Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 4
4 muííiw IKmttra .1! , 4 , | l' / I < - : » MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982 Kælitækjaþjónustan Reykjavíkurvogi 62, Halnarfirði, sími 54860. Önnumst alls konar nýsmíði. Tökum að okkur viðgerðir á: kæliskápum, frystikistum og öðrum kælitækjum. Fljót og góð þjónusta. Sendum t póstkröfu um land allt Við köllum hann Tyllistólinn Hann er framleiddur úr stáli og er með stillanlegu sæti og baki. Þegar hann er ekki í notkun, þá geymirðu hann samanbrotinn. Tilvalinn á verk- stæðið, teiknistofuna og hvar sem þú þarft að tylla þér. Sendum í póstkröfu. IVPTARA-OG VCIAMÓAUSTAA Smiðjuvegi 54, Kópavogi S: 77740 - 73880 Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur júlímánuði 1982. Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur 1. júli R-41001 til R-41200 2. júlf R-41201 til R-41400 5. júli R-41401 til R-41600 6. júlí R-41601 til R-41800 7. júlí R-41801 til R-42000 8. júll R-42001 til R-42200 9. júli R-42201 til R-42400 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til Bifreiðaeftirlits ríkisins, Bíldshöfða 8 og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir í leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. Á leigubifreiðum til mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðarinnar hafi verið stiilt eftir 31. júlí 1981. Athygii skal vakin á því að vegna sumarleyfa verður engin aðalskoðun auglýst frá 12. júlí til 6. ágúst. Lögreglustjórinn í Reykjavík. 25. júní 1982. stuttar fréttir fréttir ■ Hvítur sandur finnst viðar en á suðrænum sólarströndum eins og glöggt má sjá af þessari mynd sem tekin er við Miðvíknakleif i Aðalvík. Ferdamönnum um Homstrandir fjölgar sífellt Hornstrandir: „Ferðir á Hornstrand- ir hafa notið sívaxandi vinsælda", segir m.a. i frétt frá Snorra Grímssyni hjá Ferðaskrifstofu Vest- fjarða. „Ferðir á Hornstrandir hafa notið sivaxandi vinsælda á undanförnum árum. Nú i sumar verður Djúpbát- urinn Fagranes i föstum áætlunar- ferðum á Hornstrandir og í Jökul- fjörðu. í tengslum við þessar ferðir býður Ferðaskrifstofa Vestfjarða á ísafirði upp á skipulagðar 4 daga helgarferðir og 8 daga ferðir á þessar slóðir. Um er að ræða útileguferðir þar sem legið verður við í tjöldum á sama stað allan tímann og farnar stuttar gönguferðir um nágrennið. Bæklingar um þessar ferðir fást á ferðaskrifstofum um allt land og þar má einnig bóka sig i þær. Nánari upplýsingar fást hjá Ferðaskrifstofu Vestfjarða, Hafnarstræti 4, ísafirði s. 94-3557 og 94-3457.“ Sundlaug vígð í Reykjahlíð Mývatnssveit: Síðastliðinn föstudag var vígð ný sundlaug og íþrótta- miðstöð í Reykjahlíð við Mývatn. Eigandi þessara mannvirkja er Skútustaðahreppur. Húsið er 318 fermetrar eða um 2300 rúmmetrar, kjallari og hæð. Útveggireru steyptir en milliveggir að hluta hlaðnir úr steini. I kjallara eru böð og búnings- herbergi, og geymsia og fleira fyrir íþróttavöll, auk vélasalar og nokkurs óráðstafaðs rýmis þar sem fyrir- hugað er að koma upp aðstöðu til aðhliða líkamsræktar. Á jarðhæð er afgreiðsla og aðstaða fyrir starfsfóik, sundkennslustofa, böð og búnings- herbergi fyrir sundlaug og fyrir- hugaðan iþróttasal, saunabað og hvildarherbergi. Sundlaugin sjálf er úr trefjaplasti, 25x11 metrar að stærð, og 90 til 180 sentimetra djúp. Einnig eru tvær heitar setlaugar úr trefjaplasti og báðar með vatnsnuddi. Fram- leiðandi sundlaugar og setlauga er Guðmundur Lárusson á Skaga- strönd. Mannvirkin eru hönnuð af arki- tektunum Ormari Þór Guðmunds- syni og Örólfi Hall. Fjarhitun annaðist verkfræðiþjónustu, en raf- magnsteikningar gerði Egill Olgeirs- son, rafmagnstæknifræðingur á Húsavík. Yfirsmiður við bygginguna var Héðinn Sverrisson, rafvirkja- meistari Grimur Leifsson, pipu- lagningameistari Karl Guðmunds- son, og múrarameistari Eiður Árna- son. Aðalverktaki við bygginguna var Sniðill h.f. Framkvæmdir hófust í júni árið 1976 og hafa því staðið i sex ár. Byggingunni er ekki að fullu iokið, en hún má heita öll komin i nothæft ástand. Byggingarkostnaður er orð- inn rúmar níu milljónir króna miðað við verðlag í dag. Margir hafa lagt fram gjafavinnu við þessar framkvæmdir og einnig hafa borist margar gjaftr, bæði í peningum og öðrum verðmætum. Vígsluathöfnin á föstudaginn hófst með því að kór Reykja- hliðarsóknar söng undir stjórn Jóns Árna Sigfússonar, þá flutti séra Örn Friðriksson blessunarorð, og Jón Illugason formaður byggingarnefnd- ar rakti byggingarsögu hússins og afhenti Arnaldi Bjarnasyni, sveitar- stjóra, það til rekstrar. Gestir fluttu ávörp og árnaðaróskir, og hópur barna synti undir stjórn Arngrims Geirssonar, íþróttakennara, og að lokum söng kór Reykjahliðarsóknar. Athöfninni stjórnaði Amaldur Bjarnason. JI/Kás Um 160 manns á samkomu aldradra í Skagafirdi Skagaijörður: S1 sunnudag efndi Samband skagfirskra kvenna til samkomu fyrir aldraða í héraðinu. Sóttu liðlega 160 þennan mann- fagnað, sem haldinn var i félags- heimilinu Miðgarði i Varmahlíð. Kom fólk víða að, en stærsti hópurinn frá Sauðárkróki. Hefur öldrunamefnd kvenfélagsins þar ár- lega efnt til ferðalags og upplyftingar' fyrir gamla fólkið. Þá komu 36 frá Löngumýri, gestir, er þar áttu 11 daga dvöl, en eins og mörg undanfarin sumur dveljá nokkrir hópar á Löngumýri nú, stærri en fyrr, en nýtt og aukið húsnæði er á staðnum, hentugt og vistlegt. Guðrún L. Ásgeirsdóttir á Mæli- felli, formaður Sambands skag- firskra kvenna, stýrði samkomunni í Miðgarði, en hún hófst á helgistund. María Ágústsdóttir lék undir sálma- sönginn, en annar unglingur, Mar- grét Stefánsdóttir i Viðidal, lék nokkur pianóverk af mikilli snilld. Ásthildur Öfjörð í Sólgörðum las gömul og merkileg ljóðabréf og Sveinn Sölvason á Sauðár- króki kvað rímur. Þá var almennur söngur og kvenfélagskonur báru fram rausnarlegar veitingar, en blómskrúð á borðum var frá Ásbjörgu Jóhannsdóttur hótelstjóra i Varmahlíð. -Á.S. Mælifelli Golfklúbbur Reykjavíkur: Opið golfmót næstu helgi — utanlands- ferðir í verðlaun 1 ■ Um næstu helgi, 3. og 4. júlí, gengst Golfklúbbur Reykjavíkur fyrir opnu golfmóti fyrir alia kylfinga 16 ára og eldri á Grafarholtsvellinum. Keppnisfyrir- komulag verður með þeim hætti að tveir keppendur skrá sig saman i lið. Leikin verður pnktakeppni - Stableford - með 7/8 i forgjöf. Hámarksforgjöf er 21. Fyrri daginn er leikinn 18 holu fjórboltaleikur, þar sem betra skot er látið gilda. Seinni daginn er leikinn 18 holu Greensome-valkeppni. Verði tvö lið jöfn að punktatölu, þá ræður punkta- fjöldi á sex siðustu holunum. Séu lið enn jöfn verða reiknaðar níu síðustu 11 holurnar og siðan þrjár holur til viðbótar þar til endanleg úrslit fást. Vegleg verðlaun eru í boði. í fyrstu verðlaun eru tvær ferðir til London með Flugleiðum. Alls eru veitt 20 verðlaun. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir flesta punkta hvorn daginn, og fyrsta teighögg I næst holu á fjórum ákveðnum brautum, og lengsta teighögg slegið á braut 18. holu. Að lokinni aðalkeppninni ganga allir keppendur og áhorfendur að annarri braut. Fær hver keppandj að slá þar eitt högg af teig til að vera i eða næst holu. Sigurvegarinn hlýtur i verðlaun ferð, gistingu og aðgang að stórmóti í golfi í Bandaríkjunum á næsta vori í boði Ferðaskrifstofunnar Atlantik. Þátttökugjald er kr. 500 á mann. Er keppendum boðið til kvöldfagnaðar í Golfskála GR á föstudagskvöld þar sem keppnisfyrirkomulagið verður kynnt. Þátttaka tilkynnist til GR fyrir kl. 18 á morgun. -Kás Þórshafn- artog- arinn kominn heim ■ Þórshafnartogarinn, sá eini sanni, er kominn til landsins. Varla hefur verið deilt um nokkur skipakaup eins mikið og þessi. Viku eftir viku voru hinar ýmsu hliðar þess máls forsiðuefni blaða og kom þar margt i ljós um rckstur þjóðar- skútunnar sem og einstakra skipa annarra, sem almenningur viss i» lítið eða ekkert um fyrr. Stakfell ÞH-360, en það er nafnið, sem Þórshafnartogarinn mun ganga undir i framtíðinni, er fallegt skip, smiðað í Kristjanssundi í Noregi. Það er um 50 m á lengd, 473 brl og er með 2200 ha. vél, sem brennir svartoliu. Togarinn kostaði um 50 milljónir króna og kom til heimahafnar um klukkan tvö á mánudaginn. - Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga er eigandi skipsins en eigendur þess eru Jökull h.f. á Raufarhöfn, Hraðfrystistöð Þórshafnar, kaupfélagið á Þórshöfn, Þórshafnarhreppur og Svalbarðs- hreppur. Útgerð skipsins er ætlað að vera í náinni samvinnu við útgerð á togaranum Rauðanúp á Raufarhöfn, enda var það skilyrði fyrir fyrirgreiðslu rikisstjórnar- innar við kaupin, og er þeim báðum ætiað að landa ýmist á Raufarhöfn eða Þórshöfn, eftir þvi sem þörfin segir til um. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.