Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 . Tþróttir Breiðablik á toppi 1. deildar eftir sigur gegn ÍBV 2:0 Vítin felldu Eyjamennina ■ Sigurður Grétarsson Mynd Róbert. Stadan ■ Staðan í 1. deUdinni að afloknum leikjum helgarinnar er þessi: Breiðablik 5 3 119-77 Víkingur 5 2 2 1 8-6 6 KA 5 1 4 0 4-3 6 ísafiörður 5 2 1 2 8-6 5 Vestmannaeyj. 5 2 1 2 7-6 6 Valur 5 2 1 2 5-6 5 KR 5 13 12-35 Akranes 5 1 2 2 3-3 4 Fram 5 1 2 2 5-6 4 Keflavik 5 113 2-73 ■ Breiðabliksmenn tóku forystuna i 1. deildinni sl. laugardag þegar þeir lögðu lið Vestmannaeyinga að velli i Kópa- voginum, 2-1, eftir fjörugan og skemmti- legan leik. Reyndar vantaði Eyjamenn aðeins herslumuninn uppá að næla í annað eða jafnvel bæði stigin. Þeir voru meira með boltann, en... það er þetta með herslumuninn, blessaða. Það sem úrslitum réð öðru fremur voru tvö dýrkeypt brot Amars Óskars- sonar á Sigurði Grétarssyni innan vítateigs Eyjamanna. Hið fyrra kom á 15. mín. Sigurður bmnaði inn í teiginn á ská við markið og Öm fór full harkalega i taklinguna, öllu heldur klaufalega, þvi Sigurður var ekki kominn í almennilegt skotfæri. Víti, sem Siggi sá sjálfur um, 1-0. Nokkuð var deilt um réttmæti dómsins á vellinum, en frá sjónarhomi undirritaðs var hann hár- réttur. Á 63. mín fékk Sigurður stungusendingu innfyrir vörn ÍBV og lenti í miklu kapphlaupi við Örn. Þeirri viðureign lauk með því að Örn „klippti niður“ Sigurð innan vítateigs. Víta- spyrna, engin spuming. Ekki fremur en í fyrra skiptið átti Páll markvörður Pálmason litla möguleika á að verja hnitmiðað skot Sigurðar, 2-0. Úrslitin voru ráðin. í fyrri hálfleiknum vom Eyja- skeggjamir öllu sprækari, án þess þó að fá nema eitt vemlega gott marktækifæri. Það kom í byrjun leiksins þegar Þórður Hallgrímsson gat gert allt við boltann og hann gerði einmitt það erfiðasta, að koma honum framhjá markinu. Áður en að Blikarnir skomðu annað markið sitt gerðu þeir bræður í Eyjaliðinu, Lási og Kári, harða hrið að Blikamarkinu, en inn vildi boltinn ekki. Kári bætti um betur á 72. mín þegar hann skoraði einkar laglegt mark með hörkuföstu langskoti, sem hafnaði út við stöng, 2-1. Snaggaralega gert. Nokkm seinna var hann enn á ferðinni og skaut í stöng og út. Eftir nokkuð þunga sókn ÍBV fengu Blikarnir tvö opin færi á lokamínútunum, en í bæði skiptin varði Páll með tilþrifum. Sigurinn var ljúfur Breiðabliksmönn- um, einkum vegna þess að leikur þeirra var ekki ýkja snjall. Sigurður Grétars- son er margra marki í framlinunni og það gerði gæfumuninn að þessu sinni. Þá vakti Trausti Ómarsson athygli, sannarlega leikmaður framtiðarinnar. í liði Eyjamanna bar mest á Sigurlási og Kára í framlínunni, Sveini og Þórði á miðjunni og Páli i markinu. Þeir mynduðu kjamann að þessu sinni. Hvað um það, ætli það sé ekki best að láta Eyjamanninn og fréttastjórann, Palla Magg, eiga síðustu orðin: „Helvítis óheppni." - IngH Níundi sigur Elíasar í röd ■ KR-ingurinn Elías Sveinsson sigraði með nokkrom yfirburðum i tugþraut á Meistaramóti íslands i frjálsum iþrótt- ■ Tvö mörk Heimis Karlssonar tryggðu Vikingum sigurinn gegn KR á Laugardalsvelli sl. sunnudagskvöld, 2-0. Bæði mörkin komu eftir varnarmistök Vesturbæjarliðsins, mistök sem Heimir var ekki seinn að nýta til marka. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og þegar í upphafi fengu KR-ingar sann- kallað dauðafæri. Óskar Ingimundarson komst óáreittur í gegnum vöm Víkings, en skot hans hafnaði að utanverðu við Víkingsmarkið. Eftir þetta fór leikurinn að mestu fram á vallarmiðjunni, engin almennileg marktækifæri litu dagsins ljós. ( Strax á 4. min. seinni hálfleiks tóku Vikingamir forystuna. Þórður Marels- son renndi knettinum fyrir KR-markið um (fyrri hluti) sem fram fór á Selfoss' um helgina. I sinum 9. sigri i röð hlaut Elías að visu aðeins 6428 stig, en afrekið og óvaldaður Heimir Karlsson renndi honum í netið af stuttu færi. Heimir var aftur á ferðinni nokkru seinna og skoraði eftir stungusendingu, 2-0. KR- ingarnir áttu 3 nokkuð góð færi, en tókst ekki að nýta þau til marka. Hinum megin á vellinum varði Stefán i tvigang frá Vikingunum og 2-0 markatölunni varð ekki haggað. KR-ingamir áttu oft á tíðum ágætis leikkafla á miðju vallarins, en úr þeim dró allan mátt er komið var að vitateig andstæðinganna, og því fór sem fór. Víkingamir þurftu ekki að sýna burðugan leik til þess að fara með sigur af hólmi. En þeir skoruðu 2 mörk i leik þar sem þeir sköpuðu sér 4 marktækifæri og það er fjári gott. -IngH er engu að síður glæsilegt. Þorsteinn Þórsson, ÍR hafði ömgga forystu eftir fyrri dag keppninnar, en varð að hætta á seinni degi vegna meiðsla og varð því eftirleikurinn Eliasi auðveldur. Annar varð Unnar Garðars- son, HSK. { sjöþraut kvenna sigraði Bryndís Hólm, ÍR, og hjó nærri íslandsmesti Helgu Halldórsdóttur, KR (4646 stig). Bryndis hlaut 4504 stig. Önnur i sjöþrautinni varð Hildur Harðardóttir, HSK. Sveit ÍR sigraði i 4x800 m boðhlaupi og náði ágætistima, 8:19.5 mín. Tæpum 10 sek. á eftir var sveit FH. í 300 m. hlaupi kvenna náði Aðal- björg Hafsteinsdóttir þokkalegum tfma og sigraði á 11:04.7 mín. Á mótinu var einnig keppt í tveimur aukagreinum, kringlukasti og stangar- stökki. í kringlukastinu átti Vésteinn Hafsteinsson, HSK, nokkur mjög góð köst og hið lengsta þeirra mældist 58.60 m. Árangur sem lofar góðu fyrir átökin í sumar. Bróðir Vésteins, Þráinn, varð annar með rúma 50 m. KR-ingurinn Sigurður T. Sigurðsson sigraði í stangar- stökkinu, vippaði sér yfir 5 m. slétta. -IngH Heimir sökkti KR-ingum ■ Albert Guðmundsson. 2 bandarísk félög vilja næla í Albert ■ „Eftír því sem ég best veit eru tvö félög, önnur en Denver, á eftir mér og allt eins IQdegt að ég skipti um félag næsta haust,“ sagði Valsmaðurinn Albert Guðmundsson, sem siðasta vetur lék með bandaríska knattspyrnufélaginu Denver. Albert gerði garðinn frægan hjá Denver skoraði m.a. 8 mörk i 7 fyrstu leikjunum hjá félaginu og vaktí það mikla athygli að önnur félög eru nú farin að bera víumar í kappann. „Þetta er allt óráðið ennþá, en min mál skýrast væntanlega þegar liða tekur á sumarið,“ sagði Albert ennfremur. - IngH Valsmenn komnir á skrið . . ■ „Valsmennimir vora betri, það er allt og sumt. Við eram búnir að eiga góða leiki undanfarið og það hlaut að koma áð þvi að við dyttum niður á slæman leik, og það skeði nú gegn Val,“ sagði Magnús Jónatansson, þjálfari 1. deildarliðs Ísfirðinga eftir ósigur þeirra vestanmanna gegn Val sl. laugardag, 0-1. Fögruvellimir i Laugardal vom hálir sem is þegar leikurinn fór fram vegna rigningar fyrr um daginn. „Það er ægilega erfitt að leika við þessar aðstæður og þvi ekki furða þó að spilið yrði ekki ýkja gott,“ sagði Valsmaður- inn Atli Eðvaldsson, leikmaður hjá Fortuna Dússeldorf. Knattspyman sem liðin sýndu var alveg með því slakasta sem hægt er að búast við afl. deildarliðum. Reyndar áttu ísfirðingamir í öllu meiri erfiðleik- um með að fóta sig á hálum vellinum. Eftir fremur tíðindalítinn fyrri hálf- leik tókst Valsmönnum að skora á 41. mín. markið sem réð úrslitum. Grímur renndi knettinum fyrir mark vestan- manna, en þeim tókst að „hreinsa". Sú sæla varð skammvinn. Albert þmmaði boltanum í mark ísfirðinganna, en með viðkomu i Inga Bimi. „Blessaður vertu, þetta var ekkert mitt mark. Ingi Björn reddaði þessu,“ sagði Albert að leikslok- um. 1-0.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.