Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.06.1982, Blaðsíða 10
■ „Veðrið hefur komið eftir pöntun, upphafleg áætlun stenst upp á dag og allir hafa viljað leggja okkur lið við verkið eins og þeir framast hafa getað,“ sagði Bjöm Bjömsson, leikmyndagerð- armaður og blaðafulltrúi aðstandenda kvikmyndarinnar „Trúnaðarmál," þeg- ar við hittum hann að Ásvallagötu 11 þar sem verið var að kvikmynda af fullum krafti með aðstoð Slökkviliðsins i Reykjavik en þeir höfðu lánað stigabíl sinn, til þess að mynda húsið að utan, en þetta hús verður aðalvettvangur kvikmyndarinnar. Húsið hefur meira að segja verið málað upp á nýtt og er nú kolgrátt á lit, sjálfsagt til þess að undirstrika þá dularfullu atburði sem innan veggja þess gerast, - en hverjir þeir atburðir em verður samt „trúnaðarmál“, þar til á frumsýningu. Sem kunnugt er em það Saga-film og Hugmynd h.f. sem að gerð myndarinnar standa og ieikstjóri er Egill Eðvarðsson. Björn sagði það rétt vera, sem spurst hefur, að myndin sé um ungt par sem fær um stund inni í þessu gamla og skuggalega húsi, þar sem margt kynlegt fer að gerast, eftir að þau flytja inn. Ungi maðurinn er tónskáld og tónlistarmaður og því má nærri geta að nokkuð verður um tónlist í myndinni, en hana hefur Þórir Baldursson samið og einnig mun mega heyra stef eftir leikstjórann, Egil Eðvarðsson. Bmgðið verður upp mynd- um frá Vínarborg, þar sem ungi maðurinn er við nám og einnig lögðu kvikmyndagerðarmenn leið sína norður á Húsavík. Þetta er að sögn Björns mynd sem gerist í nútimanum, þótt fortiðin hafi sin áhrif á atburðarásina. Ástin leikur auðvitað sitt stóra hlutverk í myndinni eins og vera ber hjá ungu og ástföngnu fólki, en parið er leikið af þeim Jóhanni Sigurðssyni og Lilju Þórisdóttur. Það er samt aðeins ytra útlit hússins að Ásvallagötu 11, sem við munum sjá í myndinni, þvi allt innanstokks hefur verið smíðað sérstaklega i gamla Lucas-salnum að Suðurlandsbraut 10. Þegar við litum þar við tók Troels Bendtsen á móti okkur og sagði hann að undirbúningur að gerð myndarinnar hefði hafist þegar eftir áramót og að þrjár vikur væru nú liðnar frá þvi er tökur byrjuðu. Hafa þeir 13 starfsmenn sem að verkinu vinna lagt sig hart fram og unnið mikið og gott verk, auðvitað með aðstoð smiða og leiktjaldamálara. Þótt aðalhlutverkin hvili á herðum þeirra Jóhanns og Lilju, þá eru sum atriði mjög fjölmenn, t.d. á tónleikum unga tónlistarmannsins þar sem safnað er saman 150 manns i Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Það atriði hefur þegar verið tekið. Troels sagði að ætlunin væri að Ijúka kvikmyndatökunni um miðjan júli. í 13 manna hópnum sem starfar að myndinni eru eftirtaldir, auk leikstjór- ans: Ingibjörg Briem, aðstoðarleik- stjóri, Snorri Þórisson, kvikmyndatöku- maður, Sigmundur Arthursson, aðst. kvikmyndatökumaður, Sigfús Guð- mundsson, hljóðupptökumaður, Jón Kjartansson, aðst. hljóðupptökumaður, Ágúst Baldursson, tæknimaður, Björn Björnsson, hönnuður leikmyndar, Gunnlaugur Jónsson, leikmunir, Þor- geir Gunnarsson, aðst. við leikmuni, Dóra Einarsdóttir, búningar, Ragnheið- ur Harvey föðrun og hár, Troels Bendtsen, upptökustjóri og Jón Þór Hannesson, framkvæmdastjóri. -AM Egill Eðvarðsson stendur hér við kvikmyndatökuvélina framan við Ásvallagötu 11. í hliðinu standa þau Jóhann og Lilja og Briet Héðinsdóttir til hægri. (Tím»imnd RAbcrt) ■ Leikstjórinn, Egill Eðvarðsson, er hér kominnn upp i lyftu slökkviliðsbUs framan VÍð Ásvallagötu 11. (Tímamynd Róbert). ■ Skyldi ekki braka draugalega i honum þessum? (Tímaraynd Róbert) Til sölu votheysverkunartæki, Taarut 2100 saxari,. með 4ra tromlu sláttuvél og sópara. Upplýsingar í síma 96-43102 á kvöldin. Aðalfundur Sögufélags Borgarfjarðar verður haldinn á Hótel Borgarnesi föstudaginn 18. júní og hefst kl. 21. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Útgáfumál. Stjórnin. ÖKUMENN! t BLÁSUM El SUMRINU BURT Staða sveitarstjóra í Hafnarhreppi Höfn í Hornafirði er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist sveitarstjóra Hafnarhrepps fyrir 28. júní n.k. Hreppsnefnd Hafnarhrepps. Tamningar Tek hross í tamningu og þjálfun í Langholti Hraungerðishreppi eftir 20. júní. Upplýsingar í síma 99-1019, Gunnar Ágústsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.