Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.06.1982, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1982 23 og ieíkhús - Kvíkmyndir og leikhús kvikmyndahornið ■ Paul Kelly (Mel Gibson) og nokkrir aðrir „víkingar“ gera strandhögg áj eyju nokkurri í kvikmyndinni „Árásarsveitin Z“. Slátrun á Kyrrahafi ÁRÁSARSVEITIN: (Attack Force). Sýningarstaður: Háskólabió. Leikstjóri: Tim Burstall. Aðalhlutverk: Mel Gibson (Paul Kelly), John Phillip Law (Jan Veitch), Sam Neill (Danny Costello). Handrit: Roger Marshall. Framleidd á vegum Central Motion Picture Corporation, Ástrah'u, 1981. ■ Ástralskir kvikmyndagerðar- aðgangsharðastir af öðrum köppum menn hafa nokkuð hugað að frammi- eru Jan Veitch og Danny Costello. stöðu landa sinna í styrjöldum i Þeir eru settir í húðkeypa skammt efnisvali sínu að undanförnu. Peter frá eyjunni, róa i land, fela bátana Weir gerði mjög góða kvikmynd um unga Ástralíumenn, sem fórnuðu lífi sínu til lítils á Gallipoli i fyrri heimsstyrjöldinni, á síðasta ári. Og í „Árásarsveitin Z“ segir Tim Burstall frá víkingasveitum ástralska hersins í siðari heimsstyrjöldinni, og fær til liðs við sig nokkra þekktustu kvik- myndaleikara Ástraliu, svo sem Mel Gibson (sem einnig lék í Gallipoli og Mad Max-myndunum), og Sam Neill (hann lék m.a. aðalhlutverkið í síðustu myndinni í Omen-mynda- röðinni). En það er gifurlegur munur á þessum tveimur myndum, því Z sveitin er aðeins striðsmynd i hefðbundnum stíl og gæti þess vegna verið bandarísk, bresk eða „alþjóð- leg“. Upphafið er einkennandi fyrir vestrænar kvikmyndir um hliðstæðar vikingasveitir, bardagaatriðin mörg hver eins og sniðin eftir bandarískum vestrum, þar sem riddaraliðið góða stráfellir vondu indiánanna (hér eru Ástralir góðir en Japanir slæmir) Þótt kvikmyndin eigi án efa að vera vikingasveitum þessum til sóma (forystumaður fyrrverandi Z-sveita- manna er látinn vitna um það i upphafi að myndin sé sannferðug lýsing á athöfnum þessarar sveitar), þá verður nú að segjast eins og er, að áhorfandinn fær það á tilfinning- una öðru fremur að hún hafi verið skipuð kaldrifjuðum manndrápur- um, sem hafi ekki verið skárri í grimmd sinni en japönsku hermcnn- irnir, sem þó voru kunnir fyrir flest annað en manngæsku. í kvikmyndinni er fylgst með nokkrum félögum i víkingasveitinni Z, sem sendir eru til eyju nokkurrar á Sembalangsundi, þar sem nú er í Indónesiu, í janúar 1945 til þess að bjarga tveimur mönnum, sem voru farþegar i flugvél sem hrapaði til jarðar á eyjunni, eða ganga úr skugga um að þeir séu dauðir ella. Paul Kelly er leiðtogi hópsins, en og halda í áttina til þess staðar , þar sem talið er að flugvélin hafi hrapað. Einn þeirra félaga fær skot i hnéð og er þvi ógöngufær; hinir taka sig þá til og skjóta hann! Síðan er haldið áfram, og lendir vikingasveitin i mörgum orustum við Japani og hafa auðvitað alltaf betur eins og hvitir menn í venjulegri indiánamynd. Peir komast einnig i kynni við Kínverja, sem síyðja bandamenn, og fá aðstoð þeirra við að finna farþegana úr flugvélinni, sem reynd- ust af nokkuð sérkennilegu sauða- húsi. Meðal Kinverjanna er að sjálfsögðu ung stúlka, og þar með er ástin komin í spilið. Ekki er ástæða til að lýsa endatokum myndarinnar hér, né þvi blóðbaði sem þar er sett á svið, en um stund er engu likara en komið sé inn i miðja bandaríska kúrekamynd. Frumleikanum er þvi ekki fyrir að fara í myndinni. Hins vegar eru ýmis atriði fagmannlega sviðsett, þótt vart sé hægt að segja að atburðarásin sé beinlinis spennandi; til þess eru viðburðirnir of keimlíkir þvi sem sést hefur í fjölda eldri kvikmynda. Persónurnar eru einnig flestar ósköp óskemmtilegar og vekja yfirleitt ekki samúð áhorfenda, sem stendur eiginlega alveg á sama hver kálar hverjum. Og kvikmynd, sem mis- tekst þannig gjörsamlega að slá á strengi tilfinninganna hjá áhorfend- um, er auðvitað mislukkuð nema þá sem algjör afþreying fyrir þá sem hafa gaman af að sjá nokkra tugi, reyndar marga tugi, manna senda inn í eilífðina á einni kvöldstund. Elías Snxland Jónsson skrifar Árásarsveitin Z Jarðbúinn Ránið á týndu örkinni Viðvaningurinn Fram í sviðsljósið J ón Oddur og Jón Bj arni Stjömugjöf Tímans * ★ * ★ frábær * ★ ★ ★ mjög góð * * ★ góö * * sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.