Tíminn - 04.07.1982, Page 12
SUNNyDAGUR 4. JÚI*Í.19?2
Eííf:
■ JASSÍR ARAFAT, leiðtogi PLO,
samþykkti að skæruliðar hyrfu á brott
úr Líbanon...
■ í sjálfu sér kom fáum á óvart að
Alexander Haig skyldi á endanum segja
af sér embætti utanrikisráðherra Banda-
rikjanna. Það hefur verið stormasamt
kringum hann þá átján mánuði sem
hann hefur gegnt embætti, honum hefur
aldrei fallið sérlega vel við aðra
samstarfsmenn forsetans, né þeim við
hann, og sagt er að hann hafi niu sinnum
hótað að segja af sér áður en hann lét
loksins verða af þvi að stimpla sig út.
Það kom flestum hins vegar í opna
skjöldu að Haig skyldi velja einmitt
þessa stund til að segja af sér þegar
blikur eru á lofti i utanrikismálum vegna
innrásar ísraela í Líbanon og samskiptin
við Sovétríkin á viðkvæmu stigi. Greinin
hér að neðan - sem tind er saman úr
ýmsum erlendum blöðum - sýnir að
Washington getur verið fullsæmd af
þeirri atburðarás sem að lyktum leiddi
til þess að Haig sagði af sér.
Það kom nokkuð á óvart á sinum tima
er Ronald Reagan skipaði Haig í
embætti utanrikisráðherra. Flestir aðrir
ráðherrar og ráðgjafar hans komu úr
hópi náinna samstarfsmanna til margra
ára, þeir voru kenndir við Kaliforniu þar
sem Reagan var ríkisstjóri á sjöunda
áratugnum og þekktir fyrir ihaldsemi og
harðskeyttir í garð Sovétríkjanna. Það
var Haig að vísu lika, en á nokkuð annan
hátt. Haig hafði verið yfirmaður herafla
NATO í Evrópu og skildi sjónarmið
Evrópuríkjanna þvi betur en Kaliforníu-
mennirnir sem sumir álíta að hneigist til
einangrunarstefnu. Skipan Haigs í
embætti utanríkisráðherra olli reyndar
áhyggjum þeirra sem vilja reyna að
viðhalda slökunarstefnunni og sögðu
þeir Haig vera hinn versta „hauk“ og
myndi hann hafa hin verstu áhrif á
samskiptin við Sovétrikin - sem flestir
eru nú sammála um að nauðsynlegt sé að
hafa i sæmilegu horfi. En þegar Haig
hafði gegnt embætti um skeið kom
dálitið annað í Ijós. Miðað við
Kalíforníumennina virtist Haig mildur
vel. Aðstoðarmaður öldungardeildar-
þingmanns nokkurs, sera vill slökunar-
stefnu gagnvart Sovétríkjunum, sagði i
siðustu viku: „Ekki hélt ég að það ætti
fyrir mér að liggja að vakna á hverjum
morgni og blessa þá staðreynd að Al
Haig væri utanrikisráðherra“, og sjálfur
gerði Haig gys að þessari nýju stöðu
sinni, kvaðst aldrei á ævinni hafa
imyndað sér að hann ætti eftir að vera
kallaður „dúfa“. Sem hann var auðvitað
ekki, en allt er jú afstætt.
Að þessu hlaut að koma
Afstaðan til Sovétrikjanna, og Evr-
ópu, var stór þáttur í stöðugum deilum
Haigs við ýmsa aðra ráðherra, einkum
Caspar Weinberger, varnarmálaráð-
herra, en þar kom fleira til og ekki sist
hrein og klár valdabarátta. Haig er
ákveðinn maður og valdagráðugur,
honum þótti til að mynda augljóst að
það væri hann, fremur en forsetinn,
hvað þá varnarmálaráðherrann, sem
réði stefnunni i utanrikismálum.
Fræg er framkoma hans í fyrra, er
Reagan hafði verið skotinn og tvisýnt
um líf hans, en þá hélt Haig blaða-
mannafund og hrópaði: „Ég stjórna
hér!“ - þótt það væri að visu ekki í neinu
samræmi við stjórnarskrá Bandarikj-
anna sem náttúrlega gerir ráð fyrir að
varaforsetinn taki við stjórnartaumun-
um ef forsetinn fellur frá. Þetta atvik olli
mikilli úlfúð og stappaði stálinu i
andstæðinga Haigs uns svo var komið að
hann stóð einn innan stjórnar Reagans.
Auk þess að karpa stöðugt við
Weinberger reifst Haig sínkt og heilagt
■ ...og WILLIAM CLARK, öryggis-
málaráðgjafi Reagans, féllst á samkomu-
lagið fyrir hönd Bandaríkjastjómar..
við Jeane Kirkpatrick, sendiherra
Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðun-
um, en miðað við stefnu Reagan sjálfs
og helstu samstarfsmanna hans er hún á
„réttari linu“ en Haig. Kapp Haigs var
lika stundum meira en forsjá, sérstak-
lega þegar þess er gætt hversu öfluga
andstæðinga hann átti innan stjórnar-
innar, sem gerðu hvað þeir gátu til að
grafa undan honum.
Það var talið styrkja stöðu Haigs
þegar William Clark var i janúar á þessu
ári skipaður öryggismálaráðgjafi forset-
ans en Clark hafði áður verið náinn
aðstoðarmaður Haigs. En það fór á
annan veg. Clark var ekki seinn á sér að
skipa sér í hóp andstæðinga Haigs og
vann gegn honum leynt og ljóst. Staða
Haigs var því langt í frá sterk, og
mörgum fréttaskýrendum þótti einsýnt
að fyrr eða síðar hlyti hann að segja af
sér, ef hann yrði ekki hreinlega látinn
fara. En að það gerðist svona óraði
engan fyrir.
Innrás ísraels hleypir öllu
í háaloft
Siðustu vikuna sem Haig var i
embætti bar tvö mál hæst. Annars vegar
innrás Israela í Libanon og hins vegar
viðbrögð Bandarikjanna við lagningu
gasleiðslu frá Sovétrikjunum til Vestur-
landa. Gasleiðsla þessi er umdeild og
ekki sist í Bandaríkjunum þarsem menn
telja að hún geri Evrópurikin háð
Sovétríkjunum og styrki auk þess
efnahag Sovétrikjanna á sama tíma og
Bandaríkin og önnur Vesturlönd eru
með misjafnlega sannfærandi tilburði til
efnahagsþvingana á Sovétríkin vegna
ástandsins i Póllandi. Margir ráðgjafar
Reagans hafa viljað láta setja bann á alla
aðstoð Bandaríkjanna við lagningu
þessarar leiðslu - en sú aðstoð mun vera
umtalsverð - en Haig hefur verið þvi
andvígur og sagt að slíkt muni skaða
samskiptin við Evrópurikin meira en
það muni skaða Sovétrikin. Á leiðtoga-
fundinum í Versölum fýrir nokkrum
vikum mun Haig hafa gefið leiðtogum
Evrópuríkjanna loforð um að stjórnin i
Washington myndi ekki grípa til neinna
þvingana gegn þeim fyrirtækjum sem
tækju þátt í lagningu leiðslunnar. Vissi
Haig þá ekki betur en hann hefði
stuðning Reagans sjálfs i þessu máli.
En svo gerðu ísraelar innrás i
Libanon og allt fór i háaloft. Haig hefur
verið hinn dyggasti stuðningsmaður
ísraels innan stjórnar Bandarikjanna,
þar sem tilfinningar manna Í garð Begins
gerast nú æði blendnar. I fyrstu lýstu
ísraelar þvi yfir að þeir ætluðu aðeins
að sækja nokkurn spöl yfir landamærin
til að fria sig við árásum Palestinuskæru-
liða og Haig fullvissaði Reagan um að
þær yfirlýsingar væru réttar og sannar.
En svo kom annað á daginn. Fyrir
fsraelum vakti hvorki meira né minna
en að útrýma PLO, skæruliðasamtökum
Palestinuaraba, og til að ná því marki
skirrðust þeir ekki við að halda uppi
loftárásum og fallbyssuskothrið á búðir
óbreyttra borgara. Afleiðingarnar voru
hræðilegar, mannfall gífurlegt og tug-
þúsundir urðu heimilislausar. Banda-
rikjunum fór ekki að litast á blikuna en
við Begin varð engu tauti komið, fremur
en venjulega. Israelski herinn sló hring
um Beirut fyrir hálfum mánuði eða svo
og ljóst varð að þrátt fyrir fullyrðingar
israeiskra ráðamanna við Reagan og
Haig um að innrásin ætti að vera
„takmörkuð" höfðu þeir haft annað i
huga frá upphafi.
■ ...en Haig mun hafa komið i veg
fyrir að PHILIP HABIB, sendimaður
Bandarikjastjórnar, samþykkti það
formlega.
Samkomulag um
vopnahlé og
hótanir Sádiaraba
Eftir innrásina hafði Haig viljað fara
á stúfana að semja um lausn málsins en
andstæðingar hans innan öryggismála-
ráðs Bandarikjanna komu í veg fyrir það
og í staðinn var Philip Habib, sérlegur
sendimaður forsetans, gerður út af
örkinni. Þetta fór ákaflega i taugar
Haigs, sem alltaf hefur verið firna
viðkvæmur fyrir þvi þegar honum þykir
gengið á rétt sinn, en hann lét gott heita
í bili. Aftur á móti virðist alls ekki hafa
verið gengið frá þvi hver væri yfirmaður
Habibs i viðræðunum við aðila fyrir
botni Miðjarðarhafs og það átti eftir að
hafa mjög alvarlegar aflei.ðingar.
Um sama leyti og israelskir skriðdrek-
ar umkringdu Beirut hófust viðræður
gegnum sima milli þriggja mannasem
vildu vinna að lausn málsins. Þessir þrír
menn voru Fahd, konungur Sádiarabíu,
Jassir Arafat, foringi PLO, og William
Clark, öryggismálaráðgjafi Reagans.
Fadh var sáróánægður með gang mála
og sagði Bandaríkjamönnum að ef
ísraelar væru ekki þegar í stað þvingaðir
til að láta af hernaðarátökum yrði öllu
afli Sádiarabíu beitt gegn þeim og
Bandarikjunum. Fahd hótaði að láta
taka út stóran hluta af fjármagni
Sádiaraba í bandarískum bönkum - en
það er talið vera 100 þúsund milljarðar
dollara - einnig að takmarka, eða
jafnvel stöðva, oliusölu til Bandaríkj-
anna, og loks að leyfa Sovétmönnum að
opna stórt og mikið sendiráð í Jedda.
Eftir miklar viðræður þeirra þremenn-
inga og aðstoðarmanna þeirra var
komist að samkomulagi. í skiptum fyrir
að ísraelar drægju sig fimm kilómetra
frá Beirut og tryggt yrði að þeir réðust
ekki inn í borgina féllst Jassír Arafat á
að PLO myndi láta af allri hernaðarstarf-
semi i Líbanon og allir skæruliðar
samtakanna yrðu á bak og burt.
Að morgni miðvikudagsins 23. júni
virtist allt klappað og klárt. Þá hringdi
utanríkisráðherra Sádiarabiu til Arafats
og sagði honum að málið væri frágengið
og stundu siðar hófst fundur sjö manna
Þjóðfrelsisráðs Líbanon með Habib þar
sem Libanir bjuggust við að Bandarikja-
menn myndu formlega samþykkja sam-
komulagið. Síðan yrðu ísraelar neyddir
til að ganga að því.
Babb í bátinn
En þá kom babb í bátinn. Habib fór
fram á svör PLO við fjölda nákvæmra
spurninga um fyrirætlanir samtakanna
en minntist ekki á fyrrnefnt samkomu-
lag. Arafat var þó ákveðinn i að reyna
að koma samkomulaginu áleiðis, hann
skipaði mönnum sinum að hafast ekki
að nema á þá væri ráðist og á
fimmtudaginn kom hann á fund Habibs
með svör við spurningum Bandaríkja-
manna. Þar staðfesti hann að PLO
myndi draga sig úr Libanon, og bjóst við
að nú stæði ekki á formlegu samþykki
Habibs. En svo fór ekki og skothríð
ísraela á Beirut hófst af endurnýjuðum
krafti. Og í yfirlýsingu sem gefin var út
eftir fund Reagans og Begins í
Washington tók Reagan, að þvi er
virtist, að fullu og öllu undir sjónarmið
ísraela. Samkomulagið sem Fahd, Ara-
fat og Clark höfðu komist að virtist fyrir
bi.
Yfirlýsingin um algeran stuðning
Bandarikjanna við aðgerðir ísraela mun
vera runnin undan rifjum Haigs, og
sömuleiðis var það hann sem kom i vcg