Tíminn - 04.07.1982, Síða 31

Tíminn - 04.07.1982, Síða 31
SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982 31 upplýsist og meira en 30 manns verði dæmdir samsekir um morð. Með hverjum mánuðinum eykst óttinn við að einhver brotni undan álaginu og játi. Þó éru ýmsir sem eru ekkert hræddir við að lýsa þeirri skoðun sinni að McElroy hafi ekki átt skilið og deyja með þessum hætti. Þar á meðal er Ronnie Charles, 19 ára landgönguliði, sem bar vitni á móti McElroy í Bowenkamp-réttarhöld- unum. Charles segir raunar að þrátt fyrir það hafi hann haldið áfram að líta á McElroy sem vin sinn og að McElroy hafi aldrei reynt að fá hann til að breyta framburði sínum. Stingur það í stúf við fullyrðingar flestra ibúa Skidmore um að McElroy hafi komist hjá refsingum fyrir sina ógurlegu glæpi með því að ógna vitnum. „Ég hef aldrei heyrt um að Ken hafi meitt nokkum sem ekki var að atast í honum,“ segir Charles.„Fólk sem aldrei hafði hitt hann var alltaf að tala um hann en flest af því átti skilið að fá spark i rassgatið. Ef fólkið hefði ekki talað svona mikið um hann og espað sig upp hefði það aldrei þurft að drepa hann.“ Inez Boyer er sama sinms en hun á kaffihúsið sem er aðalsamkomustaður- inn í Skidmore. Ég hafði verið fastur gestur á kaffihúsi hennar i heilan mánuð áður en hún minntist á McElroy-málið og þá eins og fyrir tilviljun. Hún sagði: „Mér hefur aldrei liðið jafn illa og þegar þeir skutu McElroy. Ég var héma i kaffihúsinu þegar þetta gerðist og ég vissi að þeir voru að halda fund um hann, en ég vissi ekki að þeir ætluðu að drepa hann fýrr en ég heyrði skotin. Ég skildi strax hvað hafði gerst. Þá fannst mér að þaðan í frá yrði ekkert eins og áður.“ Hryllingssögurnar um McElroy flestar ósannar Um sama leyti vom athuganir mínar á fortið McElroys farnar að skila árangri. Það kom í ljós að sögusagnir íbúanna í Skidmore um að hann hefði verið viðriðinn Mafíuna og önnur skipulögð glæpasamtök áttu ekki við nein rök að styðjast. Orðrómur um eiturlyfjasölu hans ekki heldur. James Rhoades, lögreglumaður í St. Joe síðastliðin 25 ár, sagði mér að McElroy hefði i mesta lagi verið smáþjófur, hann hefði stolið því sem fólk var svo kærulaust að skilja eftir á viðavangi en hann hefði alls ekki átt neinn þátt í nautgripaþjófnuðum í héraðinu þó hann hafi kannski nappað einu og einu svini endmm og eins. Rhodes sagði mér einnig að það væri ekki rétt að í bíl McElroys hefðu fundist 40 þúsund dollarar og poki með eiturlyfjum. Sagan um að traktor hafi ekið yfir hann í barnæsku og hann hafi síðan verið hálfbrjálaður er röng. Eiginkona hans númer eitt, Sharon Mae, sem mér var oft sagt að hann hefði drekkt, er enn á lífi og við hestaheilsu, býr í borginni Helena. Hún sagði mér að hún hefði elskað McElroy mjög heitt. Og grimmd- arlegasta sagan sem ég heyrði um McElroy - að hann hefði skorið annað brjóstið af Trenu - er þvættingur. Allt þetta hef ég fengið staðfest svo að óyggjandi er. En ef McElroy var ekki þvílikur stórglæpamðaur sem íbúar Skidmore segja hverjum sem heyra vill, hvers vegna lögðu þá 60 bændur niður vinnu einn góðan veðurdag til að ræða hvemig ætti að losna við hann? Og hvers vegna hættu a.m.k. tveir menn á margra ára fangelsi með þvi að skjóta hann? Sveitahémðin þama í Missouri em erfitt land viðureignar. Landið hefur ekki gefið af sér meira en svo að bændumir geta lifað en varla meira nema einstaka maður, þetta svæði er i þjóðbraut svo þar hefur alltaf verið mikið um alls konar landshomaflakkara og auðvitað misjafn sauður i þvi fénu. Þjófnaðir hafa alltaf verið tíðir en bændumir ekki mátt við miklu. Lög- gæsla hefur frá upphafi verið lítils megnug, þama er fremur strjálbyggt og lögreglan hefur sjaldnast komið á staðinn fyrr en löngu eftir að þjófamir em horfnir á braut. Og hvemig ver maður sig þá fyrir þjófum? „Það er aðeins ein leið til þess,“ sagði bóndi nokkur sem ég ræddi við. „Þú verður að vera þekktur fyrir það að ef þér er gert eitthvað, þá verður þú ekki reiður, heldur heftiirðu þín. Og þú verður að vera maður til að standa við þitt.“ Morð án dóms og laga er aðvörun tíl þjófa Hvemig bændumir fara að þessu er mismunandi. Sumir skilja haglabyssuna aldrei við sig, aðrir hafa hátt um það á samkomustöðum að þeir skjóti hvem þann sem er að sniglast á jörðinni þeirra, en svo er til ein leið enn: að slást i hóp með öðrom bændum og drepa án dóms og laga mann sem gmnaður er um þjófnað. í þessu tilfelli hafa yfirvöldin óbeint lagt blessun sína yfir verknaðinn með því að rannsaka málið aðeins með hangandi hendi, þá er ekki skrýtið að bændunum þyki þeir aðeins hafa verið að framfylgja réttlætinu. Var McElroy valinn sektarlamb, öðmm til viðvömnar? bændur tveir sem ég hitti i Maryvill á bar sem kallaður var Shady Lady sannfærðu mig um að sú væri einmitt raunin. Annar þeirra hafði ég séð í Skidmore nokkmm dögum fyrr og ákvað því að spyrja þá um McElroy-málið. Þó þeir væm karlmann- legir með afbrigðum og sýnilega kaldir karlar urðu þeir all taugaóstyrkir og litu flóttalegir i kringum sig. Allir íbúar á svæðinu búast við að sérhver ókunnugur sé annaðhvort á snæmm FBI eða lögfræðinga Trenu McElroy. Þeir félagar, Pete og Kriss, báðu um að fá að sjá skilriki og er ég sýndi þeim blaðamannapassa minn sagði Pete að hann gæti auðveldlega verið falsaður og við skyldum koma á skrifstofu hans. Ég átti raunar ekki um neitt að velja því þeir gripu um handleggina á mér og nánast bám mig út. Síðan settu þeir mig inn i stóran sendiferðabíl og fóm að spyrja mig út úr fyrir hvem ég ynni. Ég sagði þeim sem var, að ég ynni fyrir Playboy. „Þeir skömmuðust sín fyrir að óttast hann - svo þeir drápu hann“ „Þú heldur við séum einhverjir asnar," sagði Kriss, maður með fram- handleggi sem Stjáni blái hefði verið stoltur af, „en ef þú ert að ljúga að okkur þá máttu vara þig. Hér um slóðir gjöldum við ekki aðeins liku likt, heldur borgum við tvöfalt fyrir okkur - og vel það. Ég var farinn að óska þess að ég væri einhvers staðar annars staðar. Ég var greinilega kominn á stað þar sem menn voro reiðubúnir að myrða til að hefna fyrir raunvemlega eða imyndaða móðg- un. Siðmenningin var ekki sérlega sterk við þær aðstæður. Svo ég reyndi með öllum ráðum að fullvissa þá um að ég væri ekki að ljúga að þeim og að lokum tóku þeir mig trúanlegan - en með semingi þó. „Þú vilt vita um McElroy," sagði Kriss skyndilega. „Ég skal segja þer allt um hann. Hann var harður tappi og það voru allir hræddir við hann. Ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir þvi en fjöldi manns hér um slóðir þykist vera mjög töff og viðurkennir ekki að vera hræddur við neitt. Ég hélt líka að ég væri sæmilega töff. En svo eitt kvöldið þá var ég að drekka með Ken McElroy á bamum í Skidmore og við vomm báðir farnir að kippa. Þá segi ég við hann: „Ken, hvemig stendur á þvi að þú hittir ekki Bowenkamp gamla þó hann stæði beint á móti þér, þú sem þykist vera svo góð skytta?" Ken hló bara og sagðist ætla að sýna mér dálítið fyrirutan. Þegar við komum gengum við að tmkknum hans og hann teygði sig inn í hann eftir rifflinum sínum. Svo miðaði hann á mig, ósköp rólegur. Og ég bakkaði! - ég var nú ekki meiri kall en það. Ég er kannski góður með hnefunum en þegar byssu er miðað á mig, þá bakka ég. Veistu hvað það er erfitt fyrir mig að segja þetta? Hér er ekki til meira hrós um nokkurn mann en: „Hann bakkaði aldrei“. En þetta er lýgi. Það bökkuðu allir fyrir Ken McElroy. Og að lokum vom allir famir að skammast sín svo mikið fyrir það að þeir urðu að drepa hann.“ „Atta aðrir hafa verið dæmdir til dauða“ Síðla í júli, um það bil tveimur vikum eftir að McElroy var myrtur, birtist heilsíðu auglýsing í blaði í Maryville. Þar stóð: „Fólkið i Skidmore er meðal hins besta, vingjamlegasta og gestrisn- asta í þessu landi. Dómstólunum er ætlað að vemda hina saklausu, ekki láta hina seku lausa svo þeir geti fengið útrás fyrir reiði sína. Við skulum heiðra fólkið i Skidmore. Við skulum líka minnast þess hverjir eiga sökina: dómstólarnir og hin frjálslynda afstaða þeirra.“ Undir þessari auglýsingu stóð „Norman Robb- ins og félagar". Norman Robbins er af flestum talinn auðugasti og valdamesti stjórnmálamaðurinn á þessu svæði svo ég fór á fund hans á skrifstofuna í Maryville. Hann er um sextugt og allmikill fyrir mann að sjá. Á veggnum bak við skrifborð hans hanga áritaðar myndir frá vinum hans sem sumir hverjir eru ekki beinlinis vel liðnir: Richard Nixon, George Wallace, Ronald Reagan og Barry Goldwater. Á sama vegg hangir plakat þar sem stendur stórum stöfum: „You loot, wee shoot!" eða „Þú stelur, við skjótum". Og á borði úti i horni stendur fullkomin lögreglutalstöð. „Langar þig að sjá það sem ég kalla réttlæti?,, spyr Robbins. Hann réttir mér hlaðna skammbyssu. „Þetta er það sem ég kalla réttlæti. Þetta er dómari og kviðdómur i sameiningu. „Sjáðu til,“ segir hann svo. „McElroy var skíthæll. Það þurfti að drepa hann. { mörg ár hafði hann stolið frá öllum á svæðinu og hann var snjall þjófur. Það var engin leið fyrir yfirvöldin að ná í skottið á honum. Bændumir misstusvín og verkfæri og nautgripi og traktora og þeir voru orðnir leiðir á þessu. Þeir vom líka hræddir við hann. Svo þeir héldu þennan fund. í rauninni stendur þessi fundur fyrir réttarhöld. Það vom allir mættir þarna sem hugsanlega myndu andmæla dómnum en enginn gerði það. Dómurinn var samþykktur. Svo borg- uðu menn ýmist 50 eða 100 dollara og - bang! - stundu síðar var hann dauður. Og þetta mál er ekki búið enn. Það hafa átta gæjar á borð við McElroy verið dæmdir til dauða. Veistu að sumir dóm arar láta glæpamenn lausa af þvi þeir segja að fangelsin séu full? Ég sé auðvelda lausn á þvi. Ef maður tekur 10% af öllum glæpamönnum í hverju fylki og útrýmir þeim - drepur þá, á ég við - þá verða fangelsin ekki lengur full. Svo hefndaraðgerðum hér er alls ekki lokið. Drápin munu halda áfram þar til dómstólarnir fara að vemda okkur fyrir glæpamönnum eins og McElroy." „Engar hetjur í þessu máli“ Ég gekk út úr skrifstofu Robbins og gekk niður á Shady Lady að fá mér bjór. Ég fékk mér sæti við hliðina á bónda sem ég hafði hitt í Skidmore og hann sagði mér að konan hefði farið frá honum fyrir tveimur dögum og hann væri búinn að drekka siðan. Hann virtist vera um það bil jafn fullur og nokkur maður getur verið án þess að hníga út af. Allt í einu spurði hann mig hvort ég hefði fundið út eitthvað um McElroy og hvemig hann dó. Ég sagðist hafa fundið út heil ósköp en ekkert sérlega huggunarrikt. Hann kinkaði kolli fullur samúðar. „Ken var ágætur,“ drafaði í honum, „en hann átti ekki að vera að abbast út í fólk. En auðvitað hafði pakkið í Skidmore heldur engan rétt til að skjóta hann svona niður. Að reyna að skilja þetta mál er eins og þegar köttur reynir að krækja i stálbolta. Þvi meira sem kötturinn klórar í boltann, þvi hraðar skríður hann undan. Ég sé ekki að það séu neinar hetjur i þessu máli. f þessu hafa allir rangt fyrir sér...“ -ij sneri.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.