Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 18
22
Gróður og gardar
ík„
»|
m
Í;
W'¥&SÍ
L„
te
íjlxi
*Sk\
Iri,
Jfc-
m
Bambuslundur á Indlandi
Forvitni-
leg ræktun!
■ Á íslandi er brennt sinu,
en sviðningsræktun fór fyrrum
fram í skóglendi.
Maður er nefndur J. Huml-
usa. Hann rannsakaði Geysi
fyrir alllöngu. 1952-1953 ferð-
aðist hann til Pakistan og
dvaidi i Chittagong og fjalla-
héruðum þar og lýsir m.a.
búskaparháttum frumstæðra
ættflokka. Þetta er allt svo
fáránlega ólíkt norðurslóðum
að ég held að það þyki
forvitnilegt, góð tilbreyting.
Þarna er monsún-hitabeltis-
veðrátta, hitinn 14-16 stig i
janúar, en 28-30 stig í maí. Um
regntímann mai'-okt. getur
hellirignt nær stanslaust heilar
vikur. í fjallahéruðum er víða
enn notuð mjög sérkennileg
ræktunaraðferð (Jhuming),
þ.e. sáð og uppskorið á 5-8 ára
fresti, svo langan tíma þarf
moldin að jafna sig aftur, en
ekki er hætt við uppblæstri.
Þarna er sendin leirjörð alveg
grjótlaus. Land til svona rækt-
unar er valið á haustin af
höfðingja þorpsins. Hann
merkir land í skóginum eða
bambusþykkninu. I desember
fer hver husbóndi til sinnar
spildu og ryður svæði (tré,
runna og bambus) með stórum
hrífum, ljám og öxum. Stór
tré fá þó að standa, aðeins
teknar neðstu greinarnar. Síð-
an er allt látið liggja og þorna
i þrjá mánuði, en um mánaða-
mótin mars-apríl er kveikt í
öllu saman og loga þá brátt
eldar miklir í hlíðunum og
leika logar við himin. Kvað
það vera stórfengleg sjón í
næturmyrkri. Allt brennur til
ösku, nema stóru trén, og 3-5
cm niður i jarðveginn. Siðan
er koluðum leifunum rutt
burt. Menn snúa til þorpa
sinna bíða eftir regni. Þegar
jörðin er nægilega blaut koma
konurnar á vettvang með
frækörfur sínar og sá margs
konar fræi. Það er ætíð
hrísgrjón, sesam og grasker,
oft lika meiónur, gúrkur,
yams, maís o.fl. Konurnar
gera holur eða rásir í moldina
með stórum hníf, sem kallast
Dav, og sá þar i. í hverri holu
spíra svo ýmsar jurtir, vaxa og
fullþroskast hver af annarri.
Oft dvelja nokkrir strákar í
smákofum þarna um tíma til
að verja fræin og ungu jurtirn-
ar gegn fuglum, músum, villi-
svínum og öpum.
Nóg er að gera um upp-
skerutímann, hver tegundin
tekur við af annarri í sex
mánuði samfleytt, frá miðjum
júli til desemberloka. Moidin
er víðast afar frjósöm og
uppskera tvöföld eða þreföld
á við það sem fæst á sléttlend-
inu þar sem sáð er og
uppskorið árlega. Eftir baðm-
ullaruppskeruna, sem er sein-
ust i röðinni, er jörðin látin
liggja i tröð, óræktuð í 5-10 ár
til að jafna sig.
Eftir 1-2 ár er hún orðin
algróin þéttum bambusrunn-
um og eftir 5-10 ár hefur hún
náð á ný fullri frjósemi. Sé
styttri hvíld, verður minni
uppskera. Minna mun nú
orðið um þessa sérstæðu rækt-
unaraðferð en áður. íbúum
fjölgar og verður að kapprækta
landið til að fæða þá. Hinir
fátæku búa i bambuskofum,
þar sem gólfið er 1-2 m yfir
jörð, til varnar slöngum o.fl.
ókindum. Fjörug verslun fer
fram i kaupstöðunum.
Ingólfur Davfdsson,
skrifar
flokksstarf
Almennir stjórnmálafundir
í Norðurlandskjördæmi vestra
Almennir stjórnmálafundir veröa haldnir
vestra á eftirtöldum stööum:
Norðurlandskjördæmi
Hvammstanga í Félagsheimilinu, fimmtud. 1. júlí kl. 21
Alþingismennirnir Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson og
Ingólfur Guðnason eru frummælendur á fundunum.
Allir velkomnir.
Frá Vorhappdrætti Framsóknarflokksins
Dregiö hefur veriö í happdrættinu og um alla útsenda miða. En þar
sem ýmsir eru nýbúnir aö greiða miðana á einhverri peningastofnun
á þessum tíma og greiðslur ævinlega nokkurn tíma á leiðinni, verða
vinningsnúmerin innsigluð hjá Borgarfógeta á meðan fullnaðarskil
eru að berast. Viljum við hérmeð tilkynna það.
Ef einhverjir eiga ennþá eftir að greiða heimsenda miða, gefst
tækifæri til að gera það á næstu dögum, allt til 10. júlí n.k., en þá er
fyrirhugað að birta vinningsnúmerin í Tímanum. Vangreiddir miðar
þann dag verða ógildir.
Við sendum bestu þakkir til allra þeirra sem eru þátttakendur í
miðakaupum og styrkja þannig flokksstarfið og verða skilagreinar
senda-til flokksstjórnar samkvæmt venju.
Bingó
F.U.F. i Reyjavik heldur bingó að Hótel-Heklu Rauðarárstíg 18 næstkomandi
sunnudag kl. 14.30.
Stjórnln.
ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTÓ
VIÐGERÐIR
Breytum gömlum ísskápum
i frystiskápa.
Góö þjónusta.
ífroslvBrh
REYKJAViKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473
Einbýlishús
í Borgarnesi
Til sölu 2x143 m2 einbýlishús með innbyggðum
bílskúr.
Mjög fallegt útsýni á besta stað. Skipti möguleg á
Stór- Reykjav í ku rs væði n u.
Upplýsingar gefur Gunnar Jón Árnason, Berugötu
26, sími 93-7331.
Auglýsing
um skoðun léttra bifhjóla í
lögsagnarumdæmi Reykjavíkur
Fimmtudagur 1. júlí R-1 til R-300
Föstudagur 2. júlí R-301 til R-600
Manudagur 5. júli R-601 til R-900
Þriðjudagur 6. júli R-901 til R-1182
Skoðunin verður framkvæmd fyrrnefnda daga við
bifreiðaeftirlitið að Bíldshöfða 8, kl. 08:00 til 16:00.
Sýna ber við skoðun, að lögboðin vátrygging sé í
gildi. Tryggingargjald ökumanns og skoðunargjald
ber að greiða við skoðun.
Skoðun hjóla, sem eru í notkun í borginni, er
skrásett eru í öðrum umdæmum, ferframfyrrnefnda
daga.
Vanræki einhver að koma hjóli sínu til skoðunar
umrædda daga, verður hann látinn sæta sektum
samkvæmt umferðarlögum og hjólið tekið úr umferð
hvar sem til þess næst.
Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli.
25. júní 1982.
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982
Kvikmyndir
Sími 78900
FRUMSYNIR
Óskarsverðlaunamyndina
Amerískur varúlfur
í London
(An Amerícan Verewolf in London)
Það má mcð sanni scgja að þctta cr mynd f
algjorum sérflokki, cnda gerði JOHN LANDIS
þessa mynd, cn hann gcrði grinmyndirnar
Kcntucky Fried, DelU klíkan, og Blue
Brothers. Einnig lagði hann mikið við að skrifa
handrít að James Bond myndinni The Spy Who
Loved Me. Myndin fékk öskarsverðlaun fyrir
förðun f marz s.l.
Aðalhlutverk: David Naughlon, Jenny Agutter
og Gríffin Dunne.
SýudU. 5, 7, 9 og 11.
EINNIG FRUMSÝNING
A URVALSMYNDINNI:
Jardbúinn
(The Earthling)
IIIINMIMINS KR K1 M IHflNN K
RICKY SCHRODER sýndi það og sannaði f
myndinni THE CHAMP og sýnir það einnig f
þcssari mynd, að hann er fremsta barnastjarna
á hvfta tjaldinu f dag. - Pctta cr mynd sem öll
fjölskyldan man eftir.
Aðalhlutverk: William Holdcn, Ricky Chrodcr
og Jack Thompson.
Sýnd U. 5, 7, 9 og 11.
Patrick
Patrick cr 24 ára coma-sjúklingur sem
býr yfir miklum dulrænum hæfilcikum
scm hann nær fullu valdi á.
Mynd þcssi vann til vcrðlauna á
Kvikmyndahátfðinni f Asfu.
Lcikstjóri: Richard Franklin.
Aðalhlutvcrk: Robert llelpmann, Sus-
an Pcnhaligon og Rod Mullínar.
Sýnd U. 5, 7, 9 og 11.
Allt í lagi vinur
(Hallcluja Amigo)
(Halleluja Amigo)
, BUD SPENCER
jack PáLANCI
Sérstaklcga skcmmtilcg og spcnnandi
vcstcrn grfnmynd mcð Trinity bolanum
Bud Spencer scm cr f cssinu sínu f
þcssari mynd.
Aðalhlutvcrk: Bud Spencer, Jack
Palance
SýndU.3, 5,7 og 11.20.
Fram í sviðsljósid
(Being There)
(4. mánuður)
| Grinmynd í algjörum sérflokki.
i Myndin er talin vera sú albesta
| sem Peter Sellers lék í, enda fékk
| húntvenn Oskarsverölaun og var
útnefnd fyrir 6 Golden Globe
Awards. Sellers fer á kostum.
Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley
, MacLane, Melvin Douglas, Jack
Warden.
Islenskur texti.
Leikstjóri: Hal Ashby.
Sýnd kl. 9