Tíminn - 04.07.1982, Page 9

Tíminn - 04.07.1982, Page 9
SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982 9 íiiÍIUI'. menn og málefni Á menningin að vera á opinberu framfæri? ■ Vitur maður og skáld ráðlagði eitt sinn að gefnu tilefni, að menningin yrði látin i friði. Hún bjargaði sér sjálf. Það sem hann átti við er að skipulag í menningarmálum er hættulegt og vafasamt að það sé menningunni til framdráttar. Hvað er menning? Það er stórt orð Hákot og eins gott að þeir sem taka upp á því að fjalla um menningu geri grein fyrir þvi hvern skollann þeir eru að meina. Þar sem undirritaður er illa fær um að skilgreina hugtakið verður að leita í annarra smiðju. I Morgunblaðinu s.l. sunnudag eru hugleiðingar eftir Jón Óttar Ragnars- son sem prentaðar eru undir fyrirsögninni Ný hugmyndafræði. Þar fjallar hann m.a. um menningu og gerir grein fyrir henni á eftirfarandi hátt: „Menningin er mikilvægasti afrakstur af lifsbaráttu alþýðunnar á hverri öld. Hún er samnefnari fyrir alla skapandi hugsun og handverk sem fram fer á hverjum tíma.“ Ef gert er ráð fyrir að menning sé jákvæð er óhætt að slá því föstu að skapandi hugsun sé af hinu góða og handverkið sömuleiðis. Ómenning er einnig til. Er hún ekki líka menning, eða er hún andstæð henni? Hér er ekki ætlunin að fara út í þrætubókarlist. Sú íþrótt skal látin stjórnmálamönnum og aðilum vinnu- markaðsins eftir, en gert ráð fyrir að „skapandi hugsun og handverk" séu jákvæð hugtök. Jóni Óttari liggur mikið á hjarta og vill greinilega veg íslenskrar menning- ar sem mestan og telur að stefnuleysi yfirvalda sé einhver hinn mesti Þrándur í Götu blómlegrar menningar. Hann segir að á menningarsviðinu sé engin opinber lista- eða vísindastefna til og sé það ótrúleg yfirsjón hjá þjóð, sem á tilveru sína að þakka fornum menningararfi. Um stjómmálaflokka segir hann: „Stjómmálaflokk, sem ekki er í fararbroddi í menningarmálum, á hreinlega að leggja niður. Hann er úreltur, staðnaður, geltur, til trafala, dauður úr öllum æðum.“ Ekki er alveg gott að átta sig á með hvaða hætti stjórnmálaflokkur á að vera í fararbroddi og í menningarmál- um, og sist þegar lengra er lesið og eftirfarandi skoðun sett fram: „Þvi miður em einstaklingar eða samtök sjaldnast nægilega víðsýn og frjálslynd til þess að geta stuðlað að frjálsri tjáningu skapandi einstaklinga án íhlutunar eða afskipta.“ i Peningar og stefnumótun Helst er á höfundi að skilja að stjómmálaflokkar og ríkisvald stuðli að aukinni menningu með fjáraustri. Ef aðeins að menningin fær nógu mikla peninga er henni borgið. En vamagli er sleginn: „Auðvitað þarf að fara að öllu með gát. Rikisstyrkir em alltaf þrautalending, ekki kjörkost- ur. Hvemig hefur t.d. kirkjunni vegnað í náðarfaðmi hins íslenska rikisvalds? Á vísindasviði þarf að margfalda framlög til Visindasjóðs. Á listasviði þarf að koma á fót öflugri hliðstæðu, Listasjóði, er hjálpar ungu, efnilegu listafólki að koma undir sig fótunum. Síðast en ekki síst þarf að bæta markaði fyrir list, m.a. með aukinni listfræðslu og listsköpun i skólum og fjölmiðlum, svo almenningur læri að gera greinarmun á „list“ og „afþrey- ingu“.“ Allt er þetta vel meint og Jón Óttar er ekki einn um það að vera rausnarlegur þegar hann ávisar á ríkissjóð, en til eru þeir sem það fer fyrir brjóstið á, þegar talað er um opinbera stefnu í menningarmálum og stefnu- mörkun stjórnmálaflokka á sama sviði Það er eins og menning sé eins og hver annar félagsmálapakki og það sem einkum stendur henni fyrir þrifum sé fjárskortur en hún muni blómgast og dafna ef til hennar er litið með velvild ogTausn. Gæfa og gjörvuleiki Hámenntaður aðdáandi Bólu-Hjálm- ars sagði eitt sinn í eyru þess er hér hripar: „Hvað hefði ekki getað orðið úr þessum manni ef hann hefði haft menntun á bak við sig og skrifborð fyrir framan sig.“ Það lá í orðanna hljóðan að það hefði ekki orðið lítill akkur fyrir íslenska menningu ef svo hefði tekist til. Ekki skal neinum getum leitt að þvi hér hvílíkt hámenningartromp séra Hjálmar Jónsson hefði orðið, en hitt er víst að íslensk þjóð hefði farið á mis við Bólu-Hjálmar, hrakinn öreiga sem með anda sinum auðgaði islenska menn- ingu meira en allir séra jónar heilla biskupsdæma. Magnús Stephensen konferensráð var einn menntaðasti maður síns tíma. Hann var stórættaður, auðugur, sat i æðstu embættum landsins og naut hylli kónga. Margt gerði hann gott um ævina, hann var velviljaður og starfsamur og vildi hag þjóðar sinnar sem mestan. Hann skrifaði og gaf út bækur til að upplýsa lýðinn, m.a. matreiðslubækur, því honum var ekkert óviðkomandi sem til framfara horfði. En eitt var það sem Magnús megnaði aldrei. Það var að vera skáld. Eins og hann rembdist og reyndi, en allt kom fyrir ekki. Það var sama hve mikið hann orti og gaf út. Aldrei varð þetta skáldskapur. En allt um það var Magnús mætur maður og þjóðinni þarfur. Blessuð sé minning hans. Bjami Thorarensen amtmaður hafði menntun á bak við sig og skrifborð fyrir framan sig. Honum var gefin sú andagift að setja sitt mark á menningararfleifð- ina. Þjóðsagan lætur þá hittast, amtmann- inn á Möðmvöllum og öeigann á Bólu. Þar er jafnræði með þeim. Því er á þetta minnst að það eru ekki alltaf ytri kjör eða auðlegð sem bera menninguna uppi, þótt svo geti einnig verið. En menningin er skrýtin skepna, sem á einhvern dularfullan hátt lýtur eigin lögmálum, og á það ekki síst við þá grein hennar er lýtur að skapandi listum. Að stjóma slíku með fjármagni eða einhvers konar stefnumörkun sýnist illmögulegt, enda mörg hörmuleg dæmi um hvernig til hefur tekist þegar menn ætla sér slíkt, þótt einnig megi benda á glæsileg dæmi þess að örlæti hafi skilað menningar- legum árangri. Þá er og alkunn sagan af piltinum sem grét söltum támm niður í móa í Skagafirði er hann horfði á eftir skólasveinum riða suður. Stephan G. átti þess ekki kost sökum fátæktar. Hann fór aðra ferð og lengri. Vestur á sléttum Ameriku stritaði hann í menningarlegri einangmn. En á næturnar orti einyrkinn sér til hugarhægðar. Það hlýtur að vera öllum, sem eitthvað kynnast verkum þessa erfiðismanns, sífellt undmnar- efni hvílik gnótt mannvits rúmaðist í kolli hans og hvilikri listrænni ögun hann réði yfir. Sköpunargleðjn var umbun hans að eigin sögn. Menningarstefna? Vonandi tekur enginn þetta svo að hér sé verið að kyrja gamla söng- inn um að listamenn eigi að svelta til að ná árangri. Síður en svo. Það er Stefnumótun stjómmálaflokkanna í menningarmálum. aðeins verið að undirstrika að fjármagn er ekki endilega forsenda skapandi hugsunar og mikilla afreka, eins og oft er látið í veðri vaka. Það er orðið heldur leiðigjarnt það langvarandi suð, að menningarmálum sé ekkert sinnt hér á landi og listamenn smáðir og hafðir útundan, og allt sé skorið við nögl þegar menningarmál em annars vegar. Undirtónninn er ávallt hinn sami, borga, borga, þá fáum við list og menningu. Auðvitað eiga listamenn og menn- ingarfólk að fá greitt fyrir vinnu sina og hugverk eins og aðrir. Sú greiðsla fer fram með ýmsum hætti og listamenn em ýmist vel eða illa launaðir eftir atvikum. En sú krafa listamanna og sumra velunnara þeirra að listamenn og sjálf menningin yfirleitt sé sett á opinbert framfæri er fráleit. Sú hætta er þá ávallt fyrir hendi að þeir sem ráða fjármagninu fari að setja fram full skýra stefnumörkun í menningarmálum. Sú var tið að þorri islenskra menningarmanna gerðust sjálfviljugir dráttarjálkar á stórbúi Kremlarbænda. Þar unnu þeir fyrir hugsjónina eina saman. Að þeirra mati snerist allt til - hins betri vegar austur þar og var mjög dásamað hve vel væri búið að listamönnum og menningarfólki. Það fékk riflegar greiðslur frá ríkisvaldinu fyrir verk sin. Aldrei var minnst á að böggull fylgdi skammrifi. Sem sé að listamenn störfuðu samkvæmt vel markaðri og nákvæmari stefnu í menningarmálum. Hugmyndafræðing- ar marka stefnuna. Nú vita allir hvilíkur kyrkingur er í menningarlífi þeirra þjóða sem búa við skýrt afmarkaða stefnu í menningarmálum og listamenn á ríkisframfæri megna ekki að breyta þar neinu um. Þeir sem ekki fylgja stefnunni eru teknir út af launaskrá, og það sem verra er, verk þeirra bannfærð. Sem betur fer eru þeir orðnir fáir menningarmennirnir á íslandi sem ganga með glýju í augum vegna gerskrar stefnumótunar í menning- armálum, en krafan um opinbera forsjá hefur á einhvern hátt orðið eftir. Viðvarandi rukkunarherferð lista- manna á hendur rikinu er hvimleið. Fjöldasamtök Fjöldi þeirra manna og kvenna sem fæst við fagrar listir á íslandi er vægast sagt orðinn grunsamlega mikill, og sífellt bætist í hópinn, enda eru samtök þeirra að verða með stærstu kröfu- gerðahópum i þjóðfélaginu. Og allir biðja um opinbera forsjá í einni mynd eða annarri og er þá ýmsu borið við. Fyrir nokkrum árum tilkynnti einn úr hópnum í útvarpi að þjóðin skuldaði Jónasi Hallgrímssyni og Sigurði Breiðfjörð mikla fjármuni og væri sjálfsagt að hann og hans nótar fengu þetta fé. Veskú. Stofnun sjóða og úthlutanir úr þeim eru ær og kýr listamannasamtaka og eru rithöfundasamtök þar fremst i flokki. Það vefst ekkert fyrir þeim að sýna fram á að verk þeirra séu höfð að féþúfu óhlutvandra aðila, rikisins fyrst og fremst, og að ekkert sé sanngjamara en að þeim sé greitt til baka. Úthlutunarnefndum er komið á fót og þær vega og meta verðleika þeirra sem til greina koma að fá fjámpphæðir. Eftir hverja úthlutun úr hverjum sjóði fyrir sig upphefjast deilur og brigslyrði um óverðuga sem hlutu náð og verðuga sem enga aura fengu. Þeir sem þátt taka i þessum leik virðast algjörlega ónæmir fyrirþví áliti sem þeir skapa sér meðal múgamanna fyrir þau rök og rökleysur sem þeir bera á borð, því yfirleitt fara bræðravígin fram i fjölmiðlum. Oddur Ólafsson skrifar Hið undarlega við launakröfur rithöfunda er að þeir virðast aldrei eiga neitt vantalað við þá aðila sem maður skyldi ætla að séu viðsemjendur þeirra þegar launagreiðslur eru annars vegar. Það em útgefendur. Eðlilega þykir þeim betra að höfundar taki laun sín annars staðar en hjá sér. Velgerðarmenn Halldór Laxness skrifaði einhvern tíma, að hann langaði til að vera svo ríkur að hann gæti gefið þjóð sinni tannbursta. Því miður hafði hann ekki efni á þvi þjóðþrifaverki svo að hann varð að láta sér nægja að skrifa bækur. Sem betur fer hefur þjóðin fyrir löngu fengið sér tannbursta og lært að nota þ á. Hitt er enn betra að Halldór settist niður að skrifa bækur og er framlag hans til menningarinnar orðið meira en svo að goldið verði fyrir með fé. Sú hugsun að tannburstavæða þjóðina ber vott um umhyggju og menningaráhuga. Það er liður í viðleitni til að menn lifi fegurra og betra lífi. Fleiri menningarmenn hafa þennan steininn klappað. Guðmundur Hannesson prófessor var óþreytandi, að brýna hreinlæti fyrir mönnum. Nú á siðustu og bestu tímum ver Jón Óttar Ragnarsson nokkru af tima sinum og menntun til að fræða fólk um hollt mataræði og hvað varast ber af allsnægtunum. Honum er lagið að setja fram fróðleik sinn á skýran og alþýðlegan hátt svo allir megi njóta góðs af. Ekki er að efa að góður vilji býr að baki hugmyndum hans um stefnumörk- un í menningarmálum. En það sem hér er verið að vara við er einmitt stefnumörkunin. Hvergi er getið hver hún eigi að vera heldur látið duga að benda á stjórnmálaflokka og ríkisvald. Ef rétt er skilið eiga stjómmála- flokkar að gera það að stefnu sinni að svo og svo miklu fé verði varið til menningarmála, og ríkisvaldið að gera slikt hið sama en síðan virðast þessir aðilar ekki að eiga að skipta sér meir af framvindu menningarinnar, enda ekki æskilegt. Það virðist greinilegt hver á að fjármagna „Listasjóð", en hver á að úthluta úr honum og eftir hvaða reglum? Hvar í ósköpunum á að finna þá „einstaklinga eða samtök sem eru nægilega víðsýn og frjálslynd til að geta stuðlað að frjálsri tjáningu skapandi einstaklinga án ihlutunar og afskipta ‘? Maður skyldi ætla að sú reynsla sem fengin er af úthlutunum og þeim flokkadráttum sem þeim em samfara, þar sem fulltrúar heilla stjórnmála- flokka eru ásakaðir um hlutdrægni og óheiðarleg vinnubrögð, ættu að vera viti til vamaðar, og frábiðja um meira af sliku. Enn eitt. „Aukin listfræðsla og listsköpun i skólum og fjölmiðlum". Allt er gott um þetta að segja nema að það þarf sannarlega að breyta um vinnubrögð, að minnsta kosti í fjölmiðlunum. Sú bólgna umræða sem fram fer þegar listir eða listsköpun em á dagskrá er illþolandi. Það er engu líkara en þegar fara á að fræða um þessi efni sé leitað uppi leiðinlegasta og óskiljanlegasta fólk landsins til að uppfræða almúgann. List og menning- armál eiga þessa meðferð ekki skilið. Listir em heillandi viðfangsefni, fyrir listamanninn og þá sem njóta. Ef veita á einhvers konar fræðslu um þessi efni er ekki annað sæmandi en gera þeim þau skil er þeim ber. Það er óþarfi að segja frá fögrum listum með sama hugarfari og leikaraskap og þegar verið er að hræða krakka með draugasögum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.