Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982
i'ií'Miii
15
tekinn tali
Samningurinn um efnahagssamvinnu við Sovétrfkin:
STJORNMAIAÞRASI OG VHJSKIPTfl-
HAGSMUNUM ER BIANDAD SAMAN
fj
segir Halldór
■ Morgunblaðið lætur móðan mása
vegna fyrirhugaðs samnings um efna
hagssamvinnu, sem kynntur var í
utanríkismálanefnd s.l. mánudag. Þar
gerðu Þórhallur Ásgeirsson ráðuneyt-
isstjóri og Haraldur Kröyer ambassador
grein fyrir samningnum og lesin var
yfirlýsing frá forstöðumönnum margra
fyrirtækja sem viðskipti eiga við
Sovétríkin og mæltu eindregið með því
að samningurinn yrði samþykktur. Geir
Hallgrímsson lýsir þvi yfir í Morgun-
blaðinu að sjálfstæðismenn séu eindreg-
ið á móti samþykkt samningsins og
Albert Guðmundsson taldi fyrrgreinda
aðila þrýstihóp og væri ráðuneytisstjóri
viðskiptaráðuneytisins talsmaður þrýsti
hópa, en Albert gekk út af fundi
utanríkismálanefndar.
Halldór Ásgrímsson alþingismaður á
sæti í utanríkismálanefnd og varð hann
við þeirri beiðni Timans að skýra frá
afstöðu sinni til samningsins og þeirra
viðbragða sem sjálfstæðismenn hafa
sýnt.
Halldór sagði að afstaða þessi væri
næsta furðuleg. „Við höfum gert marga
samninga við Sovétríkin um menningar-
mál og viðskiptamál. Það hefur þótt
sjálfsagt að gera þessa samninga og við
höfum siður en svo skaðast á þeim. Það
hefur staðið alllengi til að gera þennan
samning um efnahagssamvinnu og þeir
aðilar sem við höfum sýnt trúnað í
utanrikisþjónustunni og i öðrum
ráðuneytum og unnið hafa að undirbún-
ingi samningsins eru nú að sögn Alberts
Guðmundssonar allt í einu orðnir
fulltrúar þrýstihópa og þeir menn sem
unnið hafa að sölu íslenskrar útflutnings-
vöru á erlendri grund og staðið að
samningum þar um orðnir að þrýstihópi.
Nú má vel vera að það sé óþarfi að
gera samning sem þennan, og fljótt á
litið gæti ég verið þvi sammála. Hitt er
svo annað mál að maður verður að skilja
það að Sovétrikin búa við allt annað
þjóðskipulag en við. Þar er allt annars
konar pappírsvinna allt önnur skriffinn-
ska en við búum við, og það sem hentar
þessu kerfi getur sýnst ónauðsynlcgt í
okkar augurri: Það sem hefur gerst er
einfaldlega það að þeir menn sem
gleggst til þekkja telja sjálfsagt að við
gerum þennan samning við Sovétríkin.
Ég sé það hins vegar á ummælum
sjálfstæðismanna að þeir þykjast ekki
þurfa að ráðgast við einn eða neinn
þeirra aðila sem best eru að sér i þessum
málum og gera lítið úr reynslu þeirra og
ráðleggingum.
Ég held að allir íslendingar geti verið
sammála um það, að við eigum að skapa
okkar atvinnufyrirtækjum cgframleiðslu
eins góð skilyrði gagnvait erlendum
þjóðum og frekast er unnt. Það er okkur
mikilvægt að selja okkar fisk, ull og
aðrar útflutningsvörur og að við búum
við sem hagstæðust skilyrði á erlendum
mörkuðum. í sambandi við svona
samning verða menn að varast að dæma
um það hvort þeim líkar betur eða ver
við það stjómarfyrirkomulag sem ríkir
• Öll almenn prentun
• Litprentun
• Tölvueyðublöð
• Tölvusettir strikaformar
• Hönnun • Setning
• Filmu- og plötugerð
Prentun • Bókband
PRENTSM IÐ JA
KUd,Y) / /
N C^ClcLc
Ct HF.
SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000
alþingismaður
hjá viðskiptaþjóðum okkar. Við
samningsgerð verðum við að treysta
þeim sem best þekkja til mála og fara
að þeirra ráðum.
Ég tel að það hafi verið fullt
samkomulag um það meðal islenskra
stjómmálamanna að viðhalda þessum
viðskiptum og því sambandi sem við
höfum átt við Sovétríkin undangengna
áratugi. Það voru menn eins og Bjami
Benediktsson og fleiri af forystumönn-
um Sjálfstæðisflokksins sem stuðluðu að
þessum viðskiptum og skildu þessa hluti.
Ég fæ ekki betur séð en að núverandi
forysta Sjálfstæðisflokksins sé á vissan
hátt að breyta um stefnu og vilji, gera
áratuga samskipti okkar við Sovétríkin
tortryggileg og blanda þeim saman við
stjómmálaágreining sem hlýtur að vera
á milli lýðræðisríkis eins og íslands og
kommúnistaríkis eins og Rússlands.
Menn hafa verið sammála um að gera
það ekki og halda i horfinu i sambandi
við viðskiptamál.
Þá tel ég það alvarlegt mál, að erindi
sem lagt er fyrir utanrikismálanefnd á
mánudegi, eins og yfirlýsing þeirra
manna sem um getur á baksíðu Mbl. á
þriðjudag, skuli birtast. Ég veit ekki
hvaðan Morgunblaðið fær þessar upp-
lýsingar. Það er mikilvægt að mál
sem koma fyrir utanríkisnefnd, sem
oft eru viðkvæm séu ekki kunngerð i
blöðum á meðan enn er verið að fjalla
um þau. Utanrikismálanefnd er ráð-
gefandi nefnd fyrir rikisstjórnina. Það
hefur verið regla, mikilvæg regla, að
þeim sem sitja í utanrikismálanefnd er
óheimilt að segja opinberlega frá því
sem fram fer á fundum nefndarinnar,
nema skoðunum sjálfs sin en ekki að
opinbera það sem aðrir leggja fram í
nefndinni.
Hins vegar kemur það fram í
Morgunblaðinu að Albert Guðmunds-
son skýrir frá þvi hvað ráðuneytisstjór-
inn i viðskiptaráðuneytinu sagði á
fundinum og lagði út af þvi á sinn veg.
Þeirri útleggingu er ég algjörlega
ósammála. Ráðuneytisstjórinn flutti
mál sitt mjög skilmerkilega og höfðum
við hið mesta gagn af að hlýða á rök hans
sem og málflutning sendiherra okkar i
Moskvu."
- Eru einhver ákvæði i þessum
samningi sem hugsanlega gætu skaðað
hagsmuni okkar eða bundið hendur
okkar á óeðlilegan hátt?
„Það tel ég fráleitt, að halda þvi fram
að þarna séu ákvæði sem geta skaðað
okkar hagsmuni. Ég tel sjálfsagt að
samþykkja hann og finnst mjög miður
að verið skuli að blanda saman
viðskiptum okkar við erlendar þjóðir og
stjórnmálaþrasi hér innanlands.
Það gerðist fyrir nokkrum árum þegar
oliuverð hækkaði hvað mest að upp
ruku aðilar hér á landi og töldu
olíuviðskipti okkar við Sovétríkin vera
mjög óhagstæð og kröfðust þess að fram
færi athugun á þvi hvort við ættum ekki
að beina þessum viðskiptum okkar
eitthvað annað. Það var gert vegna
þrýstings frá sjálfstæðismönnum. Mér er
hins vegar kunnugt um að olíuverð er
hér nokkru hærra i dag, en það væri ef
við hefðum haldið áfram þeim
olíuviðskiptum sem við höfðum á sama
grundvelli. Oliufélögin hér gerðu
samninga við aðra aðila og útkoman
varð sú að hagsmunir landsins biðu
nokkum hnekki.
Það verða sjálfstæðismenn að hafa i
__huga þegar þeir eru að blanda saman
viðskiptahagsmunum Islands og Sovét-
rikjanna við almenna heimspólitík, að
þeir gæti sin á að skaða ekki hagsmuni
landsins i einhverri áróðursherferð.
Samningur sá sem hér er til umræðu
er mjög almenns eðlis og í samræmi við
samninga sem aðrar Norðurlandaþjóðir
hafa gert við Sovétríkin, og gengur
okkar samningur eitthvað skemmra ef
eitthvað er. Samningur þessi er almennt
. orðaður rammasamningur um viðskipti _
milli landanna og samkvæmt honum er
það ákvörðun beggja aðila á hverjum
tima hvernig hann skal uppfylltur.
Þetta er enginn nauðungarsamningur
sem bindur hendur okkar á einn hátt eða
annan .“.
OÓ
VAKA Á VEGI Á NÓTTU SEM DEGI
Gerum til boð í að sækja bila hvert á land sem er. Sími 33700, Reykjavík.
á kynningarverði
2 trommlur - Vinnslubr. 1.65 m.
Verð kr. 18.350.-
Góð greiðslukjör
unn
SUNDABORC
Klettagörðum I - Simar 8-66-55 S 8-66-80