Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sími (91 ) 7 - 75-51, (91 ) 7 - 80-30. T7T7nT5 tTT71 Skemmuvegi 20 rtrjiJU Jlr . Kiipavogi Mikiö úrval Opid virka daga 9-19 • Laugar daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armtila 24 Sfmi 36510 4 JHor0uut)Ia&it> Las yfirlýsingu til stuðn- ings samningi við Sovét / rann- sóknaskip og 303 Sovétmenn Verkfrædistofa Sigurdar Thoroddsen 50 ára: „ER HÉR NÁNAST UPP A PUNf’ stofnandinn Sigurður Thoroddsen verkfræðingur heldur upp á fimmtugsafmæli verkfræðistofu sinnar um þessar mundir. Timamynd Ella ■ Teskeiðin vann ekki á snittunni, en auðvitað þurfti snittan að fara í sundur, svo Sigurður Thoroddsen tók upp vasahnífinn sinn, opnaði hann og skar snittuna. Þar með var það verkefni lcyst. Þetta litla atvik gerðist þegar Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen bauð blaða- mönnum til kaffidrykkju og til að kynna starf fyrirtækisins i 50 ár. Það er ekki vist að atvikið sé dæmigert fyrir störf Sigurðar en ekki er ólíklegt að það skýri velgengni hans að nokkru, hann leysti þau verkefni sem hann tók að sér með tiltækum aðferðum. „Ég er hér nánast upp á punt,“ sagði • Sigurður í rabbi sinu við frðttamenn, „kem svona stundum til að fá mér kaffisopa." Síðan sagði Sigurður frá því að það hefði löngum verið hans skoðun að þeir sem starfa i fyrirtækinu eigi að eiga það. Þvi var það að árið 1962 stofnaði hann sameignarfélag um rekst- ur stofunnar með þeim fimm starfs- mönnum sínum, sem lengstan starfsald- ur áttu að baki. Nú eru eigendumir 32 og eiga allir jafnan hlut og starfa allir á stofunni. Eftir að Sigurður hafði lokið námi sínu bauð Jónas frá Hriflu honum starf við að fara um landið og kanna hafnir landsins. Eftir að þvi lauk, settist hann inn hjá Vita- og hafnarmálaskrifstof- unni, fyrst til að vinna úr skýrslum sinum og siðar við önnur störf. En svo kom þar að ráðherra sendi út umburðarbréf til stofnana rikisins um að spara og Sigurður segist hafa orðið eini maðurinn' sem varð fyrir barðinu á niðurskurðinum sem á eftir fylgdi. Svo hóf hann eigin rekstur. „Ég byrjaði smátt, en gekk vel. En ’38-’39 var kreppan og þá datt allt niður, var bókstaflega ekkert að gera næstu árin. En eftir striðið var mikill stórhugur í mönnum og síðan hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt. Þegar ég hætti sem framkvæmdastjóri hér, um áramótin ’74/’75, voru starfsmennirnir 54 og eru nú orðnir yfir 70.“ Verkefni VST hafa verið margvísleg. Upphaflega voru þau einkum í húsbygg- ingum og þjónustu við bæjarfélög. Hin siðari ár hafa stór verkefni við virkjun vatnsorku og jarðhita sett svip sinn á starfsemina. „Lengi vel var islenskum verkfræðing- um ekki treyst í stóru virkjanirnar, enda þótt ekki væri minni þekkingar þörf í þær minni. En það var þó minna i húfi, ef illa tækist til,“ segir Sigurður. „En nú er þetta breytt. í framtiðinni mun islenskum verkfræðingum og íslenskum verktökum verða treyst til að vinna hvaða verkefni sem er, á sinu sviði hér á landi.“ Sigurður Thoroddsen varð félagi nr. 30 i Verkfræðingafélagi íslands. Þeir sem þar voru fyrir voru þó ekki allir verkfræðingar, heldur ýmsir fræði- menn á öðrum sviðum. Hann er nú heiðursfélagi í Verkfræðingafélaginu og Félagi ráðgjafaverkfræðinga „og þótt viðar væri leitað," bætir hann við. Hann verður áttræður síðar á þessu ári. SV ðfwim MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982 fréttir 300 milljónir vantar upp á hjá útgerðinni ■ Ekki minni fjárhæð en 300 milljónir króna verður með einhverju móti að finna til að bjarga því að togara- floti landsmanna leggist við landfestar á næstu dögum vegna rekstrarhalla, samkvæmt heimildum Tim- ans. „Það getur verið að sumir trúi þvi varla hvað þessi vandi er að verða gifurlegur", sagði Stein- grimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra, i samtali við Timann i gær, en fyrr um daginn hafði starfs- hópur sem kannaði leiðir til lausnar vanda togaraútgerð- arinnar skilað áliti sinu. Samkvæmt heimildum Timans kemur fram i nefnd- arálitinu að hallinn á togur- unum hefur verið frá 20 til 35% það sem af er þessu ári, eftir þvi hvort minni eða stærri togaramir eiga í hlut. Reynt er að meta i skýrsl- unni hver ársafkoma togar- anna yrði miðað við mismun- andi aflamagn. Þrátt fyrir að aflinn batni verulega það sem eftir lifir þessa árs er ljóst að hallinn verður á bilinu 10-20%. Síðan er bent á ýmsar Ieiðir til útbóta sem fela það í sér að færa fjármagn til útgerðarinnar ýmist með þvi að auka tekjur hennar eða með því að minnka tilkostnað hennar. Eru það atriði eins og fiskverðs- hækkun, endurgreiðsla á uppsöfnuðum söluskatti, greiðslur úr Aflatryggingar- sjóði og niðurgreiðsía á oliu. Ríkisstjórnin ræddi skýrslu starfshópsins á fundi sínum i gær, og jafnframt tillögur frá full- trúum útgerðarmanna og sjávarútvegsráðuneytisins i starfshópnum þar sem gerð er grein fyrir því hvernig hægt er að bæta útgerðinni þann skaða sem hún hefur orðið fyrir á fyrri hluta þessa árs, og hvernig hægt er að bæta rekstrarskilyrðin út ár- ið. Efnahagsnefnd rikis- stjómarinnar hefur fengið þetta mál til umsagnar, og jafnframt mun ráðherra- nefnd þriggja ráðherra, væntanlega einnig fjalla um það. Ákvörðurnartöku er ekki að vænta fyrr en i allra fyrsta lagi um miðja næstu viku. - Kás dropar Alfreð ritstjóri íþrótta- blaðsins ■ Við heyrum að í kjölfar þeirra hræringa sem nú eru i útgáfustarfseminni hjá Frjálsu framtaki sé afráðið að gera nokkrar breytingar á ritstjóm Iþróttablaðsins, sem gefið er út i samvinnu við Í.S.Í. Alfreð Þorsteinsson tekur við rit- stjórastarfi, sem hann mun deila meðSteinari J. Lúðvíks- syni, og fyrirhugað er að hressa upp á efni og útlit blaðsins. Mogginn og landráðin ■ Ekkert blað á Vesturlönd- um getur verið jafn bjánalegt og Mogginn þegar hann leggur sig verulega fram. Þessa dag- ana er eins og himinn og jörð séu að farast vegna einhverra viðskiptasamninga sem í bí- gerð er að gera við Sovétríkin, - samninga sem eiga sér hliðstæðu í öllum nágranna- löndunum. Aðal„frétt“ Moggans i gær er undir þessari fyrirsögn, sem lamið er upp á baksíðu: „Þórhallur Asgeirsson á fundi utanrikismálanefndar: Las yf- irlýsingu til stuðnings samningi við Sovét“. Af tóninum má ráða að Mogganum finnist að með þessu hafi Þórhallur gerst sekur um landráð eða eitthvað þaðan af verra. A furðulega bamalegan hátt tengir Mogginn svo komu fjögurra rannsóknarskipa hingað til lands við fyrrgrcinda viðskiptasamninga. Hér em glefsur úr myndatexta undir mynd af sovésku skipunum: „Viðskiptaviðræður fara nú fram i Reykjavík milli fulltrúa Sovétmanna og íslendinga... í gær vora fjögur sovésk rann- sóknaskip i Reykjavik... Alls era þvi 303 sovéskir sjómenn i Reykjavík þessa daga...“. Nú er spuraingin hvort Mogginn trúir þvi raunvera- lega sjálfur að sjómennirnir séu héma til að beita heroaðar- legum þrýstingi þar sem land- ráð islenskra aðUa hrökkva ekki til, eða hvort blaðið hefur svona dæmalaust lítið álit á dómgreind lesenda sinna. Krummi... sér í Mogganum að nú er aUt orðið um seinan. Rússamir era komnirl!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.