Tíminn - 30.06.1982, Qupperneq 7

Tíminn - 30.06.1982, Qupperneq 7
kVtilM Wlf'l » i íl 'i i-jf UVé' ítmmKv erlent yfirlit ■ ÞAÐ mun vafalaust líða nokkur timi þangað til öll kurl verða komin til grafar i sambandi við afsögn Alexanders Haig. Ein sagan, sem nú er á kreiki, er sú, að hann hafi sjálfur ekki átt von á því, að Reagan myndi taka afsögn hans til greina, en Reagan hafi tekið hann á orðinu. Ráðgjafar Reagans í Hvita húsinu hafi um skeið verið ákveðnir i því og iagt það til við forsetann, að næst þegar Haig bæðist lausnar, yrði það strax tekið til greina, en hann var nokkrum sinnum búinn að leika þann leik, en forsetinn hafði jafnan neitað að fallast á lausnar- beiðnina. Haig er sagður hafa átt von á því, að það endurtæki sig einu sinni enn. Haig varð ekki að þeirri von sinni. Þegar lokið var morgunverði, sem Reagan snæddi með ráðherrum sinum í Hvíta húsinu siðastliðinn föstudags- morgun, kallaði hann Haig afsiðis og skýrði honum frá því, að fallizt hefði verið á afsögn hans. Það fylgir þessari sögu, að Reagan hafi þá þegar verið búinn að ákveða eftirmann Haigs, enda kom tilkynningin um útnefningu hans jafnsnemma og sagt var frá afsögn Haigs. Ráðunautar Reagans eru sagðir hafa rætt um það undanfarna daga hver yrði heppilegasti eftirmaður Haigs og Shultz varð fyrir valinu. í>á þegar var rætt um þetta við hann og hann gaf samþykki sitt. Sumar heimildir segja, að þetta hafi þegar komið til tals í Versölum, þegar leiðtogafundurinn var haldinn þar, en Shultz var mættur þar sem ráðgjafi Reagans í efnahagsmálum. Þá segir sagan, að forsetafrúin, Nancy Reagan, hafi verið orðin andvíg Haig og talið hann reyna að skyggja á mann hennar. MEÐ þeirri breytingu, sem nú hefur orðið, virðist hafa verið komið á nokkuð svipaðri skipan og hjá Nixon og Carter, þ.e. að stefnan í utanríkismálum verður ekki mótuð i utanríkisráðuneytinu, heldur í Hvíta húsinu. Það verður aðalráðunautur forsetans þar í öryggis- máium, sem mótar stefnuna i samráði við forsetann, og utanrikisráðherrann verður raunar ekki annað en embættis- maður, sem framfylgir fyrirmælum frá Hvíta húsinu. Það var af þessum ástæðum, sem Rogers vék úr utanrikisráðherraembætt- ■ Reagan og Shultz í Camp David á Iaugardaginn Shultz mun verða Reagan eftirlátur Utanrlkisstefnan verður mótud í Hvíta húsinu inu i stjómartíð Nixons og Vance i stjórnartíð Carters. Samkvæmt þessu verður það Kali- forniumaðurinn William Clark, sem ráða mun mestu um mótun utanríkis- stefnunnar, ásamt forsetanum og öðrum ráðgjöfum hans í Hvíta húsinu, eins og Meese og Baker. Utanrikisráðherrann mun svo fylgja henni fram. Það mun ekki reynast George Shultz neitt vandaverk að starfa á þennan hátt. Hann var í kosningabaráttunni 1980 einn af helztu ráðgjöfum Reagans í efnahagsmálum og utanrikismálum og í fyrstu talinn líklegastur til að hljóta embætti utanríkisráðherrans eftir sigur Reagans i kosningunum. Hann dró sig hins vegar til baka, þegar Weinberger, féllst á að verða varnarmálaráðherra, því að ekki væri heppilegt að hafa tvo menn i stjórninni frá sama verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki, sem er eitt hið stærsta í heiminum sinnar tegundar. Þetta er nú samt orðið. Það mun auðvelda Shultz að gegna þessu hlutverki, að hann er laginn samningamaður og vinsæll af þeim, sem hann umgengst. GEORGE Pratt Shultz er fæddur i New York 13. desember 1920. Hann stundaði hagfræðinám við háskóiann i Princeton og lauk háu prófi þar 1942. Næstu árin var hann í landgöngusveitum hersins, aðaliega á Kyrrahafssvæðinu. Eftir styrjöldina var hann kennari við tækniháskólann i Massachusetts, og lauk jafnframt doktorsprófi þar. Árin 1955-1956 var hann sérstakur ráðunaut- ■ Wiliiam Clark ur Eisenhowers forseta i efnahagsmál- um, en 1957 varð hann deildarforseti við viðskiptaháskólann í Chicago. Þegar Nixon myndaði stjórn sína eftir forsetakosningarnar 1968, gekk Shultz i þjónustu hans. Hann varð fyrst vinnu- málaráðherra, siðar fjárlagastjóri og loks fjármálaráðherra. Hann lét af því embætti vorið 1974 eða nokkru áður en Nixon hrökklaðist úr forsetaembættinu. Hann réðist þá tii Betchel Corporation, sem er eins og áður segir, eitt mesta stórfyrirtæki heims sinnar tegundar. Þar unnu þeir Weinberger saman og eru þeir sagðir góðkunningjar. Shultz hefur unnið sér það orð að vera góður starfsmaður og koma sínu fram, þótt hann virðist enginn ákafamaður. Hann er talinn halda kunningsskap við þá Nixon og Kissinger og mælti sá siðarnefndi með honum sem utanríkis- ráðherra, þegar Reagan var að mynda stjórn sína. Shultz hefur verið talinn ihaldssamur sem hagfræðingur og hallast að kenning- um Miltons Friedman. Þó mun hann ekki eins einstrengingslegur i þeim fræðum og Friedman er. Talsvert er nú rætt um, hvort nánustu samstarfsmenn Haigs i utanríkisráðu- neytinu haldi áfram störfum sinum, eða þeir Walter Stoessel varautanrikisráð- herra, Laurence Eagleburger aðstoðar- ráðherra og Richard Burt aðstoðarráð- herra. Allir þessir menn eru taldir hliðhollir Evrópu og skoðanabræður Haigs að því leyti. Haukarnir hafa horn í síðu þeirra. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Palestínumenn tef ja tímann — segja ísraelsmerm ■ Talsmenn ísraelsstjórnar segja að samningaviðræðum miði lítið sem ekkert og að Palestínumenn séu aðeins að tefja timann með þeim og reyni að koma þannig i veg fyrir lokasókn ísraelshers inn í Beirut. fsraelsmenn segja jafnframt að ef allir Palestínumenn haldi ekki frá höfuðborginni þá sé öll herferð þeirra hingað til unnin fyrir gýg. ísraelsmenn ásaka Palestínumenn einnig um að ljúga því að þeir hafi fallist á að hverfa frá Beirut og að í raun hafi þeir engar slikar áætlanir á prjónunum. Leiðtogar Efnahagsbandalagsins sögðu í yfirlýsingu í gær að vopnahléið i Líbanon yrði að halda hvað sem það kostaði. í yfirlýsing- unni er ísrael gagnrýnt harðlega fyrir innrásina og sagt að vissulega eigi ísraelsmenn rétt á að öryggi þeirra sé tryggt en valdbeiting sé hinsvegar ekki rétta lausnin i þeim málum. Palestínumenn beina nú augum sinum mjög til Bandaríkjanna en það er eina landið sem getur fengið ísraelsmenn tii að sveigja stefnu sína gagnvart þeim i einhverjum mæli. Vona Palestínumenn að Bandaríkin geti beitt fsrael nægum þrýstingi til að fallast á tillögur þær sem komið hafa fram og verið er að ræðah’ Beirut á fundum deiluaðila með Philip Habib sendifulltrúa. Sharon landvamarráðherra fsraels hvatti Palestínumenn til þess að gefast upp þvi ísraelsher hefði nógan mannafia og tæki til að ráða niðurlögum þeirra í Beirut á skömmum tíma. Saudi-Arabar hafa boðist til þess að flytja Palestinumennina frá Beirut og er verið að kanna þetta boð. Hennenn Israelshers við Beirut. „Palestínu- menn eiga rétt á eigin landi” — segir páfi ■ „Palestínumenn eiga rétt á eigin landi“ sagði Jóhannes Páil páfi m.a. við sérstaka messu i Róm sem tileinkuð var friði í Líbanon. Yfirlýsing páfa er sú eindregnasta sem komið hefur frá honum um þetta mál en hann sagði ennfremur að taka yrði tillit tii lögmætra krafna Palestinumanna og að þeir yrðu að hafa eigið föðurland til þess að geta lifað í friði. Flóttafólk á leið frá Beirut. írakar horfnir á brott frá íran? ■ írakar hafa gefið út yfirlýsingu þar sem segir að þeir hafi nú horfið frá öllu því landi sem þeir tóku af írönum i stríði þessara aðila. íranir hafa harðlega neitað þessu, segja þetta ósannindi og að Irakar hafi aðeins dregið sig til baka frá stöðvum sem voru hvort eð er illverjanlegar og hafi þeir flutt sig til stöðva þar sem þeir geta betur fest sig í sessi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.