Tíminn - 04.07.1982, Qupperneq 22

Tíminn - 04.07.1982, Qupperneq 22
SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982 ;| i INTIMATE SEXLIVES OF FAMOUS 18MNG miLACE* AMY V»UAŒ IWID WiUECHWSKY- SYLVIA WMIA® MEMOIRS OF HADRIAN MARGUKRÍTK YOURCENAR fflTWlLDOll Intoiiígeíit, raoviög amí maluro,, >, a iour de furœ' ^ wmoitiQ nf WfllCtlltKL YOU Margueríle Yourcenar: Memoirs of Hadrían King Penguin/Penguin 1982 ■ Franski rithöfundurinn Margue- rite Yourcenar er sennilega litt eða ekkert þekkt hér á íslandi, en lesendur Helgar-Timans búa þó að grein sem leigupenni blaðsins i Frakklandi, Már Jónsson, skrifaði fyrir nokkru siðan um hana og verk hennar. Yourcenar er heldur ekki ein þeirra sem standa á torgum og láta mikið á sér bera en margir eru samt þeirrar skoðunar að hún sé i hópi merkustu rithöfunda Frakka á öldinni. Eftir hana liggja bæði skáldsögur og Ijóð, þessi bók kom fyrst út árið 1951. Undarlegt verk sem hún tekst hér á hendur, líkt og Robert Graves skrifaði sjálfsævisögu rómverska keisarans Kládiusar skrif- ar hún sjálfsævisögu Hadríanusar, ellegar langt bréf. Fyrir henni vakti að gefa mynd af tímum keisarans og síðan honum sjálfum, hún segir í athugasemd aftast i bókinni að hún hafi vitað vel að henni myndi aldrei auðnast aö gefa nema miðlungi nákvæma sagnfræðilega mynd, svo hún hafi þess í stað einbeitt sér að því aö skynja þennan tima svo hún gæti gefið eins sanna „innri mynd“ og frekast er unnt. Bókin, sem þykir næstum eins og Ijóð að stil og uppbyggingu, hefur verið mikið lofuð um mörg lönd og þykir, að sögn, i hópi hennar bestu. Yourcen- ar var reyndar fyrsta konan sem kosin var í Frönsku akademíuna, 1981. Fay Weldon: Watching Me Watching You Coronet/Hodder & Stoughton 1982 ■ Nýjasta bók hins umdeilda höf- undar Praxis, og inniheldur smásög- ur. Tímaritið Cosmopolitan sagði um þessa bók: „Enginn lýsir af meiri krafti en hún kvenlegum hlutum." En hverjir eru „kvenlegir hlutir“? Þvi náttúrlega er Fay Weldon, eða vill vera, prógressívur höfundur og þykir sýnilega ekki verra að stinga á nokkrum kýlum jafnframt því sem hún segir sögur. Þvi miður er það svo að flestir „kvennabókahöfundar" hafa gert kýlastungurnar að aðal- sýslu sinni, en látið sér ómerkari hluti, eins og bókmennta- og/eða listgildi i léttu rúmi liggja. Fay Weldon er stundum á mörkunum en flestar sögurnar eru þó allvel gerðar og hér eru fleiri sögur en þær sem vilja fjalla um konur sem slikar. Titilsagan er skrýtin draugasaga, aðalefni hennar að vísu skilnaður og tvær konur sem hann snertir. Form þessara sagna er ákaflega klippt og skorið, enginn óþarfi neins staðar, og sumar sögurnar eru likastar kvikmyndahandritum. Raunar hlýt- ur það aðeins að vera tímaspursmál hvenær Weldon fer að dunda sér við slik handrit: kannski þau henti henni betur... Irving Wallace, Amy Wallace, David Wallechinsky & Sylvia Wallace: The Intimate Sex Lives of -Famous People Dell 1982 ■ Mikið má vera skemmtilegt heimilislífið hjá Wallace-fjölskyldunni. Þetta fólk hefur áður sett saman Book of Lists og People’s Almanac, en þessi slær báðar út að andriki og innblæstri. Ryðjum okkur beina leið inn i svefnherbergi fræga fólksins! - þó fyrr hefði verið! Og það kemur i ljós að: Napoleon og Wellington sænguðu báðir hjá sömu konunni og þótti henni Wellington skárri, þó hún væri frönsk. Eva Peron átti ástarævintýri með Onass- is. J. F. Kcnnedy með öllum. Casanova var ekki ósigrandi. 16 konur höfnuðu honum og 7 sinnum mistókst honum er á hólminn var komið. Josephine Baker var ástkona Gústavs VI Svíakonungs. Byron lávarður byrjaði niu ára. Laughton hafði ekki gaman af konum. H. C. Andersen hafði ekki gaman af neinu. J. Edgar Hoover dó hreinn sveinn, en skemmti sér við klámsögur og ólöglegar kvikmyndir af „frægu fó!ki“. Sarah Bernhardt svaf hjá í líkkistu sinni. „Nú veit ég loks hvað lífið er,“ skrifaði Goya eftir að hafa krækt i hertogaynjuna af Alba. Og svo framvegis. Lesiði bara! Mark Amory (ritstj.): The Letters of Evelyn Waugh Penguin 1981 ■ Bretar ætluðu alveg að ganga af göflunum af hrifningu þegar þetta Bréfasafn rithöfundarins Evelyn Waugh kom út þar í landi árið 1980. Waugh, sem var karlkyns (!), lifði frá 1903 til 1966 og gaf út fjöldan allan af skáldsögum sem Bretar lásu flestar hverjar upp til agna og skemmtu sér dável enda þótti Waugh jafnan meðal skemmtilegustu og fyndnustu höfunda þeirra. Nú hefur hann uppgötvast upp á nýtt með útkomu Bréfasafns hans og Dagbóka og gerð frægra sjónvarpsþátta eftir sögunni Brideshead Revisited. Það er nú í sjálfu sér enginn vandi að koma auga á hvers vegna Bretum hugnaðist þetta Bréfasafn vel. Waugh er oft á tíðum leiftrandi af fjöri og prakkaraskap en orðar einnig mörg hugðarefni Breta þessi ár. Meðal pennavina hans eru Graham Greene, John Betjeman, George Orwell, Nancy Mitford, Randolph Churchill, Cyril Conolly, Hugh Trevor-Roper og ristjórar ýmissa dagblaða og timarita i Bretlandi, en eins og menn vita eru lesendabréf í þvi landi öllu merki- legri en hér. Bókin i heild er skemmtileg, kannski, en væntanlega helst við hæfi Breta. J Bxkurnar hér að ofan eru fengnar i bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekið skal fram að hér er um kynningar að ræða en öngva ritdóma. ■ Á þessari öld, og kannski einkum fyrri hluta hennar, mátti heita að írskir rithöfundar væru atkvæðamestir i ensk- um bókmenntum. Fyrstan skal frægan telja Oscar Wilde, þó hann hafi elst með afbrigðum il|a, einnig Synge, W.B. • Yeats, George Bemard Shaw, Joyce, Beckett.. Listinn er ekki alveg tæmandi. En það er svo undarlegt að þótt rithöfundar þessir hafi verið dáðir i öðrum löndum þá hlutu ekki nema sumir þeirra náð fyrir augum íra sjálfra. írland var, og er, ákaflega lokað og satt að segja þröngt þjóðfélag; mörgum rithöfundunum sem vildu spreyta sig á öðmvisi bókmenntum en þar féllu í krámið reyndist nauðsyn að fria sig að méstu af landinu og héldu til i útlöndum, þó flestir þeirra héldu áfram að skrifa umfram allt úm íra og írland. Þar var Jóyce fremstur í flokki en enginn þeirra félaga hefur heldur orðið jafnilla fyrir andúð landa sinna og hann. Hann rægir okkur, sögðu frar, hann klæmist og guðlastar. En nú, þegar hundrað ár em liðin frá því Joyce gægðist i þennan heim, er að verða breyting á. Nú vilja írar njóta snilldar Ódysseifs. Eins og við sögðum frá hér i blaðinu á sinum tíma var það 2. febrúar síðastliðinn sem Joyce hefði átt hundrað ára afmælið, ef hann hefði lifað, en hann lést sem kunnugt er snemma árs 1941. Á afmælisdegi meistarans var jafnan mikið um dýrðir hjá „hirðinni“ sem hann hafði um sig en þó ber einn dag hærra og þann dag notuðu íbúar Dublin til að minnast hans. Það er að sjálfsögðu 16. júni en þann dag árið 1904 arkaði Leopold Bloom um götur Dublin, keypti sér nýra i matinn, var viðstaddur jarðarför, leit heim til konu sinnar, sem sjálf hafði ýmislegt að sýsla. Frá öllu þessu segir Joyce í frægustu bók sinni, Ulysses, sem aukin heldur mætti vel teljast i hópi allra frægustu og áhrifa- mestu bóka þessarar aldar. ■ Meðal þess sem gert var í tilefni af „Blooms-degi“ var skrúðganga 100 leikara þar sem reynt var að likja eftir andrúmsloftinu í Dublin þann 16. júni 1904. ■ Joyce. Nú loks hafa Dubliners tekið hann i sátt - flestir... Joyce minnst í Dublin Bjór - á verði frá 1904? Irar gerðu margt i tilefni dagsins. „Það er kominn timi til þess að við endurgjöldum honum þann heiður og þá frægð sem hann hefur fært heimaborg sinni,“ sagði forseti írlands, Patrick Hillery, og meðal þess sem írska útvarpið gerði til að endurgjalda þá skuld var að útvarpa stanslausri dagskrá þar sem lesið var úr Ulysses og stóð sú dagskrá i - takk fyrir - þrjátíu og einn klukkutima. Einnig voru farnar skrúð- göngur að ýmsum þeim stöðum sem koma við sögu i Ulysses, svo sem að Martello tuminum (þar sem nú er safn til minningar um Joyce), „Moral Pub“ (sem heitir raunar Davy Byrnes), og að Ormond hótelinu. Ýmis leikhús í borginni settu hluta úr verkum Joyce upp á götum úti, listamenn drógu mynd hans upp á gangstéttir, brú nokkur var skirð eftir honum og meira en eitt hundrað leikarar reyndu að endurskapa einn frægasta kaflann úr Ulysses - Wandering Rocks epísóduna. Þeir gengu um götur klæddir förnum frá 16. júní 1904, höguðu sér í einu og öllu sem væra þeir samtíðarmenn Leopolds Bloom og blönduðu geði við nútíma Dubliners, sem sumir hverjir höfðu litla hugmynd um hvað var á seyði þó það hefði að visu ekki átt að fara fram hjá neinum. Einn leikari var á leið inn á Ormond hótelið við Liffey ána þegar mannþröngin stöðvaði hann og heimtaði að fá að kaupa bjór á hótelinu - á verði því sem tiðkaðist 1904. „Ekkert veit ég um Joyce,“ sagði maður nokkur, „en hitt veit ég að hér er hægt að fá bjór fyrir túskilding.“ „Hér fæddist Leopold Bloom...“ Og það segir sig sjálft að Joyce-fræð- ingarnir lifðu himnasælu þennan dag. Joyce-fræðingarnir era reyndar annáluð stétt og fræg fyrir smásmygli sina, enda er sagt að í bókinni Finnegans Wake (sem fylgdi á eftir Ulysses) séu að minnsta kosti jafnmörg rannsóknarefni fyrir bókmenntafræðinga og aðra grúsk- ara og stafirnir í bókinni era margir - ef ekki fleiri! { University College, en þar gekk Joyce í skóla, vora 600 þessara furðufugla og ræddu meðal annars tengsl Ulysses við hebreska stafrófið, tarotspil, sólarkrossinn og 22an kafla í bókinni Gargantua eftir Rabelais. Sum- um þótti þetta komið út i öfgar. „Við erum að verða fangar eigin fræði- mennsku." sagði David Norris, sem skipulagði þessa samkundu, en fáir vora honum sammála. William Herman, prófessor frá Bandaríkjunum, sagði stoltur: „Þetta er næstum eins og trúflokkur sem fer yfir heilagan texta. Við eram einsogTalmúdfræðingamir.“ Joyce fór frá Dublin árið 1904 og hélt eftir það að mestu til á Ítalíu og í Frakklandi, til Dublin kom hann ekki eftir 1912. Og Dublin var svo sem alveg sama. Joyce var fyrirlitinn sem klám- bókahöfundur og allt fram undir 1970 voru bækur hans helst ekki til sölu í irskum bókabúðum, nema undir borðið. Nú reyna Dublinarbúar að bæta upp fyrir hirðuleysið. í Finnegans Wake er Liffey áin meðal annars kölluð Anna Livia Plurabelle og nú hefur Chapelizod brú á þeirri frægu á verið skirð upp og heitir eftirleiðis Anna Livia brú. Og borgarstjórnin lét setja upp skilti við húsið númer 52 við Clanbrassil stræti þar sem segir: „Hér fæddist, i imyndun Joyce, Leopold Bloom í maí 1866, borgari, eiginmaður, faðir, flakkari." Aldrei fyrr í sögu Dublin hefur verið sett upp slikt skilti til að minnast fæðingar skáldsagnapersónu og núverandi ibúi hússins, Catherine Higgins, var ekki alveg með á nótunum. „Ég veit ekkert um þennan mann,“ sagði hún. „Það man enginn hér um slóðir eftir honum.“ Aumt ástand í Eccles Street 7 Ekki era allir írar sammála um að taka Joyce í sátt. Borgarstjóm Dublin vildi til að mynda ekki leggja fram nema sem svarar 22 þúsundum króna til hátíðahaldanna þann 16. júní og írska þingið neitaði að taka þátt í að koma á fót Joyce menningarmiðstöð eða láta reisa styttu honum til heiðurs. Einkaað- ilar komu þá til sögunnar. American Express, sem hefur látið skipuleggja skoðunarferðir um Dublin skv. bókum Joyce, hefur nú fengið Marjorie Fitzgib- bon til að gera styttu af honum sem koma á fyrir á viðeigandi stað. Því miður verður það vart við Eccles stræti númer sjö, en þar bjó Leopold Bloom. Það hús er nú að hrani komið og fátt eftir nema útveggirnir. Múrað hefur verið upp í gluggann þar sem Molly Bloom var löngum á útkíkk eftir elskhugum sínum. Þetta auma ástand hússins veldur mörgum aðdáendum Joyce áhyggjum. til dæmis fyrrnefndum Norris sem spyr: „Hver kemur hingað eftir tuttugu ár ef þá er ekkert eftir sem minnir þá á Dublin sem Joyce þekkti?“ Öðrum þykir meiru skipta að írar eru nú i fyrsta sinn famir að lesa Joyce að einhverju ráði. Anthony Burgess, rit- höfundur sem m.a. hefur skrifað nokkrar bækur um Joyce og verk hans, var að sjálfsögðu mættur i Dublin og hann lét hafa eftir sér að nú fyrst væri Joyce eign fólksins en ekki fræðinganna. Og þó fyrr hefði verið! - ij endursagði.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.