Tíminn - 04.07.1982, Síða 5
SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982
5
■ Gullskipið, já. Svo þeir eru
farnir að leita að því, rétt einu
sinni. Verður gaman að sjá gullið
sem í því á að leynast. En
gullskipið, Het Wapen van
Amsterdam, strandaði eins og
flestir vita á Skeiðarársandi árið
1667 og við skulum hlaupa yfir
sögu þess. Fyrst og fremst er stuðst
við ritgerð Þorvalds Friðrikssonar
frá árinu 1973, en Þorvaldur
stundaði þá nám við Háskóla
íslands og skrifaði ritgerð sína fyrir
lærimeistarana þar. Hann studdist
svo fyrir sitt leyti við annála,
hollenskar heimildir um íslands-
siglingar þarlendra, ýmis bréfasöfn
o.fl.
■ Á báðum þessum myndum sjást
austur-Indiaför Hellendinga. Þetta voru
falleg og hnarreist skip en mörg þeirra
komust aldrei á leiðarenda.
díafarið sem grófst íSkeiðarársand
gullskipið fyrir austan. Skip þetta hét
Amsterdam og er þvi- næstum alnafni
skipsins á Skeiðarársandi. Á árunum
1969-72 var unnið að uppgreftri þessa
skips og kom margt forvitnilegt í ljós.
Skipin eiga ekki aðeins nafnið
sameiginlegt heldur voru þau gerð út af
sama útgerðarfyrirtæki og virðast hafa
verið svipaðrar stærðar. Til þess bendir
fjöldi áhafnar en á Amsterdam á
Hastingsfjöru var 300 manna áhöfn en
sem fyrr segir um 250 á skipinu hér. Telst
það litill munur. Athuga ber einnig að
þó áttatíuogeitt ár hafi liðið milli þess
að Het Wapen van Amsterdam strand-
aði og þar til Amsterdam hlaut sömu
örlög, þá var það ekki langur tími í
þróunarsögu skipa á miðöldum og engar
þær stórbyltingar urðu sem breyttu
mannahaldi eða útbúnaði kaupskipa svo
neinu næmi.
Um það bil 50 fallbyssur
i flakinu?
frá bændum rakst ég á fjölda bréfa sem
endurspegla mikla deilu milli Sandfells-
klerka og skaftfellskra bænda. Deila
þessi spinnst út af afnotarétti á rekafjöru
á Skeiðarársandi. Eitt bréfanna, bréf
Einars Jónssonar á Skaftafelli, skrifað
1763, víkur beint að Indíafarinu, og
virðist það skipa nokkum sess í þessari
deilu.
í fyrstu gerði ég gælur við þá hugmynd
að staðsetja mætti skipið út frá þessari
bréfadeilu, og að það hlyti að liggja
einhvers staðar á mörkum rekafjöru
Sandfells og Skaftafells, annars hefði
vart verið deilt um rekaréttinn. Nánari
athugun leiddi fljótt annað í ljós.
Sandfell og Skaftafell vom báðar
konungsjarðir. Bændunum á konungs-
jörðinni Skaftafelli bar að greiða öll
afgjöld af jörðinni til prestsembættisins
á Sandfelli. En á seinni hluta 17. aldar
fara Sandfellsklerkar að telja sér
tilheyrandi hlunnindi Skaftafells á sama
hátt og afgjöldin.
Við uppgröftinn i Hastings kom i ljós
að Amsterdam var 150 fet að lengd eða
um það bil 46 metrar. Það var þriggja
þilfara og þrimastra, og búið 54
fallbyssum. Athugið að þetta voru
viðsjárverðir tímar. Ekki er fjarri lagi
að Het Wapen van Amsterdam sé, eða
hafi verið, svipað útbúið, og með
hliðsjón af flakinu við Hastings reyndi
Þorvaldur að átta sig á því sem
hugsanlegt er að finnist á Skeiðarár-
sandi.
Skipskrokkurinn sjálfur telur Þorvald-
ur að sé án efa nokkuð heillegur, einkum
ef tekin er trúanleg sú tilgáta að skipið
hafi verið fljótt að sökkva í sandinn en
til þess benda flestar líkur. Auk þess má
nefna að skrokkur skipsins við Hastings
varðveittist nokkuð vel, en það kemur
fram á meðfylgjandi myndum. Einnig
nefnir Þorvaldur að timbur hafi yfirleitt
geymst vel þarna austur á söndum. í
bæjarrústum sem grafnar voru upp á
Mýrdalssandi 1972 fannst mikið af
timbri frá því skömmu eftir 1300.
Lausamunir af ýmsu tagi munu
sjálfsagt finnast - ef skipið finnst þá
einhvem tíma! Þar á meðal má gera ráð
fyrir um það bil fimmtíu fallbyssum,
ýmsum vistum, áhöldum og tólum,
persónulegum eigum skipverja og loks
farminum sjálfum, eða því sem eftir er
Öll bréfin eiga það sammerkt við
annálana, að þau eruóljósogónákvæm,
þegar vikið er að rekafjörunum, svo að
lítið sem ekkert gagn má hafa af þeim,
utan bréf Einars Jónssonar 1763, sem...
tekur af allan vafa um að skipið sé á
Skaftafellsfjöru hafi nokkur vafi leikið á
þvi.
Þessi bréf styrkja það sem menn hafa
haldið um strandstaðinn. Engin ástæða
er til þess að ætla að þær munnlegu
heimildir sem telja að skipið liggi við
Skollamel, skammt frá Markósi á
Skaftafellsfjöru, séu rangar, meðan
ekkert annað kemur á daginn sem
afsannar það. Hins vegar er eflaust
gengið út frá röngum viðmiðunarstað,
sé eingöngu miðað við árósinn, þvi að
öruggt má telja að Skeiðará hafi runnið
annars staðar fram sandinn 1667 en hún
gerir i dag. Fjöldi hlaupa í ánni hafa
breytt farvegi hennar og nægir þar að
nafna hlaup síðari tima, m.a. það sem
tók af Skollamel, og hlaupið sem sópaði
burt sæluhúsinu sem Thomsen kaup-
maður lét byggja á sandinum.
Hvar rann Skeiðará 1667?
Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur,
hefur ritað um tfðni þessara hlaupa, og
hvernig Skeiðará breytir sér. Út frá þvi
ur óraunhæft að ætla að skipið hafi verið
lestað góðmálmum og eðalsteinum, en
segir ekkert því til fyrirstöðu að á svo
stóru verslunarskipi hafi verið í vörslu
yfirmanna sjóðir gulls, silfurs og annarra
verðmæta, en slíkir hlutir voru ómiss-
andi i verslun þessa tímabils. Hafi þessi
verðmæti þó aðeins verið óverulegur
hluti farmsins.
En nú vill svo til að þekkt er dæmi um
strand, sem að mörgu leyti er sambæri-
legt strandinu á Het Wapen van
Amsterdam. Það er hollenskt kaupskip
sem strandaði við Hastings á Englandi
árið 1748 og grófst í sand likt og
■ Kort af Austur-Skaftafellssýslu frá miðri 19. öld. Eins og sjá má með samanburði
við ný kort er farvegur Skeiðarár nú allur annar en þá, en óvissan um farveg árinnar
hefur gert að verkum að mjög erfitt er að staðsetja flakið út frá hcimildum.
af honum. Getur Þorvaldur Friðriksson
þess í ritsmið sinni að mjög varasamt sé
að trúa Espólin er hann fullyrðir að
klukkukopar hafi verið i ballest skipsins,
enda hafi sýslumanni verið kominn sá
fróðleikur úr annál sem ritaður var á
Vestfjörðum, en annálar sem skrifaðir
voru nær vettvangi minnast ekki á neinn
kopar. Sami annáll er auk þess annar
. tveggja sem segja skipið hafa strandað
á Sólheimasandi en ekki Skeiðarársandi
sem rétt mun vera.
Á Skeiðarársandi, einmitt, en hvar?
Það er spurningin sem enn hefur ekki
tekist að svara. Annálarnir fimm segja
aðeins að skipið hafi strandað á
Skeiðarársandi en tilgreina staðinn ekki
nákvæmlega. Annálsbrot eftir Þormóð
Torfason sagnfræðing segir skipið hafa
strandað á Sandfjöru, milli Ingólfshöfða
og Skeiðaráróss, en i Sýslulýsingu
Austur-Skaftafellsýslu frá árinu 1744,
segir að Indlafarið liggi á Skeiðarár-
ósum og hefur það verið skoðun þeirra
manna sem þetta mál hafa látið sig
varða. Vitnum nú beint til ritgerðar
Þorvalds:
Indíafarið kemur við sögu
í ritdeilu
„Við rannsókn mína á amtsbréfum
mætti ef til vill finna hvar áin hefur
runnið árið 1667.
í annan stað hafa Austur-Skaftfelling-
ar eflaust haft sín fjörumið því trauðla
hafa þeir miðað landamerki sín við
breytilega árósa. Það liggur ljóst fyrir að
miðað hefur verið við púnkta í
fjallgarðinum upp af sveitinni, og aftur
tekið mið úr lngólfshöfða.
Við lauslega athugun á örnefnum sem
til eru í skrám hjá örnefnastofnun
finnast allmörg Skollaörnefni, bæði i
Ingólfshöfða og í hliðunum ofan við
Skaftafell. í Skaftafellslandi fmnast
örnefni eins og Skollalág og Skollalágar-
steinar og einnig Markklettur, en
Skollavík, Skollagryfja og Skollatorfa i
Ingólfshöfða. Hugsanlegt samband gæti
verið milli þessara nafna og Skollamels
á sandinum, og væru þetta viðmiðunar-
púnktar fjörunnar, og þar sem þeir
skærust á sandinum væri Skollamelur,
en vafalaust mætti finna hin gömlu
fjörumið og mörk í rituðum heimildum."
Hér lýkur beinni tilvitnun í ritgerð
Þorvalds Friðrikssonar, svo er að biða
og sjá hvort Het Wapen van Amsterdam
finnst i sumar, 315 árum eftir að það
missti samflot við hollenska flotann frá
Indiá.
-U.