Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNf 1982 23 og leíkhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid r ■; ■ ' m s ■ má ■ Nita (Sissy Spacek) með drengina sina tvo í „Huldumanninum“. Einstæð móðir og símamær í Texas HULDUNAÐURINN (Raggedy Man). Sýningarstaður: Laugarásbíó. Leikstjóri: Jack Fisk. Aðalhlutverk: Sissy Spacek (Nite), Eric Roberts (Teddy), Henry Thomas (Harry), Carey Hillis Jr. (Henry). Handrit: William D. Wittliff. Myndataka: Ralf D. Bode. Framleiðendur: William D. Wittliff og Burt Weissbourd á vegum Universal, 1981. ■ „Huldumaðurinn" er mestan part hugljúf frásögn af lífi einstæðrar móður, Nitu, og drengjanna hennar tveggja, Harry og Henry. En samt sem áður er strax gefið í skyn, að ekki sé allt sem sýnist, og í lokin kemur til uppgjörs, sem er spenn- andi þótt vart sé hægt að segja, að það komi á óvart. Sagan gerist árið 1944 í smábæ i Texas í Bandarikjunum. Nita er fráskilin og vinnur fyrir sér og drengjunum sem símstöðvarstjóri á staðnum. Þau búa í simstöðinni, þar sem hún þarf að vera reiðubúin að svara og afgreiða símtöl jafnt að nóttu sem degi. Nita hafði rekið eiginmanninn að heiman fjórum árum áður er henni þótti hann leita um of til annars kvenfólks. Eiginmaðurinn fór þá í herinn, en síðan hafði ekkert til hans spurst. í bænum eru hins vegar tveir fremur óásjálegir karlar, sem telja að fráskilin kona hljóti að vera til í hvað sem er, þótt tilburðir þeirra til að fá Nitu út á lífið beri ekki mikinn árangur. Og þar ber einnig fyrir skuggalegum náunga við og við. Kvöld eitt i þrumuveðri ber ungan sjóliða að simstöðinni. Hann er í nokkurra daga leyfi og á leiðinni til Oklahoma að hitta elskuna sina. Hann fær að hringja hjá Nitu og fær þá fréttir af því, að elskan, sem hann hélt biða eftir sér heima, hefði snarað sér í hjónaband. Pilturinn, Teddy, þyggur kaffisopa hjá Nitu eftir að hafa fengið þessi tiðindi, og svo fer , að hann dvelst þar í nokkra daga. Drengjunum líkar strax mjög vel við hann, enda leikur hann við þá eins og þeir hafa ímyndað sér að feður gerðu. Og Nitu ogTeddy likar einnig vel hvort við annað. Svo fer þó að lokum að hún sendir hann á brott. Hún ákveður jafnframt að flytja úr bænum. Karlamir tveir, sem áður voru nefndir til sögunnar, telja nú að sér komið að hljóta náð í augum símamærinnar, með illu ef ekki góðu, og ráðast að henni að næturlagi. En ekki eru allar ferðir til fjár. Mér skilst, að þetta sé fyrsta kvikmyndin, sem Jack Fisk leikstýr- ir, en hann er annars þekktur fyrir sviðsmyndir sinar, svo sem i þeirri frægu mynd „Badlands". Eiginkona hans, Sissy Spacek, lék reyndar einnig i þeirri kvikmynd. Honum tekst hér að gera hugljúfa kvikmynd um viku i lífi tiltölulega venjulegs fólks. Myndin fer að visu ósköp hægt af stað og fátt kemur þar á óvart, en hraðinn eykst þegar á liður og siðasti hluti myndarinnar er verulega spenn- andi og haganlega gerður. Sissy Spacek leikur hina fráskildu móður og símamær af þeirri innlifun og raunsæi, sem einkennir yfirleitt kvikmyndaleik hennar. - ESJ Elías Snæland Jónsson, skrifar Huldumaðurinn Sekur eða saklaus Ránið á týndu örkinni Gereyðandinn Fram í sviðsljósið gjöf Tfmans * * * * frábær • * * * mjög g6Ö • * * góð • * sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.