Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 9
■ Guðjón Ármann Eyjólfsson, skóla- stjóri Sýrimannaskólans. verkinu af stað. Siglingareglumar em alþjóðlegar, en nauðsynlegt var að færa myndskreytta útgáfu okkar i íslenskan búning, auk þess sem sérstakar íslenskar aðstæður krefjast þess, að lögð sé meiri áhersla á sum atriði i reglunum hjá okkur, en gert er meðal annarra þjóða, t.d. merkingu fiskiskipa við hinar ýmsu veiðar o.fl. Til að fá íslenskan svip á skýringa- myndir fékk ég i lið með mér Rafn Sveinbjömsson, listfengan sjómann, vestfirskan. Hann var þá búsettur á Akranesi og teiknaði fjölmargar mynd- ir í bókina, bæði eftir minni fyrirsögn og með hliðsjón af myndum í erlendum bókum. Inn á myndir Rafns setti ég síðan öll ljós- og dagmerki ásamt þokumerkjum, þar sem það á við og ber að sjálfsögðu einn ábyrgð á þeim efnum sem öðmm í bókinni. Rafn heitinn sýndi þessu verki einlægan og mikinn áhuga, en lifði þvi miður ekki að sjá bókina líta dagsins ljós. Hann andaðist 6. mars 1978. Flestar fyrirmyndir Rafns eru skip og bátar islenskrar gerðar, en i baksýn em íslensk fjöll og jöklar. Ég stend í þakkarskuld við Rafn og tileinka minningu hans og íslenskum sjómönnum þessa bók.“ Þessi bók er mikið innlegg í sjó- mennsku íslendinga og hana geta allir, sem á sjó fara, notfært sér. Bæði sá sem ekki hefur notið skólagögnu á stýri- mannaskóla, t.d. smábátaeigendur, og ekki síður þeir, sem stærri skipum stjóma. Einn merkasti kaflinn er þó Varð- staða á siglingavakt, sem er þýðing á ályktun Alþjóðasiglingamálastofnunar- innar (I.C.O.) frá árinu 1978. Þessi kafli er nú prófskylda í sjómannaskólum. Höfundur staðfærir þennan kafla einnig. Það sama gjörir hann raunar I öðmm köflum, því I kaflanum um varðstöðuna, getur þetta að lesa: „Árið 1978 vom ályktanir IMCO frá 1974 endurskoðaðar, gerðar vom sér- stakar reglur og ályktanir um vaktir skipstjóra, stýrimanna og vélstjóra, ennfremur vom menntunarkröfur til þessara starfa og mismunandi stiga réttinda, samræmdar og staðlaðar. í tilkynningum til breska verslunar- flotans (Merchant Shipping Notice no. M 685) i maí 1974 er þess getið, að þeir sem gangi til stýrimannaprófs eftir 1. september 1974, verði að kunna rækileg skil á ályktunum og leiðbeiningum IMCO um siglingavaktir. Siðan þessar merkilegu ályktanir vom samþykktar og ú tgefnar á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar hafa þær birst í fjölda bóka um þetta efni. Á undan reglunum em hér tilfærð ákæmatriði á skipstjómarmenn á is- lensku skipi, sem strandaði hér við land. Strandið kostaði töf og mikið fé auk réttindasviptingar skipstjórans í nokk- um tíma. Þetta óhapp ætti enn frekar að minna á nauðsyn góðrar varðstöðu. í 3. grein ályktunar IMCO um starfsreglur skipstjómarmanna á sigl- ingavakt er nær því orði til orðs vikið beint að sömu atriðum og islenski sjórétturinn taldi að hefði valdið strandi íslenska skipsins enda em þessar reglur samdar með hliðsjón af reynslu allra helstu siglingaþjóða heims. Úr íslenskum sjódómi „Mál þetta er af ákæmvaldsins hálfu höfðað gegn ... skipstjóra." Ákærða er skv. ákæmskjali gefið að sök: „að hafa með yfirsjónum og vanrækslu sem skipstjóri á m.s........ orðið valdur að strandi skipsins .. á .....gmnni með því að hafa eftir að lagt var frá bryggju kl....og skipinu hafði verið snúið á stefnu ... og sett hafði verið á fulla ferð kl.hxtt að fylgjast með siglingunni i radar og farið ásamt... stýrimanni, sem átti að taka við stjóm skipsins, af stjómpalli inn i kortaklefa, án þess að eftir væri á stjómpalli hæfur maður til að fylgjast með siglingunni, allt með þeim afleiðingum að á meðan þeir vom enn í kortaklefa kl....... (7 mínútum eftir að sett var á fulla ferð) sigldi skipið á fullri ferð upp á .... gmnn, þeim báðum og bátsmanni, sem stýrði skipinu, að óvömm og sat þar fast þar til það náðist út með hjálp þriggja dráttarskipa auk tækja i landi fimm sólarhringum síðar og eftir að miklum hluta farmsins hafði verið skipað úr skipinu á land.“ Neyðarstöðvun Heira athyglisvert er að finna í þessari bók en um varðstöðuna. Má nefna kaflann um neyðarstöðvun, sem sýnir að ekki eiga öll skip jafn auðvelt með að stöðva, eða breyta stefnu sinni. Þótt íslendingar sigli yfirleitt smáskip- um (íslenskum skipum) er eigi að siður nauðsynlegt að vita möguleika stærri skipa, er þeir sigla með um höfin. Stöðvunarvegalengd (neyðar- stöðvun) getur verið mislöng: er yfirleitt 3-6 skipslengdir, en getur orðið allt að 15 skipslengdir. Þó verður hún 2-3 sjómílur fyrir 200.000 tonna skip. Stærstu flutningaskip okkar þurfa um hálfan kílómetra til að nema staðar, eða rúmnar þrjár minútur, ef þau eru á fullri ferð, en íslenskur skuttogari stöðvast á einni minútu. Og er þess þá að geta að togarar hafa mikla vélar- stærð, miðað við þunga skipsins. í bókinni er gefið eftirfarandi dæmi: „4. íslenskur skuttogari af mínni gerð (461 BRT), smíðaður í Japan: Neyðar- stöðvun var framkvæmd á innan við einni mínútu. Við tilraunina var skipið tómt og særýmisþungi 734 tonn. Meðal- djúprista var 3,56 m, en skipið lá aftur með 2,54 m stafnhallamun (trim). Aðalvél skipsins er 2000 hestafla diselvél. Áður en gefin var skipun „full ferð aftur á bak“ var snúningshraði skrúfu- öxuls 274 snúningar á mínútu, en á aðalvél 600 snúningar á minútu. Skipið var búið skiptiskrúfu og gekk fulla ferð áfram með rúmlega 14 hnúta hraða. Þegar handfang fyrir skrúfuskurð í brú togarans er fært úr stöðunni fulla ferð áfram i full ferð aftur á bak verður atburðarásin sem hér greinir: 1. Eftir 9 sekúndur hefur skipskrúf- an farið úr fulium skurði áfram í hlutlausan skurð (0-skurð). 2. EFtir 27. sek. hefur skrúfan náð fullum skurði aftur á bak. (timalengd miðast við færslu handfangs). 3. Eftir 42 sek. hefur aðalvél aftur náð eðlilegum ganghraða. 4. Eftir 57 sekúndur hefur skipið stöðvast. Af ofangreindum dæmum sést að stöðvunarvegalengd skipa er mjög mismunandi. Það er mjög mikilvægt, að skipstjórn- armenn eigi greiðan aðgang að upplýs- ingum um stöðvunarvegalengd skipsins og hvað sé besta aðferðin til að stöðva skipið á sem stystum tima. Til þess að vera fullviss um hvemig fljótlegast er að stöðva skipið er nauðsynlegt að gera athuganir á neyðar- stöðvun með misjafnlega hlaðið skip. Við þessar athuganir skal ávallt taka tillit til álags á aðalvél skipsins." Þá er einnig kafli um snúningshring skipa, sem er mjög breytilegur, og er hann fróðlegur fyrir alla menn, sem stjóma skipum. í ljós kemur að íslenskir skuttogarar þurfa um 170 metra til að snúa á gagnstða stefnu (180° beygja). Stór- skip þurfa 1000-2000 metra til þess ama. Þá er merkur kafli um þröngar siglingaleiðir, skipaskurði og fl. Sigling í þoku Sigling með ratsjá Radartækin.eða ratsjáin er eitt þýð- ingarmesta siglingatæki síðari tíma, eftir að bergmálsdýptarmælar og miðlunar- stöðvar - og kerfi komust í gagnið. Með þvl tæki sjá sæfarar i myrkri og þoku. Tækið má nota til nákvæmra staðarákv- arðana og nokkuð nákvæmra miðana. Sambúð ratsjárinnar við siglingaregl- ur hefur þó reynst vandasöm. Sæfömm hættir til að haga radarsiglingum með sama hætti og gjört er í björtu veðri, rétt eins og ratsjáin kom i í stað augans, að „skipin sjái hvort annað“, eins og það hljóðaði i gömlu útgáfunni á siglinga- reglunum. Ratsajáin sýnir (yfirleitt) relativa stefnu og hraða skipa, en ekki raunverulega stefnu og raunverulegan hraða, því skipin em bæði á ferð, skipið, eða ratsjáin hreyfist, með skipinu sem það er um borð í. Þessu hættir sjómönnum til að gleyma, ekki einasta þeim sem minna em menntaðir, heldur hafa stór skip með menntaða siglinga- fræðinga farið flatt á því að nota ratsjána ekki rétt. Frægasta dæmið er af árekstri ANDREA DORIA og STOKKHOMS árið 1956. Það slys kostaði 48 mannslíf og ANDREA DORIA sökk á 120 klukkustundum. Er þetta dæmigjört slys i siglingasögunni, þar sem ratsjá er ranglega notuð. Fleiri átakanleg dæmi em rakin i bókinni og sum koma kunnuglega fyrir sjónir þeim sem séð hafa uppdrætti af árekstmm íslenskra skipa. Islenskir sjómenn hafa nú notað ratsjár i a.m.k. 35 ár. Fyrsti nýsköpunar- togarinn fékk ratsjá, og kaupskipin fengu ratsjár. Smám saman hefur tækjunum fjölgað og má nú heita að hvert fljótandi far, nema smábátar, hafi rasjá um borð. Lengi vel var lítið kennt á þessi tæki, eða notkun þeirra, og jafnvel þumal- puttareglan: óbreytt miðun + minnk- andi fjarlægð: árekstrarhætta: virðist stundum gleymast. Kaflinn Sigling með ratsjá er því sérstaklega þýðingarmikill fyrir skipstjómarmenn. Að vísu mun Stýrimannaskólinn nú leggja meira upp úr kennslu i réttri notkun radartækja við siglingu, en fullur árangur næst ekki, nema menn skilji eðli ratsjármyndarinnar og radarathuganir séu gjörðar stöðugt (plott) þegar siglt er í dimmviðri. Að lokum vil ég minnast á kafla um siglingu um sund og þröngar leiðir. Þar eru slíkar leiðir sýndar og ennfremur er gefið upp hvaða sjókort ber að nota á þessum leiðum, en það er þýðingarmikið atriði. Endalaust mætti telja kosti þessarar bókar, og vil ég að lokum þakka þetta ágæta verk. Bæði höfundi og eins þeim er lýstu bókina, en það gjörðu, auk erlendra teiknara, þeir Rafn Svein- bjömsson og Guðjón Ármann, sem gjörði m.a. radarmyndir og fleiri útsetningar, og er frágangur hinn besti. Ef til vill má segja að þama séu hentugar upplýsingar færðar á einn stað í bók, sem ekki er þó lengri en það, að hver og einn getur vitað hvað í henni stendur og notað hana því sem handbók innan þessa sviðs. Þó em þama ýms heilræði, sem ég hefi ekki áður séð og sum sem aldrei em nógu vel undirstrik- uð. Marga óar við, hversu óhöpp em nú tíð hjá islenskum skipum. Það er Ijóst að eitthvað verður að gjöra og helst hallast maður að þvi, að skipstjórarmenn þurfi að taka málin alvarlegri tökum. Læra og halda sér í stöðugri þjálfun. Með því móti einu næst betri árangur. Ef til vill eiga ör mannaskipti á skipum einhverja sök á þessu, þvi þá er hugsanlegt að reynsiulitlir menn gegni störfum, sem þeir hafa ekki fullt vald á. Ekki skal spáð um það, en ef íslendingar eiga áfram að vera fy rirmyndarþjóð í siglingalist, verða sjómenn okkar ávallt að vera þannig í stakk búnir, að þeir geti mætt þeim vanda er skipstjórn fylgir. Jónas Guðmundsson skrifar um bókmenntir: 9 landfari Lokun vínbúða ■ Fimmtudaginn fyrir hvitasunnu fyrirskipaði fjármálaráðherra Ragn- ar Amalds að loka skyldi áfengisút - sölum. Reynsla undanfarinna ára hefir sýnt að hvítasunna, verslunarm- annahelgi og reyndar fleiri slíkir dagar hafa verið „helgaðir“ óhófsleg- ri áfengisneyslu og skrílslátum. Allir sanngjamir menn hljóta þvi að virða framtak fjármálaráðherra, sem með því var að sporna við slysum og spillingu. Á hann þakkir skilið. En það stóð ekki á því að einn af talsmönnum Bakkusar léti til sín heyra. Páll Magnússon fréttastjóri skrifar heilsíðugrein i Tímann strax á hvítasunnudag og fordæmir þessa lokun vínbúða. Hann spyr hvaðan ráðherra komi þetta vald. Heldur P.M. að enginn ráðherra hafi yfir áfengisversluninni að segja eins og öðmm ríkisstofnunum? P.M. harmar að stúdentar geti ekki skálað i kampavini og segir: „Skömm Ragnars af þessari valdníðslu er i réttu hlutfalli við þá lítilsvirðingu, sem hann sýnir sjálfsákvörðunarrétti almennings i þessu landi.“ Ofstæki P.M. riður ekki við einteyming. Þá ber P.M. ráðherra á brýn að hann fari með ósannindi, þar sem ráðherra segi i tilkynningu sinni til blaðanna að lokun vínbúðanna sé gerð „með hliðsjón af eindregnum tilmælum, sem borist hafa frá æskulýðsráði og áfengisvamaráði.“ En P.M. nægir ekki þessi aðdróttun i garð ráðherra. Stjóm- málamenn fá sinn skerf. Um þá segir P.M.: „Ræfildómur stjórnmálamann- anna er svo mikill, að þeir hafa látið þessa fámennu hópa teyma sig á asnaeyrunum i gegnum áratuga langt bjórbann.“ Ekki gleymir P.M. templurum, sem hann telur að ekkert gagn geri og aldrei hafi verið annað en klúbbar, sem hrósi sér af þvi , að vera betur úr garði gerðir en drykkjusvínin. Það er þokkalegur hvitasunnupist ill þetta, eða hitt þó heldur. P.M. sakar fjármálaráðherra um valdnið- slu og ósannindi, stjómmálamenn um ræfildóm og templara um hræsni. Eftir öll stóm orðin er eins og P.M. fái aðkenningu af samviskubiti undir lokin. Þá fer hann að tala um menn, sem drekki of mikið og valdi vandræðum. En iðrunin kemur helst til seint og gagnar honum lítið. Þjóðin á mikinn fjölda góðra manna, kvenna og karla, sem beitir sér af alhug gegn áfengishættunni. Þeim er ljóst hið stórkostlega tjón, líkamlegt og andlegt, sem menn, ekki sist ungmenni, valda sér með áfengisneyslu. Afbrot og glæpir, slys og jafnvel dauðsföll hafa þráfaldlega fylgt i kjölfar vímunnar. Hver og ein ráðstöfun til úrbóta, eins og framtak fjármálaráðherra nú, er spor í þá átt að fækka slysum. Og full þörf er á slysavömum á þessu sviði ekki síður en á sjó. Sigurvin Einarsson I i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.