Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 2
2_________ Íspegli tíma n s MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982 Umsjón: B. K.L. ROBERT „BENS0N“ GUIL- LAUME: Ég er alveg gífurlega lofthræddur. Eg get ekki með nokkru móti búið ofarlega i háhýsi. Ég fæ á tilfmninguna.að ég hljóti að detta niður á jörðina. Það er varla, að ég vogi mér að lita út um glugga, ef cjg er staddur á 10. hæð. Þá liður mér illa og kaldur sviti sprettur út á mér. Ég hef enga ró í minum beinum fyrr en ég flnn aftur fasta jörð undir fótum. Auðvitað er þetta asnalegt, en því miður er ég bara svona gerður. BETTE DAVIS: Það er ekkert til í öllum heimi, sem hræðir mig meira en tilhugsunin um það, ef börnunum minum hætti að þykja vænt um mig. Ég ællast ekki tU að þau clski mig, en mér liður vel, þegar ég hef á tilfinningunni, að cinhverjum þyki vænt um mig. Annað, sem ég óttast,, er að ég kunni að verða veik eða verða fyrir slysi. Að verða heilsulaus eða ef reynt er að halda í manni lifinu með alls kyns tækjum, það er hræðileg tilvera. Ég vil bara bæta þvi við, að þegar dauðinn sækir mig heim, vil ég ekki vera einmana ógift kona; JANE FONDA: Eg kviði fyrir þyí að vcrða gömul áður en ég hef komið öllu því i verk, sem mig langar til. Mér stendur virkileg ógn af þeirri tUhugsun. Þess vcgna reyni ég að halda mér í góðu formi með því að hreyfa mig mikið og borða hoUan og góðan mat. Ég les ósköpin öU af timariium og blöðum og blanda mér inn í untræður um það, sem er að gerast á hverjum tima, eins og ég get. Mér finnst það vera skylda hvers manns að starfa fyrir meðbræður sina og leggja sitt af mörkum i viðsjárverðum heimi. ANN-MARGRET: AUt frá 7 ára aldri hefur mér staðið alveg sérstök ógn af snákum. Ég kemst aldrei yfir þá hræðslu. Þannig var að við vorum nokkrir krakkar saman í boltaleik. SkyndUega kom einn félagi minn auga á snák. Hann drap snákinn, en hljóp siðan með hann til mín og vafði honum utan um hálsinn á mér. Ég æddi heim i ofboði og þvoði og skrúbbaði hálsinn á mér, svo að við lá að ég rifi skinnið af. Siðan hafa snákar aUtaf vakið skelfingu mina. MESI? ■ Það eru víst fáir, sem mega teljast alveg óttalausir. Séu þeir til, finnst okkur þeir sýna heldur lítið vit, enda er talað um fífldirfsku hjá þeim, sem ekki sjást fyrir, heldur leggja ótrauðir út i hætturn- ar. En oft erum við haldin ástæðulausum ótta við ýmislegt, sem alls ekki ógnar okkur. Yfírleitt skömmumst við okkar heldur fyrir þetta, en það má vera okkur huggun, að við erum ekki ein á báti. M.a.s. frægt og fram- gangsríkt fólk verður stundum að viður- kenna, að það er dauð- hrætt við ýmislegt, sem engin skynsamleg á- stæða er til að halda að komi nokkurn tima fyrir það. Hér eru nokkur dæmi. JOANNE WOODWARD: Það skelfi- legasta, sem ég þekki, er þcgar maðurinn minn (Paul Newman) tekur þátt i þessum heimskulega kappakstri. Ég er alltaf handviss um, að hann komist ekki lifandi úr þeim darraðar- dansi og Ut ekki glaðan dag fyrr en keppnin er afstaðin. Ég gct ekki hugsað mér að sitja á áhorfendabekk og fylgjast með. Eitt er það annað, sem ég hef megnustu óbeit á, en það eru frumsýningar. Ég þoti ekki, þegar margt fólk er að stara á mig. JOHN TRAVOLTA: Mér hður best, þegar ég er umkringdur af fóld. Það , sem ég óttast mest, er einvera. Ég fæ oft hræðilegar martraðir, þar sem mig dreymir, að allir vinir minir séu dánir eða hafa yfirgefið mig og ég standi einn eftir, cnginn kæri sig um mig. Mér líður illa á afskekktum stöðum og dytti aldrei i hug að sigla einn á báti t.d. eða fara einn í fjallgöngur i óbyggðum. Slika cinangrun þyldi ég ekki. DENNIS WEAVER: Eg hef sérstaka | unun af þvi að syngja og lit á það sem j cinn mesta gleðigjafann i lifi mínu að ; fá að syngja. T.d. syng ég oft i kirkjum j og það veitir mér alveg sérstaka ánægju. Það, sem vekur mér mestan j ótta, er tilhugsunin um það að vakna ef til vill einn morguninn við það að ég er búinn að missa röddina. Það væri alveg skelfilegt. Þessi ötti er ástæðan til þess að ég er ekki fýrr vaknaður á morgnana en ég tek smátrillnr til að ganga úr skugga um að röddin sé eins og hún á að vera. DEBBIE REYNOLDS: Ég er alveg skelfilega myrkfælin. Ég get ekki hugsað mér að sofna, nema Ijósin séu kveikt. Helst þarf að vera kveikt um allt hús. Ég fer aldrei ein út á kvöldin eftir að skyggja tekur og engum mun nokkurn tima takast að fá mig tO að ganga um dimman skóg. Ég sé drauga á nætumar og hrekk i kút við hvert smáhljóð, hurð, sem iskrar i, gerir mig viti minu fjær. Þá er það ímyndunarafl- ið, scm hleypur með mig i gönur. ekki alltal^e^ ■ Orðrómur er á kreiki i Washington þess efnis, að eftir að Ronald Reagan forseta var sýnt banatilræði á sl. ári, sé oft notaður staðgengill í stað hans, þegar hann þarf að koma fram og honum þykir geta stafað hætta af. Talsmenn Hvita hússins neita staðfast- lega öllum slíkum sögusögn- um, en margir þeir, sem fylgjast með ferðum forsetans fullyrða, að i a.m.k. 12 skipti á undanförnum mánuðum hafi annar maður farið með hlut- verk forsetans, þegar tilkynnt hafði verið að hann yrði sjálfur þar á ferð. í engu þessara tUfella þurfti hann að halda ræðu eða gefa yfirlýsingu. Þessi kenning fékk byr undir báða vængi nýlega, þegar fyrrum leyniþjónustumaður upplýsti, að í Hvita húsinu væri að finna ibúð, þar sem staðgengUUnn byggi ókeypis, auk þess sem hann þiggi 600.000 kr. i laun á ári. Hann hélt því einnig fram, að fjölmörg fyrirtæki, sem hafa umboð fyrir fyrirsætur, hefðu fengið það verkefni að finna tvifara forsetans. Og hver er þá þessi tvifari? Hann er sagður alveg eitU- liarður repúblikani og þaulvön skytta, enda beri hann ávaUt á sér skotvopn, þegar hann gegnir störfum forsetans. Hann er sagður Ijórum árum yngri en forsetinn og upprunn- inn á sömu slóðum. TU að skýra frá nærveru hans í Hvita húsinu, hefur honum verið veitt staða háttsetts embættis- manns þar. Hann er fráskilinn og á tvö uppkomin böm. Hann, eins og forsetinn, hefur mikinn áhuga á þjóðaríþrótt Bandaríkjamanna, horna- bolta. Þegar hann á fri frá starfinu, klæðist hann heldur kæmleysislega og gengur þá með sólgleraugu tU að vekja ekki athygli fyrir hversu likur forsetanum hann er. Fyrstu mánuðina i starfinu er hann sagður hafa gegnt hlutverki bUstjóra, svo að hann gæti i ró og næði fylgst með forsetanum og kynnt sér fas hans og ýmsa kæki, eins og t.d. að laga alltaf bindið áður en hann tekur tU máls og slá hjartanlega á herðar vina sinna. Þykir tvifaranum hafa tekist bærUega upp, svo vel, að, ábyrgðarmenn i Hvita húsinu vilja alls ekki kannast við, að hann sé tU! ■ Ronald Reagan Bandarikjaforseti á blaðamannafundi. Eða er þetta kannski aUs ekki hann? Ekki eru allar ferðir til f jár ■ Dr. Horst Appel þóttist hafa himin höndum tekið, þegar honum bauðst veUaunað starf sem læknisfræðUegur ráðunautur starfsfólks spila- vítis nokkurs i Wiesbaden i Þýskalandi. Sá hann þama kjörið tækifæri tU að safna fé tU eUiáranna, án þess að þurfa að hafa hið minnsta fyrir þvi. En ekki fer aUt eins og ætlað er. Það fór nefnUega hvorki betur né verr fýrir lækninum en svo að hann ánetjaðist þvUikri spilafikn á vinnustaðn- um, að í stað þess að safna digmm sjóðum, sat hann uppi með 25 mUljón króna spUa- skuld! í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.