Tíminn - 04.07.1982, Qupperneq 13

Tíminn - 04.07.1982, Qupperneq 13
SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982 LVJ.ií' 1' ■ og FÓRNARLÖMBIN urðu mörg og hræðilega farin. ■ Og á meðan hélt sókn ísraela áfram, þvert ofan i loforð sem MENACHEM BEGIN hafði gefið Reagan og Haig... ■ Á cndanum snerist RONALD REAGAN til fylgis við andstxðinga Haigs innan Bandaríkjastjómar... fyrír að Habib staðfesti samkomulagið margumrædda. (Habib mun reyndar hafa lagt fram formleg mótmæli gegn þvi að ísraelum yrði leyft að hafa sina hentisemi í Líbanon.) Haig leit svo á að Bandarikjamenn yrðu að standa með ísraelum gegnum þykkt og þunnt, en á þá afstöðu höfðu Begin og Sharon, vamarmálaráðherra ísraels, einmitt treyst, og svo kunni hann alls ekki vel við að aðrir en hann væru að vesinast i málefnum sem hann áleit að heyrðu aðeins undir sig. En þótt Reagan tæki undir sjónarmið hans i bili var Clark ekki einn á báti. Ráðgjafi forsetans, Edwin Meese, George Bush, varafor- seti, Weinberger, varnarmálaráðherra, munu hafa verið þeirrar skoðunar að stöðva þyrfti ísraela áður en þeir réðust inn i Beirut og þeim virðist hafa tekist að sannfæra Reagan - aðeins skömmu eftir að hann hafði lýst stuðningi við afstöðu Haigs. Haig varð svo á fimmtudaginn 24. júní fyrir áfalli þegar hluti Þjóðfrelsisráðsins i Líbanon sagði af sér en bæði hann og Begin höfðu vonað að ráðið myndi geta myndað þá „sterku stjórn" sem þeir töldu nauðsyn- lega í Líbanon til að hafa taumhald á starfsemi PLO í landinu. Og það varð sving! En fleira gerðist þennan fimmtudag. Að kröfu Haigs var haldinn rikisstjórn- arfundur til að ræða þvinganir Banda- ríkjamanna gegn fyrirtækjum og rikis- stjómum sem tækju þátt í lagningu gasleiðslunnar frá Sovétrikjunum. Þann 18. júni hafði bannið á tæknilegri og fjárhagslegri aðstoð Bandarikjanna ver- ið tilkynnt en á nákvæmlega sama tíma og sú ákvörðun var tekin var Haig i New York á níu klukkustunda löngum fundi með Andrei Grómýkó, utanrikisráð- herra Sovétrikjanna, og i Washington em fáir í vafa um að timasetningin hafi verið ákveðin með tilliti til þess að Haig •væri illa fjarri góðu gamni. Haig snerist strax öndverður gegn þessari ákvörðun og áleit hana myndu hafa mjög áhríf á samband Bandarikjanna og Evrópu en það samband hefur oft verið betra sem kunnugt er. Hafa Evrópuleiðtogar enda gagnrýnt þessa ákvörðun mjög og þeírra á meðal Margaret Thatcher, sem verður vart sökuð um linkind í garð Sovétrikj- anna. En Haig óskaði sem sé eftir rikis- stjórnarfundi um málið þann 24. júni. Reagan sjálfur var ekki viðstaddur þennan fund, né heldur tveir af áköfustu andstæðingum Haigs, Weinberger og Kirkpatrick. Clark var hins vegar mættur og dyggilega studdur af Ronald Reagan, fjármálaráðherra, og Malcolm Baldridge, viðskiptaráðherra. Og það varð sving! Fréttamönnum hefur ekki tekist að afla sér nákvæmra heimilda um hvað gerðist á þessum fundi en Ijóst er þó að þar kom til mjög snarpra orðaskipta, að ekki sé fastar að orði kveðið. Clark sagði Haig að þetta mál væri frágengið og hann hefði ekkert yfir því að segja, og því vildi Haig náttúrlega ekki una. A endanum mun fundurinn hafa leyst upp í hávaða og læti og einhverjir jafnvel beðnir um að hafa sig á brott. Haig hafði undanfarna daga vcrið að hugleiða að segja af sér og nú brá svo við að enginn varð til að telja honum hughvarf. Reagan hafði þá tekið sér stöðu með andstæðingum Haigs svo honum þótti sýnt að hann hefði ekki lengur stuðning til að gegna sínu starfi. Reagan líkastur því að hafa misst náinn ættingja Að morgni föstudagsins 25. júní sl. hélt Reagan blaðamannafund þar sem hann tilkynnti að Haig hefði sagt af sér og hefði hann, „með trega“, samþykkt afsögnina. Reagan virtist mjög brugðið og segja fréttamenn að hann haft verið líkastur því að hafa misst náinn ættingja. Hlóð forsetinn Haig lofi og endurtók nokkrum sinnum hvílíkur missir væri að honum. Þrátt fyrir allt hefur forsetanum verið mikill styrkur af Haig, þó ekki væri nema vegna þess að hann hefur, þvert ■ „og skipaði GEORGE SCHULTZ, höfund „Reaganomics", í embætti utanríkisráðherra. ofan í það sem ýmsir töldu fyrirfram, skapað sér sæmilegt álit scm utanrikis- ráðherra - þó flestum beri saman um að hann hafi verið djarfur fremur en djúpgáfaður, ákveðinn fremur en hug- myndaríkur i embætti. Og það var líka deginum Ijósara að afsögn Haigs myndi ekki mælast sérlega vel fyrir i Evrópu en Haig hefur Iagt sig mjög fram um að bæta samskipti Bandaríkjanna og Evrópu, eins og þegar hefur vcrið sagt. Það vakti athygli að aðeins klukku- stundu eftir að afsögn Haigs var tilkynnt þá var lýst yfir vopnahléi i Libanon, en það vopnahlé hefur að visu reynst býsna brothætt og ekki útséð um hvernig fer, þegar þetta er tekið saman. ísraelar tóku afsögn Haigs mjög illa sem vænta mátti enda fer óðum að þynnast í stuðnings- mannaliði þeirra innan Bandarikja- stjórnar, en þeir eiga þó stóra sök á þvi að upp úr sauð með Haig og andstæðing- um hans. ísraelar hafa einnig lýst yfir áhyggjum sinum vegna þess að sá maður sem Reagan hefur skipað eftirmann Haigs, George Schultz, er kunnur af viðskiptum sínum við Arabalöndin, sér i lagi Sádiarabíu. Schultz er annars sá maður sem Reagan hafði upphaflega hugsað sér að skipa utanríkisráðherra, en Haig varð að Iokum ofan á, annaðhvort vegna þess að stuðnings- menn ísraels í valdakerfinu - sem eru margir og valdamiklir - settu sig á móti Schultz, eða vegna þess að Reagan taldi nauðsynlegt að fá i embættið mann sem hefði nokkra reynslu af milliríkjasam- skiptum -eins og Haig hafði, að minnsta kosti umfram Schultz sem hefur aðallega starfað að efnahagsmálum og kaupsýslu hingað til, en hann er einn aðalhöfundur þeirrar efnahagsstefnu sem stjórnin i Washington fylgir nú og kölluð er „Reaganomics". Annars er Schultz talinn hæfur maður og heiðarlegur og í nýlegri bók sinni sagði Henry Kissinger, fyrrum utanrikisráðherra i stjórnartið Nixons og Fords, að ef hann ætti að velja einn mann til að fela örlög landsins ef hætta steðjaði að, þá væri sá maður George Schultz. Ætlar Haig í forsetaframboð? En hver verður framtið Haigs? Maðurinn hefur ekkert á móti völdum og aldrei farið dult með að hann telji sjálfan sig ákjósanlegan forseta Banda- ríkjanna. Hann tók raunar þátt í prófkosningum repúblikana fyrir for- setakosningarnar 1980 en datt fljótlega út úr myndinni. Eftir þetta er vafasamt að hann hafi nokkra möguleika árið 1984, ekki minnst vegna þess hvilíkur gassagangur hefur verið á honum í embætti utanríkisráðherra, en þó er aldrei að vita. Að minnsta kosti hugleiðir leiðarahöfundur The Observer í Bretlandi um siðustu helgi hvort afsögnin geti orðið til þess að styrkja stöðu Haigs vilji hann fara í forsetafram- boð, hann geti altént haldið þvi fram að hann hafi sagt af sér fremur en að víkja af þeirri stefnu sem mörkuð hafði verið i upphafi. En það hefur hann einmitt gert nú þegar, er hann sagði við blaðamenn að hann segði af sér vegna þess að stjórnin i Washington hefði nú vikið frá hinni „einbeittu, stöðugu og sjálfri sér samkvæmu stefnu" sem þeir Reagan hefðu ákveðið í upphafi kjör- tímabilsins. En allt þetta verður framtið- in blessuð að leiða i Ijós. Svo er bara spurningin hvort salan á Haig-viskí detti nú niður úr öllu valdi... - ij tók saman. Útboð Tilboð óskast í gatnagerð og lagnir ásamt lögn hitaveitu á Laugarási milli Vestur- og Austurbrúnar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 21. júli 1982 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN reykjavíkurborgar Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Staða sveitarstjóra í Hafnarhreppi Höfn Hornafirði er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist sveitarstjóra Hafnarhrepps. Umsóknarfrestur framlengist til 20. júlí n.k. Hreppsnefnd Hafnarhrepps. T Útboð Tilboð óskast i lögn dreifikerfis hitaveitu i Hafnarfjörð 9. áfanga Hvaleyrarholt 1, fyrir Hitaveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 1.500 kr. skilatryggingu. Tilboðverðaopnuðásamastaðfimmtudaginn 15. júlí 1982 kl. 11 f.h. INNKÁUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkj ovegi 3 — Sími 25800 TEKUR AHÆTT UNA? Þú þarft þess ekki lengur þvi nú getur þú fengið eldtraust- an og þjófheldan peninga- og skjalaskáp á ótrúlega hagstæðu verði. .. W K/NG CROWN 8 Lykill og talnalás = tvöfalt öryggi. Innbyggt þjófaviðvörunarkerfi. 10 stærðir, einstaklings og fyrirtækjastærðir. Japönsk gæðavara (JIS Standard). Viðráðanlegt verð. Eldtraustir og þjófheldir. Japönsk vandvirkni i frágangi og stil. F EA F m IJ IA N Kirkjustræti 8. - Sími 19294

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.