Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 1
TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ! Miðvikudagur 30. júní 1982, 145. tbl. 66. árg. Allt benti til þess ad samningar nædust í nótt á milli ASI, Vinnumálasambands samvinnufélaganna og VSI: SAMNINGSUPPKASTIÐ MET- K) A TÆP NIU PROSENT en gert ráð fyrir um 3% vísitöluskerdingu 1. sept. nk. ■ AUt benti tíl þess á öðrum timanum í nótt að samningar tækjust, á mUli Alþýðusambands Islands annars vegar og Vinnumálasambands samvinnufélag- anna og Vinnuveitendasambands Is- lands hins vegar, siðar um nóttina um nýjan kjarasamning þessara aðUa sem þá mun gilda fram tU 1. september á næsta ári. Samkvæmt heimildum Tímans þá mun það samningsuppkast sem til umræðu var milli aðila fela i sér tæplega niu prósent launahækkun, en að vísu mun ráð fyrir þvi gert að tæp þrjú prósent verði tekin til baka á móti með vísitöluskerðingu 1. september n.k. Jafnframt mun gengið út frá þvi að visitala svonefndra Ólafslaga gildi áfram, en hún gerir m.a. ráð fyrir að tekið sé tillit til viðskiptakjara við útreikning verðbóta. Sjálf grunnkaupshækkunin sem í samningsuppkastinu felst nemur fjór- um prósentum, en auk þess er gert ráð fyrir breytingum á starfsaldurshækkun- um strax og fimmtung úr prósentu til afgreiðslu á sérkröfum sérsamband- anna. Siðar á samningstímabilinu ergert ráð fyrir eins flokks launahækkun til allra launþega og frekari starfsaldurs- hækkunum. Samtals er þetta metið á tæp níu prósent. í gærkveldi var framhaldið óformleg- um samningaviðræðum á milli ASÍ og VSÍ án tilhlutan sáttasemjara, og fóru þær fram i höfuðstöðvum VSÍ við Garðastræti. Á þessum fundi voru aðeins mættir forsvarsmenn þessara samtaka. Að ganga hálf eitt í nótt lauk þessum fundi, og hófust þá fundir samninganefnda aðila i húsakynnum sáttasemjara í Borgartúni. Á þeim fundum var samningsuppkast- ið i endalegri mynd kynnt. Var þeim ekki lokið þegar blaðið fór í prentun, en búist var við að hægt yrði að undirrita samninga siðar um nóttina, nema eitthvað alveg sérstakt kæmi upp á yfirborðið. Voru áhöld uppi um það hvort rafiðnaðarmenn ásamt járniðnað- armönnum yrðu með í þessum samningi, en vangaveltur voru um það, að e.t.v. setti VSÍ það sem skilyrði að þeir yrðu með svo af undirritun samningsins gæti orðið. Vinnumálasamband samvinnufélag- anna mun einnig undirrita samninginn við ASÍ ef af undirritun verður á annað borð, enda má segja að hann sé að stærstum hluta til afrakstur samninga- viðræðna þess og ASÍ undanfarna daga, samkvæmt heimildum Timans. HEI/Kás Bfla- geymsla inn i Arnarhól? — Möguleikar á tengingu T ryggvagötu og Hverfisgötu kannaðir ■ Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt tillaga um að úttekt verði gerð á bifreiðastæðamálum i miðborg Reykjavikur, i svonefndri Kvos. Hefur borgarverkfræðingi og Borgarskipulagi Reykjavíkur verið falið að gera úttekt á fjölda bifreiðastæða, möguleikum á fjölgun þeirra, og hvort það sé tæknilega mögulegt og hvað það muni þá kosta. Er mönnum þá efst í huga bygging bílageymsluhúss á svæðinu. Jafnframt þessu var samþykkt tillaga um að kannað verði með möguleika á tengingu Tryggvagötu og Hverfisgötu, ef það mætti verða til þess að greiða fyrir umferð um miðbæinn. Ef út i þetta yrði farið yrði að umleggja Tryggvagötu frá Pósthússtræti og upp að Hverfisgötu, en mörg hús eru í veginum, svo af því geti orðið. Auk þessa var samþykkt tillaga frá Albert Guðmundssyni, forseta borgar- stjórnar, um að fela borgarverkfræðingi að kanna möguleika á þvi að koma fyrir bilageymslu húsi inn i Arnarhóli, undir styttunni af Ingólfi Amarsyni, land- námsmanni Reykjavíkur. Verði farið út í þá framkvæmd myndi jafnframt skapast aðstæður fyrir ódýrt grjótnám í hjarta borgarinnar, því heljarmikil klöpp mun vera undir Arnarhóli. Spölkorn frá Arnarhóli er Seðlabankinn nú að reisa bilageymsluhús á tveimur hæðum sem verður eign Reykjavikur- borgar. -Kás. ■ Um hálf eitt leytið i nótt mættu forsvarsmenn ASÍ og VSÍ á ný inn i Karphús, til að gera samninganefndum sinum grein fyrir samningsuppkasti aðila. Til vinstri má sjá fulltrúa VSÍ þá Þorstein Pálsson, Kristján Ragnarsson og Gunnar Friðriksson. En á hægri myndinni ræðast þeir við Ásmundur Stefánsson og Guðmundur J. Guðmundsson, nýkomnir inn úr dyrunum. nmamynd: Róbwt. Tvítugur Vestmannaeyingur lá slasadur úti í nær fjóra sólarhringa: NÆRDIST A HUNDASURUM OG RIGNINGARVATNI! ■ Tvítugur Vestmannaeyingur fannst illa haldinn i kartöflugarði á sunnanverðum Vestmannaeyjum eftir að hann hafði legið úti á fjórða. sólarhring án þess að nokkur hefði lýst eftir honum. Ungi maðurinn tók þátt i Jóns- messugleði sem haldin var við Breiðabakka á sunnanverðum Vest- mannaeyjum. Á föstudagskvöldið meðan gleðin stóð sem hæst féll hann af brún neðan við Breiðabakka og niður i fjöruna, sem mun vera talsvert fall. Þar lá hann í rúma tvo isólarhringa meðvitundarlaus. Þegar hann vaknaði til meðvitundar tókst honum að krafla sig af sjálfsdáðum upp á bakkann og út í kartöflugarð. Þar lá ungi maðurinn þar til gengið var fram á hann um klukkan sjö í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum nærðist maðurinn á kartöflugrasi, hundasúrum og rign- ingarvatni meðan hann lá i kartöflu- garðinum. Eftir að hann fannst var hann fluttur á sjúkrahúsið í Vest- mannaeyjum og þar lá hann mjög þreyttur og illa leikinn i gærdag. Var jafnvel talið að hann væri hrygg- brotinn. Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.