Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sími (»1) 7- 75-51, (91 > 7- 80-30. UTTVn tttti Skemmuvegi 20 UtiUU Xlr . Kopavngi Mikiö úrval Opid virka daga 9 19 • Laugar daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafé/ag labriel HÖGGDEYFAR GJvarah^utir Armiila 24 Sfmi 36510 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982 MEMN ÉG DREG ANDANN — segir Klaas Kort, ungur Hollendingur sumarleyf i sínu á íslandi í níunda sinn ■ „Þad er róin, friðurinn og möguleik- arnir á einveru úti í náttúrunni sem ég sæki í héma á íslandi. Það er kannski erfitt fyrir íslendinga sjálfa að gera sér grein fyrir þvi hversu gott er að koma hingað eftir að hafa dvalið i stórborg næstum allt árið. Þegar ég kom hingað fyrst sá ég strax að þetta er rétti staðurinn til að eyða sumarleyfi.“ Þetta eru orð ungs Holiendings, Klaas Kort, sölumanns hjá 1 íftryggingafélagi i Amsterdam. Klaas hefur eytt átta sumarleyfum hér á landi og kom i níunda sinn fyrir skömmu. Hann hefur ferðast vítt og breitt um landið, yfirleitt einn. Við hittum hann á tjaldstæðinu í Laugardal. „Það var hrein tilviljun sem réði því að ég kom hingað fyrst. Ég var á ferðalagi um Þýskaland og hitti þar gamlan mann sem sagði mér frá landinu. Hann hafði komið hingað ellefu sinnum og alltaf farið yfir hafið með togurum. Ég ákvað að feta í fótspor hans og brá mér til Hamborgar. Þar reyndist auðvelt að komast um borð i togara sem var á leið á íslandsmið. Ég var látinn vinna fyrir farinu um borð, ég vaskaði upp þreif og hjálpaði kokkinum við allt mögulegt. Ferðin gekk ágætlega og ekki var það siðra sem við tók þegar hingað kom.“ „Öræfin spillst við opnun Hringvegarins“ „Ég fór beinustu leið austur i Öræfasveit. Þá var ekki búið að opna Hringveginn og því mjög lítið af fólki á ferli. Það liðu stundum dagar án þess að maður hitti nokkurn mann. Ég held að ég hafi aldrei upplifað annað eins. Nokkrum sumrum seinna fór ég svo aftur á sömu slóðir og mér fannst dvölin þá ekki svipuð sjón. Fólk um allt og svo fékk maður ekki að tjalda nema á einhverju afmörkuðu tjaldstæði. Mér finnst Öræfin hafa spillst við opnun Hringvegarins. Þau voru fullkomlega ósnortin, bæði af ferðamönnum og öðrum.“ . -Hvert er ferðinni heitið? „Ég er nú eiginlega innlyksa í Reykjavík núna vegna verkfalla. Ég ætlaði mér að fara á Homstrandir sama dag og ég kom til landsins (á fimmtudag) En áður en ég legg af stað nú eyðir þarf ég að verða mér úti um upplýsinga- bæklinga og kort af Hornströndunum. Nú eru allar verslanir lokaðar svo ég fæ ekkert slíkt. En ég fer um leið og ég kemst þvi mér finnst ekkert eftirsóknar- vert að vera héma í Reykjavik." -Heldurðu að þú eigir eftir að koma hingað oftar? „Já. Það er alveg ömggt. Ég reikna með að koma hingað á hverju einasta sumri meðan ég dreg andann. Ég þori ekki að hætta á að fara annað. Enda sagði gamli maðurinn sem benti mér á að fara hingað að ef ég færi að ráðum hans þá ætti ég ábyggilega eftir að fara hingað oftar en hann. Það mun verða sannleikur." -Sjó. fréttir Eggert Haukdal biður um opinbera rannsókn. ■ „Það var ekkert annað fyrir mig að gera, eftir þessi ósköp í DV í dag,“ sagði Eggert Haukdal í viðtali við Tímann, í gær- kvöldi. Það sem um var rætt er t að Eggert hefur nú beðið um opinbera rannsókn á samskiptum hans við séra Pál Pálsson, sóknarprest á Bergþórshvoli. Eggert hef- ur beðið um að gerð verði vettvangskönnun, sem lið- ur í hinni opinberu rann- sókn og allar niðurstöður verði gerðar opinberar. Eggert sagðist vera bú- inn að tilkynna Dómsmál- aráðuneytinu um þessa beiðni sína, en bréf hans mundi ekki berast ráðu- neytinu fyrr en i dag. SV Brassarnir í stuði.. ■ Brasilíumenn, sem margir spá sigri í Heimsmeistara- keppninni í knatt- spyrnu, sigruðu í gær- kvöldi i sinum fyrsta leik í keppninni, 2:1 gegn Sovétmönnum. Eftir jafnan og spenn- andi fyrri hálfleik tóku Brassarnir öll völd á vellinum. “Hreint frábært lið,“ sagði fréttamaður Tímans á Spáni að leikslokum. Pá léku Ítalía og Pólland og varð jafn- tefli í þeirri viður- eign, 0-0. Þann leik fá sjónvarpsáhorf- endur að berja aug- um í kvöld. „Ágætur leikur tveggja jafnra liða,“ var umsögn fréttamannsins okkar á spáni. Sjá íþróttir bls 15. IngH. dropar Ragn- hildur ritstjóri ■ Dropar hafa sannfrétt að Ragnhildur Helgadóttir, fyrr-' verandi alþingismaður og lög- fræðingur, hafi tekið að sér að ritstýra útgáfu nýs lagasafns, en hins vegar mun útkomutimi þess óákveðinn þar sem standa mun á fjárveitingum frá dóms- málaráðuneytinu. Upphaflega stóð til að af útkomu lagasafns gæti orðið á þessu hausti, enda liðinn tæpur áratugur frá þvi það siðast leit dagsins Ijós. í fyrstu var Björn Þ. Guðmunds- son, prófessor i lögum við Háskóla íslands, ritstjóri rits- ins og hafði hann stórhuga hugmyndir um úrbætur á því, jafnframt þvi sem það yrði tölvuvætt. Fljótlega slettist þó upp á vinskapinn milli hans og ráðuneytisins þegar i Ijós kom að það ætlaði sér ekki að standa við fyrri loforð um að nægilegu fjármagni yrði veitt til starfans, svo af útkomu gæti orðið í haust. Það kom þvi i hlut Ragnhildar að setjast i stól Björns Þ. Griðlaus girðing ■ Á Suðurlandi ræða menn fátt meira þessa dagana en hatrammar deilur Eggerts Haukdal, alþingismanns með meiru, og Páls Pálssonar, prests á Bergþórshvoli. Sú saga er höfð eftir einum nágranna þeirra tvímenning- anna að til alvarlegrar brýnu hafi slegið ekki aUs fyrir löngu þegar Eggert ætlaði að freista þess að girða af landsspildu mm nokkra. Eggert mun hafa notað dráttarvél til að flytja girðingarstauranna og rak staurana niður með jöfnu millibili eins og lög gera ráð fyrir. Ekki fengu þó staurarnir að vera lengi í holum sinum þvi prestsfrúin á Bergþórs- hvoli mun hafa gengið i spor Eggerts og rifið staurana upp jafn óðum, og ekki nóg með það: einn lurkinn mun frúin hafa notað til að berja utan dráttarvél Eggerts! Við höfum engar spumir af þvi hvort þingmanninum hafi tekist um siðir að hrófla upp girðingunni. Krummi... er á þvi að byggingamenn hafi tekið sáttasemjara, vinnuveit- endur, Alþýðusambandið og allt heila gaUeriið illilega i bælinu...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.