Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982 10____________ heimilistíminn umsjón: B.St. og K. L. Appelsínukökur 1 matsk. appelsínusafi 1 matsk. heitt vatn Efni í skreytingu á kökumar: 75 gr. flórsykur, 1 matsk. appelsínusafi vínber sykraður appelsínubörkur - saxaður Smjör og sykur er hrært vel saman, eggið og appelsínubörkurinn (rifinn) sett út í og hrært saman við. Þá er hveitið - sigtað með lyftiduftinu - sett saman við og síðast appelsinusafinn sem áður hefur verið blandaður með heita vatninu. Deiginu er svo hellt í litil smurð kökuform og kökurnar bakaðar i um það bil stundarfjórðung við 200 gr. hita (c). Sykurbráð er hrærð úr flórsykri og appelsínusafa og smurð á kökurnar, þegar þær hafa kólnað. Helmingurinn af kökunum er svo skreyttur með vínberj- um en hinn helmingurinn með söxuðum og sykruðum appelsínuberki, eða súkk- ati. Úr þessari uppskrift ætti að fást um 20 kökur. ■ Steinefnajafnvægi líkamans sést best á hárínu, svo ætla má að þessi fallega, hárprúða stúlka hafl steinefnin í lagi. Efni í appelsinukökur 75 gr. smjör eða smjörlíki 100 gr. sykur > egg rifinn börkur af 1/2 appelsínu 75 gr. hveiti 1/2 tesk. lyftiduft ■ Appelsinukökurnar þurfa að vera hæfilega störar og vel skreyttar, þá em þær til söma á hverju kaffiborði. Sumarjakkar á telpur — saumadir úr gömlum kápum ■ Sniðin að jökkunum eru áætluð að séu mátuleg á 4-6 ára minni jakkinn og 6-8 ára sá stærri. Jakkarnir eru saumaðir úr þykku efni (jafnvel úr filti), en tilvalið er að spretta í sundur gamalli kápu úr góðu þykku efni og sniða jakkana úr kápuefninu, og er þá gott að athuga hvort ekki er betra að láta þá rönguna á efninu snúa út. Ef keypt er efni i búð, þá þarf um það bil 80 x 100 sm af þykku efni - og sama af fóðurefni - í minni jakkann, en 100 x 120 sm og fóðurefni í þann stærri. Kappmellusporið er saumað með grófu ullargarni i viðeigandi lit. Snið: Fáið ykkur stórt blað og teiknið á það ferninga, 5x5 sm. Teiknið síðan sniðin eftir rúðu- strikuðu myndinni (framstykki, bak og ermi) og á þá hver ferningur á sniðmyndinni að samsvara 5 sm. Klippið síðan sniðið. Leggið nú sniðin á efnið og klippið eftir þeim - en reiknið IV2 sm i saum alls staðar. Fóðrið er klippt samsvarandi. Saumaskapurinn: Klippið tvö fóðurstykki 8x15 sm. Fræðið þau á framstykkin (innan á), þar sem merkt er fyrir vösunum. Klippið þá vasaopin á, og klippið smáhak við endana. í>á á að brjóta IV2 sm innaf, saumið svo allt í kring með litlum sporum. Saumið fóðrið fast á hvorn hluta fyrirsig, leggið bæði stykkin (efni og fóður) saman og réttan skal snúa saman. Þræðið saman í kring, en skiljið eftir op á bakinu, á framstykkjunum og fremst á ermunum. Snúið nú stykkjunum við og saumið í höndum saman fóður og efni þar sem opin voru. Saumið i kring um vasana með þvi að sauma þar saman efni og fóður eftir smástrikalínunum. Saumið síðast með ullargarninu kappmelluspor á vasaopin og eins allar brúnir á jakkanum og ermum, eins og myndin sýnir. Saumið erma- axla- og hliðar- sauma saman með kappmellu- sporum. Látið 5 sm klauf vera upp í hliðarnar. ■ Þessa jakka er auðvelt að búa til, og þeir eru klæðilegir og hlýlegir. ■ Sniðið er teiknað á rúðustríkaðan pappir og eru femingamir 5x5 sm. MIKIL VÆG- STEIN- EFNI ■ í fyrri hluta þessarar greinar var rætt um vitamín og nauðsyn þeirra fyrir mannslíkamann. Steinefni eru ekki síður mikilvapg fyrir góða heilsu. T.d. hefur það vakið athygli rannsóknar- manna i Bandarikjunum, að þar i landi, sem jarðvegurinn er auðugur af einu snefilefni, sem lítið hefur verið rannsak- að til þessa - selenium - er fólk yfirleitt langlift, en í héraði nokkru þar sem jarðvegurinn er selenium-rýr, eru hjartaáföll allt að þvi 4-5 sinnum algengari. Mikilvæg steinefni Steinefni eru ekki siður nauðsynleg góðri heilsu en vitamin, en það er ekki langt siðan mikilvægi snefilefna varð þekkt. Mannslikaminn þarfnast a.m.k. 18 tegunda steinefna þar af sjö í stórum stíl, þ.e. kalks, magnesíums, klórsalts, fos- fórs, kaliums natriums, og brennisteins. Meðal nauðsynlegra snefilefna eru járn, joð, flúor, kopar, kóbalt, króm, sink og mangan. Járn Skortur á þvi er algengastur, einkum meðal kvenna, og gjarna er gefinn aukaskammtur af járni, sérstaklega barnshafandi konum. Þar sem járn og kalk eyðist úr hvítu hveiti í vinnslu, er þvi gjarna bætt i það eftir á, þó að álitið sé, að likamanum sé erfiðara að vinna úr sliku „tilbúnu" járni en þvi, sem náttúran leggur til. Yfirleitt má segja, að járn úr dýraríkinu nýtist likamanum betur en það, sem kemur úr jurtarikinu og vitað er, að C-vítamin gerir likamanum auðveldara að vinna það. Járnauðugum mat, eins og eggjum og grófu brauði, er því upplagt að skola niður með glasi af appelsinusafa. Sinkskortur er lika algengur. Algengt er, að konur, sem taka getnaðarvama- pillur, líði af sinkskorti. Aldur fólks getur haft áhrif á getuna til að vinna úr ýmsum öðrum steinefnum, eins og kalki og krómi. Króm aðstoðar við að stýra sykurmagninu i blóðinu, og grunur leikur á, að samband kunni að vera á milli krómskorts og sumra mynda af sykursýki, einnig æðakölkunar. Eitt er það steinefni, sem fólk kann að hafa í of rikum mæli, en það er natríum. Það er að finna i borðsalti og unnum matvörum. Mikil saltneysla getur leitt til hækkaðs blóðþrýstings, sem aftur getur orskað heilablóðfall og hjartasjúkdóma. Áhugi á snefilefninu selenium hefur mikið aukist á siðari árum. Það er sett í samband við E-vitamín og í ljós hefur komið, að það hefur áhrif á hjartastarf- semina og er gagnlegt í meðferð á háum blóðþrýstingi. Sums staðar er jarðvegur rýr af þessu efni en rannsóknir, sem fram hafa farið víða um heim, hafa leitt í Ijós, að þar sem jarðvegur er auðugur af selenium, verður fólk yfirleitt langlift. Hafa rannsóknir í Bandarikjunum sýnt fram á að þar sem jarðvegur er selenium-rýr, eru hjartaáföll 4-5 sinnum algengari en þar sem jarðvegurinn er auðugur af því. Steinefni eiga uppruna sinn i jarðvegi og þaðan fá plöntur og dýr, sem plönturnar eta, þau. Því fer steinefna- innihald fæðunnar okkar eftir því i hvernig jarðvegi hún á upptök sin. Siðan fer það eftir vinnsiu fæðunnar, hvernig þeim reiðir af, rétt eins og er með vítaminin, þar til maturinn er kominn á diskinn okkar. Þar sem steinefnaþörfin er i ákaflega smáum skömmtum, er fólki ráðlagt að taka þau inn i mjög smáum stíl, ef það gerir það á annað borð. Visindamenn álíta steinefnajafn- vægi likamans mjög nauðsynlegt til að fást við mengun og streitu. Eina örugga aðferðin til að ganga úr skugga um, hvort steinefnajafnvægið er i lagi, er að fá rannsakað hár úr höfði manns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.