Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 12
16
MIÐVJKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982
Sláttuþyrla
Til sölu sláttuþyrla, Nýmeir, með knúsara, árg.
1981. Upplýsingar I síma 99-6858.
Heyvagnar
Á tvöföldum 16“ hjólum.
Lengd 5-6 metrar.
Upplýsingar i síma 91-33700.
íþróttir
■ Það var oft barist af meira kappi en forsjá í leiknum í gærkvöldi, mikið öskrað og hamagangurinn i fyrirrúmi. Mynd: Ari.
Þróttarar
langefstir
■ Úrslit siðustu leikja 2. deildar urðu
þessi:
Skallagrimur - Reynir...0:1
Njarðvik - FH ..........5:1
Þróttur, R - Einherji.....1:0
Þróttur, N - Völsungur..2:1
Þór, Ak. - Fylkir.........2:2
Staðan er nú þessi:
Þróttur R......7 6 10 13:2 13
FH ............ 6 3 2 1 5:6 8
Þór, Ak........ 7 24 1 9:7 8
Völsungur...... 7 3 1 3 9:9 7
Njarðvík ...... 72 3 2 13:11 7
Fylkir..........7 15 1 9:10 7
ReynirS........ 7 2 2 3 8:7 6
Þróttur N...... 6 1 2 3 4:8 4
Einherji........5 1 1 3 6:9 3
Skallagrímur .... 7115 5:13 3
Leidrétting
■ í frétt í blaðinu í siðustu viku var
sagt frá komu sænsk fimlcikafólks
hingað i næstu viku og fullyrt að sýning
Svíanna i Kennaraháskólanum í kvöld
yrði kl. 20. Það er ekki rétt, sýningin
hefst Id. 21.
■ Sveinn Bjömsson, forseti ÍSÍ ávarpar gesti, er fyrsta skóflustungan að 3. áfanga
íþróttamiðstöðvarinnar var tekin i gær, en um það verk sá fyrram forseti ISI, Gísli
HaUdórsson (innfellda myndin). Myndir: Arí.
3. áfangi íþróttamiðstöðvar ÍSÍ:
■ „Dagurinn í dag er merkisdagur í islenskri íþrottasogu. Fyrir nakvæmlega 30
árum, 29. júní 1952, unnu íslendingar Norðmenn og Dani i frjálsum íþróttum og
Svía í knattspymu. AfmæUsins er því minnst á verðugan hátt með þvi að hefja
byggingarframkvæmdir að íþróttamiðstöð ISI i Laugardal“.
Þannig fórust Sveini Björnssym,
forseta ÍSÍ orð i gær, er tekin var fyrsta
skóflustungan að 3. áfanga íþróttamið-
stöðvar ÍSI í Laugardal, en árið 1978 var
á íþróttaþingi samþykkt að hefja
undirbúning að byggingu húss með
gistiaðstöðu fyrir iþróttafólk, ásamt
tilheyrandi félags- og fundaherbergjum,
svo og aðstöðu fyrir námskeiðahald
íþróttahreyfingarinnar.
í húsinu, sem verður 490,9 fermetrar
að flatarmáli verða m.a. 12 tveggja-
manna gistiherbergi, starfsmannaher-
bergi, setustofa, fyrirlestrasalur, eldhús
og herbergi fyrir fræðslufulltrúa og
kennara.
Með tilkomu hins nýja húss verður
gjörbylting á allri funda- og fyrirlestra-
aðstöðu iþróttahreyfingarinnar og er
vonandi að þeim ÍSÍ-mönnum verði gert
kleift að koma húsinu upp á sem
skemmstum tíma. -IngH.
Markalaust
jafntefli
■ KR-ingar og Keflvíkingar skiptu með
sér bróðurlega stigunum er liðin mættust
í 1. deiidinni i gærkvöldi á Laugardals-
vellinum, 0-0. Baráttan var aðalsmerki
beggja liða og oft á tíðum sáust leikmenn
litt fyrir í baraingnum. Reyndar var
völlurinn nánast moldarflag og þvi erfitt
að leika netta og áferðarfallega knatt-
spyrau.
Keflvikingar voru öllu beittari í fyrri
hálfleiknum og þeir fengu 2 góð
marktækifæri. Stefán KR-markvörður,
varði meistaralega með úthlaupi er Óli
Staðan
Þór Magnússon var kominn í gott færi.
Þá skaut Rúnar Georgsson langskoti rétt
framhjá KR-markinu. ® Staðan í 1. deild:
Sami barningurinn hélt áfram í seinni Vestmannaeyjar . ..7412 10:6 9
hálfleik og enn voru undirtökin og Vikingur ........ 7 3 3 1 10:7 9
frumkvæðið sunnanmanna. En besta KH............... 8 2 5 1 5:4 9
marktækifæri hálfleiksins fengu KR- Akranes.......... 8 3 2 3 8:6 8
ingar, þegar Willum aleinn á vítateig lét KA............... 8 2 4 2 7:7 8
Þorstein Bjamason verja frá sér. Breiðablik.......... 8 3 2 3 11:13 8
Markverðir beggja liða, Þorsteinn og Keflavík............ 8 3 2 3 5:7 8
Stefán, voru bestu leikmennimir á Valur...............8314 7:10 7
vellinum. Fram ............... 7 1 3 3 6:9 6
-IngH ísafjörður..........7 2 14 10:10 5
Merkur áfarigi
í sögu ÍSÍ
GLUGGAR
0G HURÐIR
Vönduð vinna á hagstœðu verði.
Leitið tilboða.
ÚTIHURÐIR
Dalshrauni 9. Hf.
S. 54595.
AUGLÝSING
Hér með eru úr gildi felldar þær hömlur á innflutningi
ýmissa vörutegunda, sem settar voru vegna gin- og
klaufaveiki, sem upp kom í Danmörku sbr. augl. 25.
mars 1982. Einnig er úr gildi fellt bann við
innflutningi á fóðurvörum frá Bretlandseyjum.
Athygli er vakin á því að eftir sem áður er í gildi
innflutningsbann við ósoðnum slátur- og mjólkuraf-
urðum o.fl., sbr. lög um varnir gegn gin- og
klaufaveiki nr. 11/1928.
Landbúnaðarráðuneytið,
30. júní 1982.
Ódýrar bókahillur
Stærð: 184x80x30 Ijós eik kr. 1.395.-
Bæs " 1.350.-
Tréhurðir kr. 395.-, Glerhurðir kr. 495.-
\t? Húsgögn og Su4u(landsbraut 18
•M innrettingar simi 86-900
Ósigur
■ íslenska handboltalandsliðið tapaði
fyrsta leik sínum á alþjóðlegu móti i
Júgóslaviu. Leikið vargegn heimamönn-
um, sem sigruðu 23-17 (12-9 í hálfleik).
Kristján Arason skoraði flest mörk
landans eða 4, Sigurður Sveinsson
skoraði 3 mörk.
Þá sigmðu Sovéfmenn B-lið Júgó-
slava 24-14 og Pólverjar sigmðu Sviss
með 26 mörkum gegn 16. - IngH.
KR-ÍBK á Laugardalsvelli í gærkvöldi: