Tíminn - 04.07.1982, Page 25
SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982
nútfminn
Umsjón: Friðrik Indriðason og Viðar Karlsson
„ÉG ER PÖNKARI
OG SKAMMAST MÍN
EKKI FYRIR ÞAД
— rætt við Gunnþór Sigurðsson
bassaleikara í Q4U
■ „Við höfum lokað okkur af og æft
að undanförnu. Við erum að leita að
nyjum hugmyndum og útfæra þær. og í
leiðinni reynum við að ná saman eins vel
og kostur er á“ sagði Gunnþór
Sigurðsson bassaleikari hljómsveitar-
innar Q4U i samtali við Nútimann.
Hljómsveitin Q4U hvarf hér af
sjónarsviðinu skömmu eftir útkomu
myndarinnar Rokk i Reykjavík en á
þeim tíma urðu nokkrar breytingar á
sveitinni. Linda og Steinþór hættu en
Árni Daníels kom inn. Við þetta
breyttist hljóðfæraskipunin og er hún nú
trommuheili, synthesizer, bassi og
söngur. Nýlega kom hljómsveitin þann-
ig skipuð fram á ísafjarðarhátið.
Er Q4U hætt að vera pönk-hljóm-
sveit?
„Nei. Pótt tónlistin sé ekki eins hrá
og gróf og hún var þá er ég persónulega
pönkari og skammast mín ekkert fyrir
það. Sumar hljóms'veitir hafa viljað þvo
af sér þennan titil en það viljum við ekki.
Ef það þarf á annað borð að gefa
þessari tónlist sem við vinnum að núna
nafn þá mætti kalla það tölvupönk, en
öll lögin sem við erum með í takinu hafa
verið unnin með Áma Daníels og við
höfum aðeins eitt lag á prógramminu frá
því fyrir breytingar á sveitinni og það er
lagið Creeps, i annarri útgáfu að
sjálfsögðu".
Nú hafiði einu sinni komið fram eftir
breytinguna, á ísafirði, hvemig voru
viðtökurnar?
„ísafjörður er svo æðislega ólikur öllu
sem maður þekkir hér í Reykjavik,
,Mætti kalia tónlistina tölvupönk" segir Gunnþór Sigurðsson bassaleikari í Q4U.
Timamynd Róbert.
þetta er eins og að koma í annan heim,
á aðra plánetu jafnvel. Að vissu leyti var
þetta cins og að vera í stórborg, maður
var algerlega einangraður, enginn
þekkti mann og maður þekkti engan.
Fólkið sem kom til að hlusta á okkur
tók okkur vel, með þessum venjulegu
undantekningum. Pú veist, einhverjir
drukknir slánar sem komu upp að
sviðinu og sögðu að maður ætti að pæla
i einhverju öðru“.
Nú skiíst mér að þið séuð með plötu
i smíðum, verður hún ólík fyrri
„verkum“ Q4U?
„Pað stendur til að gera þessa plötu
og hún verður allavega mjög ólík þvi
sem fólk býst við af Q4U. Ætlunin er að
taka hana upp i Reykjavík og Fálkinn
ætlar að gefa hana út en við höfum enn
ekki fengið upp hvenær af þessu verður,
við vildum helst að það yrði nú um
mánaðarmótin."
Æfum í dúfnahúsi
við Rauðavatn
Hvar hafið þið æfingaraðstöðu?
„Eftir að hljómsveitin stokkaðist upp
fengum við æfingarhúsnæði upp við
Rauðavatn, við hliðina á bílakirkjugarð-
inum þar. Þetta er nú eiginlega
dúfnakofi, dúfurnar eru á loftinu fyrir
ofan okkur og þær eru æðislega góðir á-
heyrendur...
Af hverju...?
„... þær kvarta aldrei.“
Aðspurður um hvenær vænta megi að
Q4U komi opinberlega fram sagði
Gunnþór að það gæti jafnvel orðið nú i
júli og þá á Hótcl Borg ásamt Bodies en
þetta sé ekki öruggt...
„Maður getur alveg tekið upp gömlu
tugguna hér um að það vanti stað fyrir
hljómsveitirnar.það hefur aðeins verið
um Borgina að ræða hingað til og
virðingarvert hve hún hefur haldið út
lengi og verrið viljugað hleypa hljómsveit
um inn hjá sér.
„Mér finnst tónlistin hér vera að
færast i flatneskju, það eru hættar að
koma fram nýjar hljómsveitir sem
vekja athygli, fyrir utan Vonbrigði
kannski, og það er einmitt út af þessu
vandamáli þar sem er staður til að troða
upp á.“
Ef við komum aftur að tölvupönkinu,
er það ekki hættulegt fyrir hljómsveitina
að skipta svona brátt um imynd?
„Maður á ekki alltaf að vera að gera
eitthvað sem fólkið vill heldur oftar það
sem maður sjálfur vill. Það eru alltof
margar góðar hljómsveitir sem hafa
eyðilagt sig á þvi að vera stöðugt að spila
það sem fólkið vill heyra en ekki það
sem þær sjálfar hafa viljað
spila.
Dæmi um þetta er sú lægð sem
tónlistin hér virðist vera komin í nú eftir
mikla sprengingu undanfarin tvö ár en
bað er kannski einnig þvi að kenna að
þær hljómsveitir sem komu upp á
þessum tima hafa ekki staðið sig nógu
vel, af þeirri ástsæðu að þær hafa ekki
getað komið fram nógu ört“.
- FRI
!
1
■ Comsat Angels. Stephen Fellows, Kevin Bacon, Andy Peake og Mick Glaisher.
„Líkamleg tónlist
fyrir
■ Eins og greint var frá í Nútímanum
fyrir skömmu mun breska nýbylgju-
hljómsveitin The Comsat Angels halda
hér tvenna tónleika i Félagsstofnun
stúdenta dagana 10. og 11. júli nk. Fyrra
kvöldið mun Baraflokkurinn frá Akur-
eyri leika með þeim en seinna kvöldið
hljómsveitin Vonbrigði.
Comsat Angels hafa hlotið góða dóma
fyrir flutning sinn og útgefnar skifur i
bresku tónlistarblöðunum... sérstaklega
fyrir breiðskifu sina „Sleep no more“
sem þeir gáfu út i fyrra en þá höfðu þeir
verið í nokkurri lægð árið á undan, eða
frá útkomu fyrstu breiðskifu þeirra
„Waiting for a miracle" sem kom út
1980.
Paul Tickell á New Musical Express
likir Comsat Angels við Joy Division,
segir þá vera á svipaðri bylgjulengd, og
hafi til að bera trausta rokk-rythma sem
falli aldrei inn á hefðbundnar slóðir...
„þeir leika líkamlega tónlist fyrir innra
innra eyrað”
eyrað" segir hann m.a. í gagnrýni sinni
á „Sleep no more“. Textar beirra
þykja nokkuð þungir á stundum, jafnvel
neikvæðir, en hinsvegar sjái þeir ávallt
ljósið við endann á dökkum ganginum.
Sem dæmi um textagerð þeirra félaga
látum við fljóta með textann að einu
vinsælasta lagi þeirra, titillagi „Sleep no
more“.
It‘s late but theres no tiredness
I can see the city glow
And I‘m sure there must be somewhere
We can go.
ILights cut through the center
And the darkness hides its shape
I‘d swear it almost could be
Another place.
When the world is covered over
And the stars are shining bright
We will make our escape
Into the night.
í sæti Q97
„Dularfullt og konunglegt er Comsat-
'nljóðið fágæt gjöf. Hið eina góða við
Dominion er að þú gast að minnsta kosti
heyrt það almennilega" þannig byrjar
breski rokkgagnrýnandinn Adam Seet-
ing umsögn sina um tónleika Comsat
sem þeir héldu i Dominion i London.
„Raunverulega var þetta rangur
staður fyrir þá, tónlist þeirra er þannig
að þú vilt hreyfa þig, ekki sitja í sæti Q97
(takmörkuð yfirsýn) og það skreið
bylgja fólks fram að sviðinu er þeir
komu fram.“
Sweeting gefur þeim félögum góða
dóma fyrir leikinn, á milli þess sem hann
bölvar staðnum i sand og ösku, þannig
að nýbylgjuaðdáendur hér ættu að fá *
eitthvað fyrir sinn snúð á tónleikum
Comsat hérlendis, ættu allavega að geta
hreyft sig.
-FRI