og inniheldur í 100 g 85 hitaeiningar (utan á boxunum stendur 67 hitaein., en það er ekki rétt tala). Líklegt er að skyrið með súkkulaði- myntubragðinu verði sérlega vinsælt hjá börnum. Nú munu vera 6 skyrtegundir á markaðnum, allar framleiddar hjá Mjólkurbúi Flóamanna, auk gamla skyrsins, sem aðallega kemur frá mjólkurbúinu f Borgarnesi. Það er alltaf mjög vinsælt og væri vafalaust enn meira keypt ef það væri pakkað í umbúðir á framleiðslustað, enda mun nú vera unnið að hönnun umbúða utan um skyrið. Skyr er hollur matur, sem inniheldur mikið af lífsnauðsynlegum eggjahvitu- efnum (próteinum). í dósaskyri er innihald í 100 g: Venjulegt dósaskyr: Rjóma. skyr: Jarða. berja-, blábeija- og eplaskyr: Fita 0 g 3 g «g Protein 11,8 g 10,8 g 10,0 g kolvetni 3,5 g 3,4 g 9,5 g þurrefni 16% 18% 21% kalk 105 mg 105 mg 90 mg hitaein. 67 85 80 (Þurrefni er: Kolvetni, prótein, fita + steinefni). Kús- krók- urinn sett eplamaukið. Þá aftur lag af kremi og siðast er sett yfir lag af þeyttum rjóma. Þennan ábæti er hægt að búa til daginn áður en á að neyta hans. Hann geymist vel i ísskápnum. Daglegt eplasalat 34 epli, 2-3 matsk. rúsínur, safi úr 1 appelsínu. Eplin eru þvegin, þurrkuð og rifin niður i rifjárni (grófu), síðan er þeim blandað saman við rúsínurnar og appelsinusafanum hellt yfir. Þetta salat verður að búa til rétt áður en það er borið fram og er gott með bæði kjöt- og fiskréttum eða eitt sér í morgunverð. Tyrkneskt salat 3 epli 1 grape 1 appelsina 150 g Goudaostur 26% Sérbýlis- og sumarhús ■ Fyrirtækið Skjólbær sf. kynnir nú sérbýlishús og sumarhús undir nafninu Flexplan-hús. Flexplan ibúðarhúsin og sumarhúsin hafa verið aðlöguð islensku veðurfari og hafa íslenskir verkfræðingar og iðnaðarmenn unnið það verk í samráði við danska aðila. Hér er ekki um hefðbundin einingahús að ræða, heldur byggingakerfi, þar sem hinar stöðluðu einingar (120 cm) bjóða upp á ýmsa röðunar- og útfærslumöguleika, þannig að kaupandinn hefur frá upphafi veruleg áhrif á endanlega gerð hússins. í ibúðarhúsunum er 20 cm einangrun í veggjum og lofti, en ysta klæðning er úr múrsteini eða fúavörðum furupanel. Gólfin eru steypt. Þrefalt gler er i gluggum. Með íbúðarhúsunum fylgja innréttingar, t.d. eldhúsinnréttingar, fataskápar, baðinnréttingar, innrétting í þvottahúsi, tæki i eldhús og á bað. Innréttingar eru hannaðar af arkitektun- um Torben Rix og Leif Jensen. Skjólbær mun veita væntanlegum kaupendum þægilega greiðsluskilmála, þannig að heildargreiðslutiminn á húsunum getur orðið allt að 3 1/2 ár og fýrirtækið mun aðstoða við útvegun lóða, sjá um undirbyggingu, uppsetn- ingu og allan frágang á húsunum. 100 g skinka 1/2 glas sultuð paprika 100 g oliusósa (majones) Auk þess salt, pipar og safi úr 1/2 sitrónn. Flysjið eplin og fjarlægið kjamana. Afhýðið grape ávöxtinn og appelsínuna og skerið ávextina i litla bita. Skerið ost og skinku í teninga. Blandið öllu saman í skál. Hrærið saman olíusósu, salti, pipar og sítrónusafa. Hellið sósunni yfir salatið og látið standa í kæliskáp i 15 mín. Skreytt með graslauk ogboriðfram með ristuðu brauði og smjöri. Svínakótelettur með eplum 4 svinakótelettur, salt, pipar, smjörliki, 3 epli, karrý, 4 sneiðar feitur ostur. Kótilettumar em steiktar i smjörinu, bætt er út í 2 tsk. af karrýi. Þær em steiktar í um 3-4 min. á hvorri hlið (fer eftir þykkt þeirra). Kótilettumar em siðan settar í eldfast mót, sem hefur verið smurt með smjöri. Eplin, sem hafa verið skorin í báta era steikt á pönnunni og á eftir sett i mótið hjá kótilettunum og ofan á er sett ostsneið. Mótið er haft í ofninum í ca. 8 mín. þar til osturinn bráðnar og kjötið og eplin em orðin vel heit. Borið fram með hrísgrjónum eða kartöflum ásamt grænu salati. Göngudagur fjölskyldunnar * ■ A sunnudaginn var göngudagur fjölskyldunnar og stóð Ungmennafélag Islands að framkvæmd og undirbúningi, en Mjólkurdagsnefnd sá um auglýsingar og veitti þátttakendum mjólkurdrykki á gönguleiðinni. Farið var i stuttar gönguferðir um ýmsa staði á landinu og var ágætis þátttaka víða. Allir þátttakendur fengu sérstök merki, sem um leið eru happdrættismerki og er aðalvinningur ferðaútbúnaður fyrir 10 þús. kr. Auk þess verða margir vinningar mjólkurvörur, t.d. ístertur og kassar með G-vörum. * I Kópavogi var lagt af stað í gönguna kl. 14 og var Ingjaldur Isaksson, fararstjóri. Gengið var frá íþróttavellinum og inn í Fífuhvamm. í göngunni var fólk á öllum aldri, þeir yngstu 2 eða 3 ára. Myndirnar hér með eru teknar af nokkrum þátttakendum, er þeir biðu þess að lagt yrði af stað. Tímamyndir: Anna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.