Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982 3 fréttir Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu lÍRSUTALQKURINN I BEINNIIJTSENDINGU — en líklega í svart/hvltu ■ „Mér hefði fundist hrein goðgá að byrja heimsmeist- arakeppnina með beinum útsendingum, þrjá fyrstu dagana, og síðan hætta í miiliriðlunum og i úrslitakeppninni,“ sagði Bjarni Felixson, íþróttafrétta- maður Sjónvarpsins, þegar Timinn spurði hann hversvegna Sjónvarpið nýtti sér ekki alla möguleika á beinum útsendingum frá heimsmeistarakeppninni á Spáni. „Við urðum að tryggja okkur keppnina alla,“ hélt Bjarni áfram. „Hér er um 52 leiki að ræða. Á fyrstu þremur dögunum voru þrír leikir falir í okkar kerfí. Við settum höfuðáherslu á að fá opnunarleikinn.” - Nú er ljóst að fyrir utan opnunarleik- inn stóð Sjónvarpinu til boða að fá leiki Ítalíu og Póllands, Brasiliu og Sovétrikj- anna og Perú og Kamerún beint um Skyggni, á því kerfi sem hér er notað. En þú hefur oftar en einu sinni látið hafa eftir þér, að opnunarleikurinn hefði verið sá eini sem falur var? „Pegar farið er að vinna að heims- meistarakeppni til útsendingar i sjón- varpi, þá er það ekki gert árið 1982, heldur árið 1980. Þegar við stóðum frammi fyrir því, þá var það tæknilegt atriði sjónvarpsstöðvanna á Spáni hvem- ig sjónvarpssendingum yrði dreift um heimsbyggðina. Við eram í samfloti með samtökum sjónvarpsstöðva i Evr- ópu sem flestar nota Pal kerfi eins og við. Þá var spurningin, hvernig eigum við að taka við þessu efni? Svar mitt var að fá sem mest í beinni útsendingu. Síðan kemur að riðlakeppninni og út eru sendir þrir leikir á dag. Okkur er alveg vonlaust að afgreiða nema tvo. Þá verður að panta i marsmánuði s.l. Ljónin á veginum voru mörg, í fyrsta lagi voru aðeins þessir þrír leikir falir, þess vegna urðum við að senda menn til Kaupmannahafnar til að taka upp leikina þar. Eftir á breyti ég því ekkert fram og til baka hvaða leikir verða sýndir. Það þýðir ekkert að naga sig i handarbökin eftir á.“ - En nú var það haft eftir Pétri Guðfínnssyni, framkvæmdastjóra Sjón- varpsins, að ef útsendingar hefðu verið ráðgerðar fyrir einu ári, þá hefði verið hægt að fá alla leikina í beinni útsendingu. „Það er ekki rétt hjá Pétri.” - Spánski síminn bauð Sjónvarpinu að leggja fram óskir um breytingar á niðurröðun leikjanna í gervitunglinu strax í haust og svo aftur í mars. En Sjónvarpið svaraði þvi engu? „Ég man nú ekki nákvæmlega hvenær það var sem ég fékk listann yfir þetta. En þegar hann kom gerði ég minar tillögur og lagði þær fyrir útvarpsráð. Ég vildi leggja höfuðáherslu á undanúrslitin og úrslitaleikinn. Það var svo ekki fyrr en hálfum mánuði áður en keppnin hófst sem útvarpsráð lét þau boð ganga, að við gætum sent út þá leiki sem hægt yrði að fá beint í júlí. Það var of seint“. - Nú er hægt að fá alla leiki í svart-hvítu? „Já. Ég ætla ekki að standa fyrir þvi að senda út lélegar myndir af góðu efni. Það væri hreinlega skref aftur á bak. Að minu mati er það ekki aðalatriðið hvort útsendingar eru beinar. Heldur að við fáum að sjá sem mest af keppninni," sagði Bjarni. Þess má geta að Tíminn hafði samband við Bjarna tveimur tímum eftir þetta samtal og var þá búið að ákveða að senda út úrslitaleikinn í heimsmeist- arakeppninni. Hvort sem hann fæst i lit eða ekki. - Sjó. Sjónvarpinu stóð opið til 1. apríl að tryggja sér beinar útsendingar: Svaraði aldrei bréfunum ■ „Það reyndi ekkert á það hvaða leiki sjónvarpið hefði getað fengið. Við fengum tvö bréf frá Spánska simanum, þar sem lagður var frant listi yfir bráðabirgðarskipulag á útsendingunum. Bréfunum átti að svara fyrir fyrsta april, ef einhverjar óskir um brevtingar yrðu lagðar fram. En Sjónvarpið svaraði aldrei bréfunum," sagði Gústav Arnar, yfirverkfræðingur Pósts og síma í samtali við Timann i gær. „Það korn strax i Ijós að niðurröð- un leikjanna var okkur mjög i óhag. Það voru bara fyrstu leikirnir sem við áttum kost á að fá. Við gerðum útvarpinu þegar grein fyrir þessu og sögðum þdm að ef þeir hefðu einhvern áhuga á beinum útsending- um, væri rétt að láta okkurvita fyrst. En fresturinn var til fyrsta april og Sjónvarpið lét hann renna út“, sagði Gústav. -Sjó. ■ Bygging Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti var formlega tekin í notkun í gær. Afhenti menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason fyrir hönd Rannsóknarráðs rðdsins, Pálma Jónssyni, landbúnaðar- ráðherra, bygginguna. Tímamynd:EUa. ?rLand og synir” og „Útlaginn” nú endursýndar ■ ísfilm hyggst hefja endursýningar á kvikmyndum stnum, Útlaganum og Landi og sonum, nú i byrjun mánaðar- ins. Verða myndirnar sýndar um allt land, en fyrstu sýningar verða á Akureyri og Sauðárkróki. Sýningar hefjast í Nýja biói á Akureyri strax upp úr mánaðamótunum, en á Sauðárkróki hefjast sýningar á Landi og sonum um sama leyti. Ástæðan til þess að Land og synir er endursýnd er, að nokkuð margir aðilar hafa óskað eftir að fá hana enn til sýningar. Eins og kunnugt er sló myndin öll aðsóknarmet á sinum tima. Kvikmyndin Útlaginn var frumsýnd seint á síðasta ári, og lentu þvi sýningar á henni á tíma þegar jólaundirbúningur var í fullum gangi. Engu að siður hafa tugir þúsunda séð myndina, þar af fimmtíu og tvö þúsund i Reykjavík einni. Kvikmyndin Útlaginn hefur verið kynnt viða og verið sýnd á Filmex í Bandarikjunum og í Cannes. Þá hefur ísfilm verið boðið að sýna hana á kvikmyndahátíð i Karlovy Vary i Tékkóslóvakíu nú í byrjun mánaðarins. Sú hátið er m.a. hugsuð til að kynna kvikmyndir frá Austur-Evrópu og fyrir fulltrúum þaðan. Útlaginn hefur vakið mikla athygli erlendis og mikið verið skrifað um myndina í blöð. Hið þekkta blað Variety hælir myndinni mjög og segir hana m.a. minna á kvikmyndina Macbeth eftir Polanski. Kvikmyndin hefur þegarverið seld til Noregs, Sviþjóðar, Þýskalands og Bretlands, en um þessar mundir er verið að ganga frá samningum við Crown International Inc. í Los Angeles um sölu og dreifmgu á myndinni í Bandaríkjunum og Kanada. Verður það í fyrsta sinn sem islensk mynd nær útbreiðslu á þvi svæði. Kvikmyndin Land og synir hefur þegar farið viðsvegar um heim og unnið til verðlauna og viðurkenningar á kvikmyndahátiðum. Leikstjóri að báð- um þessum myndum hefur verið Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri, en framleiðandi er Jón Hermannsson, tæknifræðingur. ísfilm athugar nú enn frekari útfærslu starfsemi sinnar, en í ágúst i sumar mun fyrirtækið gera heimildarmynd um Daniel Bruun og Kjalveg. Síðustu forvöð eru að ná Kjalvegi óbreyttum vegna Blönduvirkjunar. ReiÖstígvél BARNA-, KVEN - OG HERRASTÆRÐIR ÞRJÁR BOLVÍDDIR AIGLE MEST SELDU REIÐSTÍGVÉL í HEIMI ^KAUPFÉLÖGIN VÍÐA UM IAND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.